Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins sendi tvo bíla að Vogabakka í Sundahöfn um klukkan ellefu í gærmorgun. Þar höfðu 300-600 lítrar af svartolíu farið í sjóinn úr flutningaskipinu Medemborg, sem er í leigusiglingum fyrir Eimskip. Skv. upplýsingum frá slökkviliði virðist olían hafa sprautast út um loka á skipinu rétt áður en skip frá Olíudreifingu lagðist að Medem- borg til að dæla í það olíu. Ekki er vitað hvort um bilun eða mannleg mistök var að ræða. Að sögn var strax haft samband við slökkvilið og voru 10-12 manns í vinnu lungann úr gærdeginum við hreinsunarstörf. Slökkvilið setti flotgirðingar í höfnina til að hefta útbreiðslu olíunnar og dældi svo upp þeirri olíu sem hægt var að ná, með fulltingi þriggja bíla frá Upp- dælingu ehf. Samhliða því var farið í að þrífa skrokkinn á skipinu, en á honum var 30-40 fermetra flötur þakinn olíu. Svartolían er afar þykk og þurfti að skafa hana af áð- ur en skipið var þvegið með heitu vatni. Þegar rætt var við slökkvilið átti eftir að framkvæma prófun á lögnum og leiðslum í skipinu og hreinsa allan búnað slökkviliðsins, sem var mestallur olíusmitaður. Aðgerðirnar voru því mjög tíma- frekar, miðað við umfang lekans. Svartolíuleki í Sundahöfn 300-600 lítrar láku úr flutningaskip- inu Medemborg Morgunblaðið/Golli Olía Hægt gekk að dæla olíunni upp og þrífa síðu Medemborgar. Búnaður slökkviliðs varð líka útataður í olíu. ÚTFÖR Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns fór fram frá Eskifjarðarkirkju sl. laugardag. Séra Davíð Baldursson jarðsöng. Þeir sem báru kistuna voru Kristinn Aðalsteins- son, Elfar Aðalsteinsson, Þorsteinn Kristjánsson, Daði Þorsteinsson, Jens Garðar Helgason, Aðal- steinn Jónsson Þorsteinsson, Haukur Björnsson og Magnús Bjarnason. Svo þekktur og vel liðinn var Að- alsteinn að kirkjan var yfirfull af fólki og var jarð- arförinni að auki sjónvarpað í félagsheimilið Valhöll á Eskifirði. Aðalsteinn, sem stundum var kallaður Alli ríki, lést 30. apríl, 86 ára að aldri. Hann var lengi einn af helstu forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi, var hann m.a. forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju í 41 ár auk þess að gegna mörgum trúnaðarstörfum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Aðalsteinn Jónsson borinn til grafar ENGINN hefur verið handtekinn í tengslum við greiðslukortasvindl sem átti sér stað hér á landi fyrir helgi, skv. upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík. Á föstudag varð vart við óeðlilega miklar og margar úttektir af erlend- um kortum og í ljós kom að ekki var allt með felldu. Að sögn Hauks Oddssonar, framkvæmdastjóra Borgunar hf., tókst að svo gott sem einangra þau kortanúmer sem um var að ræða og loka á frekari úttekt- ir af þeim. Starfsmenn Borgunar urðu svo varir við að reynt var að taka meira út af kortunum um helgina, en viðkomandi fékk þá ein- ungis höfnun á kortið. Haukur segir upphæðirnar sem náðust út af kort- um sem Borgun þjónustar hafa ver- ið óverulegar, eða undir 100 þúsund krónum í heildina. Að sögn Þórðar Jónssonar, sviðsstjóra hjá Valitor, voru samsvarandi upphæðir hjá þeim á bilinu 200-300 þúsund krón- ur. Gripið var til svipaðra aðgerða hjá Valitor, að takmarka úttektir af kortum með óeðlilega virkni. Korta- svindlarar enn lausir Á fjórða hundrað þúsunda svikin út MBL.IS og Morgunblaðið eru þeir fjölmiðlar sem svonefndir áhrifa- valdar leita fyrst eftir fréttum úr viðskiptalífinu. Þetta má lesa út úr niðurstöðum trausts- og trúverðug- leikakönnunar Capacent Gallup, er gerð var meðal þeirra sem alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækið Edelman skilgreinir sem áhrifavalda, þ.e. há- skólamenntaðra stjórnenda og sér- fræðinga á aldrinum 25-64 ára, sem eru í tekjuhæsta fjórðungi og fylgj- ast með umræðu um stjórnmál og viðskipti. Um ríflega 200 manna úr- tak var að ræða í netkönnun sem framkvæmd var 23. apríl til 4. maí sl. Um 70% svarenda voru karlar. Um 60% aðspurðra sögðust leita fyrst á mbl.is eftir fréttum úr við- skiptalífinu, 13% nefndu Morgun- blaðið og þ.m.t. viðskiptablaðið, 11% nefndu Viðskiptablaðið og vef þess, 8% nefndu miðla Ríkisút- varpsins, jafnmargir nefndu miðla 365 og 7% nefndu Fréttablaðið og þ.m.t. Markaðinn. Í könnuninni nefndu 5% áhrifavalda vefinn m5.is, sem miðlar fréttum úr viðskiptalíf- inu. Einnig var spurt í könnunni hversu oft var fylgst með viðskipta- fréttum í fjölmiðlunum. Flestir fylgjast oft með fréttum Sjónvarps- ins, eða 83%, 81% fylgjast oft með mbl.is, 70% með Fréttablaðinu, 61% með Morgunblaðinu, 57% fylgjast oft með fréttum Stöðvar 2, 54% með útvarpsfréttum RÚV og jafn- margir með Viðskiptablaði Morg- unblaðsins. Næstu miðlar þar á eft- ir sjást á meðfylgjandi súluriti. Könnun meðal stjórnenda og sérfræðinga Leita fyrst frétta á mbl.is og í Morgunblaðinu                !     "  #    "# !$ %    #   &'   % #  %%    ' (                        ) (                !  ! ! "   #   #     #   $                * +    #  '       # ,  ,+    &#  +   #   '      -  ()' ./  *+,&'  !.   -  +   # ,%        )   .  / 0             #   1   23%# #   4!    "    "  5,6+7 8   "      ! %% %     9::%:::  ;     <,71       ! *<=   #  ÁKVEÐIÐ var á aðal- fundi Veiðifélags Laxár og Krákár á laug- ardagskvöldið að fara í viðræður við tvo til- boðsgjafa um leigu á urriðasvæði Laxár í Mývatnssveit. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins munu aðilarnir tveir vera Stangaveiði- félag Reykjavíkur og Orri Vigfússon. Ekki verður rætt við Braga Blumenstein sem átti hæsta tilboðið upp á 285 milljónir króna þar sem lögmaður veiðifélagsins mat tilboðið ekki gilt. Að sögn Jóns Benediktssonar, formanns Veiðifélags Laxár og Krákár, myndaðist ákveðin togstreita á aðalfundinum þar sem stjórnin áleit það ekki hagkvæmara að leigja svæðið út en að veiðifélagið sæi sjálft um reksturinn líkt og áður. Meiri- hluti aðalfundargesta var hins vegar á annarri skoðun og felldi tillöguna. Hann segist ekki líta á það sem vantraust á stjórn þar sem tillagan hafi ekki komið frá stjórninni og að sjálfsögðu muni stjórnin fara að vilja aðalfundar. Að sögn Jóns eru tilboðin bindandi til þriðja júlí eða tveimur mánuðum eftir að þau voru opnuð. Það sé sá tími sem veiði- félagið og tilboðsgjafar hafa til að ganga frá samningi um leigu á svæðinu til fimm ára. Hæsta tilboð í fimm ára leigu urriða- svæðis Laxár í Mývatnssveit var eins og áður sagði 285 milljónir króna frá Braga Blumenstein. Tilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur hljóðaði hins vegar upp á 253 milljónir króna og tilboð Orra Vigfússonar upp á ríflega 250,5 milljónir króna. Ræða við SVFR og Orra Vigfússon LÖGREGLAN á Sauðárkróki var kölluð í Vatnsskarð skammt frá bænum Brekku á föstudagskvöldið. Þar lenti bíll á öðrum kyrrstæðum bíl sem lagt var í vegarkanti, á meðan eigandinn gerði tjónaskýrslu vegna óhapps sem varð skömmu áður. Varð maðurinn fyrir bílnum sem hafði verið kyrrstæður og hafnaði úti í skurði. Hann var fluttur á Sauðárkrók en meiðsl hans reyndust minniháttar. Bíll þeyttist á vegfaranda LÖGREGLAN á Akranesi færði um 25 unglinga á lögreglustöð á aðfaranótt laug- ardags vegna ölvunar. Ungmennin, sem vildu fagna lokum samræmdu prófanna, höfðu blásið til hálfgerðrar útihátíðar í skógræktarlandi rétt við golfvöll bæj- arins. Að sögn lögreglu voru vel yfir 50 manns á svæðinu þegar lögreglu bar að garði og minni hluti þeirra undir áhrifum. Sam- koman var leyst upp og foreldrum margra gert viðvart svo þeir gætu sótt börn sín á lögreglustöðina. 25 ölvaðir eftir próflokin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.