Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 17
Morgunblaðið |17 Höfuðbeina- og spjald-hryggjarmeðferð ersmám saman að verðaþekktari á Íslandi. „Þessi meðferð var fyrst notuð í Ameríku. Frumkvöðullinn var dr. Upledger, læknir og lífefnafræð- ingur, og hann þróaði höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð út frá skekkjulækningum,“ segir Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari sem ásamt manni sínum Birgi Hilm- arssyni rekur meðferðarstofu í þessum fræðum. En er þetta mikið notað hér á landi nú? „Já, þetta er mikið notað og al- menningur hefur tekið þessu með- ferðarformi vel. Fólk kemur oft í svona meðferð þegar það er búið að reyna allt annað og undantekning- arlaust fær það einhverja bót.“ En við hverju gagnast þessi með- ferð? „Við erum ekki að meðhöndla einkenni heldur orsök, það er því víðtækt sem við vinnum með, allt frá ungbörnum með vandamál eftir fæðingu til fullorðinna með þung- lyndisvandamál, verkjavanda og fleira.“ Hvers vegna virkar þetta á þung- lyndi? „Þegar við lendum í áföllum og mótbyr í lífinu bælum við oft til- finningar og þar af leiðandi er flæði í líkamanum ekki eins gott. Það koma stíflur og tilfinningalegar bælingar. Við notum sálvefrænar losanir þar sem við losum stífluna og tilfinninguna úr vefnum ásamt því að beita samtalstækni og styðja manneskjuna tilfinningalega.“ Gagnast þetta við gigt? „Já, þetta er mjög gott meðferð- arform fyrir gigt vegna þess að við aukum með meðferðinni blóðflæði og næringarfræði og þar af leiðandi smurningu á liðamót án þess að auka álag á manneskjuna. Hún liggur bara afslöppuð. Liðagigt er oft afleiðing af áföllum þannig að við skoðum þá líka undirliggjandi orsök með sálrænni vinnu. Þess má geta að við rekum auk meðferðarinnar skóla í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og auk þess bjóðum við upp á meðferð- arprógrömm þar sem viðskiptavin- urinn kemur og fær meðhöndlun allan daginn í fimm daga. Á hverj- um tíma eru tveir til þrír aðilar að meðhöndla viðkomandi á hverjum tíma. Aðalmeðferðarformið er höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og sálvefræn vinna, auk þess er boðið upp á nálastungur, nudd, hnykkingu og önnur óhefðbundin meðferðarform sem eru enn lítt þekkt hér á landi þar sem unnið er með innri líffæri og aukið er jafn- vægi í orkuflæði manneskjunnar. Þessi prógrömm fara fram í Bláa lóninu, bæði á bekk og í vatni.“ Víðtæk meðferðarform Morgunblaðið/Frikki Sjúkraþjálfari Erla Ólafsdóttir hefur starfað hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, ásamt því að hafa lært þroskaþjálfun. Morgunblaðið/Frikki Nærfærni Í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er fyrst og fremst unnið með himnukerfi líkamans. Kartöflur geyma vissa menningarsögu sem Hildur Hákonardóttir re kur af sinni alkunnu frásagn argleði. Fróðleg og stórskemmtileg lesning. Garðyrkja, hollusta, uppskriftir – allt þetta og meira til er að finna í hinum sívinsæla Ætigarði. Hér kallast á girnilegar uppskriftir og skemmtilegar lýsingar á héruðum Frakklands. Fallegar myndir, fróðleikur og skemmtun. Djúsbókin vinsæla með ljúffengum, áhrifaríkum og hressandi drykkjum sem byggja upp vöðva, hreinsa út eiturefni og vekja vellíðan. Hollu bækurnar eru tilvaldar fyrir fólk sem vill hyggja að heilsunni og matbúa einfalda, ódýra og spennandi rétti. HEILSA ... já takk www.salkaforlag.is NÝKOMIN Í BÚÐ I R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.