Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2008, Blaðsíða 15
ÍSLENSKU Sjónlistaverðlaunin verða veitt í þriðja sinn í ár og eins og undanfarin ár setur Listasafn Akureyrar upp sýningu á verkum þeirra listamanna og hönnuða sem tilnefndir eru. Steingrímur Eyfjörð er hér vegna framlags síns á Feneyjatvíæringnum árið 2007, Mar- grét H. Blöndal er tilnefnd fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Listasafni Reykjavíkur, en Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð í Nýlistasafninu. Starf hönnuða er ekki endilega bundið ákveðnum sýningum en Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er tilnefnd fyrir fimm skart- gripalínur, Sigurður Eggertsson fyrir störf sín árið 2007 og Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýningu á stólum í Gallerí 101. Sjónlistasýningin ber sterkan keim af þessu fyrirkomulagi, en hún er að nokkru bundin því að sýna þau verk sem tilnefnd eru. Það er enginn hægðarleikur að standa uppi með jafn ólík og sundurleit listaverk og hönn- un sem raunin er og eiga að koma því öllu fyrir í sölum Listasafnsins. Enda tekst ekki nema mátulega vel til. Innsetning Steingríms Eyfjörð stenst einna helst álagið enda fær hún rými út af fyrir sig, en minna verður úr magnaðri innsetningu Ragnars Kjartanssonar hér í þröngu rými bak við skilrúm. Viðkvæm listaverk Mar- grétar H. Blöndal ná sér ekki á strik við hlið massífra og formfastra stóla Hjalta Geirs Kristjánssonar. Framlag Hjalta Geirs Krist- jánssonar til íslenskrar hönnunar er mikið og stólar hans sígildir en salur þeirra Margrétar og Hjalta er í miklu ójafnvægi með öllum þunganum öðrum megin og himinn og haf skilur að nálgun þeirra við list sína og hönn- un. Sigurður Eggertsson hefur vakið athygli fyrir vinnu sína sem byggist á vinnu með möguleika niðurnjörvaðra forma og hefur náð ágætum árangri, en veggmyndir Sigurðar týnast hálfpartinn hér og þar í rýminu. Skart- gripir Guðbjargar Kristínar eru bæði per- sónulegir, frumlegir og flottir, hún hefur fundið sína eigin leið og tenging hennar við land og náttúru er fínleg og sannfærandi. Framsetning skartgripa Guðbjargar er því miður öllu hefðbundnari og ólífrænni en vinn- an í gripunum sjálfum. Sýningin sem slík fær engin verðlaun að þessu sinni, og framlag einstakra listamanna og hönnuða er mun eftirminnilegra en sýn- ingin í heild. Sitt af hverju tagi Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Sjónlist „Viðkvæm listaverk Margrétar H. Blöndal ná sér ekki á strik við hlið massífra og formfastra stóla Hjalta Geirs Kristjánssonar,“ segir gagnrýnandinn meðal annars í dómnum. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Listasafn Akureyrar Til 19. október. Opið alla daga nema mán. frá kl. 12–17. Sjónlist 2008 bbbnn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 15 Hlustarinn Ég mæli með óperu- og ljóðasöng finnsku sópransöngkonunnar Soile Isokoski. Soile lærði við Sibeliusarakademíuna í Helsinki en að loknu námi hefur hún sungið við öll helstu óperuhús heims og komið fram á ljóðatónleikum víða um lönd. Hún hefur ný- lega verið útnefnd kammersöngkona við Vínaróperuna en þar hefur hún margoft sungið í óperum við mikla hrifningu gagn- rýnenda og áhorfenda. Í vetur mun hún syngja þar aðalkvenhlutverkið í Rósaridd- aranum Richard Strauss (1864–1949). Ég sá hana í þessu hlutverki í sýningu í Hels- inkióperunni. Glæsilegri flutning er vart hægt að hugsa sér. Soile Isokoski hefur ein- mitt lagt sig sérstaklega eftir að flytja róm- antíska tónlist Richards Strauss. Fyrir nokkrum árum var gefinn út geisladiskur hennar með ljóðasöngvum Strauss við undir- leik útvarpshljómsveitar Berlínarborgar undir stjórn Mareks Janowski. Þessi diskur var verðlaunaður fyrir gæði. Þar syngur Soile Vier letzten Lieder Stauss, m.a. Sept- ember við ljóð Hermanns Hesse: „Der Gar- ten trauert, kühl sinkt in die Blumen der Regen.“ Ég mæli með að hlusta á flutning Soile Isokoski á þessu lagi nú í sept- emberbyrjun. Í flutningi hennar á laginu ríkir fegurðin ein. Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Morgunblaðið/ Jim Smart Úlfar Mælir með að hlustað sé á söng Soile Isokoski. Lesarinn Ég tók nokkrar íslenskar bækurmeð mér hingað út til Afgan- istan sem ég hafði ekki náð að gagnrýna áður en ég hætti á Við- skiptablaðinu. Kannski af því að í vinnu minni hér er ég mikið að lesa skýrslur og tilfinningalausan texta um fallna borgara eða hermenn í skrítnu stríði, þá finnast mér þess- ar bækur sem ég tók með mér hver annarri betri. Núna um daginn las ég Vaxandi nánd sem er fyrsta bók höfundarins Guðmundar Ósk- arssonar sem ku vinna í Lands- bankanum. En það finnst ekki af lyktinni að hún sé send úr banka; hvorki eru nefndar hagtölur né bent á gróðavonir. Maður hefði haldið að hugarheimur banka- manna væri annar en flestir héldu líka að hugarheimar lögfræðinga væri annar en sá sem þeir kynntust hjá Franz Kafka. Þetta eru fallegar örsögur af dauðum spörfuglum, barni sem horfir á sömu videóspól- una aftur og aftur á meðan mamma hennar reynir að finna nálægð í öðru en henni, sögur af óeðlilegum hliðarskrefum, hlátri, handleggja- sveiflum og hvítum baðspeglum. Þetta er flott fyrsta bók höfundar. Maður nánast öfundar hann. „Svo getur hann skrifað líka ofan á allar milljónirnar sem hann hlýtur að hafa grætt í bankanum.“ hugsar maður með sjálfum sér. En svo er hann kannski bara húsvörður í bankanum og þeir eru kannski á sömu launum og maður sjálfur þannig að það er allt í lagi. Í öllu falli gott að eiga kvöldstund með honum í Afganistan. Börkur Gunnarsson, rithöfundur og varatalsmaður NATO í Afganistan. Börkur Mælir með Vaxandi nánd sem er fyrsta bók höf- undarins Guðmundar Óskarssonar. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 7. september, kl. 19, á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 130 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Kristján Davíðsson Jóhannes S. Kjarval

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.