Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórey Ólafs-dóttir fæddist á Naustum 1 á Akur- eyri 15.2. 1942. Hún andaðist laug- ardaginn 6. sept- ember sl. Foreldrar henn- ar eru Ólafur Guð- mundsson, f. á Naustum 15.5. 1918, d. 5.3. 2005, bóndi og síðar verkamaður, og Sveinbjörg Bald- vinsdóttir, f. að Hálsi í Öxnadal 6.12. 1916, hús- freyja að Naustum 1. Systkini Þóreyjar eru: Helga Steinunn f. 14.7. 1937, Herdís f. 11.9. 1944, Lilja Rósa f. 26.6. 1947, Magnús f. 3.4. 1950 og Aðalheiður f. 16.6. 1956. Þann 24.5. 1969 kvæntist Þór- ey Benidikt Sigurbjörnssyni húsasmíðameistara f. 4.1. 1932 að Ártúni í Höfðahverfi. Þau bjuggu Sverrisdóttur f. 4.4. 1955. Börn þeirra eru Selma f. 16.5. 1975 og á hún 2 börn. Benidikt f. 30.4. 1978 og á hann 3 börn, Anna Sigurbjörg f. 3.11. 1982, á hún eina dóttur, og Helga Bergrún f. 11.3. 1984. 2) Sveinn Eyjólfur f. 23.2. 1958, kvæntur Auði Eiðsdóttur og eiga þau 3 dætur, Anna Gréta f 24.11. 1987 og á hún 2 dætur, Bergþóra f 26.12. 1991 og Guðrún f 21.8. 1995. 3) Matthildur f. 16.12. 1961, gift Þorsteini Árna Gunnarssyni f 2.5. 1959. Börn þeirra eru: Gunn- ar Þorvaldur f. 28.1. 1981 og á hann einn son, Anna Þóra f. 16.12. 1992 og Veigar Þór f. 26.2. 1998. Þórey var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1958 og fór svo í húsmæðraskólann á Laugalandi 1960–1961. Hún vann við ýmis störf í gegnum tíðina en síðustu 5 árin vann hún sem starfsstúlka í þvottahúsinu á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þórey verður jarðsungin frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin kl 14. allan sinn búskap í Skarðshlíð 21 á Akureyri. Dóttir Þóreyjar og Jóhanns Steinmanns Sigurðs- sonar er Elínrós, f. 26.7. 1966, maki Sig- urjón Hermann Her- bertsson f. 31.10. 1962. Dóttir Elínrós- ar og Bjartmars Ágústssonar er Nanna Þórey f. 3.2. 1988. Sigurjón á 4 börn úr fyrra hjóna- bandi. Dóttir Þór- eyjar og Benidikts er Anna, f. 24.3. 1969, maki Ólafur Jónsson f. 1.10. 1968. Börn Önnu og Guð- laugs Smára Jóhannssonar eru Hildur Dögg f. 10.8. 1996 og Jóhann Aðalbert f. 26.11. 2003. Ólafur á fyrir eina dóttur. Beni- dikt átti 3 börn frá fyrra hjóna- bandi sem Þórey gekk í móður stað. Þau eru: 1) Sigurbjörn f. 22.11. 1952, kvæntur Emelíu Elsku mamma mín, ég trúi því ekki að þú sért dáin, en Guð hlýtur að hafa ætlað þér eitthvað stærra og meira hlutverk. En þú sem varst alltaf svo yndisleg og góð og vildir allt fyrir alla gera, móðurarmur þinn var sá besti og það var alltaf svo gott að leita til þín og þú fylgdist alltaf vel með okkur öllum. Alltaf hringdir þú í mig minnst þrisvar á dag bara til að heyra í mér hljóðið og ég talaði við þig um tíuleytið á föstu- dagskvöldið og þú varst svo ham- ingjusöm og ekkert var að. Svo farið þið pabbi að sofa í hjólhýsinu ykkar og þú vaknar ekki meir, ég get bara ekki skilið þetta og sárið í hjartanu er stórt, en vonandi fæ ég einhvern tímann svör við öllum mínum spurn- ingum. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri móður og uppalanda og þú og pabbi eruð klettarnir í lífi mínu og höggið er þungt og stórt að missa þig. Minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu, elsku mamma mín, og við systkinin og barnabörnin höld- um fast utan um pabba og ömmu í þessari miklu sorg okkar allra. Þú ert einstök fyrir Guði miklu meira virði en nokkur jarðneskur auður. (Höf. ók.) Ég kveð þig í bili, elsku mamma, ég trúi því að við hittumst aftur. Þín dóttir Anna. Þórey systir mín varð bráðkvödd laugardaginn 6. september sl. Hún kvaddi óvænt og skyndilega. Um- hyggja er það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég minnist hennar. Umhyggja er margslungið fyrirbæri sem okkur er mislagið að veita. Til þess að hún sé sönn þarf margt til, svo sem kærleik, auðmýkt og jákvæða afstöðu til annarra og áhuga á vegferð þeirra. Allt þetta hafði systir mín til að bera í ríkum mæli. Sá sem er heill í umhyggju sinni lætur ekki mikið á henni bera. Þann háttinn hafði Eyja ævinlega á. Ávallt einkenndist umhyggjusemi hennar af hógværð og lítillæti, en þeir sem hennar nutu stóðu styrkari eftir. Mig grunar að stundum hafi meira verið gefið en þegið. Það var þó aldrei látið í ljós, jafnan hugsað meira um aðra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Á kveðjustundu vil ég þakka kærri systur minni allar góðu stund- irnar fyrr og síðar. Þeirra mun ég sakna mjög, við áttum margt gott hljóðskraf saman. Ég bið góðan guð að styrkja Benna, börnin og fjöl- skyldur þeirra í sorginni og missi þeirra. Guð blessi minningu Þóreyj- ar Ólafsdóttur. Magnús Ólafsson. Mamma, elsku hjartans engillinn minn. Að sitja hér og vera að skrifa minningargrein um þig er nokkuð sem ég hélt að ég þyrfti ekki að gera strax. Þú sofnaðir föstudagskvöldið 5. september í Rima, litla sumarhús- inu ykkar pabba, og lést í svefni um nóttina. Ekkert var hægt að gera, þú varst bara farin og pabbi stendur einn eftir og það er svo sárt. 26 ára gömul fluttir þú sem ráðs- kona til Benna pabba, í Skarðshlíð 21, með mig á öðru ári. Þar tókst þú við heimili og 3 móðurlausum börn- um sem pabbi hafði eignast í fyrra hjónabandi. Þú hefur oft sagt mér frá því, að þegar við vorum að fara að borða okkar fyrstu kvöldmáltíð þarna, hafi ég sagt, pabbi taka Ellu, og hann tók mig í fangið og þú fékkst tár í augun. Síðan hefur Benni verið minn besti faðir sem hugsast getur. Börnunum hans, þeim Sibba, Sveini og Hildi hefur þú reynst sem besta móðir og verður pabbi þér ævinlega þakklátur og ég veit að þau sakna þín sárt. Þann 24. mars 1969 fæddist litla systir mín hún Anna, hún grætur sárt og missir hennar er mikill, en ég verð að reyna að vera sterk fyrir hana. Þið giftuð ykkur svo 24. maí sama ár, svo mikil ást og innileiki hefur verið á milli ykkar að unun hefur verið að sjá. Þið voruð alltaf saman og gerðuð allt saman. Þegar ég eignaðist dóttur mína hana Nönnu Þóreyju, varðstu svo glöð og ánægð, og verð ég alltaf þakklát fyrir það, mamma mín. Hún saknar þín svo ofboðslega mikið. Þið voruð mikið búnar að spjalla og brasa saman og alltaf átti hún vísan faðm til að leita í. Og alltaf var það þegar við vorum að keyra hér á milli Akureyrar og Dalvíkur, þá fylgdu orðin: Keyrið nú varlega og hringið í mig þegar þið komið heim. Hugur minn hefur flakkað svo mikið undanfarna daga, en minning- arnar ætla ég að geyma í hjarta mér, ástin mín. Oft vorum við búnar að sitja saman þegar ég var lítil og syngja og fyrsta lagið sem þú kenndir mér var Kóngaljós, því þú sagðir að ég væri kóngaljósið þitt. Fyrsta bænin mín er „Nú legg ég augun aftur“ og hef ég beðið bænina á hverju kvöldi. Elsku mamma, að fara svona snögglega er svo sárt, enginn tími til að kveðja, við áttum eftir að gera svo margt en það bíður betri tíma þar til við hittumst á ný. Hlýr móðurfaðmur og móðurkoss, orðin Ég elska þig og heyri í þér á morgun, lifa í hjarta mér. Elsku pabbi og systkini mín, sorg- in er sár og stór, en við verðum að vera sterk, mamma hefði viljað það. Elsku amma mín, að horfa á eftir barninu sínu er eitthvað sem enginn á að gera, en ég veit að afi hefur tek- ið vel á móti henni. Mamma, ást- arengillinn minn, sofðu rótt uns við hittumst á ný. Guð geymi þig og vertu minn verndarengill. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Þitt kóngaljós, Elínrós. Mig langar í örfáum orðum að minnast mágkonu minnar, Þóreyjar Ólafsdóttur eða Eyju eins og hún var alltaf kölluð. Það var alltaf gott að koma til Eyju, það var góður andi hjá henni og hún tók alltaf vel á móti gestum. Eyja hafði sérlega gaman af því að hafa fólk í kringum sig og í góðra vina hóp var oft glatt á hjalla. Hún var kona sem vildi öllum gott gera og hvort sem var í Skarðshlíð- inni eða út í Rima þá var alltaf tekið vel á móti manni með kaffi og til- heyrandi. Eyja var söngelsk og vildi gjarn- an að lagið yrði tekið þegar fólk kom saman og þá spilaði Benni gjarnan undir á harmonikkuna. Þetta voru oft hinar mestu gleðistundir og frá þeim á ég margar góðar minnigar. Kæri bróðir, sendi þér og fjöl- skyldu þinni mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Meigi guð styrkja þig á þessari stundu. Ingi Ragnar og fjölskylda. Elsku amma mín, núna er þetta allt svo erfitt, ég trúi því ekki að þú sért farin og komir aldrei aftur. Þú misstir af svo miklu hjá okkur, ég vildi að ég hefði haft lengri tíma með þér, og ég vildi að ég hefði hringt í ykkur afa þegar ég var á Reykjum, en svona getur lífið verið ósann- gjarnt. En af því að þetta gerðist svona snöggt þá er bara eins og trukkur hafi keyrt yfir okkur öll, en við fáum þessu víst ekki breytt og ef ég mætti ráða værir þú hér enn. Langafa hlýtur að hafa vantað ein- hvern til að tala við og knúsa. Og þó að ég sé ung þá skil ég þetta alveg en eins og mamma þá neita ég að trúa að þú sért dáin. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar eftir skóla og bara alltaf, það er rosa skrítið að koma þarna núna og sjá þig ekki í stólnum þínum og heyra þig segja: „Halló, hver er þetta?“ „Ó, ert þetta þú elskan mín, komdu inn til ömmu“. Nú geymi ég minn- ingar í hjarta mínu og þar verða þær að eilífu, þú varst mér allt og verður það alltaf. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast síðar, en þangað til vakir þú yfir mér. Ég elska þig meira en allt, elsku amma mín. Þín ömmustelpa Hildur Dögg. Elsku hjartans amma mín, ég skil bara ekki að þú sért dáin, þú sem kenndir mér svo margt og varst allt- af svo góð við mig. Og það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa í Skarðshlíðina eða út í Rima. Ég sakna þín svo sárt, elsku amma mín. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Takk fyrir allt, þinn ömmustrák- ur Jóhann Aðalbert. Elsku amma mín og nafna, af hverju er lífið svona óréttlátt núna? Þú áttir svo miklu meiri tíma eftir með okkur, en þér er greinilega ætl- að stærra hlutverk hjá Guði. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, en elsku amma, við vor- um búin að eiga æðislegar stundir saman, ég, þú og afi. Ég flutti til ykkar í Skarðshlíðina haustið 2004 þegar ég byrjaði í Verkmenntaskól- anum en svo hætti ég veturinn 2006 og fór aftur til Dalvíkur. En á nýárs- dag á þessu ári flutti ég til ykkar á nýjan leik því að ég var komin með vinnu hérna í bænum, í vor fékk ég svo þá flugu í höfuðið að drífa mig í skólann aftur og ég gleymi því ekki hvað þú varst bæði ánægð og stolt af þessari ákvörðun minni. Þú varst svo góð vinkona og ég gat alltaf leitað til þín og fengið að hjúfra mig upp í þinn hlýja og mjúka faðm ef eitthvað á reyndi og þú vild- ir alltaf gera allt fyrir alla ef þú mögulega gast. Svo vorum við alltaf að stefna á kennslustund í sýróps- lengjubakstri, það gerir engin eins góðar sýrópslengjur og þú og þetta langaði mig endalaust til að læra en sú kennslustund verður að bíða. En elsku engillinn minn, ég er svo sár og reið við sjálfa mig fyrir það að hafa ekki komið til þín í vinnuna á föstudaginn og knúsað þig og kysst áður en ég fór til Dalvíkur en ég hugsaði með mér að ég myndi knúsa þig, kyssa og hjúfra mig upp að þér þegar ég kæmi aftur til ykkar á sunnudagskvöldið, ég fékk ekki að kveðja þig almennilega og það er sárt, hjartað mitt er svo rifið og tætt. En amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég ætla að búa hjá afa áfram og við ætl- um að styðja hvort annað í þessari miklu sorg og við höldum utan um langömmu og alla fjölskylduna. Elsku engillinn minn, ástar þakk- ir fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín nafna Nanna Þórey Elsku Eyja. Okkur langar í fáum orðum að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur frá því þú komst í Skarðshlíðina og gekkst okkur í móðurstað. Það er sárt að hugsa til þess að að þú sért ekki hér lengur. Upp koma ótal góðar og skemmti- legar minningar sem við búum að ævilangt. Þú hugsaðir alltaf vel um okkur og passaðir ætíð að við hefð- um það gott. Þegar við vorum lítil þá leið varla sú helgi á sumrin að ekki var farið í útilegur með tjald í Skarðsskóg, Flateyjardal og Fjörð- ur, að ógleymdum ferðum okkar til Ísafjarðar, og vítt og breitt um land- ið. En síðustu 20 árin hafið þið pabbi unað ykkur vel í litla sumarbústaðn- um ykkar í Rima úti í Höfðahverfi, þangað fóru þið alltaf þegar þið gát- uð, og þó að Rimi væri ekki stór bú- staður var alltaf nóg pláss og hjartarými þegar við komum í heimsókn. Elsku Eyja, minning þín lifir í hjörtum okkar. Undir dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör. Undir dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur frá Ljárskógum.) Matthildur, Sveinn og Sigurbjörn. Til elsku Eyju systur minnar Þú ert ljós í myrkri minnar sálar, minningarnar ylja á sorgarstund. Er þræddi’ eg ljósi byrgðar brautir hálar, birti upp þín hlýja og góða lund. Þú gafst mér von í veður- lífsins dróma vinur, sem að aldrei gleymist mér, með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma og lífið varð mér sælla nærri þér. Þú verður hér í draumi dags og nætur ef dreyra þakinn hugur kvelur mig, er sorgir á mig herja’ og hjartað grætur huggunin er minningin um þig. Vertu sæl, ég kveð með harm í hjarta, þú hefir lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna Guðfinnsdóttir) Hinsta kveðja, þín systir Herdís. Elsku Þórey, eða Eyja frænka eins við kölluðum þig alltaf, við syst- ur skrifum þessi orð þér til minn- ingar vitandi það að þú sért nú kom- in á betri stað, sitjir við háborðið með Óla afa og hinum englunum, horfir niður til okkar og brosir. Þér líður vel. Mamma færði okkur systrum þær fréttir að Eyja frænka væri dá- in. Það gerði hún laugardagsmorg- un einn í byrjun september, það var fallegt haustveður og kyrrð ríkti yf- ir bænum okkar. Viðbrögð okkar systra voru eins, við trúðum því ekki að hún elsku Eyja frænka hefði verið tekin frá okkur jafn skjótt og raun ber vitni. Hún sofnaði bara, það gerist stundum, sagði mamma í viðleitni sinni til að veita einhverjar skýringar. Þegar við systur vorum litlar vorum við svo heppnar að eiga heimili mjög skammt frá þínu. Það var gott að horfa út um stofuglugg- ann í Skarðshlíð 24 og sjá ljósið í glugganum í Skarðshlíð 21. Því við vissum að þangað gátum við hlaupið hvenær sem var og þegið nýbakað- ar kleinur og mjólk eða faðmlag frá Eyju frænku þegar þannig stóð á. Dyrnar þínar stóðu okkur alltaf opnar og litum við ávallt á Skarðs- hlíð 21 sem okkar annað heimili. Stundum þurftum við líka að hlaupa með miða á milli þín og mömmu með mikilvægum skilaboðum, þú varst vön að pakka þeim vel í lófann okk- ar og segja að þú treystir okkur fyr- ir mikilvægum upplýsingum. Við pössuðum skilaboðin alltaf vel og þegar við færðum þér svarið til baka hrósaðir þú okkur vel og laun- aðir með brosi og knúsi. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig, það er ekki pláss fyrir þær allar hér en þær búa í huga okkar og hjörtum og þær rifjum við systurnar reglulega upp. Elsku Eyja okkar við skrifum þessi orð til þín með miklum sökn- uði enda reyndist þú okkur systrum alltaf vel á uppvaxtarárum okkar og fyrir það verðum við ávallt þakk- látar. Haltu áfram að brosa og gefa af þér hlýju eins og þér einni var lagið. Hvíldu í friði, elsku frænka. Elsku Benni, Ella, Anna og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur samúð okkar, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Sólrún og Sveinbjörg Torfadætur. Þórey Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.