Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 23 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forseti Íslands, ÓlafurRagnar Grímsson, settiblaðamannafundinn meðþví að bjóða Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj- anna, velkominn. Heimsóknin væri söguleg og Ísland um margt í mið- depli loftslagsmála vegna jöklanna, landgræðslu og sjávarstrauma. Gore sagði þá lengi hafa þekkst. „Eins og sum ykkar kunna að vita höfum við forsetinn verið nánir vinir í langan tíma, allt aftur til þess tíma þegar við vorum báðir þingmenn,“ sagði Gore. „Síðan við kynntumst höfum við haldið sambandi og unnið saman að nokkrum málum. Ég er mikill aðdáandi forystu hans og Íslands í málefnum sem varða endurnýjan- lega orku og loftslagsvandann. Forsetinn benti réttilega á að Ís- land væri í miðju þeirrar umræðu vegna jarðfræði landsins og einnig í miðju umræðunnar um hvernig megi leysa loftslagsvandann, með áherslu ykkar á orkuvinnslu úr jarðvarma, geymslu koldíoxíðs með öruggum hætti undir sjávarbotni, auk annarra frumkvæða sem ég hlakka til að fræðast um. Hann hef- ur lengi reynt að fá mig til að koma í heimsókn og ég er ánægður með að það skuli loks hafa tekist.“ Óþægilegt en nauðsynlegt Gore fylgdi strangri tímaáætlun í heimsókninni og gaf aðeins kost á nokkrum spurningum. Inntur eftir því hvers vegna hann notaði orðið „óþægilegur“ í heimildarmynd sinni og sam- nefndri bók „Óþægilegur sannleik- ur“ sagði Gore að segja mætti að loftslagsvandinn væri óþægilegur fyrir okkur öll, þar sem uppbygg- ing síðustu alda hefði að miklu leyti verið knúin með bruna jarðefna- eldsneytis, allt frá upphafi iðnbylt- ingarinnar. Breytingar væru alltaf óþægileg- ar, einkum fyrir helstu olíuvinnslu- ríkin og þá aðila sem menga mest. Margir hverjir reyndu að sporna gegn þeim breytingum sem verður að koma á og fæli í sér ýmis tæki- færi sem gætu orðið öllum til hags- bóta. Aðspurður um hvernig hann sæi fyrir sér þróun endurnýjanlegrar orkuvinnslu í Bandaríkjunum á næsta áratug í ljósi olíuverðs í dag sagði Gore að svo kynni að fara að í þetta sinn myndi sagan ekki end- urtaka sig og olíuverðið ekki lækka á nýjan leik eins og svo oft áður, vegna þess að vöxturinn í eftir- spurninni, meðal annars frá vax- andi hagkerfum á borð við Kína og Indland, væri mun hraðari en sem næmi fundi nýrra olíulinda. Sjálfur hefði hann lagt til að skattar yrðu lækkaðir á einstaklinga og fyrir- tæki en á móti aflað sömu tekna með sköttum á losun koldíoxíðs. Hver sem yrði næsti forseti væri ljóst að stefna Bandaríkjanna í þessum málum myndi breytast. Lengi verið vinir Morgunblaðið/Ómar Loftslagsmál Gore benti á í léttum tóni að Ísland hefði fyrst ríkja byggt upp ferðamennsku í kringum vinnslu og þróun óhefðbundinnar orku.  Al Gore og forseti Íslands hafa þekkst frá því þeir voru þingmenn  Hafa unnið að ýmsum verkefnum í sameiningu Í HNOTSKURN »Al Gore var varaforsetiBandaríkjanna í forsetatíð Bills Clintons 1993-2001. »Hann starfaði sem fréttarit-ari fyrir Bandaríkjaher í Ví- etnamstríðinu og sinnti blaða- mennsku þegar hann sneri aftur heim til Bandaríkjanna. Þennan dag, 8. apríl fyrir 50árum, kom Pólýfónkórinnfyrst fram undir þessunafni á tónleikum í Laug- arneskirkju. Páll Ísólfsson lék und- ir hjá kórnum í sumum verkanna og lék einnig einleik. Tenórsöngv- arinn Ólafur Þ. Jónsson söng hina frægu Kirkjuaríu eftir Stradella en Ingólfur Guðbrandsson stýrði flutningnum. Hljómleikarnir fengu hin lofsamlegustu ummæli gagn- rýnenda enda þótti kveða við nýjan tón í kórsöng, sem haft hefur var- anleg áhrif á söngiðkun Íslendinga til þessa dags, segir í fréttatilkynn- ingu. Hinn nýi hljómdiskur, sem kemur út í dag, er sýnishorn af verkefnavali Pólýfónkórsins á fyrri hluta starfstíma hans. Þegar fram í sótti færðist kórinn meira í fang og flutti þekktustu kórverk barokk- tímans fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit eftir J.S. Bach, G.F. Händel, A. Vivaldi og fleiri í góðu samstarfi við Kammersveit Reykja- víkur og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Í vestrænum menningarlöndum er frumflutningur stórverka eins og Mattheusarpassíu og Messu í h- moll Bachs letraður stórum stöfum í tónlistarsögu viðkomandi þjóða en það kom í hlut Pólýfónkórsins að frumflytja þau andans stórvirki hér á landi, segir í tilkynningunni. Pólýfónfélagið réðst í útgáfu h- moll-messu Bachs síðastliðið haust og vakti útgáfan nokkra athygli hér á landi og hefur hlotið ein- staklega lofleg ummæli erlendra sérfræðinga. Enginn íslenskur fjöl- miðill, að undanskildu Morg- unblaðinu, fékkst þó til að vekja at- hygli á útkomu h-moll-messunnar, sem þó var í sjálfu sér listviðburður á heimsmælikvarða, segir í frétta- tilkynningu. Framlag Pólýfónkórsins til ís- lenskra tónmennta verður ekki endurtekið en til eru í hljóð- ritasafni Ríkisútvarpsins mörg af fegurstu tónverkum heimsins í flutningi kórsins. Hvort hægt verð- ur að halda útgáfu á því besta úr því safni áfram er enn óráðið. Öll starfsemi Pólýfónkórsins í 50 ár hefur verið unnin endurgjaldslaust en frekari útgáfa tónverka er óframkvæmanleg án utanaðkom- andi styrkja. Alþingi veitti smá- styrk á árinu 2007 með loforði um framhald á þessu ári. Síðar var mál- inu vísað til menntamálaráðuneyt- isins, sem sendi algjöra synjun. „Þetta brýna menningarmál hefur verið borið undir utanríkisráðu- neytið og forsætisráðuneytið en engin svör hafa borist,“ segir í fréttatilkynningu. Fimmtíu ára afmæli Pólýfónkórsins Nýr geisladiskur með tónlist kórsins kemur út í dag Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á æfingu Ingólfur Guðbrandsson æfir Polyfónkórinn árið 1975. ar hlaup- g logandi tug kíló- þar fram eldur. rís vegna ánægja í andrúms- athygli út- ðva sem lhlaupinu uður var Að lang- sem létu í Kínverja innig Tíb- á rætur að rakklandi. ægju sinni lstað Tíb- undirtekt- di um alla ælaborðar. setningar nnar“ og omin á ól- g saman- ínverskra smenn í Frakklandi. Var óttast að til átaka kæmi milli þeirra og andstæðinga Pekingstjórnarinnar. Skammt frá áfangastað kyndilsins sló í brýnu milli tveggja hópa sem annars veg- ar veifuðu kínverska fánanum og hins vegar tíbetska. Lögregla skakkaði fljótt leikinn. Jean-Luc Domenach, sérfræð- ingur Ceri-stofnunarinnar í málefn- um Kína, sagði í sjónvarpsviðtali, að mótmælin væru vissulega áfall fyrir málstað Kínverja. Þau myndu þó fljótlega gleymast og þegar til lengri tíma væri litið myndu þau litlu ef nokkru áorka varðandi að bæta stöðu Tíbeta. Blessun fyrir Tíbeta Franska íþróttahetjan Jean- Claude Killy, sem vann þrenn gull- verðlaun á vetrarleikunum í Gre- noble 1968, segir í viðtali við blaðið Le Figaro í gær, að það hafi verið hugrökk ákvörðun Alþjóða ólymp- íunefndarinnar (IOC) að halda Ól- ympíuleikana í Peking og blessun fyrir Tíbeta. Leikarnir hafi orðið til að vekja meiri athygli á málstað þeirra en flest annað. „Kastljósum er beint kröftuglega að Tíbet,“ seg- ir Killy sem átt hefur sæti í IOC frá árinu 1995. Hann segir það sitt mat, að sú ákvörðun að fela Kínverjum framkvæmd leikanna hafi orðið til þess að stigin hafi verið smáskref í átt til aukins lýðræðis í Kína. Bernard Laporte, íþróttaráð- herra og fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins í ruðningi, kvaðst við lok kyndilfararinnar um París harma hversu hlaupið hefði verið truflað. Í stað þess að mót- mæla friðsamlega eins og gert hefði verið til fyrirmyndar á nokkrum stöðum hafi baráttumenn fyrir mannréttindum gert sig seka um að virða ekki rétt annarra. Henri Serandour, formaður frönsku ólympíunefndarinnar, tók í sama streng. Taka mætti undir málstað mótmælenda þótt þeir hefðu gengið á rétt íþróttamanna sem væru merkisberar friðar. Þeir hefðu átt að láta ólympíueldinn, tákn friðar og frelsis, óáreittan, sagði Serandour. Frá París var haldið með ólymp- íueldinn áleiðis til San Francisco. Talsmaður lögreglunnar þar sagði við frönsku fréttastofuna AFP að gripið hefði verið til umfangsmeiri öryggisráðstafa en nokkru sinni fyrr vegna kyndilhlaupsins. n slökktur í ötumótmæla Reuters rifsa ólympíukyndilinn í París í gær þegar hlaupið var með hann um borgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.