Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sverrir Har-aldsson læknir
fæddist í Neskaup-
stað 8. júlí 1930.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 8.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Har-
aldur Víglundsson
frá Sléttu í Mjóa-
firði, f. 9. júlí 1905,
d. 21. okt. 1974, og
Arnbjörg Sverr-
isdóttir frá Nes-
kaupstað, f. 16.
febr. 1905, d. 4. nóv. 1987. Syst-
ur Sverris eru Jenný, f. 9. okt.
1927, Svandís, f. 1. mars 1924,
Sigrún, f. 5. ágúst 1933, og Pál-
ína, f. 2. mars 1942.
Sverrir kvæntist árið 1996
Hjördísi Rósu Daníelsdóttur, f.
26. ágúst 1945. Foreldrar hennar
eru Daníel Helgason, f. 4. maí
1924, og Helga Blöndal, f. 12.
febr. 1922, d. 2. maí 2002. Hjör-
dís var áður gift Tómasi Inga
Olrich, f. 13. feb. 1943, en þau
slitu samvistum. Dætur þeirra
eru: 1) Margrét, f. 22. mars
1964. Var gift Richard White en
þau slitu samvistum. Börn
þeirra: Karen Rebekka, f. 1990,
og Sara Kristín, f. 1992. 2)
Helga, f. 5. okt. 1965, gift Hrólfi
Brynjólfssyni, f. 18. júní 1968.
Börn þeirra: Sigrún Rósa, f.
Móðir Svandísar er Sigrún
Ragnhildur Gústavsdóttir, f. 14.
jan. 1938, d. 29. feb. 2004. 3)
Hans Sverrir Svedberg, f. 1.
sept. 1961, kvæntur Anniku Har-
aldsson, f. 29. júní 1967. Börn
þeirra: Frida, f. 1989, og Erik, f.
1991. Móðir Hans er Evy Sved-
berg, f. 11. jan. 1939.
Sverrir ólst upp á Seyðisfirði
frá fjögurra ára aldri. Hann
varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1950
og útskrifaðist frá læknadeild
Háskóla Íslands árið 1958. Á
kandídatsárunum starfaði hann
aðallega í Reykjavík, en líka á
Patreksfirði og Vopnafirði. Árið
1960 fór hann til náms og starfa
í Svíþjóð og lauk sérfræðinámi í
skurðlækningum og þvagfæra-
skurðlækningum árið 1970.
Hann kom til Íslands 1964 og
var sjúkrahúslæknir í Neskaup-
stað í eitt ár. Sverrir starfaði
sem sérfræðingur í skurðlækn-
ingum og þvagfæraskurðlækn-
ingum á Borgarspítalanum frá
1969. Hann var yfirlæknir á
þvagfæraskurðdeild Borgarspít-
alans frá 1981 til 1995, er hann
lét af störfum. Hann var próf-
dómari í handlæknisfræðum við
læknadeild Háskóla Íslands frá
1975. Sverrir var í stjórn Skurð-
læknafélags Íslands 1970-1974.
Hann stofnaði Félag íslenskra
þvagfæraskurðlækna og var
lengi formaður þess.
Útför Sverris fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
1998, og Tómas
Ingi, f. 2000.
Árið 1961 giftist
Sverrir fyrri konu
sinni Hrefnu Jó-
hannsdóttur, f. 31.
okt. 1932, d. 3.
ágúst 1988. Þau
skildu árið 1971.
Börn þeirra eru: 1)
Kristín, f. 26. júlí
1963, gift Jóni
Magnúsi Jónssyni, f.
10. ágúst 1962. Börn
þeirra: Hrefna, f.
1991, María Helga,
f. 1993, Jón Magnús, f. 1998, og
Sverrir, f. 2003. 2) Arnbjörg, f.
9. okt. 1964, sambýlismaður Rob-
in Svendsen, f. 30. sept. 1958.
Synir þeirra: Kristian Sverrir, f.
1996, Ísak Freyr, f. 1999, og Jó-
hannes, f. 2001. 3) Jóhann, f. 4.
júní 1971, sambýlismaður Filip
Thoor, f. 1966.
Fyrir átti Sverrir þrjú börn: 1)
Ásgeir, f. 12. júlí 1956, kvæntur
Helgu Sigurðardóttur, f. 21. júní
1957. Börn þeirra: Sæþór, f.
1983, Íris Björk, f. 1989, og
Fannar Freyr, f. 1993. Móðir Ás-
geirs er Jóna Gunnlaug Ingi-
marsdóttir, f. 23. nóv. 1923, d.
11. nóv. 1988. 2) Svandís Ingi-
björg, f. 3. júní 1958, gift Krist-
jáni Gíslasyni, f. 26. maí 1960.
Börn þeirra: Róbert Már, f.
1985, og Berglind Ósk, f. 1989.
Það grisjast hópurinn sem út-
skrifaðist stúdentar frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1950. Nú síð-
ast hvarf á braut Sverrir
Haraldsson læknir, eftir langa
baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Sverrir kom í annan bekk frá
Seyðisfirði, fríður og beinn í baki
og vakti þegar athygli þótt ekki
væri hann að trana sér fram,
hvasseygur og öruggur í fasi og
átti til að svara hvatskeytlega ef á
hann var yrt. Þá var hann góður í
fótbolta og fljótur að hlaupa. Það
var ekki laust við að Akureyring-
arnir væru hálf-hræddir við hann,
hann var þó ekki stór eða fyr-
irferðarmikill. Og fljótt kom í ljós
að undir hrjúfu yfirborði leyndist
drengur góður, hjálpsamur og
traustur vinur vina sinna.
Sverrir var góður námsmaður
og vandvirkur við allt sem hann
tók að sér. Hann var snemma virk-
ur í félagsstarfi bekkjarins og
hélst það fram eftir ævi meðan
heilsa entist.
Höfundur þessara fátæklegu
orða kynntist Sverri best í sum-
arvinnu í síldarverksmiðju á Rauf-
arhöfn á námsárunum. Þar reyndi
stundum á snarræði, vandvirkni og
útsjónarsemi og ekki síst á sam-
viskusemi sem Sverri var rótgróin.
Þar áttum við oft drjúgar samræð-
ur á löngum vöktum og ekki fór
hjá því að stöku sinnum væri
dreypt í glas á frívöktum.
Mér er minnisstætt að Sverri
var lítið tamt að tala um sjálfan
sig eða sitt starf en kunni sögur og
var liðtækur í söng. Snemma
beindist hugur hans að skurðlækn-
ingum og þar var hann á sinni
réttu hillu. Læknir talar aldrei um
sjúklinga sína nema við aðra
lækna. Þó sagði Sverrir frá því í
góðum hópi er hann skar upp
gamlan náttúrufræðikennara og sá
spurði: „Tókst þetta sæmilega hjá
þér, Sverrir minn?“ og Sverrir
svaraði: „Fimm tvo sex einn,“ en
það er lægsta fyrsta einkunn á Ör-
stedskala. „Hann gaf mér aldrei
hærra, kallskrattinn,“ bætti Sverr-
ir við þegar hann sagði söguna.
Við kveðjum traustan vin og
skemmtilegan félaga og vottum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Stefán Finnbogason,
stúdent frá MA 1950.
Það muna sjálfsagt flestar
stelpur sem voru í M.A. þegar
Sverrir Haraldsson kom í skólann,
svo glæsilegur var hann. Þó
reyndi hann ekkert til að vekja á
sér athygli. Ég minnist þess hve
mikinn áhuga við stelpurnar feng-
um allt í einu á blaki. Því við fór-
um að horfa á blakleiki bara til að
horfa á Sverri. Ég kynntist Sverri
lítið í M.A. – hann var í stærð-
fræðideild en ég í máladeild. Það
var fyrst eftir að við komum suður
í Háskólann að ég kynntist honum
og komst að því hve hugulsamur,
hjálpfús og nærgætinn hann var.
Eftir læknisnámið í Háskólanum
fór hann til Svíþjóðar til fran-
haldsnáms.
Svo var það eitt árið að við
hjónin Vernharður maðurinn minn
og ég, ætluðum að ferðast um
Þýskaland og fórum með skipi til
Kaupmannahafnar. – Þurftum við
að hafa samband við Sverri. Vildi
hann endilega að við kæmum í
heimsókn. Og við drifum okkur.
Hann og Hrefna voru þá að fara
stuttu seinna til Spánar og vildu
að við kæmum með. Það varð úr
og nutum við ómældrar gestrisni
þeirra hjóna. Spánarferðin var
ánægjuleg með alls kyns óvæntum
uppákomum. Þegar þau fluttust
heim endurnýjaðist kunningsskap-
urinn. –
Um nokkurt skeið stóð Sverrir
fyrir því að við bekkjarsystkin úr
M.A. kæmum saman. Sverrir var
sannur vinur vina sinna – hug-
ulsamur og hjápfús. – Góður mað-
ur er genginn.
Vilhelmína
Þorvaldsdóttir.
Ég vil með nokkrum línum
minnast Sverris. Við vorum skóla-
bræður bæði í Menntaskólanum á
Akureyri og Háskóla Íslands.
Okkar kynni urðu talsverð.
Báðir vorum við dreifbýlis-
drengir, fæddir á Austur- og
Norðurlandi. Fæddir á raunveru-
legum krepputíma þegar klæði,
skæði og fæði voru meginmarkmið
lífsbaráttunnar.
Aðstæður á bernskuslóð móta
mannveruna. Eru kennsla og
reynsla, sem stýrir gildismatinu
ævina alla.
Sverrir var glíminn maður. Góð-
ur var hann í íþróttum enda vel á
sig kominn, knálega vaxinn. Hann
var ekki hár maður en samsvaraði
sér vel. Aðeins var hann rauðbirk-
inn á hár.
Að líkamsburðum fannst mér
hann líkastur þeirri mynd sem ég
gerði mér af Gunnari á Hlíðar-
enda.
Atgeir hans gat verið tungan.
Við vorum herbergisfélagar á
Gamla Garði veturinn 1950–51, þá
nýstúdentar.
Þá tókum við þá örlagaríku
ákvörðun að læra til læknis.
Það er ekki efnislegt að segja
frá námsferli okkar, sem gekk
mjög vel enda stóð annað ekki til.
Ég reyndi Sverri oft að heil-
steyptri skapgerð og drenglyndi.
Við vissum alltaf hvor af öðrum.
Ég var umdeildari en hann á
opinberum vettvangi enda hafði
ég leyft mér að taka þátt í stjórn-
málum sem Sverrir gerði aldrei
þó að lífssýn hans væri alltaf skýr.
Eitt sinn hringir Sverrir í mig
þegar á mig stóð hríð úr óvæntri
átt. Þá segir hann mér það sem ég
vissi ekki og ei verður tíundað
hér.
Hugrænt slotaði þá þessu gern-
ingaveðri. Mér varð sama um mál-
ið.
Þetta lýsir Sverri eins og ég
þekkti hann.
Réttlætiskenndin var hjá hon-
um á sínum stað.
Með þessum orðum kveð ég
Sverri Haraldsson lækni, vin í
raun.
Ég sendi kveðju mína til allra
ættingja hans og vina.
Brynleifur H.
Steingrímsson.
Í dag kveðjum við með söknuði
kollega vorn og félaga, Sverri
Haraldsson lækni. Eftir kandí-
datsnám hér heima fór Sverrir til
sérnáms í skurðlækningum í Suð-
ur-Svíþjóð þar sem hann síðan
sérhæfði sig í þvagfæraskurð-
lækningum á Centrallasarettet í
Västerås og Háskólasjúkrahúsinu
í Lundi.
Sverrir var einn af frumkvöðl-
um hér á landi á sviði þvagfæra-
skurðlækninga. Hann var hvata-
maður að stofnun fyrstu
sjálfstæðu þvagfæraskurðdeildar
á Borgarspítala og var yfirlæknir
þeirrar deildar frá 1985 til 1995 er
hann lét af störfum. Sverrir var
prófdómari í handlæknisfræði við
Háskóla Íslands og sat í stjórn
Skurðlæknafélags Íslands til
nokkurra ára. Hann stofnaði Fé-
lag íslenskra þvagfæraskurðlækna
árið 1976 og var formaður þess til
ársins 1994 eða í samfellt 18 ár.
Árið 2005 var honum þakkað
framlag hans til félagsins og
fræðigreinarinnar og gerður að
heiðursfélaga.
Sverrir innleiddi á starfsferli
sínum ýmsar mikilvægar nýjung-
ar í meðferð sjúklinga. Hann var
einstakur maður og öllum minn-
isstæður sem honum kynntust.
Oft gustaði í kringum Sverri og
ýmsum þótti hann hrjúfur á yf-
irborðinu. Við nánari kynni kom í
ljós að hann var hið mesta ljúf-
menni og sérstaklega í samskipt-
um við sjúklinga sína sem hann
sinnti af alúð.
Við þökkum Sverri góð kynni
og metum allt það góða starf sem
hann vann fyrir fag sitt og félag.
Við færum Hjördísi og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Félags íslenskra
þvagfæraskurðlækna,
Guðmundur Geirsson.
Starfsbróðir minn og félagi
Sverrir Haraldsson, þvagfæra-
skurðlæknir, er látinn.
Hann var fæddur á Neskaup-
stað en bjó að mestu á Seyðisfirði
á æskuárum sínum.
Að loknu læknaprófi fór hann í
sérnám í skurðlækningum, aðal-
lega þvagfæraskurðlækningum, til
Svíþjóðar og starfaði þar við ýmis
sjúkrahús, mest í Västerås og við
Háskólasjúkrahúsið í Lundi.
Hann flutti síðan til Íslands og
gekk til samstarfs við dr. Friðrik
Einarsson, þvagfæraskurðlækni
við Borgarspítalann, og var þar til
starfsloka.
Undirritaður starfaði mest á
þvagfæraskurðdeild Landspítal-
ans, var því ekki á sama spítala og
Sverrir en er þó fullkunnugt um
starfsemi hans, einkum í Lundi en
þar var hann af öllum talinn dug-
legur og hæfur skurðlæknir.
Við vorum saman í stjórn Fé-
lags íslenskra þvagfæraskurð-
lækna og einnig í stjórn Nordisk
Urologisk Förening á árunum
1976-1994 og sóttum við oft saman
fundi og þing erlendis. Voru
Sverrir og Hjördís kona hans jafn-
an mjög skemmtilegir og góðir
ferðafélagar. Áformað er þing nor-
rænna þvagfæraskurðlækna á Ís-
landi næsta ár en slíkt þing var
haldið í fyrsta sinn á Íslandi fyrir
19 árum og hafði Sverrir þyngstu
byrðina við undirbúning þess og
tókst það mjög vel.
Þótt við störfuðum ekki við
sama sjúkrahús, þá höfðum við oft
náin samskipti á þessum árum.
Kann ég honum bestu þakkir fyrir
þann tíma. Við Katrín sendum
Hjördísi og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sverris
Haraldssonar.
Egill Á. Jacobsen
læknir.
Það er með hálfum huga að ég
sendi Haraldssyni hinztu kveðju í
dagblaði, svo frábitinn sem hann
var öllu opinberu umstangi er
hann sjálfan varðaði. Það getur
svo sem verið að hann hafi haft
skoðanir í stjórnmálum, en okkur
félögum hans var öldungis
ókunnugt um hverjar þær kynnu
að vera. Á hálfrar aldar samferð
minnist undirritaður þess ekki að
Haraldsson sýndi nokkru sinni
áhuga á þeim vettvangi. Veitti
skrifari þessu þeim mun meiri at-
hygli sem hann göslaði sjálfur
lengst af í þeim mógröfum.
Stúdentsárgangur Haraldssonar
1950 frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri mun hafa verið hinn fjöl-
mennasti í sögu skólans þar til.
En mannfall hefir orðið mikið í því
vaska liði. Virðist Haraldsson vera
hinn 25. bekkjarbræðra sem kveð-
ur, en margir þeirra áður langt
um aldur fram.
Kynni okkar Haraldssonar hóf-
ust árið 1952 á Gamla-Garði. Vor-
um við nábúar í herbergjum sam-
hliða í þrjú ár samfleytt. Var það
á stundum dýrt kveðinn ramm-
islagur, sem menn tóku sér fyrir
hendur. En uppistaðan í samskipt-
unum var spilamennska – rúbertu-
brids. Stóð svo í rúmlega hálfa öld
að undanteknum sjöunda áratug
síðustu aldar er Haraldsson dvaldi
við framhaldsnám og læknisstörf í
Svíþjóð.
Var jafnvægis í byggð landsins
gætt til hins ýtrasta. Magnús Ósk-
arsson frá Akureyri, Sverrir Har-
aldsson frá Seyðisfirði, Þorvaldur
Lúðvíksson frá Eyrarbakka og
undirritaður frá Svalbarði í Ög-
urvík við Djúp vestur. Héldu þess-
ir menn spilahópinn til ársins 1999
að Magnús hvarf fyrir ætternis-
stapann. Tók þá sæti hans Ak-
ureyringurinn Ingólfur Lilliendahl
lyfjafræðingur, sessunautur Har-
aldssonar í MA, og stóð svo þar til
Þorvaldur Lúðvíksson kvaddi fyrir
þremur árum, að sögnum eftir
Vínarkerfinu lauk.
Eins og fyrr sagði var Haralds-
son með öllu afskiptalaus um al-
menn málefni. Hinsvegar mun
hann hafa verið mjög hæfur í sínu
fagi, læknisfræðinni. Hann heim-
sótti tíðum sjúka vini sína, sem
kunnu það vel að meta svo sem
þeir Björn Þórhallsson og Þor-
valdur Lúðvíksson. Og minnis-
stætt er greinarhöfundi hversu
tengdafaðir hans mat umönnun
læknisins mikils, er hann háði sína
lokasennu fyrir margt löngu.
Ég kveð þennan vin minn með
miklum söknuði en með þakklæti
jafnframt að hafa átt hann að.
Hann var vaskur maður til vopna
sinna, einarður og ókvalráður
ágætismaður.
Hann kynni Hermannssyni
sjálfsagt litlar þakkir fyrir um-
mælin, en í þessu falli má satt
ekki kyrrt liggja.
Láti Guð honum nú raun lofi
betri.
Sverrir Hermannsson.
Sverrir Haraldsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix