Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Flutnings-jöfnun ervitlaus hug- mynd sem felur í sér að ríkið tekur peninga af neytendum og færir í vasa framleiðenda sem ein- hverra hluta vegna þurfa að flytja vöru sína um langan veg. Um leið tapar einhver annar framleiðandi (eða jafnvel sá sami) því að kaupmáttur neyt- andans minnkar sem nemur því sem ríkið tekur af honum til að niðurgreiða flutnings- kostnað og hann kaupir þá minna af vörum. Útkoman úr flutningsjöfn- unarkerfum er iðulega afar óskynsamleg. Þannig borguðu íslenzkir eigendur dísilbíla yfir 100 milljónir króna í flutnings- jöfnun á dísilolíu, sem verktak- arisinn Impregilo notaði við framkvæmdirnar á Kára- hnjúkum. Vitlaus flutningsjöfnunar- kerfi hafa sem betur fer stund- um verið aflögð. Þannig var flutningsjöfnun á sementi hætt fyrir nokkrum árum. Síðustu sérkennilegu afleiðingar þess kerfis komu í ljós þegar sem- entið í steypu húsbyggjenda á höfuðborgarsvæðinu hækkaði vegna mikilla sementsflutn- inga austur á land. Fyrir u.þ.b. ári ætlaði Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra að hætta flutningsjöfnun á olíu. Hann lét plata sig til að setja á fót starfshóp sem átti að meta hvaða afleiðingar slíkt hefði. Nú hefur starfshópurinn skilað niðurstöðu. Hann spurði fjögur olíufélög hvað það myndi þýða að leggja flutn- ingsjöfnunarsjóðinn niður. Þrjú sögðu að það hefði engin áhrif. Það fjórða sagði að það gæti þýtt að olían hækkaði sums staðar úti á landi. Nefnd- in trúir síðastnefnda olíu- félaginu og vill að sjóðurinn lifi. Ekki nóg með það. Starfshópur- inn tekur upp á ný gamla hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur um að niður- greiða flutningskostnað fram- leiðslufyrirtækja á lands- byggðinni. Nefndarmenn vitna í skýrslu frá Byggðastofnun, þar sem fram kemur að „þar sem krafa um hagnað og hag- kvæmni í rekstri sé allsráðandi segi það sig sjálft að sé munur á flutningskostnaði talinn í nokkrum prósentustigum af veltu skipti sá munur jafnvel sköpum um hvort fyrirtæki er rekið með hagnaði eða tapi.“ Þetta er rétt – en með niður- greiðslunni er tekinn af fyrir- tækinu hvatinn til að hagræða; lækka flutningskostnaðinn eða aðra kostnaðarliði á móti. Og hvers eiga fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem búa í óheyrilega dýru húsnæði, að gjalda? Hvar er tillagan um húsnæðisstyrk handa þeim? Starfshópur viðskiptaráð- herra hefur líka skilið að land- flutningar á vegunum eru niðurgreiddir; kostnaður skattgreiðenda af viðhaldi veg- anna vegna slits flutningabíla er miklu meiri en tekjurnar, sem ríkissjóður hefur af flutn- ingabílunum. Í stað þess að leggja til að þessum niður- greiðslum verði hætt og flutn- ingafyrirtækin borgi raunverð fyrir afnot sín af vegunum, vill hópurinn skoða að taka upp sambærilegar niðurgreiðslur á strandsiglingum! Tillögur starfshóps við- skiptaráðherra eru vondur uppvakningur á slæmum hug- myndum sem hefðu átt að vera gleymdar og grafnar fyrir löngu. Kannski hefur ráð- herrann pólitískt þrek til að standa á móti þessari vitleysu. Flutningsjöfnun er vitlaus hugmynd.}Vondur uppvakningur Umrótið á fjár-málamörk- uðum erlendis skapar líka þrýst- ing á Íslandi og við slíkar kringumstæður verður þrýstingurinn mestur við veik- asta hlekkinn. Eitt af einkenn- um íslensks efnahagslífs er ná- vígi milli fyrirtækja, ekki síst á fjármálamarkaði þar sem marg- ir þræðir eru sameiginlegir, þótt dregið hafi úr krosseigna- tengslum eftir að erlendir greinendur gagnrýndu þau vor- ið 2006. Vegna lánsfjárkreppu, mis- reiknaðra fjárfestinga og ótíma- bærra framkvæmda reynir á og þá gera eignatengslin að verk- um að slæm staða eins þrengir stöðu annarra og hafa mun víð- tækari áhrif en ella. Kerfið í heild sinni verður viðkvæmara fyrir hremmingum og hættan á keðjuverkun meiri. Í þessari stöðu er mikilvægt að tryggja að allir haldi sjó á meðan ágjöfin er sem mest. Í Bandaríkj- unum fækkar fjár- festingarbönkunum ört og að- eins tveir eru eftir af þeim stóru. Þessi staða hefur vakið ótta í Evrópu þar sem alþjóðleg starfsemi fjármálafyrirtækja hefur einnig færst í vöxt. Margir spyrja sig nú hvað gerist næst í íslensku fjármála- og atvinnulífi. Lítil hætta er á að íslensku bankarnir fari í þrot, en staða ýmissa stórra fyr- irtækja, sem eru í viðskiptum við þá, er erfið. Tap þessara fyr- irtækja og skuldir nema tugum milljarða. Nú blasir við það verkefni að komast í gegnum umrótið með sem minnstum áföllum. Þá tek- ur við að vinda ofan af vandan- um og draga úr þeim tengslum, sem veikja íslenskt fjármálalíf og gera illt verra þegar á bjátar. Eignatengsl magna efnahagsvandann.}Í kross Ánæstunni verða án efa líflegar um-ræður um staðgöngumæður. Á aðleyfa konum að ganga með börn,sem getin eru af öðru fólki meðtæknifrjóvgun? Börn, sem þær „eiga“ ekkert í, en bera og næra alla meðgöng- una og foreldrar taka við eftir fæðingu? Um nóg er að rökræða. Sumir munu segja að staðgöngumóðir geti tryggt hamingju fólks, sem ekki getur eignast börn upp á eigin spýt- ur. En aðrir að barneignir séu ekki óskoraður réttur fólks. Dögg Pálsdóttir lögmaður benti á það á bloggi sínu í vor að fyrst lesbíum væri nú heimilt að fara í tæknifrjóvgun með gjafasæði þyrfti að ræða hvort hommum ætti ekki að vera heimilt að eignast börn með gjafaeggi og staðgöngumæðrun, svo jafnræðis væri gætt. Þar er enn eitt álitaefnið. Þeir eru til, sem hafa þungar áhyggjur af því að stað- göngumæðrun verði „atvinnuvegur“, þ.e. að konur muni freistast til að ganga með börn gegn greiðslu. Peningar koma málinu ekkert við, segja aðrir og benda á að með lög- um megi hindra að konur selji aðgang að legi sínu. Greiðslur til staðgöngumæðra hljóti líka fremur að vera áhyggjuefni í löndum þar sem sárasta fátækt ýtti konum til örþrifaráða. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir nefndi þetta í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta má ekki verða at- vinnuvegur,“ sagði hann og bætti við að heppilegra væri að staðgöngumóðir væri nákomin hinum verðandi foreldrum. Matthías er því sammála Reyni Tómasi Geirssyni, prófessor og yfirlækni á kvenna- sviði LSH. „Ég tel það heppilegra en að velja ókunnugt fólk,“ sagði hann í apríl sl. „Ég hef það á tilfinningunni að óskyld kona myndi frekar vilja halda barninu en ef þetta væri meðal skyldfólks. Það sama átti við um ætt- leiðingar áður fyrr. Þær reyndust auðveldari ef börn voru látin til ættingja.“ Er hægt að binda ákvæði um nánd foreldra og staðgöngumóður í lög? Væri ekki afskap- lega auðvelt að komast framhjá slíku ákvæði? Og hvers vegna ætti löggjafinn, ef hann ákveður að leyfa staðgöngumæðrun á annað borð, að skipta sér af því hversu náin foreldrar og staðgöngumóðir eru? Staðgöngumæður nefna ýmsar ástæður fyrir ákvörðun sinni. Stundum eru þær vissu- lega að hjálpa nánum ættingjum. Í öðrum tilvikum ákveða þær að launa eigið barnalán með því að ganga með barn fyrir fólk, sem ella á enga möguleika á að njóta sömu hamingju. Það er nefnilega til fólk, sem finnur sanna gleði í að gleðja aðra. Staðgöngumóðir, sem vitnað var til í sjónvarpsfréttum, sagðist alltaf hafa þráð að ganga með barn fulla meðgöngu, eftir að hennar barn fæddist töluvert fyrir tímann. Hennar ástæða er ekki verri en annarra. Í þessu máli syngur hver með sínu nefi. Fólk verður seint sett undir sama hatt, sérstaklega ekki þegar um svo tilfinningarík mál er að ræða og barneignir. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Staðganga og meðganga FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is T ilfinning margra sem starfa í íþrótta- og tóm- stundastarfi í Breiðholti hefur verið staðfest með nýrri rannsókn á íþrótta- iðkun innflytjendabarna í hverfinu; börn innflytjenda taka síður þátt í slíku starfi en önnur börn. Mikilvægt þykir að auka þátttöku þeirra, m.a. vegna þess að iðkun íþrótta, í félagi við önnur börn, getur ýtt undir þá til- finningu innflytjendabarna að þau til- heyri samfélaginu. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði hjá Íþróttafélagi Reykjavík- ur (ÍR). Stjórn félagsins hafði áhuga á að auka þátttöku barna sem eru af erlendu bergi brotin. Félagið hafði m.a. boðið þeim upp á æfingar að kostnaðarlausu en sú tilraun skilaði ekki tilætluðum árangri. MIRRA – Miðstöð innflytjendarannsókna Reykjavíkurakademíunnar tók að sér rannsóknina og eru niðurstöður hennar birtar í skýrslunni Innan vall- ar eða utan?, sem MIRRA gefur út. Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir og Sól- veig H. Georgsdóttir sérfræðingur unnu rannsóknina. Í rannsókninni kemur fram að alls stunduðu 1.368 börn 9-15 ára, búsett í hverfum 109 og 111, íþróttir í ein- hverju íþróttafélagi starfsárið 2006 og 2007. (109 er póstnúmer Neðra-Breiðholts og Seljahverfis og 111 er póstnúmer Efra-Breiðholts.) Í hverfi 109 stunduðu 77% barna íþróttir með einhverju félagi en hlut- fallið var 54% í hverfi 111, skv. skrán- ingu í gagnagrunni Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Það reyndist mjög erfitt fyrir rannsakendurna að kortleggja íþrótta- og tómstundaþátttöku inn- flytjendabarna nákvæmlega, þar sem hvorki ríkisfang né móðurmál þeirra eða foreldranna var skráð hjá íþróttafélögunum eða hjá frístunda- miðstöðvum borgarinnar. Opinber skráning var einnig ófullkomin. Með því að fara vandlega yfir skráningargögn ÍR og Leiknis kom í ljós að 23,4% innflytjendabarna í Breiðholti stunduðu íþróttir með fé- lögunum. Ógerlegt reyndist að áætla fjölda eða hlutfall innflytjendabarna í öðrum íþróttafélögum. Við rannsóknina var rætt við 19 fjölskyldur innflytjenda auk kennara, þjálfara o.fl. sem vinna að íþrótta- og tómstundamálum í hverfinu. Ýmsar ástæður voru fyrir því að börn stunduðu ekki íþróttir. Tungumálaörðugleika bar oft á góma og börn sem voru nýkomin til landins voru gjarnan feimin. Allmörg sögðust ekki hafa áhuga. Sumir for- eldrar vildu að börnin tækju þátt en þau vissu ekki hvert þau ættu að snúa sér. Þá kom í ljós að Frístunda- kortið, sem Reykjavíkurborg inn- leiddi haustið 2007, virðist síður höfða til innflytjendafjölskyldna. Margir þekktu ekki kortið eða var ekki ljóst að styrkjakerfið næði til annarrar starfsemi en íþrótta. Rannsakendum þótti að aðild að Frístundakortinu og upplýsingar um það sé mjög illa kynnt á vefsíðum langflestra aðildarfélaga kortsins. Íþróttastrætó til bóta Í rannsókninni er bent á að til bóta væri ef börnin gætu notað íþrótta- strætó til að fara milli hverfa, m.a. vegna þess að foreldrar séu oft tregir til að senda yngri börn ein með strætó, og þeir sjálfir frá vegna vinnu og geti því ekki skutlað krökkunum. Bæta þurfi kynningarstarf en kynn- ingar á félögunum fari oftast fram inni í skólunum en sú kynning sé oft aðeins á íslensku eða á miðum sem daga uppi í skólatöskum barnanna. Þá benda höfundar jafnframt á að skólinn sé þungamiðjan í sam- skiptum innflytjendaforeldra við samfélagið og því nauðsynlegt að efla samvinnu milli skólanna, , Íþrótta- og tómstundaráðs, íþróttafélaganna og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Morgunblaðið/Golli Uppbyggilegt Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi íþrótta- og tómstundastarfs fyrir börn. Slíkt bætir t.d. líðan og námsárangur. Það er líka skemmtilegt. Börnin taka síður þátt í tómstundastarfi Þetta [þ.e. þykkur bæklingur frá ÍTR] var sent á hvert heimili og ég geymi það. Og ég gái hvar þetta er sem er í boði og það er langt í burtu og sonur minn hefur engan áhuga á íþróttum. Honum finnst gaman að teikna svo það er kannski ekkert fyrir hann hérna í grenndinni. (Taílensk mamma tveggja barna) Í ÞEIRRA ORÐUM Vinur minn frá Filippseyjum spurði mig um daginn hvort ég vildi ekki koma með honum að læra nútíma- dans. Ég sagði að mig langaði eig- inlega, en að ég yrði að læra tungu- málið fyrst, svo ég gæti skilið það sem mér er sagt. (14 ára stelpa frá Póllandi, hefur verið eitt ár á Íslandi) Pabbinn: OK. Svona var það. Við fórum og skráðum hann. Við fórum og keyptum sérstaka skó. Og svo var einhver endurskipulagning. Þeir breyttu dögunum eða tím- unum. Og ... það er tungumála- vandamál, svo hann vissi ekki hvernig hann ætti að spyrja. Mamman: Og hann var í hóp þar sem ekki voru neinir aðrir Pólverj- ar. Kannski er hann feiminn. Hann getur ekki gert sig skiljanlegan eins og í Póllandi, þar sem hann gat farið og spurt einhvern. Lært af vinum. Það er ekki svona hérna ... Pabbinn: Hann vissi ekki á hvaða tímum, svo hann fór ekki. ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.