Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÆKIFÆRI TIL AÐGERÐA Undanfarnar vikur hafa bæðistjórnarandstöðuflokkar oghagsmunaaðilar haft uppi um- talsverðar kröfur á hendur ríkisstjórn og Seðlabanka um aðgerðir til þess að mæta aðsteðjandi efnahagsvanda. Þess er krafizt að Seðlabankinn tryggi verulega aukið fé ef í harðbakk- ann slær fyrir bankana. Þess er kraf- izt af sömu aðilum, að ríkisstjórnin grípi til aðgerða til þess að koma böndum á verðbólguna. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, hefur að vísu bent á, að íslenzku bankarnir væru svo öflugir, að þeir þyrftu ekki á sérstakri aðstoð að halda. Talsmenn bankanna hafa tekið í sama streng og fullvissað viðskiptavini sína og aðra um, að staða þeirra væri svo sterk, að ekki þyrfti að hafa af henni áhyggjur. Forsvars- menn Kaupþings segja t.d. að inn- streymi fjár á innlánsreikninga þeirra í mörgum Evrópulöndum sé svo mikið, að þeir muni leysa endurfjármögnun- arþörf sína á næsta ári með innlánum. Þeim ber því saman að því er virðist, formanni bankastjórnar Seðlabank- ans og einstaka talsmönnum bank- anna, og úr því að svo er þarf almenn- ingur varla að hafa miklar áhyggjur. Stjórnarandstæðingar og hags- munasamtök, ýmist atvinnulífsins eða verkalýðshreyfingar, gera kröfur á hendur ríkisstjórn og Alþingi um að- gerðir til þess að koma böndum á verðbólguna. Nú er það svo, að sömu umræður fara fram hér og í mörgum öðrum löndum um hvort leggja eigi meiri áherzlu á að ná niður verðbólgu eða örva hagvöxt. Í sumum löndum eins og t.d. í Bandaríkjunum, þar sem háværar raddir eru um að alvarlegur samdráttur sé genginn í garð, hefur seðlabanki gripið til þess ráðs að lækka stýrivexti. Í öðrum löndum líta menn svo á, að enn sé meiri hætta á aukinni verðbólgu en minnkandi hag- vexti. Í þeim löndum halda seðlabank- ar vöxtum ýmist óbreyttum eða hækka þá. Hér á Íslandi hefur Seðlabanki Ís- lands haldið áfram að hækka stýri- vexti, sem leið til að hafa hemil á verð- bólgu, og er kominn með þá upp í 15,5% sem er þó töluvert lægra vaxta- stig en hinn heimskunni bandaríski seðlabankastjóri Paul Volker komst í fyrir aldarfjórðungi eða svo en hæstir urðu stýrivextir hjá honum 21%. Í ljósi þess að bæði stjórnarand- stæðingar og samtök aðila vinnu- markaðarins tala á þann veg, að meg- inhættan sé aukin verðbólga en ekki minnkandi hagvöxtur, verður að telja, að „þjóðarsátt“ sé um það mat að hér sé meiri hætta á að verðbólgan fari úr böndum en að hagvöxturinn minnki enn sem komið er. Ef við lítum svo á, að bankarnir geti bjargað sér sjálfir eins og bæði þeir og formaður bankastjórnar Seðlabank- ans segja, er spurningin, hvort vaxta- hækkanir Seðlabankans dugi til. Það verður að draga í efa. Verðbólguvand- inn er meiri en svo. Þess vegna er spurningin hvað meira þarf til. Sú skoðun er útbreidd, að peninga- flóðið, sem gengið hefur yfir landið á undanförnum árum vegna auðvelds aðgengis að lánsfé á lágum vöxtum, hafi orðið til þess að þjóðin hafi lifað verulega um efni fram og að þar sé að finna grunnástæðuna fyrir efnahags- vandanum og nánar tiltekið verð- bólguvandanum. Mikið og auðvelt að- gengi að lánsfé hafi keyrt hluta- bréfaverð og fasteignaverð upp úr öllu valdi á sama hátt og stöðvun á aðgengi að lánsfé hafi valdið hruni á íslenzka hlutabréfamarkaðnum og lækkandi verði á fasteignum. Gengislækkun krónunnar mun aug- ljóslega valda því, að það dregur úr neyzlu hins almenna borgara. Geng- islækkun og vaxtahækkun dregur úr fjárfestingum og smátt og smátt dreg- ur úr spennunni í efnahagslífinu og þar með úr verðbólgunni. Frá sjónarhóli þeirra, sem krefjast „aðgerða“ af hálfu ríkisstjórnar og Al- þingis, er því ljóst að við erum á réttri leið. Spurning er hins vegar, hvort ekki þarf að bæta um betur af hálfu bæði ríkisstjórnar, Alþingis og sveit- arfélaga með því að draga úr fjárfram- lögum til opinberra framkvæmda í stað þess að auka þau. Vilji ríkis- stjórnin hlusta á kröfur stjórnarand- stæðinga og aðila vinnumarkaðarins hlýtur næsta skref því að vera, að draga úr fjárframlögum til fram- kvæmda á vegum hins opinbera. Það er rökrétt ályktun af þeim kröfum, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyr- ir. Það verður því að ætla að um slíkar aðgerðir sé líka orðin til „þjóðarsátt“. Það liggur í augum uppi, að ekkert vit er í ráðstöfunum til að auka kaupmátt- inn og það er heldur ekkert vit í að- gerðum, sem kalla á aukin framlög úr ríkissjóði, enda skreppa tekjur hans nú saman eftir því sem innflutningur á bílum minnkar og önnur umsvif tak- markast. Spennan hefur hins vegar verið svo mikil, að enn sér varla högg á vatni. En jafnframt hlýtur það að vera áleitin spurning, hvort ekki er þörf á vissum viðbótaraðgerðum til þess að koma í veg fyrir að við lendum í sömu stöðu á nýjan leik, þegar betur árar á alþjóðlegum lánamörkuðum og al- mennt birtir til á Vesturlöndum. Björgólfur Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbanka Íslands, hefur sett fram eina tiltekna hug- mynd, sem gæti stuðlað að því, að hin snöggu veizlulok nú endurtaki sig ekki. Þar er átt við þá hugmynd hans að setja upp þjóðarsjóð, sem í raun yrði eins konar þjóðarsparnaður til viðbótar við lífeyriskerfið og mundi stuðla að auknum stöðugleika í ís- lenzku efnahagslífi, þegar fram líða stundir. Undirtektir við þessa hug- mynd hafa verið svo góðar að telja verður að um hana sé almenn sátt og þess vegna eðlilegt að ríkisstjórn og Alþingi hefjist handa um að koma henni í framkvæmd. Til viðbótar er svo tímabært að hefj- ast handa um að endurskoða allt efna- hagskerfið og fjármálakerfið í ljósi þeirra vandamála, sem upp hafa kom- ið. Markmiðið ætti að vera að sníða af því þá hnökra og vankanta, sem hafa komið í ljós. Einmitt nú, þegar menn hafa fengið eins konar „sjokk“ vegna óvæntrar þróunar mála, er tækifærið til að grípa til slíkra aðgerða og koma þeim í framkvæmd. Það á ríkisstjórn- in að gera. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Íslendingar hafa á síðustu árumvanist því að geta keypt vörurog sinnt ýmsum erindum ánetinu. Á næstu árum mun þetta svigrúm til að sinna einkaerindum úr tölvu ná til heilbrigðisþjónustunnar, því ætlunin er að gera almenningi kleift að bóka tíma á heilsugæslustöð, á göngudeild og hjá sérfræðingi með rafrænum hætti. Einnig verður hægt að biðja um endurnýjun lyf- seðils með rafrænum hætti og tengjast netspjalli, þar sem hægt verður að ræða við hjúkrunarfræð- ing og fá leiðbeiningar ef svo ber undir. Á hinum ráðgerða vef fyrirhug- aðrar upplýsingamiðstöðvar heil- brigðismála, sem ætlunin er að taka í gagnið í árslok 2009, verður hægt að fá upplýsingar um heilbrigðis- þjónustu og um slys og sjúkdóma. Þjónustan verður opin allan sólar- hringinn og munu hjúkrunarfræð- ingar anna fyrirspurnum í gegnum tölvupóst, venjulegan síma og tölvu- síma. Netið er landamæralaust og er þjónustan talin munu koma Ís- lendingum sem eru búsettir erlend- is til góða, sem og fólki í dreifbýli. Gunnar Alexander Ólafsson, sér- fræðingur á skrifstofu áætlunar og þróunar í heilbrigðisráðuneytinu, segir að til að byrja með verði reynt að forðast að veita persónuupplýs- ingar í gegnum samtöl í netsíma. „Í upphafi verður fólk að gæta ör- yggis persónuupplýsinga,“ segir Gunnar Alexander. „Á netspjalli er alltaf hægt að tala í þriðju persónu, auk þess sem sá sem er hinum meg- in á línunni getur varað viðkomandi við að veita ekki persónulegar upp- lýsingar, á borð við nöfn og kennitöl- ur. Til að byrja með verður öruggast að hringja í upplýsingamiðstöðina úr hefðbundnum síma.“ „Við gerum ráð fyrir að kerfið muni síðar tengjast svokölluðum rafauðkennissíðum, sem notandinn muni skrái sig inn á með rafrænum auðkennum, og geti þar með skráð sig inn á tryggt svæði. Það trygga svæði verður þó ekki hluti fyrsta áfanga þessa þjónustu. Við gerum þetta á mjög öruggan hátt byrja með leggjum við áhe veita þjónustuna í þriðju pe Ávinningurinn mun kom Gunnar Alexander segir eftir að koma í ljós hver Heilbrigðisker  Upplýsingamiðstöð heilbrigðismála í undirbúningi  Á geta sparað fé og fyrirhöfn  Senn verður hægt að nálg Netið mun á næstu ár- um opna fyrir ýmsa möguleika í opinberri þjónustu. Baldur Arn- arson fór yfir kostina. Morgunblaðið/Júlíus Heilsugæsla Landspítali hefur áralanga reynslu af notkun rafræ Nýbreytni Ætlunin er að almenningur m við hjúkrunarfræðing um ýmis mál í ge Persónulegt yfirlit á ne INNLEIÐING á rafrænum auðkennum opnar mögu- leika á að taka upp persónulegt heilsufarsyfirlit á raf- rænu formi, sem ætlunin er að standi almenningi til boða í árslok 2011. Með slíkri tækni er átt við að ein- staklingar geti skráð sig með sínum persónulegu raf- rænu auðkennum inn á lokaða síðu og fengið aðgang að heilsufarsyfirliti sínu. Þetta segir Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur á skrifstofu áætlunar og þróun- ar í heilbrigðisráðuneytinu, sem tekur fram að ekki verði farið fram með persónulegt heilsufarsyfirlit af þessu tagi nema fyllsta öryggis verði gætt. Skilyrðið sé að Persónuvernd votti öryggi á heimasíðu af þessu tagi. Rafræna yfirlitið sem um ræðir mun veita aðgang að upplýsingum yfir komur á sjúkrahús, lyf sem notand- inn tekur og hvaða bólusetningar hann hefur fengið. Til stendur að þróa rafræna sjúkraskrá og að auka notkun rafrænna lyfseðla en allt er þetta starf liður í þeirri stefnu heilbrigðisráðuneytisins í upplýsinga- tæknimálum til ársins 2012 að gera landsmönnum kleift að nálgast með öruggum hætti almennar upplýs- ingar um heilbrigðiskerfið og þjónustu þess. Þess má geta að sjúkraskrár hafa þegar verið settar á rafrænt form í nokkrum mæli. Árið 1975 var sett upp tölvuskráning heilsufarsupplýsinga á Egilsstöðum, Minni s við SÖG sem ra upplýs SÖGU. aður vi áætla m muni k irhuga Gunna kerfi í g tækni. Gunnar Ólafsso Nýjar víddir Tölvur opna fyrir nýja möguleika í heilbrigðis- þjónustu og gera kleift að ná fram töluverðri hagræðingu. GERÐ verður tilraun með rafræn- ar kosningar í tveimur sveitar- félögum á árinu 2010 en enn hefur ekki verið ákveðið hver þau verða. Kemur bæði til greina að fram fari rafræn kosning á kjörstað og/eða kosning á netinu. Gerð var tilraun með fyrri kost- inn þegar kosið var um framtíð flugvallarins í Reykjavík fyrr á þessum áratug, en síðari kost- urinn, sem nefndur er fjarkosning, hefur hins vegar aldrei verið próf- aður hér á landi. Jafnframt stend- ur til að taka upp rafræna kjör- skrá, en hún er talin æskileg eigi að taka upp fyrri kostinn, þ.e. rafræna kosningu, og nauðsynleg eigi fjarkosning að verða að veru- leika. Kjör- skráin nú er á pappírsformi og kveða lög um kosningar til sveitarstjórna nákvæmlega um hvernig kjörskrár skulu gerðar og um útlit kjörseðla, að því er Geir Ragnarsson, sér- fræðingur í samgönguráðuneyt- inu, útskýrir fyrir blaðama hans sögn þarf því að breyt um kosningar til sveitarstjó að opna fyrir möguleikann rænni kjörskrá, breyting se að hafa það að markmiði að umsjón með kosningum og skrá skilvirkari. Stefnt er a rafræn persónuskilríki haf góðri útbreiðslu þegar á næ Kjörklefi Dæmi um kortal Geir Ragnarsson Senn boðið upp á fjarkosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.