Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 23 Lágmynd Sigurjóns Ólafs-sonar Börn að leik (LSÓ206) frá árinu 1938 er umþessar mundir til sýnis á sýningunni Home of Finn Juhl í Ordrupgaard safninu innan um húsgögn Finns Juhl og höggmyndir Eriks Thommesen. Þannig er lág- myndin aftur komin inn í það menn- ingarsögulega umhverfi sem hún spratt úr, gróskutíma módernism- ans í Danmörku á fjórða og fimmta áratugnum, en Sigurjón dvaldist í Danmörku frá 1928 til 1945. Sýningin Home of Finn Juhl var opnuð fyrr í þessum mánuði í tilefni þess að danskur listfræðingur, Birgit Lyngbye Pedersen, hefur fært danska ríkinu höfðinglega gjöf. Þegar Birgit Lyngbye Ped- ersen, sem stundar doktorsnám í fræðigrein sinni, áskotnaðist arfur ákvað hún að nota hann til að festa kaup á heimili danska arkitektsins Finns Juhl, með öllu innbúi og lista- verkum sem húsinu fylgdu, og af- henti það danska ríkinu árið 2007. Finn Juhl reisti sér þetta íbúðar- hús 1942 og var það heimili hans meðan hann lifði. Það stendur rétt hjá Ordrupgaard safninu í Charlot- tenlund norðan við Kaupmanna- höfn og verður framvegis rekið sem hluti af því safni. Mennta- málaráðherra Dana, Brian Mikk- elsen, tók formlega við gjöfinni 3. apríl síðastliðinn, en þá var húsið opnað almenningi og af sama tilefni var fyrrnefnd sýning, Home of Finn Juhl, opnuð í Ordrupgaard safninu. Merkasta safn frönsku impressjónistanna í Danmörku Sveitasetrið Ordrupgaard var reist 1918 af danska auðmanninum Wilhelm Hansen (1868–1936), og bjó hann þar að sumarlagi. Hann var ötull listaverkasafnari og hafði sérstakan áhuga á frönsku impress- jónistunum og er safn hans hið merkasta sinnar tegundar í Dan- mörku. Með dánargjöf ekkju hans, frú Henny Hansen (1870-1951), var það gert að ríkissafni og opnað al- menningi árið 1953. Hannaði fyrir hús Sameinuðu þjóðanna Arkitektinn Finn Juhl (1912- 1989) er fulltrúi þeirrar hönn- unarstefnu sem hefur verið nefnd Danish Modern og sem meðal annars nöfn Hans Wegner, Arne Jacob- sen, Poul Kjærholm og Børge Mogensen telj- ast til. Finn Juhl hlaut menntun sína í húsa- gerðarlist við Kon- unglega danska listaháskólann. Áhugi hans beindist fljótlega að húsgagnahönnun og á fimmta og sjötta ára- tugnum þróaði hann nýjan og persónulegan stíl sem tengdist hinum lífrænu formum náttúrunnar og hugmyndaheimi hinnar frjálsu listsköpunar mód- ernismans. Finn Juhl fór ávallt eigin leiðir og breytti útaf nytjastefnunni (funk- sjónalismanum), sem var ríkjandi á fyrri hluta 20. aldar. Hann var með- al þeirra dönsku húsgagnaarkitekta sem hófu samvinnu við húsgagna- iðnaðinn og varð fljótlega þekktur utan landamæra Danmerkur, fyrst og fremst í Bandaríkjunum og Jap- an, en á báðum stöðum setti hann upp teiknistofur. Húsgögn hans voru meðal annars sýnd í Museum of Modern Art (MOMA) í New York og árið 1950 var hann valinn til að hanna húsgögnin fyrir einn salinn í húsi Sameinuðu þjóðanna. Húsgögn eftir Finn Juhl eru í dag fágætir safngripir og slegist er um þau á uppboðum. Sameinaði notagildi og lífrænt yfirbragð Þrátt fyrir að hafa hlotið mennt- un í húsagerðarlist teiknaði Finn Juhl aðeins fáeinar byggingar, meðal annars fyrrnefnt hús fyrir sjálfan sig. Heimili hans er merki- legt dæmi um hvern- ig hann sameinaði notagildi og lífrænt yfirbragð í hönnun sinni og hvernig hann hugsaði um- gjörðina um heim- ilislífið sem eins kon- ar „Gesamt- kunstwerk“, þar sem allt var mótað og teiknað af honum sjálfum niður í minnstu einingar, eins og til dæmis matarstellið og hnífapörin. Lita- valið var úthugsað og listaverkin valin af kostgæfni. Málararnir Vil- helm Lundstrøm og Asger Jorn voru í miklu uppáhaldi hjá honum og svo voru einnig myndhöggv- ararnir Hans Arp, Sonja Ferlov, Erik Thommesen og Sigurjón Ólafsson. Teiknaði hús fyrir Sigurjón Á fimmta áratugnum lagði Finn Juhl áherslu á að hanna bólstruð húsgögn, þrívíddargildi þeirra – skúlptúreiginleikar – sýna bein áhrif frá verkum listamanna sem hann hafði mætur á. Þannig valdi Finn Juhl oft verk eftir Sigurjón frá fjórða og fimmta áratugnum fyrir húsgagnasýningar sínar. Heimildir eru um að allt að fjórar höggmyndir eftir Sigurjón hafa verið sýndar á húsgagnasýningum Finns Juhl á þessum árum, tvær þeirra eru nú í eigu Listasafns Sigurjóns og tvær eru í einkaeigu á Íslandi. Um tíma hékk lágmyndin Börn að leik á heimili hans á Kratvænget. Þegar hjónin Finn Juhl og Inge– Marie Skaarup slitu samvistum eignaðist frú Skaarup verkið. Hún bauð síðar Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verkið til kaups og með framlagi frá Eimskipafélagi Íslands eignaðist Sigurjónssafn þetta tíma- mótaverk árið 1991. Meðal þeirra fáu húsa sem Finn Juhl teiknaði var einnig tillaga að íbúð og vinnustofu fyrir mynd- höggvarahjónin Tove og Sigurjón Ólafsson, tímasett árið 1940, hús sem aldrei komst lengra en á teikni- borðið, enda sneri Sigurjón með fjölskyldu sinni heim til Íslands árið 1945 – að stríði loknu – og settist að í hermannabragga á Laugarnesi eftir 18 ára dvöl í Danmörku. Danska þjóðin fær verðmætt safn listaverka Með fyrrgreindri gjöf Birgit Lyngbye Pedersen eignast danska þjóðin einnig verðmætt safn lista- verka eftir meðal annarra Vilhelm Lundstrøm, Richard Mortensen, Asger Jorn, Pierre Soulages, Carl– Henning Pedersen, Sonja Ferlov Mancoba, Önnu og Erik Thomme- sen. Tvö listasöfn kallast nú á í garðinum hjá Ordrupgaard, annars vegar sumarhöll Wilhelms Hansen, með nýrri viðbyggingu eftir hinn heimsfræga arkitekt Zaha Hadid, og hins vegar hús Finns Juhl. Sýningin á Ordrupgaard stendur fram til 31. ágúst, sjá nánar www.ordrupgaard.dk. Enn gerast ævintýrin Eftir Birgittu Spur Birgitta Spur Höfundur er safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Ljósmynd/Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson: Börn að leik, 1938, LSÓ 206. Gjöf Eimskipafélags Ís- lands til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 1991. Úr húsi Finns Juhl. » Finn Juhl fór ávallt eigin leiðir og breytti útaf nytjastefn- unni, sem var ríkjandi á fyrri hluta 20. aldar. Ljósmynd/Pernille Klemp t og til að erslu á að ersónu.“ ma í ljós r það eiga ávinning- urinn af netvæðingunni verður. „Það er ekki hægt að mæla það fyrr en að fenginni reynslu. Þetta mun spara fólki fé og fyrirhöfn og ríkinu og stofnunum heilbrigðis- kerfisins það að fólk mun koma minna til þeirra af ákveðnum tilefn- um. Þannig fæst betri nýting á fjár- munum inn í kerfið,“ segir Gunnar Alexander, sem vísar til reynslu af upplýsingasímanum í Glæsibæ, sem hafi leitt til þess að 60% fyrirspurna hafi verið afgreidd í gegnum síma. Útlit sé fyrir að netið muni jafnvel útiloka biðraðir eftir heilbrigðis- þjónustu, ásamt því sem bið eftir símsvörun muni líklega heyra sög- unni til. Það er skoðun Gunnars Alexand- ers að hér sé á ferðinni löngu brýn nútímavæðing á þjónustunni. „Innan kerfisins býr mikil þekk- ing og mannauður og hann þarf ein- hvern veginn að skila sér betur til notendanna á sem aðgengilegastan hátt og þetta tel ég vera eina leið í þeirri viðleitni okkar að notandinn geti á aðgengilegri hátt nálgast upp- lýsingar og leiðbeiningar án þess að þurfa að mæta í eigin persónu á staðinn. Það yrði mikill sparnaður fólgin í því fyrir alla aðila.“ Hekla tekin í notkun í maílok Eins og rakið er í rammanum hér til hliðar hafa rafrænar sjúkraskrár verið teknar upp í nokkrum mæli. Inntur eftir frekari nýjungum á þessu sviði segir Gunnar Alexander standa til að heilbrigðisnetið Hekla verði miðlæg samskiptamiðstöð sem veiti ýmsar heilbrigðisupplýsingar, svo sem um lyfseðla, læknabréf, bólusetningar, rannsóknabeiðnir og -svör, fjarlækningar, vottorð til Tryggingastofnunar, og fleira. Hekla hafi orðið til í tengslum við verkefni um rafræna lyfseðla, en þar fari miðstöð sem opni leið fyrir margvísleg rafræn samskipti. Stór hluti heilbrigðisstofnana sé þegar tengdur við Heklu og til standi að allar heilbrigðisstofnanir ríkisins verði tengdar við hana í maílok. Spurður um meðferð rafrænna lyfseðla segir Gunnar Alexander að ferlið sé þannig að læknir sendi seð- ilinn á dulkóðaðan hátt í gátt þangað sem hann er síðan sóttur af apótek- inu þegar kúnninn komi í apótekið og fái hann afgreiddan. „Allt er þetta dulkóðað og fyllsta öryggis gætt. Þegar apótekið sækir rafræna seðilinn er hann síðan send- ur til Tryggingastofnunar og í lyfja- gagnagrunn landlæknis.“ rfið netvætt Áhersla á einstaklingsmiðaða aðstoð  Talið gast persónulegt heilbrigðisyfirlit á netinu Morgunblaðið/ÞÖK ænna skráningarkerfa. Morgunblaðið/Ásdís muni senn geta rætt egnum netsíma. Morgunblaðið/Ómar Framtíðin Innan tíðar munu einstaklingar meðal annars geta nálgast yfirlit yfir komur á göngudeild á netinu. etið þar sem ákveðin stöðlun við skrán- ingu upplýsinga var notuð, og á ní- unda áratugnum önnur kerfi til við- bótar, svo sem kerfin Medicus, Starri og Hippokrates. Sjúkra- skrárkerfið Saga er nú orðið aln- efni fyrir öll þessi kerfi. SAGA hef- ur verið í notkun á heilsugæslu- stöðvum allar götur frá árinu 1992 og sjúkraskrákerfið DIANA frá því í lok síðasta áratugar, en það er í notkun hjá hluta sérfræðinga. sjúkrahúsin vantar kerfi en styðjast að hluta til GU. Landspítali háskólasjúkrahús notar SÖGU afræna sjúkraskrá, auk fjölda annarra sértækra ingakerfa. Sértæku kerfin gefa upplýsingar til . Að sögn Gunnars Alexanders hleypur kostn- ið þróun SÖGU á hundruðum milljóna króna og megi að þróun einnar allsherjarsjúkraskrár kosta frá 1,5 og upp í 2 milljarða króna. Mun fyr- að kerfi leysa SÖGU af hólmi, en almennt segir r Alexander mjög dýrt að vera með tvö ólík gangi. Þá sé erfitt að uppfæra Sögu að nýjustu Nýtt kerfi leysti þann vanda. r A. n anni. Að ta lögum órna til n á raf- em ætti ð gera g kjör- að því að fi náð æsta ári, en slík skilríki og tölva með korta- lesara eru forsenda þess að hægt sé að taka upp fjarkosningu. Geir segir Eista þegar hafa boðið upp á rafrænar fjarkosningar. Ann- ars vegar í sveitarstjórnar- kosningum árið 2005 og svo í þing- kosningum tveimur árum síðar og var hlutfall rafrænna atkvæða af greiddum atkvæðum 1,9% og 5,4%. Taka beri fram að kosningaþátttaka sé lítil í Eistlandi, aðeins um 50-60%. Því megi ætla að þessi kostur hafi aukið þátttökuna. Geir er bjartsýnn á að Íslendingar verði fljótir að til- einka sér möguleika fjarkosninga, sem munu að hans mati auka kjör- sókn. „Ég reikna með að þær auki þátt- töku í kosningum, sérstaklega hjá þeim sem eru erlendis við nám eða á ferðalögum og einnig á meðal þeirra sem eiga erfitt með að kom- ast á kjörstað eða sjá ekki ástæðu til þess að kjósa. Þetta er mjög einföld leið til þess að kjósa,“ segir Geir. Um rafrænar fjarkosningar gild- ir að þær skulu hefjast fjórum til sex dögum fyrir kjördag og standa yfir fram að kjördegi. Kjósandinn getur endurtekið val sitt bæði raf- rænt eða með hefðbundnum at- kvæðaseðli þannig að síðasta val gildir fram að kjördegi, sem Geir segir minnka líkur á atkvæða- kaupum og misnotkun. Hann telur framtíðina liggja í þessum tveimur aðferðum, tryggja beri að þær verði notaðar sam- hliða. „Það verða náttúrulega allir að hafa möguleika á að kjósa, þannig að það er hæpið að nota fjarkosn- ingu eingöngu. Því sýnist nauðsyn- legt að nota báðar rafrænu aðferð- irnar, sem myndu leysa gömlu pappírsbyggðu kosninguna af hólmi. Það myndi gera atkvæða- greiðsluna og talninguna skilvirk- ari.“ lesara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.