Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is H ún var bjarta stúlkan í Barnamúsíkskólanum, þar sem ég kynntist henni fyrst; hæglát og prúð og hafði yfir sér engilsáru. Hún hlaut að verða eftirlæti kennara sinna, íhugul, með þetta yfirvegaða og stillta fas. Hún var ekki meðal þeirra sem ólmuðust í von um at- hygli; nei, aldeilis ekki. Samt hafði hún bein í nefinu. Hún var það sem á mínu heimili var kallað munsturbarn, og mér fannst hún flott. Í dag, fjörutíu og þremur árum síðar, er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari enn björt, enn hógvær, enn stillileg, á sama tíma og hún heyr stærstu glímu á ferli sínum hingað til. „Í janúar 2007 fékk ég símhringingu frá Arn- dísi Björk Ásgeirsdóttur, dagskrárgerð- armanni á Rás eitt. Hún skellti þeirri spurn- ingu fram hvort ég vildi ekki hljóðrita fyrir útvarpið verkið Tuttugu tillit til Jesúbarnsins, í tilefni af aldarafmæli tónskáldsins, Oliviers Messiaens. Ég býst við að mín fyrri kynni af Messiaen hafi haft áhrif á að ég var beðin. Á sínum tíma vann ég með Paul Zukofsky og Kammersveit Reykjavíkur og líka með Sinfón- íuhljómsveit æskunnar að flutningi á verkum eftir Messiaen. Ég gerði mér enga grein fyrir umfangi verksins þá, en mér fannst þetta áskorun sem ég varð að taka alvarlega.“ Nóturnar eru skuggalega margar Tuttugu tillit til Jesúbarnsins er eitt stærsta einleiksverk fyrir píanóið, sem samið var á 20. öld. Það er 177 blaðsíður í nótum, og sumar þeirra eru svartar rétt eins og svartasta flugna- ger hefði andast í einu á nótnapappírnum – Messiaen biður píanóleikarann ekki um lítið; nóturnar eru skuggalega margar. Verkið tekur tvo tíma og korter í flutningi, þannig að það krefst í senn andlegs og líkamlegs yf- irburðaatgervis. Sagðirðu strax já? „Nei, en mjög fljótlega,“ segir hún og hlær. „Ég átti ekki einu sinni nóturnar, en fékk þær lánaðar áður en langt um leið. Þegar ég sá þær hefði ég átt að segja nei,“ segir Anna Guðný, og hlær enn betur. Hvers vegna hefðirðu átt að segja nei? „Þegar ég opnaði nótnabókina sá ég hvað þetta var brjálæðislega mikið. Ég var með mjög margt bókað í tónleikum og sá að ég gæti ekki byrjað strax. Á síðasta ári fór mikill tími í Jónas Hallgrímsson, því við vorum að spila Jón- asarlögin hans Atla Heimis í fimm löndum og heimilið var undirlagt eins og ferðaskrifstofa meðan á því stóð. Ég er í starfi hjá Sinfón- íuhljómsveitinni. Svo var ýmislegt annað, tón- leikar sem ég hafði lofað fyrir þremur árum sem ég hvorki vildi né gat sleppt, bæði á Myrk- um músíkdögum og á Listahátíð. Ég sá að ég gæti ekki byrjað að æfa mig fyrr en í júní, og þetta rúma ár sem liðið er frá því hef ég notað hverja stund í Messiaen. Strax í janúar í fyrra fór ég að segja nei við vinnutilboðum, – yfirleitt segi ég alltaf já, því mér finnst gaman að takast á við ný verkefni. En verkefni eins og þetta get- ur maður ekki unnið hálftíma á dag, þótt það sé meira en eitt ár til stefnu, og ég sá það í hendi mér að ég yrði að losa mig úr eins mörgu öðru og ég gæti. Ansi margir klukkutímar Í febrúar á þessu ári fór ég til kennara úti, gagngert til að fá leiðsögn með Messiaen, og í vor fór ég til Hveragerðis um tíma, til að geta æft mig allan daginn í friði og ró. Í kjölfarið ætl- aði ég að spila þætti úr verkinu á tónlistarhátíð- inni í Hveragerði, Björtum sumarnóttum í Hveragerðiskirkju; en hátíðin hrundi reyndar Svona verk verður ekki Morgunblaðið/Kristinn Anna Guðný Guðmundsdóttir er einn þraut- reyndasti og eftirsóttasti píanóleikari okkar auk þess að spila í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Í aldarfjórðung hefur hún verið mjög virk í tónlistarlífinu, spilað með ótal söngv- urum, kórum, í kammertónlist, með Kamm- ersveit Reykjavíkur og með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Á fimmtíu ára afmælisdag sinn, í dag, tekst hún á við eitt stærsta og erfiðasta einleiksverk sem ís- lenskur píanóleikari hefur leikið hér á landi, Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, á tvennum tón- leikum í Langholtskirkju, kl. 11 og 15.15. Þótt ótrúlegt megi virðast eru það jafnframt fyrstu einleikstónleikar hennar. Útslagið „Það var Koss Jesúbarnsins,“ segir Anna Guðný, þagnar, og horfir beint í augun á mér. Jú víst er þetta sá kafli verksins sem maður getur vart ímyndað sér að láti nokkra manneskju ósnortna. „Hvernig er hægt að neita því að spila eitthvað sem er svona himneskt og fal- legt,“ bætir hún íhugul við. Tónleikar Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir eru í Langholtskirkju í dag kl. 11 og kl. 15.15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.