Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 36

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 36
36|Morgunblaðið Boot Camp er alhliða lík-amsrækt þar sem fjöl-breyttar, krefjandi enjafnframt skemmtilegar æfingar ráða ríkjum,“ segir Arn- aldur Birgir Konráðsson, fram- kvæmdastjóri og annar stofnandi Boot Camp. „Námskeiðin hjá okkur sækja allir þeir sem vilja komast í gott form óháð því hver grunnur einstaklings- ins er. Til okkar kemur öll flóra fólks með mismunandi óskir og þarfir. Við fáum til okkar afreksíþróttamenn, lögreglumenn, skólakrakka, banka- starfsmenn og allt þar á milli. Kynjahlutfallið er aðeins konum í vil og er aldurshópurinn 18-39 þótt til okkar hafi komið mun eldri ein- staklingar og náð frábærum ár- angri.“ Boot Camp-námskeiðin eru í grunninn sex vikur að sögn Arn- aldar Birgis og fer hver og einn í gegnum nýliðaviku þar sem viðkomandi fær að undirbúa sig fyrir komandi átök. Reglulegar ástandsmælingar „Margir stunda Boot Camp reglu- bundið allt árið og leggjum við ríka áherslu á að hver og einn nái sínum markmiðum. Farið er í reglulegar ástandsmælingar og eru það jafnt verklegar æfingar sem og þyngdar- og ummálsmælingar,“ segir Arn- aldur Birgir ennfremur. „Viðskiptavinir okkar hafa tök á að skila inn matardagbók og aðhald- ið er því fyrir hendi. Ef fólk vill ná árangri þá bjóðum við alla þá þjón- ustu sem til þarf. Það hefur líka verið raunin að Bo- ot Camp-iðkendur hafa verið dug- legir að taka þátt í ýmsum keppnum hvort sem er sér til ánægju eða með verðlaunasæti í huga. Stundað utan- sem innandyra Boot Camp er stundað jafnt utan- sem innandyra óháð því hvernig viðrar. Við bjóðum einnig upp á Boot Camp Outsiders þar sem æfingar fara eingöngu fram utandyra allt ár- ið enda eru margir sem vilja æfa úti í náttúrunni við mismunandi að- stæður hverju sinni og fylla lungun af tæru lofti. Einnig bjóðum við upp á grænjaxlanámskeið þar sem æf- ingahraðinn er töluvert minni en á hinum hefðbundnu námskeiðum Bo- ot Camp. Unglinganámskeiðin okk- ar eru einnig mjög vinsæl og við fáum marga krakka til okkar sem vilja hreyfa sig en vilja ekki vera undir mikilli pressu varðandi keppn- isþátttöku o.s.frv. Ekkert þarf nema æfingagalla Í Boot Camp notum við mikið þær grunn- og undirstöðuæfingar sem margir þekkja í bland við fjöl- breyttar og nýjar æfingar sem við höfum mótað og sótt okkur þekk- ingu að utan. Hjá okkur eru um 1.000 iðkendur og eru íþróttafélög og fyrirtæki stór hluti af við- skiptavinum okkar. Til að stunda Boot Camp þarftu ekkert nema æfingagallann og því er hægt að stunda æfingarnar hvar og hvenær sem er. Boot Camp er jafn- vinsælt á sumrin og veturna. Boot Camp er með námskeið um allt land, á Akranesi, Keflavík, Ak- ureyri, Reyðarfirði, Selfossi – og svo höfuðstöðvarnar í Reykjavík. Allir kennarar okkar hafa sótt þjálfaranámskeið Boot Camp og því má finna sömu aðferðafræði á öllum stöðunum. Haustnámskeiðin hefjast um allt land 8. september nk. Allar upplýsingar má finna á www.bootcamp.is.“ Óháð veðri Boot Camp er stundað jafnt utan sem innandyra óháð því hvernig viðrar. Einfalt Til að stunda Boot Camp þarftu ekkert nema æfingagallann Alhliða líkamsrækt Framkvæmdastjóri Arnaldur Birg- ir Konráðsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Boot Camp. Fitnesskort w w w . b a d h u s i d . i s Tilboð. 19.990.- Kort gildir til 31.12.08. Fitnesskort er tilboðskort sem veitir aðgang að öllum opnum tímum í stundaskrá, tækjasal, heitri laug, vatnsgufu og hvíldarhreiðri. Þú getur mætt eins oft og þú vilt til 31.12.2008. Sj á st un da sk rá r á w w w. ba dh us id .is og w w w. th re kh us id .is www.th rekhus id . i s Stundum er talað að „dansagegnum lífið“. Ef það áað verða mögulegt er lík-lega rétt að taka dans- tíma, alltént í öryggisskyni og byrja að læra sem allra fyrst. Dansskóli Ragnars er að sögn Ragnars Sverrissonar eini dans- skólinn á landinu sem er með námskeið fyrir 2–3 ára börn þar sem foreldrarnir dansa með í tím- unum við börnin sín. „Það eflir samskipti foreldra og barna og einnig er þetta eins kon- ar líkamsrækt fyrir foreldrana í leiðinni,“ segir Ragnar. Hann kveður skólann vera með afreksdanspar við nám í skól- anum, Hilmar Stein Gunnarsson og Elísabetu Halldórsdóttur. „Það par fór fyrir Íslands hönd á tvö heimsmeistaramót í mars og maí og gekk mjög vel, lenti í 27. sæti í heiminum öllum.“ Greinilega mikill árangur og vekur væntanlega glæstar vonir í litlum sálum sem seinna verða kannski í stakk búnar til að fara út í heim og vinna þar glæsta sigra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kennari Þarna er Ragnar Sverrisson að segja til nemendum sínum. Dansað gegnum lífið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.