Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 21 UMRÆÐAN Flugöryggisfundur Fimmtudaginn. 15. maí 2008 Hótel Loftleiðum kl. 20:00 DAGSKRÁ Fundarstjóri: Matthías Sveinbjörnsson 20:05 – 20:10 Opnun 20:10 – 21:00 Alvarleg flugatvik árið 2007 - Rannsóknarnefnd flugslysa (Þorkell Ágústsson / Bragi Baldursson) 21:00 – 21:15 Kaffihlé 21:15 – 21:40 Viðhald einkaflugvéla - breytingar (Sigurjón Sigurjónsson) 21:40 – 22:05 Mannlegi þátturinn og einkaflug (Hlín Hólm) 22:05 Stutt kvikmynd Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðar. Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar Íslands Allt áhugafólk um flugmál velkomið. Flugvélaeigendur og einkaflugmenn eru hvattir til að mæta. Flugmálafélag Íslands Flugmálastjórn Íslands Flugstoðir Rannsóknarnefnd flugslysa www.flugmal.is EKKI þarf oft að fara um göngu- stíga Reykjavíkur eða annarra sveit- arfélaga til að komast að því að þar ríkja fremur tilviljanakenndar um- ferðarreglur. Erfitt er að framfylgja hefðbundnum umferðarreglum. Þar eru margs konar veg- farendur sem fara um á mjög mismunandi hraða: Hundar, lausir og í bandi, göngufólk, hlauparar, skokkarar, börn, eldri borgarar, fólk með barnavagna, á línuskautum og á reið- hjólum. Í fyrstu mætti halda að það sé hið besta mál að fá sem mesta nýtingu göngu- stíga (og gangstétta). En göngustígar hafa ekki verið hannaðir með hjólreiðar í huga. Því miður hef- ur það verið opinber stefna að hvetja hjólreiðafólk til að hjóla á göngustíg- um. Því er nú svo komið að flestir halda að hjólreiðamenn eigi að hjóla á göngustígum og gangstéttum. Það þarf því oft að minna fólk á að hjól- reiðamenn eiga samkvæmt umferð- arlögum að hjóla á akbrautum. Þar eru þeir sýnilegir, þar eru sam- göngur greiðar og þar gilda skýrar umferðarreglur. Hjólreiðamenn eru aðeins gestir á gangstéttum og mega t.d. ekki hjóla yfir gangbraut. Stjórn- völd hafa lagt mikla alúð við að bæta aðstöðu þeirra sem kjósa að fara ferða sinna á einkabílum. Nú er hins vegar öllum orðið ljóst að það hefur bitnað á öllum öðrum samgöngu- háttum. Fyrir u.þ.b. 15 árum fór Reykja- víkurborg að merkja einstaka göngu- stíga með hjólareinum (svonefndir 1+2-stígar). Þessi ákvörðun var ekki vel ígrunduð því að með þessum framkvæmdum urðu allar umferð- arreglur gangandi og hjólandi veg- farenda einungis ruglingslegri en áð- ur. Reynslan hefur sýnt að þessir 1+2-stígar hafa ekki bætt öryggi vegfarenda, því að í stað þess að þar ríki einföld hægriregla gilda þar nú allt að 6 mismunandi umferð- arreglur, eins og hér á eftir verður lýst. Þetta var ódýr en alröng tilraun til að koma til móts við óskir hjól- reiðafólks sem bað um hjólreiða- brautir aðskildar frá göngustígum. Óljósar umferðarreglur = minnk- að umferðaröryggi Dæmi um mismunandi umferð- arreglur á göngustígum borg- arinnar: # Þegar hjólarein er ekki afmörkuð á göngustíg ríkir hefðbundin hægriregla og var- úðarregla (eins og á akvegum). # Hjólareinar eru svo mjóar, að hjólreiða- menn geta ekki mæst á þeim. Ef hjól- areinin er vinstra megin í ferðastefnu á að hjóla fram úr öðr- um hjólreiðamanni honum á hægri hönd en gangandi vegfar- anda er mætt vinstra megin. Ef hjólreiða- maður mætir eða hjólar fram úr öðrum hjólreiða- manni þarf hann vegna þrengsla á hjólastígnum að víkja til hægri út á göngustíginn. Þetta veldur óvissri réttarstöðu hjólreiðamannsins ef slys verða. # Þegar hjólareinin er hægra megin í ferðastefnu á hjólreiðamaður að halda sig sem lengst til hægri á stígnum. Hann þarf hins vegar að víkja til vinstri og væntanlega út á göngustíginn þegar hann þarf að hjóla fram úr öðrum hjólreiða- manni. # Á sama stígnum getur hjólareinin stundum verið hægra megin og annars staðar vinstra megin. Þar á milli er engin hjólarein eins og sjá má á Fossvogsstígnum. Ástandið getur því verið mjög ruglingslegt og valdið öryggisleysi, einkum á meðan ekki hafa verið gefnar út neinar sérstakar umferðarreglur á stígum sem þannig er ástatt um. # Á öðrum stígum getur hjólareinin birst og horfið eins og oft hefur gerst meðfram Sæbrautinni. Hjól- reiðamenn þurfa því ýmist að fara fram úr gangandi eða hjólandi um- ferð vinstra eða hægra megin, allt eftir því hvort línan er til staðar eða ekki. Þá er heldur ekki sama hvort gangandi eða hjólandi um- ferð er mætt, eins og áður segir. # Þegar snjór liggur yfir stígum og merkingar eru huldar, ríkja óljós- ar umferðarreglur, enda ekki venj- an að þar ríki staðfestar umferð- arreglur. Þeir sem muna hvorum megin hjólareinin er gætu verið á „röngum“ stað í huga þess hjól- reiðamanns eða göngumanns, sem þeir mæta og ætla að fylga hægri reglunni. # Það orkar mjög tvímælis að merkja aðskilnaðarlínu með óbrot- inni línu því að ljóst er, að tveir hjólreiðamenn geta ekki mæst eða verið samhliða á því þrönga svæði sem þeim er úthlutað. Það er lög- brot að fara yfir óbrotna linu. # Ef slys verður, er skaðabótaskylda afar óljós og hætta á að hún verði dæmd eftir mismunandi sjón- armiðum þeirra, sem um málið fjalla. Tryggingafélög dæma alltaf fyrst – væntanlega oftar en ekki – sér í hag # Þau sveitarfélög sem merkt hafa stíga með 1+2-línu hafa aldrei gef- ið út sérstakar umferðarreglur sem gilda á þessum stígum. Þau hafa hvorki haft umferðarör- yggi í huga né heldur haft samráð við hagsmunaðaila. Allt þetta reglnarugl getur ekki talist sérlega uppbyggjandi og ekki að furða þótt ruglið haldi áfram þeg- ar fólk fer svo að aka bílum á vegum landsins. Í vetur sem leið féllst Reykjavík- urborg á beiðni Landssamtaka hjól- reiðamanna að fjarlæga þessar línur sem afmarka hjólareinar á göngu- stígum. Verður það vonandi gert fyr- ir 40 ára afmæli „H-dagsins“ 26. maí n.k. Í framhaldi af því mun borgin svo vonandi kynna í allt sumar hefð- bundna hægrireglu á göngustígum um leið og hún hefst handa við lagn- ingu nothæfra hjólreiðabrauta með- fram stofnbrautum borgarinnar. Reglnarugl á göngustígum Magnús Bergsson skrifar um aðgengi hjólafólks á götum borgarinnar » Allt þetta reglnarugl getur ekki talist uppbyggjandi og ekki að furða þótt ruglið haldi áfram þegar fólk fer svo að aka bílum á vegum landsins. Magnús Bergsson Höfundur er stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna. BYGGINGARLIST hefur stund- um orð á sér fyrir að vera hægfara og íhaldssöm grein, sem býður sjaldnast upp á djarfar og ferskar lausnir eða nýjungar. Af og til koma þó fram arkitektar sem ögra viðteknum hug- myndum um það hvernig byggingar eiga að líta út og hvernig ný byggða- mynstur geta ýtt undir annars konar notkun og atferli en við eigum að venjast. Danski arkitektinn Bjarke Ingels spratt á litríkan hátt fram á svið byggingarlist- arinnar árið 2001 þegar hann stofn- aði arkitektastofuna PLOT með belgískum félaga sínum Julien de Smedt, en þeir kynntust þegar þeir voru báðir við störf við arkitekta- stofu Rem Koolhaas í Hollandi. Fjórum árum og ótal verkefnum og viðurkenningum síðar stofnaði Bjarke sína eigin stofu undir nafn- inu BIG sem endurspeglar húmor, leikgleði og glettna sjálfsímynd ekki síðri en þá sem einkenndi fyrri stof- una. Hann hefur í flimtingum hug- tök og merkingar og segir m.a. að vinna sín beinist ekki að litlu smáat- riðunum heldur að STÓRU heild- armyndinni eða „the BIG picture“ og er óragur við að ögra viðtekinni hugmyndafræði 20. aldarinnar um fagurfræði sem lýtur að því að nota- gildi stýri útliti húsa. Sjálfur setur hann spurningarmerki við flesta hluti og notar eit- urskarpa greining- arhæfileika sína til að leysa verkefni út frá því sem honum finnst vera kjarni þeirra. Honum hafa m.a. hlotnast hin virtu verð- laun Gullna ljónsins á Feneyjatvíæringnum árið 2004 fyrir afar frumlega hugmynd að tónlistarhúsi í Stav- anger og tilnefningu til Mies van der Rohe verðlaunanna árið 2005 fyrir „Maritime Youth House“, tví- skipt húsnæði fyrir siglingaklúbb og frístundir ungs fólks við höfnina, þar sem kostnaðarsamur liður við að losna við mengun á lóðinni var leystur á snjallan hátt. Fjölbýlis- húsin „VM“ í Kaupmannahöfn hafa einnig fengið mikla umfjöllun og hlotið verðlaun fyrir algerlega nýja hugsun í hönnun íbúða, þar sem meira en 80 ólíkar íbúðagerðir er að finna, því eins og Bjarke spyr: af hverju eru allar íbúðir hannaðar eins ef fólk er ólíkt? Bjarke hefur ekki einvörðungu fengist við að hanna og byggja hús, heldur beitir hann frumkvöðlagleði sinni til að skapa margvísleg verk á borð við stuttmyndir um stórhuga og nýja hugsun í hafnarmann- virkjum á alþjóðavísu, og heila borg úr LEGO kubbum sem nú er til sýn- is á safninu Storefront for Archi- tecture and Design í New York. Fyrir stuttu vann hann einnig sam- keppni um gríðarstórt heild- arskipulag Øresundsparken í Kaup- mannahöfn. Í dag flytur spútnikkarkitektinn Bjarke Ingels fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu sem hluti af fyrirlestrasyrpunni Byggingarlist í brennidepli í samvinnu við Bygging- arlistadeild Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 og ég hvet alla sem áhuga hafa á nýjum hugmyndum og ferskri sýn á alke- míu í byggingarlist að mæta og kynnast því hvernig borgir geta litið út ef menn þora. Nýjar hugmyndir og ný byggð Guja Dögg Hauksdóttir segir frá Bjarke Ingels og minnir á fyrirlestur hans í Norræna húsinu » Spútnikkarkitekt í Norræna húsinu: Bjarke Ingels Group – BIG Guja Dögg Hauksdóttir Guja Dögg Hauksdóttir er arkitekt FAÍ og deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur MÓTÞRÓI hefur lengi verið þjóðaríþrótt Íslendinga. Skiptir þá litlu hvert tilefnið er. Menn aka ljóslausir í náttmyrkri og skeyta engu um merkjagjafir annarra vegfarenda. Ég ek ljóslaus þegar mér sýnist, ég er í mót- þróa. Undanfarið hafa stjórnmálamenn lagt stund á íþrótt þessa öðrum fremur. Þeir mæta vart nokkrum af sanngirni sem á sig þykir hallað af op- inberri hálfu. Þeir skeyta lítt um afstöðu þeirra sem mál varða þegar þeir ætla að ná hugmyndum sínum fram. Nýjasta dæmið er þegar til stóð að þvinga eina af starfs- téttum heilbrigð- iskerfisins undir breytta skipan á vinnutíma. Þar voru ráðamenn eins og mannlaus valtari á fullri ferð. Engu tauti við þá komandi. Mót- þróaheilkennið hafði heltekið þá. Á síðustu stundu tókst að forða frá stórvandræðum. Annað mótþróatilfelli plagar starfsemi lög- reglu í landinu. Þar á ráðherra lög- reglumála reyndar í stympingum við alla þjóðina. Þjóðarsamstaða er um að efla öll svið löggæslu og toll- gæslu. Samt fækkar í lögreglunni og hún fjarlægist fólkið og toll- gæsla er í uppnámi. Ráðherrann vill hins vegar varalið. Það sjón- armið er þó ríkjandi innan lögregl- unnar að nauðsynlegt sé að manna liðið inni á vellinum áður en farið er að raða á varamannabekkinn. Alveg er sama hvernig menn nálgast mál- in. Ráðherrann þokast ekki. Hann er í mótþróa. Vörubílstjórar hafa um langt skeið reynt að fá sjálfsagðar breyt- ingar á reglum um hvíldartíma. Þeir biðja um örlítil frávik sem skipta þá að sönnu miklu. Eðlilega una þeir líka illa þeirri tvísköttun sem í því felst að greiða þungaskatt í eldsneytisverði og einnig eftir vegmæli. Þá benda þeir réttilega á að eldsneytisverð hækki nú mun meira en eðlilegt er þar sem 25% virðisaukaskattur veldur mun meiri verðhækkun en ef öll skattlagn- ingin á eldsneyti væri föst krónu- tala, ákveðin í fjár- lögum. Allir þessir þættir eru í hendi Al- þingis og stjórnvalda sem geta breytt þeim að vild. Þau eru hins vegar í mótþróa. Þess vegna er allt í hnút og vörubílstjórar sem örugglega eru ekki of- haldnir komnir í hár saman við undirmann- aða lögreglu sem ekki sinnir þá öðru á með- an. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri nið- urstöðu um síðustu jól að kvótakerfið fæli í sér brot á mannrétt- indum. Ekkert bendir til að þar eigi úr að bæta. Ríkisstjórnin er í móþróa. Sama er að segja um fáránlega löggjöf um eftirlaun manna í æðstu stöðum. Fólkinu í landinu of- býður og heimtar taf- arlausar lagfæringar á ósómanum. Valgerður Bjarnadóttir var sannur sómi Alþingis þegar hún lagði til breytingar þar á. Málið fór í nefnd, en nefndin er í mótþróa og ekkert gerist. Nú þegar blikur eru á lofti í efna- hags- og atvinnumálum eru sáttfýsi, samráð og samstaða þeir eig- inleikar sem allt á ríður. Stífni og kergja ráðamanna eitrar hins vegar samfélagið allt. Jafnvel smávægi- legar breyting til hins betra geta bætt andrúmsloftið og skapað ein- ingu. Þess vegna eiga ráðamenn að hætta mótþróanum en kosta þess í stað kapps um að leysa úr hvers konar ágreiningi og ráða tafarlaust fram úr þeim málum sem allir vita að þeir ráða við og geta leyst. Með því móti fá þeir fólkið með sér og einnig skilning þess og stuðning við úrlausn hinna erfiðari mála. Á valdi mótþróans Ámundi Loftsson skrifar um landlægan mótþróa Íslendinga Ámundi Loftsson Höfundur er verktaki, fyrrum sjó- maður og bóndi. » Allir þessir þættir eru í hendi Alþingis og stjórnvalda sem geta breytt þeim að vild. Þau eru hins vegar í mótþróa. Þess vegna er allt í hnút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.