Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 9
þriðja og fjórða áratugnum birtust á skerm- inum. Á meðan sagði djúp rödd sálfræðings á bak við að leiðtogar fortíðarinnar skildu inntak leyndarmálsins, og svo alþýðan gæti notið góðs af því héldu þeir leyndarmálinu út af fyrir sig. Það er eitthvað undarlegt við það að fólkið sem stjórnaði heiminum þekkti lögmál leynd- armálsins ólíkt alþýðunni, undarlegt að leynd- armálið hélst varðveitt í lokuðum hringjum fárra útvaldra yfir aldirnar, undarlegt að þótt höfundur Leyndarmálsins Rhonda Byrne hafi lekið því út í textaformi stjórnar enn eitt pró- sent mannkyns níutíu og sex prósentum af auð- æfum heimsins, undarlegt hvað hugmyndafræði leyndarmálsins, kynnt af sölufulltrúum þess, er lík hugmyndafræði galdranna, undarlegt hvað framsetning leyndarmálsins í DVD-myndband- inu er múgsefjandi, hvíslið í upphafinu, sem minnir á særingar, og er svo reglulega end- urtekið, undarlegt þegar vitnað er í gamla leið- toga, gullkorn þeirra sett í samhengi við leynd- armálið og hvísluð með þessari hvíslandi rödd, undarlegt hvað leyndarmálið er sérlega vel til þess fallið að þjóna mikilvægum dauðasyndum mannsins, græðgi og losta, undarlegt hversu mikil áhersla er lögð á að hinir óttaslegnu kalli yfir sig meiri ótta, geti jafnvel kramist, og þeir stóru og ríku, fólkið sem skilur inntak leynd- armálsins, stækkar einfaldlega auð sinn, verður stærra og sterkara. Vissulega er til fólk sem notar leyndarmálið til að óska öllum jarðarbúum hamingju og frið- ar. Óhugnaðurinn tengist fyrst og síðast múg- æsingunni í kringum leyndarmálið, ekki leynd- armálinu sjálfu; ég sé satanisma alls staðar þar sem múgæsing grípur um sig. Andstætt því sem ég hafði búist við kolféll ég fyrir leyndarmálinu. Dollaramerkið í augum mínum speglaðist í skjá sjónvarpsins. Ég hafði enga vírusvörn gegn múgæsingunni. Ég var símalaus og fannst tilvalið að láta reyna á leynd- armálið; hugsaði stöðugt um síma, hugsaði um allar gerðir, afmarkaði svo leitina við hvítan 3G- síma af gerðinni Nokia, hlustaði á ímyndaðar raddir í ímynduðu talhólfinu, sendi ímynduð sms, átti ímynduð samtöl við vini mína í gegnum ímyndað símtól. Aðeins þremur dögum síðar fór ég á kaffihús í miðbænum, og endaði óvænt inni á snyrtingunni, því ég átti ekkert erindi þangað inn. Þar sá ég að einhver hafði gleymt hvítum síma við vaskinn. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var hvítur 3G Nokia. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég skilað símanum fram í afgreiðsluna, en tilviljunin var einum of einstök, í alltof skemmtilega dulspekilegu samhengi við óskir mínar. Auk þess var ég utan hættumarka, laus við öryggismyndavélar og vitni – ekkert vesen. Ég setti símann á silent, stakk honum í vasann, var enga stund að réttlæta þjófnaðinn á leiðinni út af kaffihúsinu. Höfundur er rithöfundur. armálsins, skrifaði meðal annars 100.000 $ á dollaraseðil og límdi á vegg í svefnherbergi sínu, svo upphæðin yrði það fyrsta sem hann myndi hugsa um þegar hann risi á fætur. Ekk- ert gerðist í heilan mánuð. En einn góðan veð- urdag fer hann í sturtu, þar segist hann hafa fengið hugljómun; það rifjaðist upp fyrir honum að hann hafði skrifað bók. Við þá uppgötvun skildi hann jafnframt að ef hann myndi selja fjögur hundruð þúsund eintök af henni yrðu heildartekjurnar af sölunni rúmir hundrað þús- und dollarar. Eins og þetta er kynnt í myndbandinu kemur aldrei fram að hann hafi haft brennandi löngun til að skrifa bókina, að hann hafi haft köllun, ekki einu sinni minnst á það hvort bókin hafi átt erindi við heiminn, eða minnst á titilinn, allt það er aukaatriði miðað við atlögu hans að peninga- fjárhæðinni, eins og bókin sé hjálpartæki til að komast yfir auð, eða öllu heldur mælikvarði á það hvort leyndarmálið virki. Ég sá alltaf betur hvað múgæsingin í kring- um þetta fyrirbæri grundvallaðist á elítisma, sama áherslan á hið líkamlega, jafnmikið lagt upp úr mikilvægi mannsins, að enginn sé ofar honum; hann sé æðsti mælikvarði alheimsins, sinn eigin guð, og geti nánast lagt undir sig heiminn, í tilfelli leyndarmálsins, í krafti skammtafræðinnar. Hrollurinn magnaðist þegar svarthvítar myndir af stórum gömlum verksmiðjum frá »Fyrir viku heimsótti ég afa. Hann hafði varla tíma til að taka á móti mér því hann var of niðursokkinn í Dr. Phil. Á stofuborðinu blasti svo við DVD-diskurinn af Leyndarmál- inu. Það var þrengt að mér frá öllum áttum, Dr. Phil og Leyndarmálið, afi í hnotskurn. Það var sannkallaður út- sprengileiki tómleikans að sjá Dr. Phil ráða fram úr vanda- málum fólks. Áhorfendurnir voru þrælslega ákafir að geðj- ast honum, klöppuðu og fögn- uðu eftir að sjónvarpsstjórinn hafði komið með snjallar lausn- ir, hlógu samkvæmt skipun. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.