Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 13
á ólíkar hliðar í þessum bransa. En New York er erfið borg ef maður hefur lítið á milli hand- anna og kaupið sem ég fékk sem aðstoð- armaður var ekki hátt. Ég gat því ekki leyft mér annan munað en þann að fara í bíó og ganga um göturnar og mynda. Eftir tæpt ár var ég búinn að fá nóg og ákvað að koma heim.“ Bragi hefur tekið ljósmyndir fyrir íslensk tíma- rit í hátt í tuttugu ár. Síðustu tíu árin hefur hann myndað einna mest fyrir Hús og híbýli en einnig fyrir Mannlíf, Vikuna og fleiri íslensk tímarit. Auk þess tekur hann reglulega að sér verkefni fyrir erlend tímarit og hefur m.a. ný- verið tekið myndir fyrir Wallpaper um Reykja- vík. Reykjavíkurmyndir Síðastliðinn tuttugu ár hefur Bragi myndað ólíkar hliðar borgarinnar. Hluti af þeim mynd- um birtist í Reykjavíkurbók sem bókaforlagið Skrudda gaf út í vor. Illugi Jökulsson skrifar texta í bókina sem að hluta til er unninn út frá myndum Braga. Þannig spila texti og myndir saman og draga upp ákveðna sýn á borgina. „Í bókinni dreg ég upp ólíkar hliðar á Reykjavík, sýni bæði úthverfi og miðbæinn, byggingarlist og mannlíf,“ segir Bragi um leið og hann sýnir mér próförk að bókinni. Ljósmyndirnar eru teknar í borg sem er bæði ægifögur og ein- staklega fráhrindandi. „Með bókinni vil ég sýna hversu Reykjavík á sér margar hliðar, bæði nei- kvæðar og rómantískar. Mér fannst mjög mik- ilvægt að mynda úthverfin vel og nágranna- byggðarlögin ekki síður en miðborgina því að þau eru stór hluti af borginni og lífi íbúanna.“ Í bókinni má bæði sjá karakterlitlar blokk- arbyggingar í Fellahverfinu, börn að leik við bílastæði í úthverfi borgarinnar og glaðlega fjölskyldu í gróðursælu umhverfi í útjaðri Reykjavíkur. Bæði sjónarhornið og birtan leika stórt hlutverk í myndunum. „Birtan finnst mér vera mjög mikilvæg og mér þykir gaman að mynda í spennandi ljósi. Ljósmyndirnar í Reykjavíkurbókinni eru þó ekki allar teknar í sól og fallegu veðri. Á þeim má bæði sjá bókina á blautum rigningardegi, snjóbyl og fallegum sumardegi.“ Bragi segist þó ekki líta á verk sín sem heimildaljósmyndun. „Þetta er fyrst og fremst mín sýn á borgina og hugsanlega deili ég þeirri sýn með öðrum en bókin er ekki tæmandi úttekt á borginni. Bókinni er skipt upp í kafla eftir hverfum en auk þess er í henni kafli sem sýnir sögulega hlið á borginni og annar sem fjallar sérstaklega um byggingarlist.“ Í starfi sínu fyrir Hús og híbýli hefur Bragi myndað mikið af byggingum í borginni, bæði að innan og utan, og hefur auk þess tekið fjölda mynda fyrir arkitektastofur. Ljósmyndirnar birta okk- ur fögur form bygginga, útlínur sem koma sam- an og kallast á. Með ljósmyndum má skoða form bygginga í nýju ljósi og Bragi notar myndavélina til að draga fram sjónarhorn sem augað greinir ekki ætíð í flæði tímans. Stafræn tækni ýtir undir sköpunarkraftinn Bragi vinnur jöfnum höndum með stafrænar ljósmyndir og filmur. Þegar hann tekur á filmu vinnur hann þó nær eingöngu með breiðformat. „Ég nota þetta format þegar ég vil fanga um- hverfi á þann hátt að það líkist því sem augað sér. Með breiðformati eins og ég nota það breytist fjarvídd ekki á sama hátt og þegar unnið er með stafræna ljósmyndun.“ Flestar myndir sínar tekur Bragi þó á staf- ræna vél og ítrekar að stafrænu tækninni fylgi aukið frelsi. „Stafræn tækni hefur í raun gefið ljósmyndinni nýtt líf,“ segir hann og bætir við: „Stafræn tækni hefur breytt minni ljósmyndun mjög mikið og allar breytingar skapa forsendur fyrir nýtt líf.“ Bragi segist taka mun meira af myndum eftir að stafræna tæknin kom til sög- unnar og er óhræddari að prófa sig áfram með ný sjónarhorn. „Í stað þess að hætta þegar maður telur sig vera kominn með nægilega góða mynd þá heldur maður áfram að mynda og prófa eitthvað nýtt, annað sjónarhorn eða aðra lýsingu. Stafræna tæknin gerir það einnig að verkum að ljósmyndarinn er mun hreyf- anlegri. Áður þurfti maður að staðsetja sig ná- kvæmlega eftir lýsingunni og var kannski ragur við að breyta um sjónarhorn eftir að hafa tekið mikinn tíma í að stilla upp ljósum og þvíumlíku. Þetta breyttist allt með stafrænu tækninni. Núna er ég óhræddur við að breyta lýsingu því að ég sé strax á myndavélarskjánum hvort það virkar eða ekki auk þess sem það er lítið mál að breyta lýsingunni að vissu marki í tölvu eftir á eða leggja saman tvær eða fleiri myndir og ná þannig fram fjölbreyttari lýsingartónum. Að þessu leyti má segja að stafræna tæknin hafi rsendur fyrir nýtt líf lkjaslæfjk læfjk slækjf læskjf læk »Ég hef alveg jafngaman af því að mynda og ég hafði fyrir tuttugu árum og ef eitt- hvað er þá hef ég bara æ meira gaman af því með hverju árinu. gefið ljósmyndurum meira frelsi og gert þeim kleift að vera meira skapandi í sinni vinnu.“ Bragi nefnir sem dæmi að stafræn tækni hafi gert honum kleift að vinna með portrettmyndir á nýjan hátt. Hann sýnir mér meðal annars ljósmynd af Mugison þar sem áhersla er á að draga fram karakter tónlistarmannsins með því að skapa stemningu sem fæst með því að breyta litatónum og skerpa ljós og skugga. „Mér finnst mjög gaman að vinna portrettmyndir en geri það þó mest í tengslum við vinnu mína fyrir tímaritin. Portrettið er síbreytilegt og alltaf hægt að þróa það áfram en útkoman fer mjög mikið eftir því hvernig sambandi maður nær við persónuna sem verið er að mynda.“ Bragi hefur verið einn af afkastamestu og áhrifamestu ljósmyndurum á Íslandi á síðustu tuttugu árum. Ljósmyndir hans af persónum, landslagi og byggingum hafa birst í fjölda tíma- rita og í óvæntu samhengi í opinberu rými borgarinnar, til dæmis í verslunum og á al- menningsstöðum ekki síður en á listasöfnum og þannig haft áhrif á sýn fjölda fólks á borgina og mannlífið. Í ljósmyndum Braga sameinast yf- irburða tæknikunnátta og næm sýn á umhverf- ið. Ljósmyndun er hans ástríða. „Ég hef mjög sterka þörf fyrir að mynda. Ljósmyndun er fyr- ir mér sprottin af djúpri þörf fyrir að tjá mig um það sem ég upplifi og sé í umhverfi mínu. Ég hef alveg jafngaman af því að mynda og ég hafði fyrir tuttugu árum og ef eitthvað er þá hef ég bara æ meira gaman af því með hverju árinu. Eftir allan þennan tíma er ég orðinn öruggari með myndavélina og nýt þess að prófa mig áfram. Það er sífellt hægt að þróa ljós- myndina áfram, prófa sig áfram og skapa eitt- hvað nýtt.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.