Morgunblaðið - 26.09.2008, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
263. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
Án hvíts sykurs
Án sætuefna
Með agavesafa
KE A skyrdrykkur
Leikhúsin
í landinu >> 37
LISTIR
TRÍÓ NORDICA VALDI
BARA „RJÓMANN“
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Zaritsky og Sjálfs-
vígsþjónustan
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
NAFNÁVÖXTUN eigna Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna (LV) var neikvæð um 1,6% á fyrri
helmingi þessa árs vegna verðlækkana á inn-
lendum hlutabréfamarkaði og lækkana á er-
lendum mörkuðum. Þetta þýðir að raunávöxt-
un eigna lífeyrissjóðsins var neikvæð um 8,9%
á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum LV hef-
ur ávöxtunin haldið áfram að dragast lítillega
saman frá miðju ári í kjölfar áframhaldandi
lækkana á innlendum og erlendum mörkuðum.
Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri líf-
eyrissjóðsins, var spurður hvort hann teldi að
til réttindaskerðingar mundi koma um næstu
áramót: „Það mun ekki gerast nema að mark-
aðir versni verulega frá því sem var um mitt
ár,“ svaraði Þorgeir.
Vegna lækkana á mörkuðum lækkaði innlent
hlutabréfasafn lífeyrissjóðsins um 24% en á
sama tímabili lækkaði Úrvalsvísitala Kauphall-
arinnar um 30,7% og erlendir hlutabréfamark-
aðir lækkuðu að meðaltali um 12,1% á fyrri
hluta ársins.
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna námu
270,7 milljörðum kr. í lok júní sl.
Ekki liggja fyrir tölur um ávöxtun annarra
lífeyrissjóða. Kristján Gunnarsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands, segir að stóru
Lífeyrissjóðirnir tapa
Neikvæð raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 8,9% fyrri hluta árs Framkvæmdastjórinn segir
ekki koma til réttindaskerðingar um áramót nema markaðir versni verulega frá því sem var um mitt ár
Kreppir að | 15
lífeyrissjóðirnir hafi að undanförnu í töluverð-
um mæli flutt fjármagn sem þeir hafa fjárfest
erlendis aftur heim til Íslands, svo milljörðum
skipti í hverjum mánuði, og varið því til kaupa
á verðtryggðum skuldabréfum.
Sjóðirnir flytji peningana heima
Mikilvægt sé við núverandi aðstæður að
sjóðirnir flytji peningana heim og komi þeim í
verkefni sem eru bæði arðbær fyrir sjóðsfélaga
og þjóðhagslega hagkvæm. Hann telur að
ávöxtun lífeyrissjóða verði neikvæð á árinu en
á ekki von á að skerða þurfi réttindi sjóðfélaga.
SKIN milli skúra mátti greina í höfuðborginni í
gær. Borgarbúar hafa svo sannarlega ekki farið
varhluta af mikilli rigningatíð á suðvesturhorn-
inu undanfarið, en í gær braust sólin skyndilega
fram milli skýjanna og minnti á sig í haustbirt-
unni. Við það myndaðist heillandi skuggaspil.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Skin milli skúra
Margir orðnir leiðir á vætutíðinni að undanförnu
Fjárfestingar Orkuveitu Reykja-
víkur á Nesjavöllum og vegna
Hellisheiðarvirkjunar nema tæpum
100 milljörðum
króna. Þá liggur
fyrir áætlun um
uppbyggingu
þriðju jarð-
varmavirkj-
unarinnar á
Hengilssvæðinu,
Hverahlíðar-
virkjunar.
Verið er að bora holu númer 50 á
suðurhluta Hengilssvæðisins en
gert hefur verið ráð fyrir því að
þær verði um 100 talsins eftir fjög-
ur ár. Hellisheiðarvirkjun verður
fullbyggð eftir árið 2010 en áætlað
er að rafmagnsframleiðslan verði
303 MW. » 15
Fjárfest fyrir 100 millj-
arða á Hengilssvæðinu
„SEÐLABANKINN verður hrein-
lega að skipta um gír. Hann verður
að grípa til aðgerða sem gerir fjár-
festum sem hafa áhuga á því að taka
stöðu með krónunni kleift að gera
það á viðunandi kjörum,“ segir Jón
Steinsson, lektor í hagfræði, í að-
sendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir gengi krónunnar í dag
langt fyrir neðan það sem eðlilegt
geti talist, þegar horft sé til þeirra
háu vaxta sem eiga að bjóðast fjárfestum sem fjárfesta í
krónum.
„Lykilatriðið í því að koma gjaldeyrismarkaðinum aft-
ur í gang er að Seðlabankinn (ef til vill með aðstoð ríkis-
stjórnarinnar) sjái til þess að nægilegt magn ríkis-
tryggðra skuldabréfa í krónum sé til á markaðinum til
þess að anna eftirspurn erlendra aðila sem hafa áhuga á
því að taka stöðu með krónunni.“ Þetta þýði að ríkis-
stjórnin og Seðlabankinn gætu þurft að gefa út mun
meira magn slíkra bréfa en áður hefur verið gert.
„Stór útgáfa ríkistryggðra bréfa myndi líklega hafa
aukaverkanir í för með sér hvað varðar lausafjárstöðu
bankanna í krónum. En Seðlabankinn á að geta leyst
þann vanda með því að rýmka reglur um veðhæfar eignir
í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann,“ segir Jón
í grein sinni. Hlutverk Seðlabankans sé m.a. að tryggja
fjármálastöðugleika. Það hafi hann ekki gert undanfarið.
„Það hefur haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir
verðlag í landinu.“ | Miðopna
Seðlabankinn skipti um gír
Gengi krónunnar langt fyrir neðan það sem eðlilegt er
Jón Steinsson
Finnska lögreglan heldur áfram
að rannsaka skotárásina í Kauha-
joki á þriðjudag og hefur m.a. kom-
ið í ljós að eini karlmaðurinn í hópi
nemendanna níu sem Matti Saari
skaut var besti vinur hans.
Aðeins þrem nemendum tókst að
komast út en hinir fleygðu sér í ör-
væntingu á gólfið. Saari gekk á röð-
ina og myrti þá alla. Liðlega fimm-
tugur kennari, sem var í stofunni,
reyndi að hindra Saari í að komast
inn og lét við það lífið. » 16
Skaut besta vin sinn