Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 5
með jarðskjálftanum. Ég spilaði svo úr verkinu á Ísafirði á hátíðinni Við Djúpið. Ég er búin að fara yfir ferilinn þetta langa æfingatímabil, og ég get sagt að ég sé búin að vera að frá 9. júní í fyrra. Síðan þá eru liðnir ansi margir klukkutímar,“ segir Anna Guðný brött, og það er engan veginn hægt að merkja að það sé komin þreyta í langa vegferð hennar með þessu stóra verki Messiaens, þvert á móti. Hvað var það sérstaklega sem fékk þig til að segja já við Messiaen og taka þessa stóru glímu? „Það var Koss Jesúbarnsins,“ segir Anna Guðný, þagnar, og horfir beint í augun á mér. Jú víst er þetta sá kafli verksins sem maður getur vart ímyndað sér að láti nokkra mann- eskju ósnortna. „Hvernig er hægt að neita því að spila eitthvað sem er svona himneskt og fal- legt,“ bætir hún íhugul við. „Það eru ekki allir kaflar verksins alveg brjálæðislega erfiðir, en það getur samt verið erfitt að ná andanum og kyrrðinni sem í þeim býr. Þegar ég var alveg að tapa mér í erfiðustu köflunum var gott að geta sagt við sjálfa mig: Ja, ég get nú spilað þann fjórða, og ég get spilað þann fyrsta.“ Hvernig byrjaðirðu? Hvernig var 9. júní 2007? „Ég byrjaði bara á fyrsta kaflanum, sem er hjartað í verkinu. Það er tillit föðurins sem seg- ir: „Þetta er minn elskaði sonur sem ég hef vel- þóknun á.“ Þar er stef Guðs sem gengur í gegn- um allt verkið. Allan tímann hef ég æft hann með öðrum þáttum verksins, til þess að ná hljómnum, friðnum og kyrrðinni. Það er mjög erfitt. Púlsinn í tilliti föðurins er heldur ekki mannlegur og þarf að standa utan við allt. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessu.“ Hvernig undirbjóstu þig áður en þú byrjaðir að æfa verkið? „Alveg frá því að ég ákvað að gera þetta var hugmyndin um að takast á við verkefnið að búa um sig í huga mínum og hjarta. Þótt ég væri ekki að æfa mig mikið skoðaði ég nóturnar, horfði á þær, og hlustaði svolítið – ekki of mikið. Ég keypti mjög flotta upptöku með Steven Os- borne, sem kemur hingað í vetur að spila Tur- angalila eftir Messiaen með Sinfóníunni. Mér finnst óþægilegt að hlusta of mikið á verk sem ég er sjálf að byrja að æfa. Allt þetta var samt góður undirbúningur, og kannski ekki ósvipað því að undirbúa sig fyrir langa fjallgöngu. Ég fór líka á Dale Carnegie-námskeið. Ég hafði ætlað að gera það lengi því mér hefur alltaf þótt erfitt að tala fyrir framan fólk – miklu auðveld- ara að spila. Þegar ég var búin gerði ég mér grein fyrir því að það var líka hluti af ferlinu að vinna verkið.“ „Framan af var ég í vafa …“ Hefurðu einhverja hugmynd um hve margar klukkustundir hafa farið í æfingarnar? „Ég held að þær séu að nálgast þrjú hundr- uð. En hver klukkutími af svona vinnu finnst mér jafnast á við þrjá fjóra tíma af öðru. Sér- staklega þegar maður þarf að ná tökum á því sem erfiðast er og gengur nærri sjálfum sér. Svo komu líka tímar þegar ég gat slakað á og notið þess að spila það sem var komið í fing- urna. Ég hélt þetta út vegna þess að þetta er stórkostleg músík. Það skiptust auðvitað á skin og skúrir og framan af var ég í vafa um að ég myndi hafa þetta af. Ég hef aldrei tekist á við neitt af þessari stærðargráðu áður.“ Hefur æfingaferlið á einhvern hátt breytt mynd þinni af tónskáldinu? „Já, hún er dýpri og stærri. Fyrsta stóra verkið eftir Messiaen sem ég æfði var Frá gljúfrunum til stjarnanna, með Kammersveit- inni. Ég hef alltaf litið á það sem algjöra eldsk- írn og gleymi því aldrei hvað það var erfitt. Það er tónmál Messiaens sem er svo erfitt. Hann fer fram á allt aðra hluti hjá píanistanum en önnur tónskáld. Ég er mjög fljót að lesa nótur, en það er mjög erfitt að festa verkin hans í fingrunum. Maður er með báðar hendur fullar allan tím- ann. Í dag er ég eldri og kannski eitthvað þroskaðri, og það er öðruvísi að spila verk sóló en með öðrum.“ Ertu trúuð? „Já.“ Finnst þér tónlist Messiaens snerta þig á andlegan hátt eða tala til þín á trúarlegan máta? „Já. Ég er líka búin að lesa mikið um Messia- en. Í tilefni af afmæli hans í ár hafa komið út nokkrar áhugaverðar bækur sem ég hef verið að lesa. Þessi stóri maður og stóra tónskáld, sem átti þennan glæsilega feril sem organisti, kennari og tónskáld, var svo merkilegur. Undir öllu þessu var sterk trú sem var næstum barns- leg, og hann var alltaf einlægur með það – hann hafði þor til að viðurkenna það og hikaði ekki við að tilkynna það á ráðstefnu að hann hefði fæðst trúaður. Þó var hann ekki af sérstaklega trúuðu fólki kominn. Þetta var einhvers konar frumeðli í honum. Í tónlistinni bjó Messiaen til sitt eigið tungu- mál. Hann fór alla leið með seríalismann, en það dugði honum ekki. Hann samdi til dæmis píanó- verk þar sem hann fór eftir ströngustu kröfum raðtónlistarinnar. En hann vildi fara lengra, og fór miklu, miklu lengra og víðar.“ Heldurðu að það hafi verið leit hans að ein- hverju æðra og meira? „Ég held að hann hafi alltaf verið að semja fyrir Guð. Algjörlega. Maður sér það bara í verkunum og titlunum. Hann sótti þangað án þess að það yrði nokkurn tíma slepjulegt eða væmið. Það er hrein trúarsannfæring.“ Þú sagðir að þú hefðir verið með fullar hend- ur af nótum allan æfingatímann. Hvernig er Messiaen frábrugðinn öðrum tónskáldum í tækni? „Já, þetta var blóð, sviti og tár. Messiaen kemur beint úr hefð Debussys. Hans litir og tónmál að mörgu leyti á sinn grunn þar. Mér hefur líka alltaf þótt erfitt að spila Debussy. Maður þarf að hafa fullkomið vald yfir tóninum og mikið ímyndunarafl. Ég hef mikið hugsað um þá staðreynd að Messiaen sá liti þegar hann heyrði tónlist. Hann bjó til sitt eigið tónmál, eins og ég sagði þér – hann bjó til sína eigin tón- stiga, en það eru hljómarnir sem eru svo sér- stakir, til dæmis þegar hann lýsir náttúrunni í tónlistinni – og fuglunum. Þegar hann lýsir þrumum og eldingum gengur mikið á. Hljóma- raðirnar hans eru sérstakar. Hægri höndin spilar hljóm sem vinstri höndin spilar einum sextándaparti á eftir. Það er ekki eins og hann leyfi manni að spila sama hljóminn í báðum höndum, heldur eltir hvor höndin aðra. Það festist ekkert á augabragði. Það eru líka gíf- urlega hraðir og flottir kaflar í verkinu og mikill rytmi, og til þess að fá tónlistina til að dansa verður maður að kunna hana vel.“ Hvernig hefur þér gengið að skapa þér næði og frið til að æfa þig? Hefur það ekki krafist mikillar einbeitingar? „Jú, ég tók mér ekki mikið frí í sumar. Það var gott skref að fara út í tíma í febrúar, en þá var ég komin með verkið nokkurn veginn í fing- urna. Þegar ég lít til baka held ég að ég hafi nýtt þessa áskorun mjög vel og lært margt. Svo hefur maðurinn minn séð um restina,“ segir Anna Guðný og hlær. „Ég hef ekki dýft hendi í kalt vatn í sumar – ekki heldur í moldina í garð- inum. Stórmál að geta gefið sér tíma Það er í rauninni stórmál að gefa sér tíma í svona stórverkefni, miðað við það hvernig við Íslendingar vinnum – ekki síst tónlistarmenn. Það er alltaf nóg að gera og um leið og einir tón- leikar eru búnir er maður farinn að undirbúa þá næstu. Það að geta gert þetta hefur verið mér dýrmætt og ég er mjög stolt af því að Rík- isútvarpið skuli hafa gefið mér þetta tækifæri. Ég fékk starfslaun listamanna sem hjálpaði mikið til.“ Anna Guðný hljóðritaði Tuttugu tillit til Jes- úbarnsins í ágúst undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarnasonar, tónmeistara útvarpsins. En þegar hún var að spá í hvað hún ætti að gera í tilefni afmælis síns lá það beint við að halda tónleika. „Ég ætlaði fyrst að spila bara hluta verksins – fyrir afmælisgesti, en þeir sem vissu að ég var að æfa þetta voru stöðugt að spyrja hvort ég ætlaði ekki að spila verkið, svo ég ákvað að halda tónleika – og það tvenna.“ Eiginmaður Önnu Guðnýjar er Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þau eiga fjögur börn, tvö saman og tvö af fyrra sambandi Sigurðar. Anna Guðný kveðst alltaf hafa unnið mikið – „eins og tónlistarmenn á Íslandi gera“. Fyrir fáum árum kenndi hún heila stöðu við Listaháskólann auk verkefna hjá Sinfó, og spilamennskan … ja, hún bættist ofan á þetta. Hvernig er líf tónlist- armannsins? „Þetta er mikið hark Óneitanlega er það þó fjölbreytt og mjög skemmtilegt. Sigurður er búinn að spila með Sinfó í þrjátíu ár og hefur alltaf kennt með, auk þess að spila í Óperunni. En þannig er bara lífið. Maður heldur sér ekki í þjálfun nema að spila. Tónlistarfólk þarf að láta enda ná saman eins og aðrir.“ Hefur harkið kosti? „Já, það hefur kosti. Maður getur til dæmis ráðið vinnutíma sínum sjálfur að einhverju leyti. Á tímabili hittumst við hjónin bara í dyra- gættinni, en þegar börnin voru lítil gátum við skipst á að vera heima eftir hádegi. Þetta er aldrei 9-5-vinna og maður getur alltaf sagt nei við verkefnum sem mann langar ekki að vinna, eða ef maður vill ekki fórna tíma frá fjölskyld- unni. Við Siggi höfum þó alltaf stutt hvort ann- að þannig að við höfum ekki þurft að segja nei við verkefnum sem okkur hefur langað mjög að taka að okkur, hvort sem þau gefa eitthvað í aðra hönd eða ekki. Að því leyti er það kostur þegar tveir tónlistarmenn búa saman. Partíboð á pósttilkynningum Við eigum líka 25 ára sambúðarafmæli. 6. sept- ember fyrir 25 árum héldum við fyrsta hús- vígslupartíið okkar. Þá leigðum við á Klappar- stíg 17. Í þá daga þurfti maður að fylla út kort frá póstinum til að tilkynna nýtt heimilisfang. Ég notaði tækifærið og laumaði á kortin boði í partí. Þarna var ég 25 ára og að byrja sambúð með Sigga og strákunum hans, sem voru þá sjö og átta ára. Siggi reyndi að vara mig við að þetta yrði erfitt, en hélt mér samt nógu fast með hinni hendinni.“ Spilið þið og hlustið hvort á annað og gagn- rýnið? „Já, við gerum það. Siggi er nú búinn að hlusta á nokkur hundruð klukkutíma af Messia- en ofan af lofti og ég dáist að honum. Ég spurði hann stundum hvort hann þyrfti ekki að fara út, því ég ætlaði ekki að hamra þetta enn einu sinni yfir höfðinu á honum. En hann hefur alltaf sagt: „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ honum finnst verkið yndislegt og fallegt. Þegar við vinnum saman erum við fljót, því við þekkjum hvort annað vel.“ Anna Guðný segist framan af ekki hafa haft miklar hugmyndir eða væntingar um píanóleik- araferil sinn. „Ég efaðist oft …“ Í menntó var margt annað sem togaði í hana, félagsstarf og kórinn. En eftir nám hér heima fór hún í fram- haldsnám í Guildhall-skólanum í London, þar sem hún sérhæfði sig í meðleik. Í dag er það hins vegar einleikarinn Anna Guðný sem er í sviðsljósinu. En hvernig kann hún við einleik- arann í sér sem nú er að koma í ljós? „Ég kann mjög vel við hann. Messiaen hefur bætt við mig víddum sem munu gagnast mér og fylgja mér alla ævi.“ unnið hálftíma á dag » Meðal þátta í verkinu er Tillit stjörnunnar og Tillit krossins. Þannig spannar verkið ævi Krists og meira til að sögn Önnu Guðnýjar. „Það er allt undir; heim- urinn, náttúran og himinhvolfin.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 5 Olivier Messiaen fæddist 10. desember 1908 í Avig- non í Suður-Frakklandi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út tvístraðist fjölskyldan; faðirinn fór í herinn en móðirin fluttist ásamt Olivier og Alain, yngri bróður hans, austur í Alpahéruð Frakklands, nálægt Grenoble. Þar byrjaði Messiaen að semja tónlist og kenna sjálfum sér á píanó. Hann tók miklu ástfóstri við héraðið og alla ævi hélt hann áfram að heim- sækja æskustöðvarnar í fjöllunum, meðal annars til þess að skrá fuglasöng. Árið 1919 flutti fjölskyldan til Parísar og Messiaen hóf nám við Conservatoire de Paris. Meðal kennara hans voru tónskáldin Paul Dukas (tónsmíðar) og Marcel Dupré (orgel). Messiaen var afkastamikið tónskáld og í fram- varðasveit í tónlistarlífi Parísar allt frá náms- árunum. Hann átti sér marga aðdáendur, en tónlist hans var einnig gagnrýnd harkalega. Mörgum þótti bæði barnalegt og óviðeigandi hvernig hann bland- aði saman sinni einkaguðfræði, tónfræði og heim- speki. Messiaen þróaði eigið tónmál, meðal annars með sérstökum tónstigum og rytma sem hann sótti í indverskar og grískar hefðir. Hann sagði sjálfur að grunnurinn að tónmáli sínu lægi í orgelspuna, enda var snilld hans á því sviði ótvíræð. Messiaen var organisti við Trinité-kirkjuna í París í hartnær 60 ár. Honum var starfið mjög kært, og fátt annað en fjarvera frá París kom í veg fyrir að hann spilaði þar hvern sunnudag, stundum í fjórum messum. Framlag hans til org- elbókmenntanna er ómetanlegt og gengur tvímælalaust næst sjálfum J.S. Bach. Olivier Messiaen sagði þrennt mikilvægast í lífi sínu og starfi: Guð, ástina og náttúruna. Trúin gengur eins og leiðarstef í gegnum allt hans höfundarverk. Ástin á sitt sterka stef í tónlist hans og náttúran er alltumlykjandi. Messiaen var ástríðufullur fuglaskoðari og hljóðritaði söng fuglanna vina sinna sem hann dáði svo mjög, bæði í Frakklandi, Japan og Indónesíu. Fuglasöngur kemur fyrir í flestum verka hans. Guð, ástin og náttúran Tónskáldið Olvier Messiaen 1945, um það leyti er verkið Tuttugu til- lit til Jesúbarnsins var frumflutt. „Við borðum vel. Siggi slakar á við eldavélina og ég nýt góðs af því. Þetta er mikið áhugamál. Á meðan sit ég hér við eldhúsborðið með hvítvínsglas og við spjöllum saman. Við þurfum ekkert að fara á veitingahús – nema í útlöndum. En það er ekki tími fyrir mörg áhugamál. Mig hefur hins vegar lengi langað á dansnámskeið. Það er þó svo, að um leið og maður er búinn að bóka sig fast öll þriðjudagskvöld, þá geturðu verið viss um að helmingurinn dettur út vegna vinnunnar. En ég er mikill lestrarhestur. Mér finnst gaman að lesa bækur sem hrífa mig strax. Ég er búin að lesa margt af því sem Ian McEwan hefur skrifað. Mér finnst hann meiriháttar. Ég las Friðþægingu. Svo kom myndin, og þá ákvað ég að lesa bókina aftur. Ég sá mynd- ina hins vegar ekki fyrir en núna um daginn. Svo kom Laugardagur, Barnið og tíminn, og nú sú nýjasta, Brúðkaupsnóttin. Hann er rithöfundur sem ég myndi aldrei leggja frá mér með það í huga að tímanum væri ekki vel varið.“ Er líf fyrir utan tónlistina? Vingt Regards sur l’Enfant-Jésus - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins var samið árið 1944. Verkið er tileinkað Yvonne Loriod, sem síðar varð eiginkona Messiaens, og hún frum- flutti það 26. mars 1945. Tillitin áttu upphaflega að vera tólf, en verkið þandist út fyrir þann ramma sem því var upphaflega ætlaður. Frekar en að líta á klukkuna hefur Messia- en ef til vill litið upp til fugla himinsins og hugsað sem svo að þar sem mannsævin er ekki nema andrá í eilífðinni þyrfti varla að hafa áhyggjur af nokkrum mínútum. Anna Guðný Guðmundsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.