Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 35 Eurovision Glæsilegt sérblað tileinkað Eurovision fylgir Morgunblaðinu 20. maí. • Páll Óskar spáir í spilin. • Rætt við flytjendur fyrri ára. • Eurovision - pólitíkin og umdeildar atkvæðagreiðslur. • Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnina. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 12, fimmtudaginn 15. maí. Meðal efnis er: • Saga Eurovision í máli og myndum, helstu lögin og uppákomurnar. • Rýnt í sviðsframkomu íslensku keppendanna í gegnum árin. • Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni. Krossgáta Lárétt | 1 jafnlyndur, 8 út- limur, 9 beygur, 10 elska, 11 snótin, 13 líffærið, 15 gljái, 18 drepur, 21 álít, 22 súta, 23 vesælum, 24 móðga. Lóðrétt | 2 gleður, 3 ávöxturinn, 4 ekki þekkt, 5 kurr, 6 iðkum, 7 upp- stökk, 12 greinir, 14 fisk- ur, 15 nytsemi, 16 hetju- dáð, 17 bala, 18 bærast, 19 auðlindin, 20 sterk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bauja, 4 strit, 7 regin, 8 árnum, 9 agn, 11 ilma, 13 hrum, 14 nemur, 15 vagn, 17 ólma, 20 sló, 22 lotan, 23 dugir, 24 Ránar, 25 lúnar. Lóðrétt: 1 barði, 2 ungum, 3 asna, 4 skán, 5 rænir, 6 tím- um, 10 gömul, 12 ann, 13 hró, 15 volar, 16 gátan, 18 lög- un, 19 akrar, 20 snar, 21 ódæl. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Óhefðbundnar aðferðir – feng shui, reiki eða listmeðferð – gætu hjálpað í aðstæðum þar sem þú glímir við vanda- mál. Í kvöld færðu æðislegan koss. (20. apríl - 20. maí)  Naut Því afslappaðri sem maður er, þeim mun meiru kemur maður í verk. Umönn- un foreldra og barna fellur í þinn hlut núna. Forðastu að koma of seint. Virðing fyrir hefðum eykur vinsældir þínar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Allir vilja reyna sig í hlutverki hetjunnar sem bjargar fórnarlambinu, en í dag er ekki góður dagur nema viðkom- andi sé í bráðri hættu – annað er ávísun á vandræði. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Allt annað víkur fyrir þörf krabb- ans fyrir þægindi. Þess vegna áorkar hann meiru þegar hann er heima hjá sér að vinna. Þú ert mjög aðlaðandi þessa dagana. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Heilinn í þér þarfnast þjálfunar, rétt eins og líkaminn. Kannski þarftu að skipta um umhverfi til þess að fá meira súrefnisflæði um heilann. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir á. Ef þú sund- urgreinir fyrra samband er auðveldara að hafa núverandi aðstæður í lagi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Maður er eins sætur og manni finnst, sem eru góðar fréttir því þér finnst þú mjög heillandi í dag. Notaðu krafta þína til þess að laða nýjan vin að vinahópnum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nýtt samband hjálpar þér í peningamálum af því að sjálfstraustið vex – þér finnst þú meira virði og biður þá um meira. Vog veitir þér heppni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki hafa áhyggjur af því þótt dagurinn byrji ekki með látum. Þetta ferðalag er meira eins og flutningur með rúllustiga. Þú verður borinn á toppinn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hugsanir þínar stýra veröld þinni. Þess vegna hugsar þú jákvætt og uppskerð eftir því. Hvert sem leiðin ligg- ur í kvöld, lítur þú vel út þegar þú kemur á áfangastað. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er rétt, að maður þarf sjálfsaga til þess að láta hlutina gerast, en hann er samt gróflega ofmetinn. Þú þarft að búa til áætlun sem passar við frjálslegt viðhorf þitt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst þú einstaklega seg- ulmagnaður og algerlega við stjórnvölinn. Hugsanlega á það vel við í ástum að setja úrslitakosti. Elskhuginn segir já. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. e3 a6 6. a4 c5 7. Bxc4 Rc6 8. 0-0 Be7 9. De2 0-0 10. Hd1 Dc7 11. dxc5 Bxc5 12. Bd2 b6 13. Bd3 Bb7 14. Re4 Rxe4 15. Bxe4 f5 16. Bc2 Hae8 17. Bc3 h6 18. Bd3 a5 19. Bb5 Kh7 20. Hac1 Hd8 21. Dc4 De7 22. Dh4 Dxh4 23. Rxh4 Rb4 24. Bxb4 Bxb4 25. Bc4 Bd2 26. Ha1 f4 27. Rf3 fxe3 28. Rxd2 exd2 29. b3 Hf4 30. f3 e5 31. Ha2 Hfd4 32. Kf2 e4 33. Ke3 exf3 34. gxf3 Kg6 35. Be2 Kg5 36. Hc2 Kh4 37. Hc7 H8d7 Staðan kom upp í rússnesku deilda- keppninni sem lauk fyrir skömmu í Sochi. Rússneski stórmeistarinn Igor Lysyj (2.595) hafði hvítt gegn landa sínum og kollega Artyom Timofeev (2.664). 38. Hxb7! Hxb7 39. Kxd4 g5 40. Hxd2 Hd7 41. Ke3 Hxd2 42. Kxd2 Kh3 43. Ke3 Kxh2 44. f4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Bridsblinda. Norður ♠K42 ♥9843 ♦52 ♣ÁK94 Vestur Austur ♠1065 ♠ÁD73 ♥75 ♥K6 ♦ÁDG94 ♦10873 ♣763 ♣852 Suður ♠G98 ♥ÁDG102 ♦K6 ♣DG10 Suður spilar 4♥. Andstæðingarnir hafa ekkert bland- að sér í sagnir og vestur kemur út með lauf. Þann slag er óhætt að taka hátt í borði til að svína í trompinu. Kóngurinn kemur annar og nú er spurningin hvernig eigi að klára verkið. Spilið kom upp í landsleik Belga og Hollendinga fyrir nokkrum árum. Ann- ar sagnhafinn var sleginn blindu þegar hann henti spaða í fjórða laufið og spil- aði svo að kóngunum í spaða og tígli. En báðir ásarnir lágu á eftir og vörnin fékk fjóra slagi. Vissulega óheppni, en þó ekki, því til er 100% vinningsleið sem ekki fór framhjá suðri á hinu borðinu. Sá henti tígli í fjórða laufið og gaf síðan slag á ♦Á. Vörnin spilaði aftur tígli, sem suður trompaði og lét svo spaðagosann rúlla til austurs. Það er sama hvernig spaðinn liggur, vörnin þarf að fría þar slag eða spila tígli í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur samið viðIcelandair. Hvað heitir formaður félagsins? 2 FL Group kynnti í síðustu viku dökkar afkomutölur.Hvað heitir forstjóri fyrirtækisins? 3 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur tilÍslands. Hvað heitir hún? 4 Nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkurhefur verið í sviðsljósinu. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Myndlistarmaður á Akureyri hefur opnað sýningu í New York. Hvað heitir hann? Svar: Óli G. Jóhannsson.2. Einn kunnasti knattspyrnukappi sögunnar ætlar að taka fram skóna á morgun í leik á Akra- nesi. Hver er hann? Svar: Rík- harður Jónsson. 3. Nýr forstjóri hefur verið ráðinn til Icelandair. Hvað heitir hann? Svar: Birkir Hólm Guðnason. 4. Þjálfara spænska stórliðsins Barce- lona hefur verið sagt upp störfum. Hvað heitir hann? Svar: Frank Rijkaard. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.