Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þeir Jason Reitman (Juno ogThank You for Smoking) og George Clooney mætast í háloftunum þar sem Reitman leikstýrir silf- urrefnum í Up in the Air. Clooney leikur Bingman nokkurn sem vinnur við það að veita fólki „ráðgjöf við um- skipti á starfsferli“ – eða við það að reka fólk eins og það kallast á manna- máli, en bókin sem myndin er byggð á gerir ein- mitt mikið grín af veigrunarorðum í markaðs- fræðunum, fræð- um sem gefið er í skyn að séu ekki komin svo langt frá miðöldum eða eins og Binghams orðar þetta; „Viðskipti eru munn- mælasögur, fæddar í hellisskúta, frí- múraralegar og bestu ráðgjafarnir eru iðullega töfralæknar sem dreifa galdraryki á vísindin.“ Hann er þó heiftarlega meðvirkur í þessum heimi sjálfur og dreymir um að komast að hjá goðsagnakenndu fjármálafyr- irtæki sem enginn virðist vita neitt um – en fyrst og fremst þráir hann þó að ná því að safna vildarpunktum fyr- ir sem samsvarar milljón flugmílum.    Viðtökur við Superman-myndBryan Singer hér um árið voru ansi volgar, þannig að hingað til hef- ur allt verið óvíst um framhald. En nú hefur myndasöguhöfundurinn Mark Millar greint frá því að hann hafi verið spurður af góðvini sínum í leik- stjórastétt hvort hann væri tilbú- inn til þess að skrifa handrit af þríleik um Kryptonítan fljúgandi. Millar er þó véfréttarlegur mjög, segir þennan vin sinn koma sterklega til greina sem næsti leikstjóri og um stórt nafn sé að ræða en hvaða leik- stjóra um ræðir veit þó enginn. Mill- ar sjálfur er hins vegar líklega þekkt- astur fyrir annars vegar giska óvenjulega Superman-sögu, Red Son, þar sem Kal-El lendir í Sov- étríkjunum gömlu og elst þar upp frekar en í Kansas, og hins vegar Wanted, sem nýlega var kvikmyndað af rússneska brjálæðingnum Timur Bekmanbetov. Sú kvikmyndagerð var mjög umdeild hjá aðdáendum myndasagnanna enda mikið breyttar frá myndasögunum en Millar sjálfur var ánægður – og því hlýtur maður að spyrja sig hvort öll vötn renni ekki í Volgu og Bekmanbetov gefi Súpa rússneskan blæ.    Tim Burton og Johnny Depp,Quentin Tarantino og Uma Thurman, Wes Anderson og Owen Wilson, Richard Linklater og Ethan Hawke – sumum var einfaldlega skapað að gera bíómyndir saman og í þennan hóp má tvímælalaust bæta þeim Pedro Almo- dóvar og Pené- lope Cruz sem nú eru að vinna sam- an enn einu sinni í Brostin faðmlög (Los Abrazos ro- tos), rökkurmynd og ástarsögu sem Almodóvar tók upp í Madrid og á Kanaríeyjum, þótt engum sögum fari af því hvort einhverjum öldnum íslenskum sól- dýrkendum bregði fyrir í auka- hlutverkum. Ástæðan fyrir því að Almodóvar kaus að gera rökk- urmynd var þó ekki sú að hann hafi legið í gömlum Bogart-myndum heldur sú að hann mun hafa fengið heiftarlegt mígreni sem eitthvað tengdist skærum litum, þannig að nú er bara að sjá hvort þetta mígreni verði viðvarandi og heimur Almodóv- ars muni dekkjast til frambúðar. KVIKMYNDIR George Clooney Penélope Cruz Mark Millar Eftir Björn Þór Vilhjálmsson Sú kaldlynda, bitra og graða heimssýnsem svífur yfir vötnum í skáldsögunniThe Dying Animal eftir Philip Roth(Hin feiga skepna á íslensku, en bókin kom út í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar árið 2003), er um margt ólík þeim tregafulla og há- stemmda anda sem vill einkenna bókmenntateg- undina sem er kennd við harmljóð, eða elegíur. Hið síðarnefnda er sorgaróður, þar er að nafninu til verið að syrgja fráfall en oft er skáldið líka að velta fyrir sér hugmyndinni um missi og hverf- ulleika, stíllinn er gjarnan upphafinn og einkenn- ist af tregablandinni skynjun. Skáldsaga Roths fjallar um David Kepesh, háskólakennara á sjö- tugsaldri sem hefur ástarsamband við 24 ára gamla stúlku af kúbverskum ættum. Líkt og margar skáldsögur Roths í seinni tíð, en bókin kom út árið 2001, er höfundi hér umhugað um dauðann, hnignun, sjúkdóma, og það æpandi óréttlæti sem ellin er. Bókin fjallar um líkama, unga en þó einkum aldraða, og hvernig samspil líkama getur verið mikill ánægjuvaki. Fyrst og fremst fjallar bókin þó um það hvernig líkaminn gefur sig, hvernig allt fer úrskeiðis í líkamanum, hvernig hann bilar og hvernig hann, í stað þess að vera verkfæri nautnar, verður viðfang og vettvangur ókennilegra hrakfara. Þegar hin feiga skepna hrekkur svo upp af er ólíklegt að til hennar verði ort harmljóð, a.m.k. í söguveröld Philips Roth. Það hefur þó ekki aftr- að spænska leikstjóranum Isabel Coixet frá því að breyta titli bókarinnar, en kvikmynd hennar, Elegy, er aðlögun á áðurnefndri skáldsögu Roths. Myndin skartar Ben Kingsley og Pene- lope Cruz í aðalhlutverkum en handritið skrifar Nicholas Meyer, sá hinn sami og skrifaði hand- ritið að síðustu „stóru“ kvikmyndaaðlögun á skáldverki eftir Roth, The Human Stain. Meyer var lengi vel þekktastur fyrir aðkomu sína að Star Trek myndaflokknum en hefur á síðustu ár- um fengist við bókmenntalegri viðfangsefni, eins og vinna hans við skáldsögur Roths sýnir. Kannski má segja að Hollywood hafi fengið sig fullsadda af persónulegum samskiptum við stórskáld, þeir tímar eru að minnsta kosti liðnir að bókmenntalegir rithöfundar séu þar heima- gangar (líkt og Faulkner og Fitzgerald voru á hér áður fyrr), en áhuginn á bókmenntum er samur við sig, og kvikmyndarétturinn á skáld- verkum er keyptur í óða önn. Þannig hafa all- nokkur bókmenntaverk eftir John Updike, Saul Bellow og Philip Roth ratað á hvíta tjaldið. Ég kýs að fjalla um þessa þrjá höfunda í sömu andrá þar sem mér hefur jafnan fundist þeir eiga ýmislegt sammerkt, utan við að hafa löngum verið álitnir hin heilaga þrenning banda- rískra samtímabókmennta (svipaður reynslu- heimur, og það að ákveðinn strengur liggur á milli Augie March, Herzog, Portnoy og Rabbit). Rögust hefur Hollywood reyndar verið við að reyna sig við Bellow, aðeins ein mynd gerð fyrir hvíta tjaldið hefur verið byggð á skáldsögu eftir hann, Seize the Day frá 1986, en fleiri minn- isvarðar eru um kvikmyndaleg átök við skáld- verk Updikes. Flestir virðast þó sammála um að Rabbit, Run frá 1970 hafi verið misheppnuð, en mynd sú var gerð eftir fyrstu bókinni í röð Updi- kes um Rabbit Angstrom. Tíu árum síðar birtist sjónvarpsmyndin Too Far to Go en hún byggði á nokkrum ólíkum smásögum eftir Updike. Meiri athygli vakti The Witches of Eastwick (1987) þar sem Jack Nicholson lék sannkallaðan skrattakoll en nú munu vera uppi áætlanir um að snúa aftur í þann söguheim með sjónvarpsþáttaröð. Hér trónir reyndar Roth á toppnum, sex skáldsögur hans hafa verið kvikmyndaðar, eða stendur til að kvikmynda (tilkynnt hefur verið um fyrirhugaða aðlögun á American Pastoral). Nóvellan Good- bye, Columbus var filmuð 1969, en bókin sem gerði hann frægan, Portnoy’s Complaint, var flutt á tjaldið árið 1972 og The Ghost Writer var löguð að sjónvarpi árið 1984. Þar áður hafði reyndar smásagan The Contest for Aaron Gold verið kvikmynduð fyrir sjónvarpsþáttaröðina Alfred Hitchcock Presents. Þá kvikmyndaði kóngur ódýrra slormynda smásöguna „Expect the Vandals“ sem Battle of Blood Island. Litlar sögur fara af þeirri mynd en samsláttur þeirra Corman og Roth hlýtur að teljast merkilegur. Og svo myndirnar sem Nicholas Meyer skrifaði. Ekki var við miklu að búast af Elegy því utan við hinn eilítið vafasama titil hafði Meyer tekist að misskilja með öllu boðskap og tilgang The Human Stain, en sú kvikmynd, þótt hana hafi mannað stórleikarar á borð við Anthony Hopkins og Nicole Kidman, var stórslys. Hinni feigu skepnu vegnar þó skár en forveranum, og grun- ar mig að þar hafi handleiðsla Isabel Coixet skipt nokkru máli. Líkt og titillinn gefur til kynna er myndin mildari en skáldsagan, en hún er á köflum lipur og reynir að minnsta kosti að horfast í augu við óvægna innsýn Roths í karl- mannssálina. Hin feiga skepna SJÓNARHORN » Þegar hin feiga skepna hrekkur svo upp af er ólíklegt að til henn- ar verði ort harmljóð, a.m.k. í söguveröld Philips Roth. Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com O rðið vísar til „exploitation“ form- úlumynda áttunda áratugarins sem voru í grundvallaratriðum samansull af ofbeldi og kynlífi sem talið var tryggja ákveðinn og stað- fastan áhorfendahóp. Listræn markmið snerust aðallega um að ganga fram af fólki og selja miða. Þetta eru myndirnar sem rúll- uðu á milli bílabíóa sem hluti af „grindhouse“ menningunni sem kvikmyndanirðir á borð við Quentin Tarantino og Robert Rodriguez hafa verið duglegir við að hampa upp á síðkastið. Myndirnar áttu sér ólíka undirflokka („blaxploitation“ er þar væntanlega sá frægasti) og ferðuðust vítt og breitt á milli heimsálfa. Meirihluti formúlumyndanna er rusl – því verður seint neitað – en inni á milli leyn- ast áhugaverðir molar. Í raun er heildargeirinn alltaf áhugaverður sem slíkur, því í tilraunum til að brjóta upp höft meginstraumsins myndast ákveðið andóf sem getur lyft myndum upp á hærra plan. Uppreisnargirnin gegn yfirvaldi kvikmyndaheims- ins hefur á köflum skapað nokkurs konar „gerðu það sjálfur“ kvikmyndagerð, þar sem peningar eru hvorki markmið né fyrirstaða og allir geta búið til bíó, sama hversu lélegt. Þetta hljómar kannski sjálfsagt á tímum stafrænnar tækni, en var það ekki fyrir þrjátíu árum. Áhorfendur þurfa bara að skola blóðið úr augunum til að sjá sköpunargleðina sem liggur að baki fjölda þessara verka. Í splunkunýrri heimildamynd, Not Quite Holly- wood eftir Mark Hartley, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrir skemmstu, gefst áhorfendum gott tækifæri til að upplifa (eða endur-upplifa) gróskuna og stjórnleysið sem réði ríkjum í áströlskum b-myndum á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar. Myndin er stútfull af brotum úr lykilmyndum tímabilsins og fjölradda viðtölum, ekki aðeins við kvikmyndagerðarfólkið, heldur einnig hamslausa aðdáendur á borð við Tar- antino og harðsvíraða gagnrýnendur subbuskap- arins sem einkennir geirann. Það er í raun að mjög miklu leyti Tarantino að þakka að ástralskar b- myndir eru komnar aftur upp á pallborðið, en hann segist hafa hámað allt ástralskt í sig á sínum tíma. Hann hefur meira að segja eignað sér allan heiður af orðinu „Ozploitation“ og það er fyndið að lesa viðbrögð ástralskra áhorfenda sem gera sér fylli- lega grein fyrir því hversu undarlegt það er að út- lendingur geti verið jafnmikill sérfræðingur og raun ber vitni um myndir sem hefur markvisst verið gleymt í heimalandinu. „Áður en þessi heim- ildamynd kom út höfðu fæst okkar hugsað um tímabilið sem sérstakan flokk, heldur bara tilvilj- anakennt samansafn af litríkum hneyksl- unarmyndum,“ segir John Brady hjá kvikmynda- safni Ástralíu (NFSA), „en þegar Tarantino flaggar orði á borð við „Ozploitation“ þá virðist þetta formlega vera orðið „geiri“.“ Á nýafstaðinni kvikmyndahátíðinni í Melbourne var rykið dustað af gömlum filmum og nokkur út- valin verk tímabilsins sett saman í prógramm til að fagna heimildamynd Hartleys. Þar ber helst að nefna náttúruhryllingsmyndirnar Long Weekend (1978), sem ég hef áður fjallað um í pistli og er talin ein sú allra besta af hryllingsmyndum tímabilsins, og Razorback (1984), listilega vel tekna skrímsla- mynd um risavilligölt sem herjar á mannfólk í ástr- ölsku óbyggðunum. Landslag og víðátta hefur löngum verið fasti í áströlskum b-myndum, sem endurspeglast sérstaklega í fjölmörgum vega- myndum tímabilsins (s.s. Mad Max (1979) og Stone (1974)) og einn vegaklassíker í Melbourne– prógramminu var Roadgames (1981) eftir Richard Franklin, með Stacy Keach og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkum. Þar segir frá trukkara að ferja kjöt bæja á milli sem flækist inn í morðingjasögu undir sterkum Hitchcock-áhrifum (leikstjórinn ku hafa verið lærisveinn meistarans og leikstýrði síð- ar hinni ágætu Psycho II (1983)). Að lokum kemst ég ekki hjá því að nefna uppáhaldið hans Tarant- ino, myndir leikstjórans Brian Trenchard-Smith, Turkey Shoot (1982) og sérstaklega Dead End Drive-In (1986). Þessi alræmda tvenna er stútfull af kynlífi og ofbeldi, og gjarnan blöndu af hvoru tveggja. Myndirnar voru harðlega gagnrýndar á sínum tíma, en það er spurning hvernig þær stand- ast samanburð við ofbeldisklám samtímans á borð við Saw eða Hostel-seríurnar. Því miður eru þessar myndir ekki á hverju strái, en ef heimildamyndinni gengur vel utan landstein- anna má vel vera að þær fari að skjóta upp koll- inum á kvikmyndahátíðum eða sérhæfðum víd- eóleigum. Í millitíðinni bendi ég áhugasömum á vefsíðu MIFF (www.melbournefilmfesti- val.com.au), vefritið Senses of Cinema (www.sensesofcinema.com) eða einfalda „Ozploita- tion“ vefleit. Ástralskir uppvakningar líta dagsins ljós Af og til gerist það að einhver skoðar kvik- myndasöguna og uppgötvar tengingar á milli mynda sem tilheyra gjarnan svipuðu landsvæði eða afmörkuðu tímabili. Með réttum augum er hægt að sjá út undirgeira eða stefnur sem ekki hefur verið hægt að bera kennsl á nema úr fjar- lægð. Áströlsk kvikmyndasaga var að upplifa þetta nú í sumar þegar samsafn b-mynda, sem menningarvitar hafa reynt að gleyma í ald- arfjórðung og rúmlega það, fékk uppreisn æru í nýrri heimildamynd. Og gott betur, því þær hafa fengið sinn eigin undirflokk – „Ozploitation“. Náttúrutryllirinn Long Weekend (1978) er eitt lykilverka áströlsku b–mynda senunnar. Þar segir frá ungum hjónum sem lenda illa upp á kant við náttúruna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.