Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir SÝND Í ÁLFABAKKA það þarf alvöru karlmann til að vera brúðarmeyja eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL SÝND Í ÁLFABAKKA IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE HUNTING PARTY kl. 10 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára SUPERHERO MOVIE kl. 8 B.i. 12 ára P2 kl. 10 B.i. 16 ára SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í SELFOSSI SÝND Á KEFLAVÍK SÝND Á KEFLAVÍK IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára DEFINITELY MABY kl. 8 LEYFÐ DOOMSDAY kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í SELFOSSI Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA hefur gengið alveg hrika- lega vel, og verið hreint út sagt æð- islegt,“ segir Örn Elías Guðmunds- son, betur þekktur sem Mugison, sem er ásamt hljómsveit sinni á tón- leikaferðalagi um Kanada, þar sem þeir félagar hita upp fyrir banda- rísku rokksveitina Queens Of The Stone Age. Mugison var staddur á hóteli í borginni Winnipeg þegar blaðamað- ur náði tali af honum, en þar hituðu þeir félagar upp fyrir QOTSA á mið- vikudagskvöldið, og spiluðu svo á ís- lensk-kanadísku hátíðinni Núna Now þar í borg á fimmtudagskvöldið. „Við höfum aðallega verið að spila í einhverjum hokkíhöllum, sem hafa verið svolítið eins og Laugardals- höllin heima. En tvennir síðustu tón- leikarnir hafa þó verið minni, í hálf- gerðum leikhúsum. Það eru svona 1.500 manna hús, en hokkíhallirnar hafa verið fjögur til fimm þúsund manna hallir,“ segir Mugison, og bætir því við að viðtökurnar hafi alls staðar verið mjög góðar. „Það kemur svo skemmtilegt fólk á tónleika hjá Queens. Enda eru þeir ekkert venjulegt rokkband, þeir spila alls konar tónlist þannig að fólkið sem kemur er alltaf til í okkur líka. Þannig að við getum alveg tekið eitt- hvert væmið drasl án þess að fólk fari að kaupa sér bjór.“ Saskatoon og Blönduós Aðspurður segir Mugison að sér hafi meira að segja tekist að fá fólk til að syngja með á tónleikunum. „Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk nennir miklu, þetta er eins og að spila fyrir Skota eða Akureyringa – það eru allir til í að vera með. Ég fékk að vísu pínulítinn aulahroll um daginn þegar ég ætlaði að vera flottur og fá alla til að syngja með í „Sweetest Melody“. Ég byrjaði að öskra og var að reyna að fá liðið með, en þá voru bara svona fimm þrítugar stelpur til í flipp,“ segir Mugison og hlær. Kanadabúar eru þó sumir hverjir farnir að þekkja tónlist Mugisons, enda segir hann að lagið „Jesus Is A Good Name To Moan“ hafi töluvert verið spilað í útvarpi þar í landi. Sjálfur hefur Mugison farið í nokkur viðtöl, til dæmis í kanadíska rík- isútvarpinu. Þegar hann er spurður hvar bestu tónleikarnir hafi farið fram þarf Mugison ekki að hugsa sig tvisvar um. „Við vorum langbestir á tón- leikum í Saskatoon sem er bær svo- lítið eins og Blönduós, bær sem ég held að sé mikið keyrt í gegnum. Það var svona eins og lítið „Nasa-gigg“ og við vorum í miklu stuði, enda þekkjum við þá stemningu aðeins betur, þar sem allir eru sveittir og maður sér í augun á fólki. Í þessum höllum er maður svo hátt uppi og sér bara einhvern massa. Það er svo gott að sjá almennilega svipinn á fólki. En ég held að það séu bara okkar bestu tónleikar hingað til yfirleitt.“ Gargar eins og stunginn grís Eins og fram hefur komið er ferð eins og þessi nokkuð kostnaðarsöm fyrir Mugison og félaga, og ákváðu þeir því að selja plötuna Mugiboogie á tónleikum. „Svo lét ég líka gera svona boli og hettupeysur, mér var ráðlagt að gera það. En það voru mistök, ég vil ráðleggja hljóm- sveitum að sleppa svoleiðis rugli,“ segir Mugison og hlær. En hvernig menn eru Josh Homme og félagar í QOTSA? „Þetta eru algjörir mega-töffarar þótt þeir séu mjög fínir við okkur. Ég hef hitað upp fyrir ýmsa og það hefur sjaldan eða aldrei verið betra en núna. Maður hefur til dæmis heyrt frá fólki sem hefur hitað upp fyrir Radiohead eða aðrar sveitir af þeirri stærðargráðu, þar eru sett takmörk á það hvað maður má fara hátt því aðalsveitin verður að fara hæst. En þeim er alveg skítsama. Svo stjanar starfsfólkið þeirra líka við okkur,“ segir Mugison. Hvað partístand eftir tónleika varðar segir hann það vissulega til staðar, þótt það verði kannski svolítið þreytandi til lengdar. „Það eru alltaf partí hjá Queens, enda settu þeir það skilyrði að við mættum ekki vera aumingjar. Þannig að við höfum svo- lítið skipt því á milli okkar að fara í partíin, ég hef til dæmis tvisvar feng- ið að fara heim. Maður lætur sig bara hverfa, enda verður maður að spara röddina. Ég er náttúrlega að garga eins og stunginn grís á öllum þessum tónleikum, og þetta er líka stíf dag- skrá,“ segir Mugison og bætir því við að umdrædd partí séu ekkert sérlega villt, þau standi yfir til svona eitt því þá þurfi menn að leggja í hann á næsta tónleikastað. „Þannig að þetta er ekkert eins og í myndinni um Do- ors, það eru engar allsberar konur og það er ekki kókaín á öllum veggjum.“ Stórar rútur ferja hljómsveitirnar á milli tónleikastaða á næturnar og er um miklar vegalengdir að ræða, enda Kanada næststærsta land í heimi. Aðspurður segir Mugison þá félaga sofa vært í rútunni. „Þetta er bara eins og að vera úti á sjó. Það er sama karlafýlan, svona klósettfýla sem er einhver blanda af pungsvita og ammoníaki.“ Stóísk ró Þrátt fyrir að ferðin hafi að mestu leyti gengið mjög vel hefur hún ekki verið alveg áfallalaus. Þannig fóru öll eintökin af Mugiboogie til dæmis til rangrar borgar, og festust þar í tolli. Ekkert varð því af sölu á þeim á fyrstu tónleikunum. „Við vorum meira að segja búnir að finna aðdá- anda á MySpace sem var tilbúinn til þess að keyra með þetta til okkar, sem hefði verið einhver sólarhring- skeyrsla. Við ætluðum að redda henni baksviðspassa og einhverju þannig, en þá var varningurinn kom- inn í einhverja aðra borg og allt í rugli. En þetta kom allt að lokum,“ segir Mugison, og bætir fleiri vand- ræðasögum við. „Við vorum líka bún- ir að gera samning við Fender- fyrirtækið um kaup á græjum til að eiga hérna í Norður-Ameríku, það er nefnilega ódýrara en að leigja svona græjur í þetta langan tíma. En þegar við komum á fyrsta tónleikastaðinn var ekkert komið og við fengum til- kynningu um að það væri vika eða jafnvel tíu dagar í þetta. En okkur tókst að leigja kerfi sem kom til okk- ar rétt fyrir tónleika.“ Og þá er ekki allt upptalið, því Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari týndist hreinlega á leiðinni á fyrstu tónleikana. „Hann hoppaði óvart út úr rútunni, hún fór af stað og enginn virtist vita almennilega hvað var að gerast. Hann var símalaus, pen- ingalaus og mundi ekki símanúmerið hjá neinum. En svo fimm mínútum fyrir „sound-check“ gekk Davíð Þór bara inn,“ segir Mugison sem virðist ekki hafa fengið almennilega skýr- ingu á því hvað hljóp í hljómborðs- leikarann hans. „Hann er náttúrlega djassari þannig að hann tekur öllu svona með stóískri ró. Hann hafði víst bara farið á kaffihús og þar var hann týndur í sex tíma. Svo tókst honum einhvern veginn að semja við einhvern mann um að skutla sér, þannig að þetta var mjög skrítið.“ Mugison og félagar koma til Ís- lands 17. maí, en fara svo strax til Lundúna til tónleikahalds 21. maí. Áhugasömum er bent á heimasíðu Mugisons þar sem finna má margt skemmtilegt, til dæmis skrautleg vídeó frá tónleikaferðalaginu í Kan- ada. Þegar hljómborðsleikarinn týndist  Tónleikaferð Mugisons með Queens Of The Stone Age stendur yfir í Kanada  Hefur gengið vel þrátt fyrir ýmis áföll  Davíð Þór Jónsson hvarf og missti næstum af fyrstu tónleikum ferðarinnar Hinir fimm fræknu Mugison og meðlimir hljómsveitar hans stilla sér upp. Monroe og Davíð Þór Ekki er vitað hvort myndin tengist hvarfi Davíðs. Fjör Frá einum tónleikum Mugisons í ferðinni. www.mugison.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.