Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 19
Fréttir í tölvupósti Traustur Þessi er eftirgefan- legri og þ.a.l. öruggari en brettahjálmarnir og hanskarnir setja punkt- inn yfir i-ið. Hvoru- tveggja er úr Ern- inum, hjálmur kostar 14.500 kr. og hansk- arnir 3.294 kr. Vinsæll Svartir og mattir brettahjálmar hafa rokið út eins og heitar lummur í ár. Sumir skipta líka út gíratannhjólinu til að létta hjólreið- arnar. Úr Erninum, hjálmur kostar 4.985 kr. og tann- hjól 6.592 kr. Þótt vetur konungur sé genginn í garðer engin ástæða til að leggja hjól-hestinum. Á tímum dýrra bensín-dropa og þrengri fjárhags er tilvalið að halda áfram þeim umhverfisvæna samgöngumáta sem sló í gegn svo um munaði í sumar, þ.e. hjólreiðum, og styrkja þannig líkamann og budduna í leiðinni. Þetta gildir auðvitað ekki bara um fullorðna fólkið. Yngri kynslóðin sem komin er með aldur til hefur aldrei verið betur í stakk búin til að koma sjálfri sér milli staða á fráum álfákum þegar þeyst er í tómstundir og skóla út um borg og bý. Öryggið þarf auðvitað að vera í fyr- irrúmi eins og ætíð og þá getur verið hvetjandi ef hjálmurinn er af svalara taginu. Undanfarið hefur nýtt form og lína á hjólahjálmum verið að ryðja sér til rúms hjá unglingum og eldri krökkum eða svokallaðir brettahjálmar og er hægt að velja úr ýmsu í þeim efnum. Sumir láta ekki þar við sitja heldur verða sér úti um glæsilega hjólahanska eða „klassa“ reiðskjótann sjálfan upp með ýmiss konar aukahlutum á borð við skraut- legar ventlakúlur eða glæsileg gíratannhjól. ben@mbl.is Að vera töff á toppstykkinu Hermannalegur Mosagræni lit- urinn hefur komið sterkur inn hjá krökkunum að undanförnu og það kostar ekki mikið að skreyta hjólið með glaðlegum ventla- kúlum. Fæst í Markinu, hjálmur kostar 4.500 kr. og parið af ventlakúlunum 350 kr. Háglans Hvítt er sígilt, líka hjá ungu kynslóðinni. Hanskarnir eru örlítið skrautlegri. Fæst í Mark- inu, hjálmur kostar 3.990 kr. og hanskar 2.990 kr. Morgunblaðið/Frikki Öðruvísi Hvort sem glaðlegir litir eða hauskúpur heilla er eitthvað að finna fyrir alla. Þessir fást í GÁP-fjallahjóla- búðinni og kosta 4.990 kr. stykkið. tíska MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 19 Í vísnasafni afa míns, Lárusar H.Blöndals bókavarðar, er ódag- settur miði með vísu eftir Þorstein Erlingsson. Undir henni stendur með rithönd Lárusar: „Þórunn Sig- fúsdóttir bróðurdóttir Páls í Ár- kvörn. Vísan aldrei prentuð.“ Þökk fyrir vina bros á brá, best er að vera kátur. Gott er á meðan Árkvörn á okkar gleðihlátur. Bjargey Á. Arnórsdóttir segist hafa litið í spegil og ort: Andlit mitt er rúnum rist, rúin flestum gæðum. Augun hafa eldinn misst þó enn sé líf í glæðum. Karl á Laugaveginum orti: Út af þessu álveri úti á Bakka á Tjörnesi er til neyðarúrræði: umhverfismat á Þórunni! Stefán Þorláksson hringdi með vísu úr Svarfaðardal, en vissi ekki nafn á höfundi: Allar gjafir eru frá almáttugum drottni. En hákarlinn sem Hólsmenn fá hann er neðan frá botni. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Óbirt vísa Þorsteins Bókin sem sló öll met „Meistaralega fléttuð.“ Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is „Flott innra samhengi.“ Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag, Stöð 2 „Besta skáldsaga Arnaldar frá því að Grafarþögn kom út.“ Hávar Sigurjónsson / Morgunblaðið „Bók sem ekki gleymist og mun lifa lengi í minningu lesanda.“ Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is „Arnaldur er í toppformi í spennandi, læsilegri og vel hugsaðri glæpasögu sem er hans besta í nokkur ár.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Ísafold

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.