Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 29 væntanlega verið sannfærð um betri vist hjá þeim en á jörðinni. Megi henni verða að ósk sinni. Arnþór Helgason. Fjóla var ásamt þeim Helga og Tryggva einn af fyrstu nemendum mínum eftir að ég kom heim sem blindrakennari. Þarna mætti mér lífsglöð, brosandi tíu ára stúlka sem ég varð fljótt vör við að var alltaf syngjandi. Hún var þá búin að vera blind í u.þ.b. tvö ár. Hún var fljót að læra blindraletrið og tileinka sér allt nám. Hún var einstaklega lagin í höndunum og prjónaði sokka, trefla og margt fleira. Ég var litin horn- auga þegar ég sagði að Fjóla Björk væri að prjóna tvíbandaða barna- peysu og það gerði hún af sinni al- kunnu snilld. Hnyklarnir voru settir í plastpoka og þeir merktir með sínum rétta lit, perlur notaðar til að telja umferðir og þá var minni ekkert að vanbúnaði. Fjóla Björk var alla tíð bæði samviskusöm og metnaðar- gjörn. Það dugði ekki að fá minna en níu komma fimm og helst tíu í sem flestum greinum. Það var ekki nóg með að Fjóla Björk missti sjónina. Um ellefu ára aldurinn fór hún að missa heyrn. Á tímabili fór ég viku- lega með hana í heyrnarmælingu upp á Heilsuverndarstöð og því miður var útkoman alltaf verri og verri og að lokum missti hún alveg heyrnina. Þetta var löng þrautaganga með heyrnartæki og aðgerðum og alltaf stóðu mamma, pabbi, Lára Jóna og Böðvar eins og klettar við hlið henn- ar. Þessu öllu tók Fjóla mín með jafn- aðargeði og lærði að tileinka sér heyrnleysingjastafrófið þegar það var stafað í lófann á henni. Þegar Fjóla Björk var í grunnskóla lærði hún vélritun. Þetta kom sér vel fyrir hana þegar tölvuvæðingin fyrir blinda fór í gang. Hún lærði á sína tölvu og notaði blindraletursskjá til að lesa textann. Þannig gat hún verið í póstsambandi við marga aðila. Hún fylgdist vel með því hvernig börnum mínum vegnaði og síðan barnabörn- um. Hún las alla tíð mikið og var mjög fróðleiksfús og fylgdist með fréttum, t.d. með því að lesa Mogg- ann á netinu svo og ýmis tímarit. Eft- ir að Fjóla var komin um tvítugt fór hún fram á fullorðinsfræðslu sem hún og fékk. Ég tók hana í íslensku og bókmenntir en Ragnhildur í bakstur og matargerð. Fjóla elskaði að matbúa og bjóða í kaffi. Hún var mjög músíkölsk, spilaði á píanó alla tíð, líka eftir að hún missti heyrnina. Pabbi hennar spilar á harmoniku og Fjóla Björk vandist því strax í barn- æsku að hlusta á tónlist og syngja. Hún hlustaði á fiðluleik með því að leggja höndina á fiðluna á meðan spilað var á hana. Hún var ótrúlega fær í að lýsa umhverfi og aðstæðum þó svo að hún hvorki heyrði né sæi. Hún lýsti fyrir mér leiðinni sem hún fór á milli húsa í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hún sagði nákvæmlega hvar rimla vantaði og hvar væri gat á girðingum. Einu sinni fóru þær syst- ur til Tyrklands og fóru þar í tyrk- neskt bað. Fjóla Björk lýsti því svo vel fyrir mér að mér fannst ég hafa verið þar og fann lyktina af olíunni. Fjóla Björk var mjög trúuð og treysti Guði. Ég veit því að hún á góða heim- komu. Við Óli sendum Sigga, Rúnu, Láru Jónu, Böðvari og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét F. Sigurðardóttir. Elsku Fjóla Björk mín. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, ég á svo margar góð- ar minningar frá því að ég var pínu- lítil og þangað til í dag, t.d. öll ferða- lögin sem við fórum í saman; þegar þú spilaðir á píanóið heima hjá ömmu og afa fyrir mig og þegar þú kenndir mér að segja „viltu kaffi, mamma og pabbi“ á táknmáli; þegar við fórum til Marmaris saman, vá ég gleymi því aldrei, versla, liggja í sól- baði og allar skemmtanirnar á kvöld- in og þú skemmtir þér alltaf jafn vel. Við eyddum öllum jólum og áramót- um saman og mun sá tími í framtíð- inni verða skrýtinn án þín og mikið mun vanta, elsku Fjóla mín. Ég lærði svo mikið af þér, þú varst alltaf svo jákvæð og falleg, alveg yndisleg við okkur systkinin. Þegar ég eign- ast börn ætla ég að segja þeim hvað þau áttu yndislega frænku. Fjóla mín, núna ertu komin á betri stað og komin með sjón og heyrn, ég veit að núna líður þér vel. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég elska þig að eilífu. Sjáumst seinna. Þín Berglind Ýr. Englar lífs míns, hinar heilögu meyjar, vaka yfir mér og gæta, lýsa mér leiðina gegnum lífið að eilífu. (Ásgeir Jóhannsson.) Þrátt fyrir að Fjóla Björk hefði hvorki sjón né heyrn var hún góður hlustandi og fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana. Ákveðni, trú og lífsvilji var það sem kom henni í gegnum lífið, hún var kona sem fór sínar eigin leiðir. Fjóla naut þess að sækja hina ýmsu menningarviðburði, var mikill tónlistarunnandi og spilaði oft á pí- anóið, sér og öðrum til ánægju. Fjölskyldan var henni mjög kær. Hún hélt alltaf góðu sambandi við sína nánustu og fylgdist vel með því sem gerðist í þeirra lífi. Henni var líka mjög annt um heimilis- og starfsfólk í Stigahlíðinni og fjöl- skyldur þeirra. Andleg málefni voru henni hug- leikin og hún vissi stjörnumerki allra sem tengdust henni. Fjóla talaði stundum um að englar pössuðu sig og nú er hún orðin engill, sem heyrir og sér. Við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Fjólu Björk og er- um ríkari fyrir vikið. Við söknum hennar öll og minning hennar verður alltaf í hjörtum okkar. Við sendum foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Íbúar og starfsfólk, Stigahlíð 71. Einstakur starfsmaður er fallinn frá. Fjóla Björk vann í rúma tvo ára- tugi á Blindravinnustofunni. Á þeim tíma lærðum við, samstarfsfólk hennar, mikið af henni. Jákvæðni og þrautseigja einkenndu hennar störf og þrátt fyrir einangrun, sökum daufblindu, lagði hún sig fram við að fylgjast með samstarfsfólki og lífinu í samfélaginu. Góð dæmisaga af Fjólu er frá síðasta kaffitímanum okkar fyrir jól. Þá spurði Fjóla hvort ekki væri viðeigandi að við myndum öll syngja saman Bráðum koma blessuð jólin. Síðan tók hún af skarið og hóf sönginn. Svo fór að allir starfsmenn tóku undir og sungu saman undir stjórn Fjólu. Líf án heyrnar og sjónar hefur vafalaust verið erfitt en Fjóla tókst á við það á þann hátt að hún vakti aðdáun hvert sem hún kom. Við eigum eftir að sakna Fjólu mikið og lífið á Blindravinnustofunni verður ekki eins án hennar. Við sendum foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F. h. Blindravinnustofunnar, Margrét Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri. Elsku besta Fjóla Björk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir ánægjulegar samveru- stundir. Knús í hálsakotið, guð geymi þig. Þinn Jón Baldvin. Við Fjóla kynntumst árið 1973 í blindradeild Laugarnesskóla þegar ég var 6 ára og hún 13 ára. Við urð- um góðar vinkonur þrátt fyrir ald- ursmun. Hún tók mér opnum örm- um og veitti mér stuðning með nærveru sinni og hlýju. Ég var barn að tileinka mér nýjar aðstæður, yf- irgefa fjölskylduna og Fjóla var klettur sem ég gat hallað mér að og notið skjóls. Ósjaldan laumaði ég lít- illi hendi minni í hennar í skólabíln- um og handtakið var þétt og fast. Hún skynjaði óttann og óöryggið og var óspör á stuðning. Ég fór oft heim með Fjólu og við brölluðum margt. Þá var ég dálítið uppátækjasöm og uppreisnargjörn. Fjóla siðaði mig til, útskýrði fyrir mér hvað væri rétt og rangt. Skóla- ferðirnar í Katlagil, sumarbústað skólans eru mér minnisstæðar. Flest vorum við yngri en Fjóla og hún var stundum eins og mamma okkar, sussaði á okkur þegar átti að fara að sofa og hélt okkur góðum á sinn milda en ákveðna hátt. Þegar ég útskrifaðist úr grunn- skóla og flutti á Selfoss slitnaði sam- bandið í nokkurn tíma. Fjóla hafði misst heyrnina og við gátum ekki haft símasamband. Við endurnýjuð- um vináttuna þegar ég flutti í hús Blindrafélagsins. Hún starfaði á Blindravinnustofunni og ég á Blindrabókasafninu og við hittumst oft. Hún hafði tileinkað sér sérstakt fingramál sem ég lærði. Fjóla kom stundum í heimsókn til mín, við eld- uðum saman, fórum í gufubað og heimsóttum aðra íbúa hússins. Við deildum tvöföldu rúmdýnunni minni á nóttunni, vöknuðum, ristuðum okkur brauð, spjölluðum saman um heima og geima og vorum bestu vin- konur í heimi! Við áttum margt sameiginlegt, höfðum báðar gengið í gegnum grunnskólanám sem blindir nem- endur, vorum ungar blindar stúlkur sem áttu lífið framundan. Eftir að Fjóla lærði á tölvu og tölvupóst urðu samskiptin nær dagleg. Þegar hún eignaðist sérstakan gsm-síma með blindraletursskjá fórum við að senda hvor annarri sms og þá skiptu staður né stund engu máli, við gátum alltaf verið í sambandi. Þrátt fyrir að Fjóla hefði misst sjón og heyrn missti hún aldrei áhugann á umhverfinu. Eitt sinn, rétt fyrir jólin, kom ég til hennar. Hún bað mig að kenna sér að setja jóladisk í tölvuna þannig að jólatón- listin ómaði í herberginu. Hún vildi hafa hlutina eins og hinir, spila jóla- tónlist þó að hún heyrði hana ekki. Hún las útdrátt úr Mogganum dag- lega og fylgdist með því sem efst var á baugi. Síðasta skiptið sem við spjölluðum saman var á afmælisdag- inn hennar, 14. mars. Hún bað mig að senda sér lista yfir vorfuglana og lýsa því hvernig þeir syngja. Hún hlakkaði til sumarsins, ætlaði að læra að þekkja fleiri blóm og var ákveðin í að njóta góðviðris. Fjóla var trúuð og ég er sannfærð um að trúin hjálpaði henni þegar einmanaleikinn sótti að og dagarnir voru erfiðir. Ég vil trúa því að nú finni hún ilminn af blómunum, heyri í fuglunum og geti notið alls þess sem hún fór vissulega á mis við stór- an hluta ævi sinnar. Elsku Rúna, Siggi, systkini, ætt- ingjar og vinir. Guð styrki ykkur í sorginni og fylli huga ykkar sem eft- ir lifa af góðum minningum. Guð blessi minningu elsku vinkonu minn- ar. Ágústa Gunnarsdóttir. Elsku Fjóla min. Það var mjög gaman að vinna hjá þér og að heyra þig syngja og á tákn- máli Ástarfaðir himinhæða, lagið þitt, og þú varst svo flott og frábær. Ég minnist þess hvað við gerðum margt skemmtilegt, ég var að kenna þér táknmálið og þú varst ótrúlegt fljót að læra. Við töluðum mikið sam- an, unnum líka handavinnu og föndr- uðum og það var rosalega gaman. Og við vorum bestu vinkonur. Þér fannst allt skemmtilegt og frábært og líka að spila píanó, það var alveg meiri háttar hvað þú varst klár. Mikið var gaman þegar við fórum til Danmerkur, við skemmtum okkur rosalega vel og nutum þess að versla í búðum og vorum alveg veikar í að kaupa margt fallegt. Við fórum líka á veitingahús og borðuðum góðan mat. Við fífluðumst og skemmtum okkur vel og hlógum mikið. Það var æð- islega gaman að heimsækja hóp- ferðafólkið daufblinda frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og þú gast talað við þau með táknmáli. Það var alveg frábært og gaman að sjá þig, alltaf brosandi, ánægð og ham- ingjusöm. Ég var svo stolt af þér, svo gistum við í lýðskólanum Caast- berggaard. Það var líka gaman að senda þér tölvupóst og þú svaraðir mér og við spjölluðum saman. Ég þakka þér fyrir allt. Þótt þú hafir verið lengi veik þá varstu baráttu- kona og hefur alltaf verið. Ég mun alltaf minnast þín og þeirra stunda sem við áttum saman og á margar myndir og myndbönd af þér og margt fleira og mér þykir svo vænt um þig og hvíldu nú í friði. Þín besta vinkona, sem er sjálf heyrnarskeyrt. Jóna Björg Pálsdóttir. Þegar að Fjóla var sextán ára lentum við af tilviljun saman í tveggja vikna hópferð til Bretlands með fötluðum ungmennum. Við deildum saman hótelherbergi í London og þá hófust kynni okkar sem byrjun á órofinni vináttu sem hélst óslitin í yfir þrjátíu ár. Mér lík- aði strax mjög vel við Fjólu. Hún var svo jákvæð og skemmtileg og kunni að spila svo vel á munnhörpu. Í þess- ari ferð skoðuðum við ótal margt sem of langt yrði upp að telja en ég sé enn fyrir mér ljósmyndina sem tekin var af okkur Fjólu á bílasýn- ingu þar sem við stöndum fyrir framan glæsilegan bláan Cadillac sem Paul McCartney átti og við höfðum skoðað hátt og lágt. Ég tók strax eftir hvað Fjóla var lifandi og hafði mikinn áhuga á öllu í kringum sig. Eftir að við komum heim frá Bretlandi héldum við vináttunni við með heimsóknum. Ekki man ég hvenær Fjóla missti heyrnina því við héldum áfram að hittast og fóru samskiptin þannig fram að ég skrifaði blindraletur og hún talaði á móti. Ég man eftir mörgum skemmtilegum samveru- stundum sem við áttum ýmist hjá mér eða heima hjá henni og foreldr- um hennar þar sem manni var alltaf tekið með kostum og kynjum. Mér er minnisstætt þegar hún bauð okk- ur Ágústu eitt sinn heim og þegar við gengum inn stéttina barst á móti okkur harmonikkutónlist og þegar nær dró kom í ljós að Fjóla stóð fyrir utan húsið við hlið pabba síns sem spilaði á nikkuna til að taka vel á móti okkur. Alltaf var hún fljótari en við að koma með óskir um óskalög þrátt fyrir að hún þyrfti að skynja tónlistina með því að snerta harm- onikkuna. Fljótlega eftir að Fjóla flutti í Stigahlíðina bauð hún okkur Ágústu heim og þegar við kvöddumst stakk hún upp á því að hér eftir myndum við hittast mánaðarlega. Síðustu átján ár höfum við hist reglulega einu sinni í mánuði, hver heima hjá annarri, ýmist í matar- eða kaffiboð. Við prófuðum líka að fara saman út að borða en komumst að því að það hentaði okkur betur að hittast í ró- legheitum heima. Upp kemur mynd af einni heim- sókn þeirra Fjólu og Ágústu til mín. Við Ágústa vorum báðar búnar að fá okkur gsm-síma með talgerfli í og Fjóla var nýbúin að fá sérstakt tæki til að senda og taka á móti sms-skila- boðum. Þarna sátum við vinkonurn- ar þrjár steinþegjandi hlið við hlið í sófanum allar pikkandi á símana og tæknin óspart notuð til tjáskipta. Það var frábært að geta notað sms- sendingar og tölvusamskipti við Fjólu. Mörg skemmtileg bréf hef ég fengið frá henni með lifandi lýsing- um á ferðalögum hennar innanlands og utan. Fjóla var hreinskiptin, trygglynd og mjög trúuð. Hún var fróðleiksfús og hafði gaman af ýmsu grúski. Fylgdist vel með þjóðmálum og fékk daglega fréttir úr dagblöð- um sendar frá Blindrabókasafninu. Hún var myndarleg í höndunum og prjónaði listavel. Fjóla var mikill fagurkeri, átti marga fallega muni og var alltaf sérlega smekklega klædd. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Fjólu að vinkonu. Hún gaf svo mikið af sér og kenndi mér svo margt. Elsku Rúna, Siggi og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Brynja Arthúrsdóttir. Í dag kveð ég Fjólu Björk, hetj- una sem hvorki sá né heyrði en lifði lífinu svo fallega að það voru forrétt- indi að fá að kynnast henni. Ef til er himnaríki, englar og hörpusláttur þá er Fjóla nú þar fallegasti engillinn, frjáls, sjáandi og heyrandi. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast Fjólu fyrir nokkrum árum og fylgjast með því hvernig hún tók ör- lögum sínum af einstöku æðruleysi og kenndi mér um leið að það er hægt að varðveita hreint og fallegt hjarta þrátt fyrir örlög sem flestum þættu óvægin og grimm. Þegar hún var tólf ára gömul skrifaði hún fallegt ævintýr sem hún tileinkaði fjölskyldunni sinni. Sagan var um litla blinda og heyrnarlausa stúlku sem dreymdi að til hennar kæmi töfradís sem gaf henni eina ósk. Litla stúlkan óskaði þess að fá sjónina og heyrnina til baka svo hún gæti heyrt fuglana syngja og séð blómin vaxa og ég trúi því að nú hafi óskin loksins ræst. Við Fjóla skrifuðumst á og hitt- umst annað slagið þar sem við rædd- um lífið og tilveruna og hún reyndi að útskýra fyrir mér þann þögla og dimma heim sem var hennar og oft var sár og einmanalegur en þó mun oftar ótrúlega bjartur. Ef fólk sýndi henni hlýju og hún gat fengið að fylgjast með og taka þátt í lífinu var hún glöð. Hún átti einstaka fjöl- skyldu sem hún elskaði, sem studdi hana á allan hátt og gerði henni kleift að ferðast og upplifa ævintýr. Ég mun aldrei gleyma síðustu ferðunum okkar með Daufblindra- félaginu þar sem fjölskyldan var sannkallaður gleðigjafi og pabbi Fjólu spilaði uppáhaldslagið hennar „Hærra minn guð til þín“ á nikkuna og hún hlustaði með höndunum. Ég þakka Fjólu samfylgdina og votta fjölskyldunni innilega samúð. Þórey. Kær æskuvinkona er látin. Minningar streyma fram um ótal stundir sem við áttum sam- an við spil, föndur og annað sem við fundum okkur til skemmt- unar. Ég hugsa með þakklæti til minnar traustu vinkonu. Guð gefi fjölskyldu og ástvin- um Fjólu Bjarkar styrk í sorg- inni. Sjöfn Jónsdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.