Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 24
H10 er að bjóða upp ánýtt námskeið meðnýjum áherslum semer fyrir þá sem vilja komast í betra form, bæta heils- una og fyrirbyggja sjúkdóma,“ segir Anna Borg sjúkraþjálfari. „Heilsulausnir heitir nýja nám- skeiðið og byggist á mati og ráð- gjöf mismunandi fagaðila ásamt markvissri þjálfun og skýrum markmiðum. Um er að ræða fjögra mánaða námskeið, ein- staklingsmiðað með miklum stuðn- ingi og eftirfylgni.“ Í hverju felst stuðningurinn og eftirfylgnin? „Hjúkrunarfræðingur gerir heilsufarsmælingar í upphafi og lok tímabils. Sjúkraþjálfari metur líkamsstöðu og líkamsbeitingu og fer yfir meiðslasögu. Næringarfræðingur gefur svo ráð um næringu og fæðuval.“ Hvað um þjálfun? „Fólk á val um ýmsar þjálf- unarleiðir, svo sem hópþjálfun en þá fer fram þjálfun þrisvar í viku undir leiðsögn þjálfara Í öðru lagi er boðið upp á svo- kallað lyklakerfi, þ.e. viðtal við þjálfara einu sinni í mánuði sem gerir þjálfunaráætlun inn á lykla- kerfi sem er sérhannað tölvutengt þjálfunarkerfi og loks einkaþjálfun sem veitir mjög mikið aðhald. Golflausnir og Sportlausnir Eru þið með eitthvað alveg nýtt núna í þjálfun? „Já, í H10 er nú nýtt námskeið í boði fyrir þá sem vilja hámarka árangur sinn í golfinu, komast í betra form og bæta heilsuna. Golf- lausnir eru einstaklingsmiðað námskeið sérsniðið að golfíþrótt- inni sem jafnframt miðar að því að fyrirbyggja meiðsl og sjúkdóma. Námskeiðið byggist á mati og ráð- gjöf mismunandi fagaðila ásamt markvissri þjálfun og skýrum markmiðum. Eins og á fyrrnefndu námskeiði koma til sögunnar hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálf- ari, næringarfræðingur og sálfræð- ingur með alla sína þekkingu og þjónustu. En að auki bjóða golfkennarar upp á golfkennslu ásamt mati á golfsveiflu og ráð- gjöf. Þá má nefna námskeið sem við nefnum Sportlausnir. Það felur í sér leiðir til að bæta árangur í sportinu og hámarka getu fyrir einstaklinga, íþróttalið og íþrótta- hópa. Samhæft mat og ráðgjöf sérfræðiteymis er hér allt á einum stað. Fjölbreyttar lausnir sem gefa kost á mismunandi þjónustu eftir því sem hentar hverju sinni og hverjum og einum. Ef upp koma heilsufarsvanda- mál á námskeiðunum vísum við á lækni til að takast á við þau.“ Í tækjasal Anna Borg sjúkraþjálfari. Lyft lóðum Úr Sportlausnum Heilsulausnir Ráðgjöf og markviss þjálfun. Á þrengingatímum er ágætt að byggja sig sem allra best upp. Það má gera með ýmsu móti. Anna Borg segir hér frá því sem H10 hefur komið sér niður á að sé heppilegt hvað heilsulausnir snertir. Lyklakerfið Sérhannað æfingakerfi Heppilegar heilsulausnir 24|Morgunblaðið fyrir fullorðna, 16 ára og eldri Losaðu um hömlur, breyttu til og leiktu þér. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 17. september kl. 20.00 í Bolholti 4, 105 Rvk, 4. hæð. Reyndir leikarar og leiklistakennarar kenna. Sérstök aðstoð fyrir þá sem eru að sækja um leiklistarskóla. Byrjenda- og framhaldsnámskeið, 2 klst. á viku í 5 vikur, 19.500 kr. Leiklistarnámskeið Nánari upplýsingar og skráning í síma 845 8858 og á iceolof@hotmail.com Á Hilton Nordica í Reykja-vík er að hætti erlendrastórhótela starfandiheilsurækt sem ber nafn- ið Nordica Spa. „Heilsuræktin er þó ótengd hót- elrekstrinum sjálfum en auðvitað fáum við oft hótelgesti hingað, einkum sækja þeir í nudd, heita potta og gufuklefa til að ná slökun eftir ferðalög,“ segir Gunnar Már Sigfússon sem verið hefur þjálfari í heilsurækt í 17 ár og er nú yf- irþjálfari hjá Nordica Spa. „Hjá okkur er lögð höfuðáhersla á gæði og persónulega þjónustu. Við viljum gera vel við alla okkar viðskiptavini og tryggja að þeim líði vel og hver og einn fái per- sónulega þjónustu og ráðgjöf við hæfi,“ segir Gunnar. „Við veitum viðskiptavinum okk- ar aðhald og sjáum um að þeir fái leiðsögn hjá þjálfara í tækjasaln- um í hvert skipti sem komið er í heilsuræktina. Þjálfararnir að- stoða viðskiptavini við æfingar – stilla tæki og leiðbeina samkvæmt æfingaáætlun hvers og eins og að- stoða einnig við teygjur ef óskað er eftir því.“ Eruð þið með einkaþjálfun? „Þjónustu okkar má kalla einka- þjálfun. Allir þjálfarar Nordica Spa eru með reynslu og þekkingu á sínu svið og þeir sérsníða æfing- ar og mataráætlun fyrir hvern og einn. Allir fá þjálfara og aðhald í hverjum æfingatíma, það er okkar sérstaða. Í upphafi eru viðskiptavinir Nor- dica Spa heilsufarsmældir, þjálf- arinn fer yfir stöðumat og setur upp æfingakerfi fyrir viðkomandi. Á fjögurra til átta vikna fresti er æfingaáætlunin endurskoðuð og viðskiptavinum gefst kostur á reglulegum mælingum þess á milli til að fylgjast með árangrinum. Við bjóðum einnig fjögurra vikna námskeið. Þar æfir fólk und- ir leiðsögn fimm sinnum í viku og þarna er mikil áhersla lögð á gott mataræði og fjölbreytni í æfingum. Þetta er gott fyrir þá sem eru í átaki og vilja gera aðeins meira en hinir um tíma. Við leggjum satt að segja mjög mikla áherslu á einstaklinginn og réttan fróðleik um mataræði og hreyfingu.“ Þess má geta að hjá Nordica Spa er góð nuddaðstaða í rúmgóð- um herbergjum og hægt að velja nuddtegund – klassískt nudd, svæðanudd, ilmolíunudd, leir- meðferð með íslenskum hveraleir og steinanudd svo eitthvað sé nefnt. Yfirþjálfari Gunnar Már Sigfússon Nudd Á Nordica Spa er lögð höfuð áhersla á gæði og persónulega þjónustu í björtu og fallegu umhverfi. Persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.