Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 35
hvernig mittið dregst örlítið inn og halda í 10 sekúndur í senn. End- urtaka þetta 3 x 10 sinnum, tvisvar á dag. Rétt líkamsstaða Ef þetta er auðvelt útafliggjandi, er æfingin gerð sitjandi og því næst reynt að halda spennunni við hreyf- ingar. Þegar því markmiði er náð er æskilegt að halda þessari spennu í öllum æfingum og daglegum athöfn- um sem reyna á bakið, sem eru svo smám saman þyngdar. Auk þess að styrkja mjóbakssvæðið gera þessir vöðvar okkur auðveldara að halda „réttri“ líkamsstöðu, án þess að vera stíf. Til að fara í svokallaða „rétta“ stöðu fyrir hrygg, mjaðmagrind og axlagrind er æskilegt að breyta stöðu mjaðmagrindar þannig að efri hluti hennar hallast fram. Ef við sitjum finnum við að við sitjum meira á setbeinum en ekki rófubeini þegar við gerum þetta. Við þetta réttist sjálfkrafa úr hryggnum (eðlileg mjóbakssveigja er u.þ.b. lófaþykk). Einnig er gott að hugsa sér að togað sé létt í hvirfilhárin og að við reynum að breikka herðarnar. Gott er að slaka aðeins á úr „réttu“ stöðunni þannig að líkamsstaðan verði bein, en jafnframt tiltölulega afslöppuð. Þetta er góð upphafs- staða í nánast öllum líkamsæfingum. Dæmi um æfingar sem gott er að gera þegar búið er að „virkja“ dýpsta vöðvalagið í kringum mjó- hrygg sem lýst er hér að ofan, er að vera á fjórum fótum með úlnliði beint undir öxlum og hné beint undir mjöðmum (gott að hafa eitthvað mjúkt undir hnjám) og lyfta hægri hendi á móti vinstri fæti, og öfugt, án þess að mjóbakssveigjan fari úr svokallaðri „miðstöðu“. Ef bolti er settur í mjóbakssveigjuna á hann að haldast kyrr á meðan þessi æfing er gerð. Gott er að vera um fjórar sek- úndur á leiðinni upp og aðrar fjórar á leiðinni niður. Þessa æfingu má sjá á mynd … Ef vandamál eru í kringum axla- grind, axlir eða háls er eftirfarandi æfing góð: á fjórum fótum eins og lýst er hér að ofan, er hrygg haldið í sömu sveigju allan tímann (s.s. ekki gerð „kattarkryppa“). Herðablöðum er leyft að síga saman og við það færist efri hluti líkamans nær gólf. Svo er herðablöðum ýtt í sundur og fjarlægist efri hluti líkamans þá gólf- ið aftur. Þessi æfing er gerð mjög hægt eins og æfingin hér að ofan. Gott er að nota um fjórar sekúndur í að fara niður en um tvær í að fara upp aftur. Þessa æfingu má sjá á mynd … Báðar ofantaldar æfingar er gott að endurtaka 10 sinnum í röð og stefna á að gera þrjú sett í einu, a.m.k. þrisvar í viku. Sjálfsnudd Dæmi um sjálfsnudd á herðar er að klípa hægra herðasvæðið með vinstri hendi, yppa hægri öxl upp að eyra, hreyfa hana aftur niður og sleppa svo takinu. Endurtaka og klípa í mismunandi svæði herða. Ef verkir frá baki valda t.d. stífni í rass- kinnum eða á milli herðablaða er gott að nota tennisbolta eða nudd- bolta með göddum til að nudda þessa vöðva uppi við vegg. Á sama tíma og sérhæfðar æfing- ar eru gerðar fyrir ákveðin vanda- málasvæði er æskilegt að stunda einhvers konar þolþjálfun, sem er þó ekki ertandi fyrir það svæði sem um ræðir. Göngur í góðum skóm, (helst á mjúku undirlendi eins og á mal- arstígum eða grasi), ganga eða hlaup í sundlaugum, sund eða hjólreiðar eru dæmi um form þolþjálfunar sem margir þola vel. Síðast en ekki síst vil ég benda fólki á að hlusta á skilboð líkamans. Ef verkir koma við einhverjar at- hafnir eða æfingar er almennt ekki æskilegt að halda áfram án þess að skoða málið nánar.“ Setstaða Slæm stelling í sófa eykur hættu á bakvandamálum. ÞægilegtSetstaða í heppilegum stól er mikilvæg þegar fólk er þreytt. Morgunblaðið |35 Þannig er mál með vexti að nýtt og end-urbætt Sporthús mun bjóða upp áfjölbreytt og spennandi námskeið ákomandi hausti, mörg hver í fyrsta skipti á Íslandi,“ segir Salóme Guðmunds- dóttir, þjálfari og sölu- og markaðsfulltrúi. „Má þar nefna crossfit-námskeið, nýbyggða sport/fitness hraðbraut, motorsport og jump fit-námskeið – það er æfingakerfi með sippu- böndum. Þá verður kenndur magadans, fit pilates, rope-jóga og svo mætti lengi telja. Sérsniðin námskeið barna Það sem einnig gæti þótt áhugavert er að mörg nýju námskeiðanna eru sérsniðin að börnum,“ segir Salóme. Um áramótin síðustu tóku nýir eigendur Sporthússins við rekstrinum og kveður Salóme miklar umbætur átt sér stað síðan þá. „Ný stundaskrá tekur gildi nú þann 1. sept- ember og munum við af því tilefni vera með op- ið hús í Sporthúsinu núna sunnudaginn 31. ágúst þar sem alls konar skemmtilegar uppá- komur verða á dagskrá allan daginn,“ segir Salóme ennfremur. Klifurnet Það er keppt við tímann í klifurnetin.Sportbraut Þarna hanga ungir strákar í þjálfun í Sportbraut. Umbætur í Sporthúsi Morgunblaðið/Valdís Thor Flink Salome Guðmundsdóttir er Jump Fitleiðbeiðandi. Heilbrigð melting er undirstaða góðrar heilsu! Probiotic eru nákvæmar samsetningar sérhæfðra gerlahópa fyrir mismunandi aldursskeið, lífsstíl og ástand. Regluleg inntaka Probiotic kemur m.a. jafnvægi á gerlagróðurinn, jafnar ástand meltingarvegarins og eykur hæfni hans við upptöku á næringarefnum. Super 8 - Gegn sveppasýkingu Super 5 - Fyrir munnheilsuna Advanced Adult‘s Blend - Fyrir 60 ára og eldri Adult‘s Blend - Fyrir yngri en 65 ára Infants Blend - Fyrir ungabörn og smábörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.