Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
UMHVERFISRÁÐHERRA
Þýskalands, Sigmar Gabriel, hefur
verið harkalega gagnrýndur eftir
að hann tilkynnti síðastliðinn föstu-
dag að fallið yrði frá áformum um-
hverfisráðuneytisins um að hækka
hlutfall etanóls í bensíni úr 5% í
10%. Svokallað E10-bensín verði
því ekki sett á markað en áfram
boðið upp á bensín með 5% hlutfalli
etanóls.
Samtök bílaframleiðenda í Þýska-
landi (VDA) höfðu gefið umhverf-
isráðuneytinu þær upplýsingar að
um 300.000 ökutæki gætu ekki unn-
ið úr E10-bensíninu og studdist
ráðuneytið við þær tölur þrátt fyrir
að Samtök bíleigenda (ADAC)
hefðu þegar birt mun hærri tölur.
Þegar Samtök alþjóðlegra bíla-
framleiðenda (VDIK) tilkynntu loks
að rúmar þrjár milljónir eldri bif-
reiða í Þýskalandi réðu ekki við
bensínið og eigendur þeirra yrðu
knúnir til að kaupa hreinni en mun
dýrari bensíntegund þótti umhverf-
isráðherra ástæða til að staldra við.
Sigmar Gabriel, sem kemur úr
röðum jafnaðarmanna (SPD), hefur
neitað ásökunum um afglöp í starfi
og að hafa hlustað um of á rök bíla-
iðnaðarins. Michael Glos við-
skiptaráðherra ásakar Gabriel um
að hafa sett hugsjónir framar stað-
reyndum og krefur hann nú raun-
hæfra svara um hvernig umhverf-
isverndarmarkmiðum innan
bílaiðnaðarins verði fullnægt.
Süddeutsche Zeitung greinir frá
harðri gagnrýni kristilegra demó-
krata (CDU), sem eru í ríkisstjórn
ásamt SPD. Þeir segi mistökin al-
gerlega á ábyrgð Gabriels. Roland
Pofalla, framkvæmdastjóri CDU,
segi mistökin vera afleiðingu ófull-
nægjandi undirbúnings, þar sem
vísbendingar vísindamanna og sam-
taka hafi verið virtar að vettugi.
Framleiðendur leiti nýrra leiða
Hækkun etanól-prósentunnar átti
að vera stór liður í að framfylgja
umhverfisverndaráætlun rík-
isstjórnarflokkanna sem sett var í
fyrra. Samkvæmt henni átti m.a.
hlutfall lífræns massa í eldsneyti að
verða 20% árið 2020. Með lífrænu
eldsneyti átti einnig að minnka út-
blástur koltvísýrings verulega fyrir
árið 2012. Umhverfisráðherra segir
að ekki verði hvikað frá umhverf-
isverndarkröfum til bílaframleið-
enda en þeir verði nú að leita nýrra
leiða til að fullnægja kröfunum.
Umhverfisráðherra gagnrýndur
AP
Hraðbraut Eigendur þriggja milljóna ökutækja hefðu verið knúnir til að
kaupa dýrara bensín þar sem bílarnir þyldu ekki aukið etanólmagn.
Um þrjár milljónir ökutækja í Þýska-
landi hefðu ekki ráðið við nýja bensínið
London. AFP. | Rannsóknarkviðdóm-
ur í Bretlandi hefur komist að þeirri
niðurstöðu að dauði Díönu prinsessu
í ágúst 1997 hafi verið manndráp af
gáleysi. Gáleysislegum akstri bíl-
stjóra hennar, Henri Paul, og ljós-
myndara æsifréttablaða, sem eltu bíl
hennar, var kennt um áreksturinn
sem varð Díönu og unnusta hennar,
Dodi Al Fayed, að bana.
Kviðdómurinn komst einnig að
þeirri niðurstöðu að bílstjórinn hefði
verið mjög drukkinn og ekið of hratt.
Þau Díana og Dodi Al Fayed höfðu
ekki spennt á sig sætisbelti og það
stuðlaði einnig að dauða þeirra.
Réttarrannsóknin á dauða Díönu í
árekstri í París stóð í hálft ár. Faðir
Dánardómstjórinn, Scott Baker,
komst að þeirri niðurstöðu að enginn
fótur væri fyrir þessari ásökun og
breskur læknir, sem rannsakaði lík
Díönu, sagði að hún hefði ekki verið
barnshafandi.
John Stevens lávarður, sem
stjórnaði rannsókn bresku lögregl-
unnar á málinu, kvaðst vona að nið-
urstaða kviðdómsins kvæði allar
samsæriskenningar um dauða Díönu
niður. Áður hafði breska lögreglan
staðfest þá niðurstöðu frönsku lög-
reglunnar að áreksturinn hefði verið
„hörmulegt slys“.
Dodis, Mohamed Al Fayed, hélt því
fram að Díana og Dodi hefðu ætlað
að ganga í hjónaband og hún hefði
verið barnshafandi þegar hún dó.
Filippus drottningarmaður hefði
fengið bresku leyniþjónustuna til að
myrða Díönu og Dodi til að koma í
veg fyrir að móðir tilvonandi kon-
ungs giftist múslíma.
Var ekki þunguð
Al Fayed sagði niðurstöðu kvið-
dómsins „mikil vonbrigði“ og enginn
vafi léki á því að Díana og Dodi hefðu
verið myrt.
Dauði Díönu Bretaprinsessu
sagður manndráp af gáleysi
Rannsóknarkviðdómur hafnar samsæriskenningum um að Díana hafi verið myrt
Díana
prinsessa
Mohamed
Al Fayed
ÓEIRÐALÖGREGLA hefur verið til taks víða í Egypta-
landi undanfarna daga en mikill fjöldi mótmælenda
hefur látið í ljós reiði vegna hækkandi vöruverðs og
bágra launakjara. Til verkfalla hefur komið víða í land-
inu, kveikt hefur verið í húsum auk þess sem búðir hafa
verið rændar.
Í Mahalla el-Kobra, þar sem þessi maður var á ferð
með asnann sinn, voru um 150 manns handteknir og 80
særðust síðastliðinn sunnudag þegar til átaka kom á
milli íbúa og óánægðra starfsmanna stærstu vefn-
aðarverksmiðju Egyptalands.
Um 40% Egypta lifa við fátæktarmörk en verð á
grunnvörum eins og olíu og hrísgrjónum hefur tvöfald-
ast á síðustu mánuðum. Kosið verður í sveitarstjórn-
arkosningum í Egyptalandi í vikunni og hafa óeirð-
irnar valdið þrýstingi á ríkisstjórn Hosni Mubaraks.
Reuters
Egyptar mótmæla dýrtíð
Brussel. AP. | Leyft verður að nota
farsíma í farþegaþotum yfir Evrópu
samkvæmt nýjum reglum Evrópu-
sambandsins. Líklegt er að margir
farþegar fagni því að geta verið í
sambandi við umheiminn en á móti
kemur að þeir geta lent í því að sitja
við hliðina á skrafskjóðu jafnvel tím-
unum saman í langflugi.
Embættismenn Evrópusam-
bandsins sögðu að búist væri við því
að nokkur flugfélög hæfu þessa
þjónustu á næstu mánuðum. Evr-
ópusambandslöndin verða þá fyrsti
heimshlutinn til að afnema bann við
notkun farsíma í farþegaflugi.
Embættismennirnir lögðu áherslu
á að nýju reglurnar myndu ekki auka
hættuna á hryðjuverkum eða trufla
tæki farþegaþotna. Þeir sögðu að
GSM-kerfið, sem notað verður í flug-
vélunum, hefði verið prófað rækilega
og gerðar hefðu verið ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að það yki hættu
á hryðjuverkum.
Bandaríkin og mörg fleiri lönd
hafa bannað notkun farsíma í flugi
vegna hættunnar á því að þeir trufli
tæki flugvélanna. Embættismenn
ESB sögðu að hættan á því væri
mjög lítill vegna þess að farsímarnir
yrðu ekki beintengdir við jörðina,
heldur yrði notuð GSM-grunnstöð í
vélinni sem yrði tengd við gervi-
hnött. Flugstjórinn getur slökkt á
stöðinni og ekki verður leyft að nota
farsíma í flugtaki, lendingu eða
ókyrrð í flugi. Farþegarnir geta
kveikt á símunum þegar vélin nær
10.000 feta (þriggja kílómetra) hæð.
ESB leyfir
farsíma
í flugi
HELSTA skipu-
leggjanda kosn-
ingabaráttu
Hillary Clinton,
Mark Penn, hef-
ur verið gert að
láta af störfum.
Upp komst að
Penn, sem er
framkvæmda-
stjóri hjá stóru
almannatengslafyrirtæki, hafði hitt
sendiherra Kólumbíu í Bandaríkj-
unum í lok mars síðastliðins er
hann vann að áætlunargerð til að
koma fríverslunarsamningi á milli
þjóðanna í gegnum þingið. Clinton
er andsnúin þess konar fríversl-
unarsamningi við Kólumbíu og hef-
ur Penn lýst því yfir að hann hafi
sýnt dómgreindarleysi með vinnu
sinni að samningnum.
Penn hefur verið umdeildur í
herbúðum Clinton og hafði m.a.
verið gagnrýndur fyrir þá áherslu
sem lögð var á reynslu Clinton á
meðan ráðgjafar Baracks Obama
kynntu hann sem afl breytinga.
Howard Wolfson og Geoff Garin,
sem starfað hafa að samskipta-
málum fyrir Clinton, eiga að taka
við hlutverki Penns sem þó mun að
einhverju leyti vera áfram í ráð-
gjafarhlutverki.
Ráðgjafa
Clinton
vikið frá
Mark Penn
♦♦♦
KAUPMAÐUR í indverska ríkinu
Bihar hefur glatað öllu sparifé sínu
vegna þess að hvítmaurar, sem herj-
uðu á öryggishólf banka, átu það
upp til agna.
Kaupmaðurinn Dwarika Prasad
hafði geymt peningaseðla og verð-
bréf að andvirði sem svarar 1,2 millj-
ónum króna í öryggishólfi ríkisrek-
ins banka, ásamt gull- og
silfurskartgripum. Hann kvaðst
hafa ætlað að lifa á sparifénu í ell-
inni og geymt það í bankahólfinu til
að koma í veg fyrir að kona hans og
börn kæmust í það og eyddu því, að
því er fram kemur á fréttavef
breska ríkisútvarpsins, BBC.
Stjórnendur bankans sögðu að
sett hefði verið upp tilkynning í
bankanum þar sem varað hefði verið
við hvítmaurum í öryggishólfunum
og viðskiptavinum sagt að fjarlægja
alla seðla og pappíra. Þeir sögðu að
bankanum bæri ekki skylda til að
greiða kaupmanninum bætur.
Kaupmaðurinn hafði ekki farið í
bankann í marga mánuði eftir að til-
kynningin var sett upp.
Maurar átu
allt spariféð