Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 12
Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sigruns@lhi.is Y firgefin hús. Eldavél sem ekki er lengur í notkun. Tómar barhillur. Skot- færageymslur. Tómar þvottavélar í löngum röð- um. Óopnaður glugga- póstur. Líkgeymsla. Bíl- skúr flotaforingja. Gul vatnsrennibraut. Barnslegar teikningar mál- aðar beint á vegg í yfirgefinni sjúkrastofu. Tómar innstungur. Draugabær. Á köldum desemberdegi þegar myrkrið grúfði sig yfir Ísland gekk Bragi Þór Jósefsson milli húsa í yfirgefinni herstöð uppi á Mið- nesheiði. Herinn var þá nýfarin. Keilir ekki enn orðin til. Ljósmyndarinn, sem var þarna kom- inn til að vinna lítið verkefni fyrir tímaritið Hús og híbýli, hreifst af því sem fyrir augu bar, stemningunni og umhverfinu. „Allt í einu laukst upp fyrir mér hversu einstakt og merkilegt þetta var. Herinn var farinn og ekki búið að taka ákvörðun um hvað ætti að gera við öll þau hús, tæki og tól, sem hann skildi eftir. Allt var enn óhreyft. Ég fann það því strax að ég yrði að gera eitthvað meira úr þessu verkefni og að það mátti ekki bíða lengi. Það varð að skrásetja þetta með einhverjum hætti áður en allt breytt- ist. Auk þess fannst mér þetta mjög áhugavert fagurfræðilega séð.“ Bragi fékk styrk frá Þró- unarfélagi Keflavíkurflugvallar og fleiri aðilum til að vinna áfram með verkefnið og mynda yf- irgefna herstöðina í bak og fyrir. Afraksturinn birtist meðal annars á sýningu íslenskra sam- tímaljósmyndara sem opnuð verður í Þjóð- minjasafni Íslands í maí næstkomandi undir yf- irskriftinni Endurkast. Nýr vettvangur fyrir ljósmyndara Félag íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) stendur að sýningunni í samstarfi við Þjóð- minjasafnið og Listahátíð í Reykjavík, en Bragi er einn af stofnfélögum FÍSL. „Tilgangurinn með stofnun FÍSL var að vekja athygli á starfi íslenskra ljósmyndara og skapa umræðuvett- vang þar sem bæði ljósmyndarar og áhuga- menn um ljósmyndir gætu talað saman og skipst á skoðunum. Einn helsti vettvangurinn til að koma verkum sínum á framfæri er að halda sýningar. Mér hefur hins vegar oft á tíð- um þótt það frekar tilgangslaust og ekki svara kostnaði fyrir ljósmyndara. Staðreyndin er sú að ljósmyndasýningar eru almennt mjög vel sóttar hér á Íslandi og oft betur sóttar en aðrar myndlistarsýningar – en þær eiga sér stutt líf.“ Bragi metur það einnig svo að umræða um ljós- myndasýningar sé ekki mikil hér á landi. „Kannski er ástæðan sú að íslenskir ljósmynd- arar og áhugamenn um ljósmyndir hafa ekki staðið nógu vel saman. FÍSL er hugsað sem eins konar svar við þessu. Við viljum vekja at- hygli á ljósmyndinni sem sjónrænum miðli í víð- um skilningi.“ Meðlimir FÍSL eiga það sameiginlegt að Allar breytingar skapa for Þegar herinn var nýfarinn og Keilir ekki enn orðinn til myndaði Bragi Þór Jósefsson herstöð- ina á Miðnesheiði. Afraksturinn má sjá á sýning- unni Endurkast sem lýkur í Þjóðminjasafninu 14. september. Hér er rætt við Braga Þór um ljósmyndirnar og ljósmyndalistina yfirleitt. Morgunblaðið/Valdís Thor Bragi Þór „Ljósmyndun er fyrir mér sprottin af djúpri þörf fyrir að tjá mig um það sem ég upplifi og sé í umhverfi mínu.“ hafa lokið háskólanámi í ljósmyndun frá listahá- skólum víðs vegar um heim en hafa farið ólíkar leiðir að námi loknu. Ólíkt flestum öðrum í hópnum skilgreinir Bragi sig ekki sem mynd- listarmann. „Ég finn til lítillar samkenndar með íslenskum myndlistarmönnum. Ég lít fyrst og fremst á mig sem ljósmyndara en er ekki að velta mér mikið upp úr því hvað felst í því. Ég hef ríka þörf fyrir að tjá mig með því að taka myndir og vinn samhliða að mörgum ólíkum verkefnum. Mín atvinna er að taka ljósmyndir fyrir tímarit, fyrirtæki og stofnanir og það get- ur verið mjög áhugavert og ögrandi en sam- hliða þeirri vinnu hef ég alltaf unnið að mínum persónulegu verkefnum. Það eru þá verkefni sem ég vinn meira frá hjartanu. Ljósmyndun er það sem ég hugsa um alla daga og það er í gegnum ljósmyndir sem ég tjái mig. Ljós- myndir mínar eru fyrst og fremst heimild um mína persónulegu sýn á heiminn,“ segir Bragi með áherslu og bætir við eftir smáumhugsun: „Auðvitað hefur maður líka þörf fyrir að koma sínum verkum á framfæri, hvort sem það er í tímaritum, bókum eða á sýningum, en það skiptir mig ekki öllu máli í hvaða samhengi það er gert.“ Bragi hefur sýnt á jafnólíkum stöðum og í Perlunni og á Kjarvalsstöðum. Fyrstu einka- sýningu sína hélt hann á Kjarvalsstöðum árið 1990. Þar sýndi hann svarthvítar götu- ljósmyndir frá New York. Myndirnar tók Bragi eftir að hann lauk námi frá Rochester Institute of Technology í Bandaríkjnum árið 1986 og hélt til New York þar sem hann starfaði um tíma. „Ég vann sem aðstoðarmaður í ýmsum ljós- myndastúdíóum í New York og öðlaðist þannig góða reynslu. Þetta var ágæt leið til að læra inn Gamli kirkjugarðurinn „Birt- an finnst mér vera mjög mik- ilvæg og mér þykir gaman að mynda í spennandi ljósi.“ Næturlíf borgarinnar „Þetta er fyrst og fremst mín sýn á borgina og hugsanlega deili ég þeirri sýn með öðrum.“ Völlurinn „Það varð að skrásetja þetta með ein- hverjum hætti áður en allt breyttist.“ 12 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.