Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 25 MINNINGAR ✝ Aðalheiður Frí-mannsdóttir (Alla) Hjallabraut 33 í Hafnarfirði fæddist 6. janúar 1923 á Tjarnarlandi í Kálfshamarsvík , Skagahreppi, A- Hún. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði að morgni miðvikudagsins 30. apríl sl. Foreldrar hennar voru Þóra Frí- mannsdóttir, f. 1890, d. 1975, og Frímann Lár- usson, f. 1886, d. 1942. Bróðir hennar var Óskar, f. 1915, d. 1950, og uppeldisbróðir Eðvarð Karl Ragnarsson, f. 23.7. 1937. Auk þess eignuðust Þóra og Frí- mann þrjá drengi sem létust í frumbernsku. Aðalheiður ólst upp með for- eldrum sínum í Kálfshamarsvík- inni, á Skagaströnd og í Hallárdal í Vindhælishreppi sem þá var. Aðalheiður giftist Guðjóni Ing- ólfssyni, f. 14.9. 1912, d. 22.10. 1993, frá Grund á Skagaströnd hinn 9. apríl 1942 og hófu þau bú- skap á Grund þar sem Guðjón bjó ásamt móður sinni. Börn þeirra eru: 1) Ármann Þór, f. 5.9. 1942, kvæntur Jórunni Ólafsdóttur, f. 23.3. 1942, þeirra börn a) Óskar Þór, f. 1965, maki Berglind Annie Guðjónsdóttir, f. 1965, dætur þeirra eru Arna Ósk og Sara Lind, b)Hildur Aðalheiður, f. 1979, sam- býlismaður Baldur Óli Sigurðsson, f. 1975, og eiga þau Brynhildi Laufey Marsibil, f. 1962, Sigríður Júlía, f. 1964, og Birna, f. 1968, Sigurðardætur. 5) Ólafur Valgeir, f. 19.1. 1958, kvæntur Hönnu Björk Guðjónsdóttur, f. 24.2. 1964, synir þeirra eru a) Guðjón Heiðar, f. 1997, og b) Bergur Ingi, f. 2000. Sonur Ólafs frá fyrra hjónbandi er Andri Már, f. 1981, maki Birna Friðfinnsdóttir, f. 1980 og eiga þau dótturina Katrínu Ingu, f. 2007. Fyrir átti Hanna Björk dótt- urina Björgu Birgisdóttur, f. 1987. 6) Ingi Hafliði, f. 19.3. 1964, kvæntur Æsu Hrólfsdóttur, f. 19.8. 1961. Börn Inga af fyrra hjóna- bandi eru a) Dóra Björg, f. 1984 og b) Ingvi Einar, f. 1987. Börn Æsu af fyrra hjónabandi eru Brynja, f. 1983, Arna, f. 1988 og Hrólfur, f. 1991 Hjörleifsbörn. Aðalheiður og Guðjón bjuggu á Skagaströnd til ársins 1952 er þau fluttu til Hafnarfjarðar, fyrst á Vesturbrautina en lengst af bjuggu þau á Hraunbrún 5, þar sem þau höfðu byggt sér einbýlis- hús, eða í nærri 30 ár. Síðustu árin bjuggu þau á Hjallabraut 33. Aðalheiður fékk sína barna- skólagöngu eins og hún tíðkaðist á fyrri hluta síðustu aldar en auk þess var hún einn vetur í skóla hjá Huldu Á. Stefánsdóttur á Þing- eyrum. Auk heimilisstarfa vann hún alltaf eitthvað úti, mismikið frá einum tíma til annars, einkum var það við fiskvinnslu, og í mörg sumur tóku þau hjónin sig upp og fluttu norður í land flest árin til Siglufjarðar þar sem þau unnu í síldarvinnslu. Árið 1970 réðst Að- alheiður til starfa hjá Hafnarfjarð- arbæ, á gæsluvöllum bæjarins, og starfaði við það þar til hún lét af störfum sakir aldurs 1993. Útför Aðalheiðar fer fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 13. maí, kl. 13. Kötlu, f. 2006, fyrir á Baldur Daníel Frey f. 2002. 2) Lilja Bergey, f. 196.10. 1944, gift Árna Inga Guðjóns- syni, f. 12.11. 1941, þeirra synir a) Guð- jón, f. 1963, maki Hafdís Stefánsdóttir, f. 1962, þeirra börn eru Árni Stefán og Hildur Rún, b) Magn- ús, f. 1964, maki Ragnheiður E. Ás- mundsdóttir, f. 1967, þeirra börn eru Lilja Björg, Arnar Helgi, Ásdís Inga og Magnús Fannar, c) Jónas, f. 1969, maki Berglind Adda Halldórs- dóttir, f. 1973, þeirra synir eru Halldór Ingi og Kristófer Máni. 3) Jóna Ósk, f. 26.7. 1948, fráskilin, synir hennar með Stefáni B. Sig- urðssyni eru a) Stefán Hafþór, f. 1968, maki Guðlaug Ingvarsdóttir, f. 1968, þeirra börn eru Daníel Bjarki, Kristín Sara og Sigurður Ari, b) Sigurður Heiðar, f. 1968, maki Klara Ægisdóttir, f. 1971, þeirra börn Stefán Ægir og Helga Kristín, c) Kristján Helgi, f. 1973. 4) Lárus Sólberg, f. 25.9. 1951, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 15.6. 1945, þeirra börn a) Karen Ósk, f. 1985, sambýlismaður Skúli Thorarensen, f. 1980, sonur Kar- enar er Mikael Lárus, b) Magnús Guðjón, f. 1987. Dóttir Lárusar frá fyrri sambúð er Þóra Björk, f. 1981, sambýlismaður hennar er Gary Clarke, f. 1972, og eiga þau soninn Daniel Eric. Dætur Guð- rúnar frá fyrra hjónabandi eru Elsku amma mín. Ég finn engin orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Söknuður- inn stingur í gegnum hjartað mitt og ég reyni stöðugt að minna mig á að nú líði þér vel. Huggun mín er, að nú heldur þú í höndina á afa og þið bros- ið til okkar sem eftir sitjum. Ég er svo stolt af því að hafa átt þig sem ömmu. Ég er svo heppin að eiga allar þessar yndislegu minningar um þig, sem þjóta nú um huga minn dag og nótt. Ég man svo vel eftir því þegar ég var barn og fór á róló með þér. Þú varst amma allra barna og stundum kom það mér á óvart hvað þú þekktir marga af vinum mínum. Það var ekki óalgeng sjón að rekast á þig úti í Samkaup eða í sjoppunni hjá Val og ég heyri enn þegar þú segir: „Á hvaða ferðalagi ert þú, ljúflingur?“ Ég mun aldrei gleyma hvað ég fann til með þér þegar þú fótbrotnaðir. Ég stóð og hélt í höndina á þér og hver sársaukastuna sem þú gafst frá þér nísti mig inn að beini. Það var svo vont að sjá elsku ömmu mína finna svona til. Minningar mínar af þér eru svo greinilegar núna, ég get næstum fundið höndina þína halda í höndina mína, ég man að ég kyssti þig tvisvar á ennið á mánudags- kvöldið, ég man eftir brosinu þínu, ég man þegar þú klappaðir mér á kinnina, ég heyri röddina þína og ég man eftir síðasta andardrætti þín- um, ég trúði því varla að þetta væri búið. Ég get ekki að því gert en ég er rosalega eigingjörn, mig langar svo mikið að sjá þig aftur, tala við þig, hlusta á þig segja mér sögu og bara að fá að segja þér hvað mér þótti of- boðslega vænt um þig. Ég veit eig- inlega ekki alveg hvernig ég á að tak- ast á við þennan sársauka, það er alltaf verið að segja við mig að nú líði þér vel og að þú hefðir ekki viljað að ég væri að gráta en ég get bara ekki verið sterk, ég veit það líka að þú hefðir tekið utan um mig og huggað mig af því ég væri að gráta, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég verð dálítinn tíma að venjast því að geta ekki hringt í þig eða kom- ið til þín og setið í eldhúsinu með appelsín og súkkulaðirúsínur, en ég held fast í minninguna um þig amma, svo fast að ég get lokað augunum og fundið nærveru þína. Ég hef lært það á undanförnum dögum hvað við eigum yndislega fjölskyldu, ég veit að þú varst stolt af börnunum þínum, ég er svo þakklát fyrir að eiga þau að. Ég lofaði þér því að standa mig vel í prófunum, ég ætla mér að standa við það elsku amma, ég ætla mér að standa á útskriftardaginn minn og Magnúsar og minnast þín með bros á vör. Það er sárt að kveðja þig elsku, hjartans amma mín, en ég kveð þig í bili og veit að það verða fagnaðar- fundir þegar við hittumst á ný. Hvíldu í friði elsku, besta amma mín og takk fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman. Þín Karen Ósk, Skúli og Mikael Lárus. Elsku amma mín. Ég held ég eigi ennþá eftir að átta mig á að þú sért í alvörunni farin. Mér finnst þetta svo óraunverulegt að ég er búin að vera hálfdofin í gegnum þetta allt saman. Ég býst við að raunveruleikinn hellist yfir mig þegar ég loksins klára prófin og engin amma Alla til að hringja í og kvarta yfir slæmu gengi eða gleðjast yfir góðu gengi. Það virtist nú ekki skipta þig neinu máli hvernig manni gekk í prófunum, alltaf varstu jafn- stolt. Ég man vel eftir því þegar ég var lítil stelpa og fékk iðulega að fara til þín á róló þar sem þú varst að vinna og þegar vinnudegi lauk gengum við saman í fiskbúðina við Kirkjuveg og keyptum nætursaltaða ýsu sem þú svo eldaðir handa okkur afa. Mér fannst líka best að borða hjá þér, hvort sem það var fiskurinn, salt- kjötið, gúllasið með mosuðu kartöfl- unum eða hafragrauturinn á morgn- ana. Það var alltaf skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og í ófá skipt- in enduðu þær heimsóknir með næt- urgistingu. Þá þótti mér mest spenn- andi að velja mér náttkjól fyrir nóttina og fá soðið vatn í glas á nátt- borðið alveg eins og þú. Þú varst afskaplega þolinmóð gagnvart okkur krökkunum miðað við leikina sem við fundum upp á heima hjá þér á Hjallabrautinni. Við Karen frænka gátum endalaust rót- að í skápunum þínum, klætt okkur upp í kjóla, sett á okkur slæður og annað tilheyrandi og stálumst í vara- litina þína. Þess á milli lékum við okkur að því að fela einhvers konar fjársjóði í bókahillunni þinni eða fór- um út í búð fyrir þig en ósjaldan græddum við eitthvað á því sjálfar. Það eru ótrúlega margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hjá þér síðustu andartökin því þú varst svo stór hluti af mínu lífi. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þér líður vel við hliðina á afa núna. Guð geymi þig elsku amma. Dóra Björg. Elsku amma Alla er dáin. Það er sárt að þurfa að kveðja en hennar tími var kominn og hún vissi sjálf að hennar tími var að nálgast. Við höfð- um oft rætt saman um dauðann og hún kveið honum ekki. Hún var göm- ul kona sem átti yndislega ævi. Hún talaði oft um það hvað hún væri heppin að eiga svona stóra og góða fjölskyldu. Hún var alltaf svo stolt af okkur öllum. Hún sparaði ekki hrós- ið og hvatti okkur öll til dáða í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar ég hugsa til baka þá hrannast upp minningar um ömmu og afa, hversu gott það var að koma til þeirra og hversu vel var alltaf tekið á móti manni. Ein af fyrstu minning- um mínum um ömmu er frá róló. Þar vann hún í mörg ár og undi sér vel. Hún elskaði börn og hugsaði um öll börn eins og þau væru hennar eigin. Ég var auðvitað á róló hjá ömmu og vildi hvergi annars staðar vera. Ef ég var sett á hverfisrólóinn þá grét ég þar til mamma sótti mig. Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var lítil og undi mér vel, enda kölluð prinsessan á bauninni sem er ekki skrítið þar sem búið var að bíða eftir að stúlkubarn fæddist í fjölskylduna í 31 ár. Ég var fyrsta stúlkubarna- barnið og nafna ömmu og naut góðs af því. Þegar ég kom til ömmu og afa var dekrað við mann, við spiluðum oft saman á spil og amma bakaði pönnu- kökur handa mér og vinkonum mín- um ef ég kom með þær í heimsókn, pönnukökurnar hennar voru þær bestu í bænum. Amma var góður kokkur og á jóladag var öll hersingin mætt í hangikjöt í hádeginu á Hraunbrúnina, síðan var miðdegis- kaffi með tilheyrandi hnallþórum og svo var fyllt læri um kvöldið. Þetta var alltaf alveg yndislegur dagur. Nokkru eftir að þau fluttust upp á Hjallabraut veiktist afi og dó stuttu síðar. Það var mikill söknuður að honum, enda hress og skemmtilegur karl. Amma hafði alltaf nóg fyrir stafni og var alltaf fullt af fólki í kringum hana. Jólahaldið hélst óbreytt þótt amma og afi hefðu flutt og afi væri dáinn. Á jólunum skiptumst við barnabörnin á að koma og skreyta jólatréð, enda mikilvægt að hafa það vel skreytt ár hvert. Þegar ég var lít- il sagðist ég alltaf ætla að verða ljós- móðir, ömmu fannst það alveg frá- bært. Hún studdi mig alltaf áfram í náminu og var svo ánægð nú í haust þegar ég loksins byrjaði í ljósmóð- urfræðinni. Hún gat endalaust talað um börn og barnsfæðingar og var alltaf að spyrja hvað ég væri búin að taka á móti mörgum börnum. Eins var hún svo ánægð þegar Brynhildur mín fæddist, haustið 2006, hún var alltaf svo glöð þegar ég kom með hana í heimsókn, andlit hennar geisl- aði af gleði þegar hún sá hana. Bryn- hildi þótti líka langamma mjög skemmtileg og gat endalaust hlegið þegar hún lét tennurnar í sér glamra eins og hún hafði gert við öll smá- börn í fjölskyldunni. Ég er svo glöð og ánægð að hún hafi fengið að hitta Brynhildi og hann Baldur minn, en nú er amma búin að hitta afa aftur og ég veit að þau munu vaka yfir okkur og veita okkur styrk í lífinu. Minn- ingin um ömmu Öllu mun lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Hildur, Baldur, Brynhildur og Daníel. Að morgni 30. apríl lést Alla amma 85 ára að aldri. Það væri hægt að eyða mörgum orðum um þessa ynd- islegu konu sem skilað hefur sínu og rúmlega það. Ég var svo heppinn að fá að alast upp mikið hjá henni í bernskunni á Þórólfsgötunni og róló- vellinum þar sem hún vann í seinni tíð. Þau eru ekki fá börnin sem hún hefur umgengist í gegnum það starf og oftar en ekki gekk hún undir nafninu Alla amma hjá þessum börn- um. Átti maður það til að gorta sig af því við hina krakkana að geta sagt að hún væri amma mín en ekki þeirra. Enn þann dag í dag er ég að hitta fólk sem í dag er komið yfir fertugt sem spyr um Öllu ömmu sem segir manni það hvað hún átti mikið í þess- um krökkum. Eftir hvern dag var labbað í Vesturbæinn og húsverkin tóku við því það gat verið mann- margt á heimilinu, ekki bara hennar tveir yngstu sem eftir voru heima því oftar en ekki voru bræður mínir og frændur mættir líka, 6-8 fjörugir strákar, þá gat orðið ansi líflegt á bænum. Var hún nú ekki að skipta sér mik- ið af því nema þegar boltinn fór af stað í garðinum sem henni þótti óendanlega vænt um og var hennar griðastaður á sumrin. Oftar en ekki lögðum við það á okkur að labba bæ- inn enda á milli til að fá eitthvað í gogginn hjá henni, þar gat maður gengið að einhverju vísu í bakarofn- inum þar sem hún geymdi alltaf það góða, kökur, kleinur og fleira. Þegar árin liðu og við frændur fór- um að vinna hjá afa í bæjarútgerð- inni þá fannst henni það sjálfsagður hlutur að við kæmum með afa heim í hádegismat þó svo að hún væri að vinna fullan vinnudag, því svangur maður er ekki góður starfskraftur sagði hún við mig þegar ég spurði hana af hverju hún vildi að ég kæmi til hennar. Ég held að ekki sé til það lýsing- arorð um það hvað væntumþykjan til fjölskyldunnar var mikil, sem sýnir hvað systkinin og þeirra fjölskyldur eru samrýndar að um er talað. Nú síðast af starfsfólki Jósefsspítala. Fyrsta spurning var alltaf, hvað er að frétta af fjölskyldunni. Tók hún oft nærri sér ef einhver veikindi voru og veit ég fyrir víst að ef eitthvað al- varlegt var að þá var lítið um svefn hjá henni. Tók hún af mér loforð fyr- ir rúmum 30 árum er ég var settur í pössun til Öllu ömmu þar sem mamma fór til Svíþjóðar að sjá um heimilið fyrir systur sína sem glímdi þá við veikindi, og sagði mér að hún væri frekar þreytt þessa dagana sem var ólíkt henni. Í mínu sakleysi spurði ég af hverju sefurðu þá ekki meira? Stóð ekki á svari, ég er að hjálpa Jónu sagði hún. Svo fylgdi á eftir, ég er að biðja fyrir henni. Þú segir engum kom svo. Þetta er að- eins brot af því sem hægt væri að segja, restina ætla ég að eiga með sjálfum mér. Elsku Alla amma, nú ert þú komin á þinn griðastað við hlið afa og þínu stutta stríði er lokið. Söknuðurinn er og verður alltaf til staðar, en minn- ingin um yndislega ömmu fylgir mér alla tíð. Takk fyrir að leyfa mér að vera svona stór hluti af þínu lífi. Þinn vinur og dóttursonur, Jónas. Árið er 1972. Eða þar um bil. Það er síðdegi. Ég sit í stiganum á Þór- ólfsgötu 5. Ásamt bróður og frænd- um. Horfi spenntur út um stóran gluggann. Er að fylgjast með lítilli og kvikri konu sem gengur niður Hellisgötuna. Innkaupapokar í hvorri hendi. En gangurinn samt röskur. Og ákveðinn. Og andlitið glaðlegt. Þetta er amma mín. Elsku amma. Svona eru mínar sterkustu minningar um þig frá barnæsku. Komandi heim að loknum vinnudegi með kvöldmatinn í pokun- um og franskbrauð handa okkur pjökkunum sem biðum spenntir og glorhungraðir eftir þér. Spenntir því þú áttir það til að lauma súkku- laðiköllum handa okkur í pokana. Þá var sælgæti ekki daglegt brauð. Og svangir eftir langa útiveru dagsins. Svo smurðir þú ofan í okkur heilu franskbrauðin áður en þú fórst að undirbúa kvöldmatinn. Og þá var eftir að þvo og þrífa. Það var svo sannarlega langur hjá þér vinnudag- urinn en aldrei man ég eftir þér kvarta undan því. Þú varst náttúr- lega bara hörkukona þótt maður hafi ekki áttað sig á því á þessum árum. Ég man líka eftir endalausum leik okkar með suðusúkkulaðið sem þú faldir alltaf fyrir mér á ólíklegustu stöðum og þóttist svo verða reið þeg- ar ég fann það og fékk mér mola. Ég man eftir kjötbollunum þínum sem ég vildi hafa í öll mál og ekki síst pönnukökunum. Þær bestu í heimi, beint af pönnunni með sykri á. Og manstu þegar ég reyndi alltaf að plata þig í dyrasímann á Hjalla- brautinni? Þú fattaðir það nú yfir- leitt og kallaðir mig góðlátlega bjána og bauðst svo upp á kók og súkku- laðirúsínur. En, elsku amma mín. Auðvitað man ég samt fyrst og síðast eftir þér sjálfri. Lítilli en með stórt hjarta. Grannri en samt svo sterkri. Og dug- legri, óskaplega duglegri. Og barn- góð varstu með afbrigðum, um það getur fjöldi fólks vitnað sem var á róló með þér sem krakkar í gamla daga og við barna- og barnabörn nutum alltaf góðs af. Þú varst svo sannarlega góð amma. En nú er komið að leiðarlokum. Það er erfitt að sætta sig við það því mér finnst svo stutt síðan þú varst við hestaheilsu og ég hélt þú ættir nóg eftir þótt árin væru orðin mörg. En ég veit þú varst sátt við þessi endalok enda búin að eiga góða ævi og koma upp stórri fjölskyldu sem þú varst alltaf svo stolt af. Elsku amma, takk fyrir allt og allt, ég á eftir að sakna þín mikið. Guðjón. Nú er Alla langamma komin til langafa. Okkur langar að þakka fyrir þennan tíma sem við áttum saman. Við vitum að þér líður betur núna. Þú sagðir alltaf, þið eruð nú meiri draumadrengirnir. Kveðja, þínir draumadrengir Halldór Ingi og Kristófer Máni. Aðalheiður Frímannsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín langömmubörn, Stefán Ægir og Helga Kristín. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.