Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is IÐNAÐARMÁLAGJALDIÐ, sem ríkið leggur á öll fyrirtæki sem starfa í iðnaði og rennur til Samtaka iðnaðarins (SI), hefur verið umdeilt um langt árabil. Gjaldið er lagt á óháð því hvort fyrirtækin eru aðilar að SI eða ekki. Þeir sem gagnrýnt hafa gjaldtök- una hafa m.a. haldið því fram að það sé tímaskekkja sem löngu sé tíma- bært að afnema. Í því felist í reynd skylduaðild að samtökunum. Iðnaðarmálagjaldið er lagt á öll iðnfyrirtæki í landinu og nemur 0,08% af veltu þeirra á hverjum tíma. Ríkið heldur eftir 0,5% af innheimtu gjaldi en það rennur að öðru leyti til SI. Iðnaðarmálagjaldið dregst frá fé- lagsgjöldum þeirra sem eru aðilar að SI. Í lögum um gjaldið segir að tekjur af iðnaðarmálagjaldinu skuli renna til Samtaka iðnaðarins og tekjunum skuli varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþró- unar í landinu. Senda samtökin iðn- aðarráðuneytinu árlega skýrslu um ráðstöfun andvirðis teknanna skv. upplýsingum ráðuneytisins. Upphæðin tengd veltu Iðnaðarmálagjald var fyrst lagt á með lögum 1975 í framhaldi af aðild Íslands að EFTA. Í athugasemdum með frumvarpi að þeim lögum sagði að frumvarpið hefði verið lagt fram að tilmælum Félags íslenskra iðn- rekenda, Landssambands iðnaðar- manna og Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Í rökstuðningi með gjaldtökunni kom m.a. fram að aðilar sem hafa með höndum sjálfstæðan iðnrekstur, annist innheimtu á margvíslegum gjöldum fyrir opin- bera aðila, bæði af starfsfólki sínu og neytendum. Þessi skattheimta skipti milljörðum króna á ári og komi engin þóknun fyrir. Ekki sé óeðlilegt að ríkisvaldið taki að sér að innheimta fyrir samtök þessara aðila gjald, sem sé aðeins lítið brot af því, sem þeir innheimta fyrir ríkið og með þessum tekjustofni ætti að vera skapaður fjárhagslegur grundvöllur fyrir virk- ari þátttöku samtaka iðnaðarins í mótun iðnþróunarinnar í framtíð- inni. Gjaldið er tengt veltu fyrirtækj- anna og fylgir því umsvifum í iðn- aðinum á hverjum tíma. Gjaldið var komið í 380 milljónir króna á sein- asta ári og hafði aukist um 22,8% á milli ára samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ríkisskattstjóra. Álagt gjald var 310 milljónir á árinu 2006. Frá 2002 hefur fjárhæð iðnað- armálagjaldsins aukist um 80,1% eða úr 211 milljónum í 380 millj. eins og áður segir. Gjaldendum hefur líka fjölgað mik- ið. Þeir voru 4.444 árið 2002, 5.497 á árinu 2005 en í fyrra var iðnaðarmála- gjaldið lagt á 6.101 gjaldanda. Fjölg- unin er 37,3% frá árinu 2002. Hæstiréttur hefur í tvígang staðfest lögmæti gjaldtökunnar Tveir Hæstaréttardómar hafa fallið á árunum 1998 og 2005 í málum þar sem einstaklingar í iðnaði sem ekki tilheyrðu SI, kröfðust þess að álagning iðnaðarmálagjalds yrði felld úr gildi. Í hvorugt skiptið hefur verið fallist á þá kröfu. Féllst Hæsti- réttur ekki á að ákvæði laga um að tekjur af iðnaðarmálagjaldi skuli renna til SI, feli í sér skylduaðild að samtökunum, sem bryti gegn stjórn- arskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur taldi ekki að með lagafyrirmælum um álagningu gjaldsins hefði löggjafinn farið út fyrir heimildir sínar né að hún stang- aðist á við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Einn dómari, Ólafur Börkur Þor- valdsson, skilaði sératkvæði með dómnum sem féll 2005 og taldi að með hliðsjón af athugasemdalausri ráðstöfun gjaldsins til almennrar starfsemi samtaka iðnaðarins, verði að líta svo á að það fyrirkomulag, sem markað er með lögunum, feli í raun í sér allríka skyldu mannsins sem höfðaði málið til þátttöku í starf- semi samtakanna, án þess að hann hafi veitt samþykki sitt fyrir því. Skýra verði ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna til að standa utan félaga svo, að til- högun eins og boðin er með lögum nr. 134/1993 sé óheimil nema hún fullnægi þeim skilyrðum sem síðari málsliður 2. mgr. 74. gr. stjórnar- skrárinnar tekur til. Samtök iðnað- arins séu ekki félag með þannig starfsemi, sem þar um ræðir. Þegar af þessum sökum beri að fallast á kröfuna um að fella úr gildi álagn- ingu iðnaðarmálagjalds á hendur honum. Í framhaldi af niðurstöðu Hæsta- réttar 2005 bar félagsmaður í Meist- arafélagi húsasmiða málið undir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem það er nú til meðferðar. Meist- arafélagið bíður niðurstöðu Mann- réttindadómstólsins um lögmæti iðnaðarmálagjaldsins. „Dómstóllinn Umdeilt gjald til iðnaðarins þenst út  Iðnaðarmálagjaldið var 380 milljónir í fyrra  80,1% hækkun frá 2002  Beðið er dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um lögmæti gjaldtökunnar Gjaldtaka Iðnaðarmálagjaldið var lagt á rúmlega sex þúsund fyrirtæki og atvinnurekendur í iðnaði í fyrra. Gjaldið rennur til Samtaka iðnaðarins og er ráðstöfun fjárins háð eftirliti iðnaðarráðuneytisins.  %% 0 1%!22!3!224         5  %. #         !66 !76 !88 !44 762 792 $$$$ :626 Jón Steindór Valdimarsson,framkvæmdastjóri Samtakaiðnaðarins, segir að tekjumaf iðnaðarmálagjaldinu sé ráðstafað í samræmi við lögin sem um það gilda en þar segir að tekj- unum skuli varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. Tekjunum er varið til bar- áttu fyrir bættum starfsskilyrðum og margvíslegum umbótum í iðnaði. Nefna megi fjölmörg verkefni sem samtökin vinna að með iðnfyr- irtækjum og stjórnvöldum, s.s. á sviði menntmála, námsefnisgerðar, eflingu verk- og tæknináms, ný- sköpunar, umhverfismála, gæða- mála, innleiðingu nýrra fram- leiðsluhátta, rannsókna, þróunar og opinberra innkaupa svo eitthvað sé nefnt. SI hafa sent Alþingi umsagnir um áðurnefnd frumvörp og lagst eindregið gegn samþykkt þeirra og halda samtökin því fram að for- sendur þingmannanna um að gjald- ið sé ólögmætt og brot á stjórn- arskrá séu rangar. „Nægir í því sambandi að benda á að Alþingi hefur oftar en einu sinni haft lögin til meðferðar, frá því þau voru sett á áttunda áratug síðustu aldar í tengslum við aðild- ina að EFTA, og ekki séð ástæðu til þess að falla frá innheimtu iðn- aðarmálagjalds. Þá hafa tvö mál verið rekin fyrir dómstólum, sem byggjast mjög á sömu forsendum og flutningsmaður leggur til grund- vallar. Báðum hefur lokið á sama veg og Hæstiréttur staðfest lög- mæti iðnaðarmála gjaldsins. Að mati Samtaka iðnaðarins er flutn- ingsmaður því á villigötum að þessu leyti,“ segir í umsögn um fyrra frumvarp Péturs. „Flutningsmaður er að sjálfsögðu frjáls að þeirri skoðun sinni að iðn- aðarmálagjald beri að afnema en hann á ekki að gera það á þeirri for sendu að gjaldið sé ólögmætt og standist ekki ákvæði stjórnarskrár. Ráða má af greinargerð að ein af ástæðum þess að hann ræðst í flutning þessa frumvarps er sú að honum líkar ekki málflutningur Samtaka iðnaðarins um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru en sem kunnugt er tekur Pét- ur skýra af stöðu gegn hvoru tveggja,“ segir þar ennfremur. SI hafa lýst yfir að þau séu fús til að ræða endurskoðun þessarar gjaldtöku en þá verði hið sama yfir alla að ganga og endurskoðunin að ná til fjárveitinga og markaðra tekjustofna annarra atvinnugreina, stéttarfélaga og hagsmunasamtaka í landinu. Iðnaðarmálagjaldið sé einungis lagt á iðnaðinn sjálfan og ráðstafað til hans aftur en fjölmörg dæmi séu um að löggjafinn ráðstafi fé til tiltekinna atvinnugreina og heildarsamtaka með hliðstæðum hætti, beint úr ríkissjóði eða með mörkuðum tekjustofnum í sérstök um lögum eða setji lögþvingan á greiðslur frá einum aðila til annars. Almennu skattfé sé jafnvel ráð- stafað til sértækra verkefna. Bændasamtökin fái búnaðargjald, LÍÚ fái hluta af tekjum sínum með sérstökum lögum m.a. um skipta- verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og ríkisstjórnin hafi ákveðið að tryggja hagdeild ASÍ tekjur í tengslum við að Þjóð- hagsstofnun var lögð niður. Engar athugasemdir Spurður hvort ástæða sé til að ríkið haldi áfram að innheimta gjald af iðnfyrirtækjum og hafi þannig milligöngu um að koma pen- ingunum til SI segir Jón Steindór að sjálfsagt sé að velta því fyrir sér en bendir um leið á að þeir sem greiði stærstan hluta gjaldsins séu félagsmenn í SI. „Það hafa verið flutt frumvörp um afnám gjaldsins a.m.k. í tvígang en þau hafa ekki náð fram að ganga í þinginu. Auð- vitað er það Alþingi sem ræður þessu en við höfum lýst því að sam- tökin séu fús til þess að ræða gjald- ið, enda taki menn þá til skoðunar hliðstæða gjaldheimtu og fjár- mögnun sem tíðkast í atvinnulífinu. Við höfum sagt að við séum alveg reiðubúnir að ræða þessi mál en viljum að það sé þá gert í samhengi og það sé þá allt undir.“ Hann segir að tekjurnar renni beint og óbeint til alls iðnaðarins í landinu óháð því hvort um félaga í SI er að ræða eða ekki. Bætt starfsskilyrði og framþróun komi öllum iðnaðinum til góða. „Við erum undir eftirliti ríkisvaldsins, iðnaðarráðuneytið fylgist með að við förum að lögum um gjaldið og við skilum því skýrslu um ráðstöfun teknanna, sem ég held að aðrir, sem eru með sambærilega tekjustofna, geri ekki. Við förum að þeim lögum sem um þetta gilda og það hafa engar at- hugasemdir verið gerðar við það,“ segir Jón Steindór. Bændasamtökin og LÍÚ í hagsmunapólitík SI hafa látið sig þjóðfélagsmál mikið til sín taka en gagnrýnt hefur verið að ríkið innheimti gjald fyrir samtökin og fjármagni með þeim hætti m.a. baráttu SI fyrir Evrópu- sambandsaðild. „Við rekum okkar iðnaðarpólitík á grundvelli vand- aðrar stefnumótunar og hefur hún leitt til þess að við höfum verið miklir talsmenn þess að skyn- samlegt sé að ganga í Evrópusam- bandið og taka upp evru, líkt og aðrir iðnrekendur í Evrópu,“ segir Jón Steindór þegar þetta er borið undir hann. „Ástæðan er sú að við trúum því og teljum okkur geta fært fyrir því sterk rök að það muni auka stöð- ugleika og bæta starfsskilyrði fyr- irtækjanna okkar. Við erum ekki í neinni flokkspólitík og höfum haldið þessu lengi fram, óháð því hverjir eru við völd á hverjum tíma og höf- um ekki alltaf uppskorið miklar vinsældir hjá ráðamönnum þjóð- arinnar fyrir þessar skoðanir sem eru að mínu mati ekkert öðru vísi en þær sem við höldum fram á öðr- um sviðum og teljum iðnaðinum til hagsbóta. Mér finnst hins vegar sérkennilegt að þær séu ávallt nefndar til sögunnar sem höf- uðástæða þeirra sem vilja iðn- aðarmálagjaldið feigt. Við getum ekki hætt að hafa skoðanir þótt þær falli ekki í kram- ið hjá öllum eða séu umdeildar á flokkspólitískum vettvangi. Það hvarflar t.d. ekki að mér eitt and- artak að Bændasamtökin eða LÍÚ séu í annarri pólitík en hagsmuna- pólitík þótt þau samtök hafi aðrar skoðanir en við í Evrópumálum.“ Bæta starfsskilyrði og auka umbætur í iðnaði Endurskoðun yrði að ná til hliðstæðrar gjaldheimtu í öðrum atvinnugreinum Eðlilegt „Við förum að þeim lögum sem um þetta gilda og það hafa engar athugasemdir verið gerðar við það,“ segir Jón Steindór Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.