Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁÐUR fyrr var talið að ofvirkni og athyglisbrestur (ADHD) væri hegð- unarvandamál sem ungir drengir glímdu helst við en hugmyndir um þetta hafa breyst mjög í gegnum tíð- ina. Þetta kom fram í máli dr. Thom- as E. Brown, prófessors við geð- lækningadeild Yale-háskóla, á fyrirlestri sem hann hélt á ráðstefnu um ADHD sem hófst á Hilton-hóteli í gær og lýkur í dag. Ráðstefnan er haldin á 20 ára afmælisári ADHD- samtakanna. Brown sagði að ef líkja ætti ADHD við bilun í tölvubúnaði mætti segja að hann væri ekki eins og ein- öngruð bilun í einu forriti, heldur „fremur vandæði með stýrikerfið sjálft“. Sumir haldi að fólk sem er með ADHD eigi í erfiðleikum með að einbeita sér vegna þess að það skorti viljastyrk en svo sé ekki. „Þetta snýst um efnaskipti í heil- anum,“ sagði Brown, Hann lagði áherslu á að ADHD gæti lýst sér með mjög svo mismun- andi hætti. Hjá sumum gæti ofvirkni verið helsta einkennið og fólk sem þannig væri farið með væri gjarnan stöðugt á ferð og flugi. Aðrir hefðu ADHD án ofvirkni og það fólk hefði gjarnan afar rólegt yfirbragð. Brown ræddi um nýlegar rann- sóknir á svonefndri framkvæmda- og hegðunarstjórn heilans og vanda- mál henni tengd, sem fólk með ADHD glímdi við. Sú stjórn felur í sér ýmsa hæfileika sem fólk með ADHD á erfitt með að virkja. Hann benti á að þessi stjórn væri ekki full- þroskuð við fæðingu, heldur héldi áfram að þróast fram á fullorðinsár. „Ekki er víst að vart verði við þau vandamál sem fólk á við að etja vegna ADHD fyrr en það nær ung- lings- eða fullorðinsaldri og þarf að takast á við verkefni sem reynast erfið vegna röskunarinnar.“ Hann rakti ýmis vandamál sem fólk með ADHD á við að etja og trufla framkvæmda- og hegð- unarstjórn heilans. Það lendi gjarn- an í vandræðum við að skipuleggja, forgangsraða og virkja til verkefna. Fólk með ADHD á gjarnan erfitt með að einbeita sér, að viðhalda við- leitni og vinnsluhraða og stýra skapi sínu og tilfinningum. Ennfremur að nota skammtímaminni sitt og að stjórna virkni meðvitað eða ósjálf- rátt. Brown hefur undanfarinn ald- arfjórðung rætt við fjölda fólks sem haldið er ADHD. Hann segir að þeg- ar einkenni ADHD séu skoðuð komi í ljós að allir glími á einhverjum tímapunkti við einhver einkennanna. Þó skilji greinilega á milli fólks sem ekki er með röskunina og þeirra sem hafa hana. „Það má líkja þessu við þunglyndi. Þótt manneskju líði ekki vel í nokkra daga rýkur fólk ekki upp til handa og fóta og sjúkdóms- greinir viðkomandi. Sé ástandið hins vegar viðvarandi er reynt að veita fólki viðeigandi meðferð,“ segir hann. Duglegur að spila hokkí Annað sem geri greiningu ADHD flókna sé að þótt fólk glími við rösk- unina, gangi því venjulega vel að ein- beita sér á vissum sviðum. „Foreldrar 16 ára mennta- skólapilts komu með hann til mín, en drengurinn var markvörður í ís- hokkíliði og stóð sig mjög vel þar. Drengnum gekk vel í skóla. Hann átti hins vegar stöðugt í útistöðum við kennara, enda horfði hann gjarn- an upp í loft eða út um gluggann.“ Foreldrarnir hafi velt því fyrir sér hvers vegna hann gæti einbeitt sér að hokkíi en ekki að skólanáminu. Hann benti ennfremur á að ADHD-heilkennið yki líkur á því að fólk glímdi við röskun af öðru tagi, bæði í tengslum við nám og geðræna erfiðleika. Þegar fólk með ADHD fengi viðeigandi lyfjameðferð yrðu oft umtalsverðar framfarir. Morgunblaðið/hag Ýmis einkenni Prófessor dr. Brown sagði að fólk með ADHD lenti gjarnan í vandræðum við að skipuleggja og stýra skapi sínu og tilfinningum. „Ekki skortur á viljastyrk“  Dr. Thomas E. Brown segir ADHD geta lýst sér með mismunandi hætti  Röskunin uppgötvast ekki alltaf fyrr en fólk er komið á fullorðinsár ÞEKKINGU á vanda barna og fullorðinna sem glíma við athygl- isbrest og of- virkni hefur fleygt fram á þeim tuttugu ár- um sem liðin eru frá því ADHD- samtökin voru stofnuð. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra á ráð- stefnunni í gær. Fram kom hjá ráð- herra að þó þyrfti að gera betur. „Mér er fyllilega ljóst að þjón- ustu við börn og unglinga með at- hyglisbrest og ofvirkni er að ýmsu leyti áfátt. Fyrir því eru ýmsar ástæður en þó tel ég helst að stærsti vandinn liggi í dag í óskýr- um mörkum milli stjórnvalda og óljósri verkaskiptingu,“ sagði ráð- herra. Nefnd sem ráðherra skipaði og kanna átti hvernig bæta mætti þjónustu vegna ADHD hefur skilað skýrslu með tillögum til úrbóta. „Ég legg mikla áherslu á að tillögur þessarar nefndar komist til fram- kvæmda,“ sagði ráðherra. Þjónustunni að ýmsu leyti áfátt Jóhanna Sigurðardóttir Óskýr verkaskipting SAMKVÆMT bandarískum rann- sóknum eru 7-9% bandarískra barna með ADHD og yfir 4% fullorðins fólks, að því er fram kom í erindi Brown. Eitt sinn hafi verið talið að drengir væru mun fjölmennari en stúlkur í hópi barna með ADHD, eða sex á móti hverri stúlku. Þetta hafi byggst á fjölda barna sem komið var með til greiningar. Þegar hins vegar menn hafi farið út í samfélögin og skoðað þetta hafi hlutfallið breyst í um það bil 3 drengir á móti hverri stúlku. „Og á flestum stöðvum sem greina fullorðið fólk er hlutfallið milli kynja næstum jafnt.“ Margar stúlkur með ADHD fái ekki þá að- stoð sem þær þurfi, þar eð röskunin var ekki greind hjá þeim meðan þær voru á barnsaldri. Ástæðan sé senni- lega sú að „stúlkurnar valda ekki kennurum og foreldrum jafn miklum vanda með fyrirgangi sínum og drengirnir“, sagði Brown. Þær fái ekki aðstoð fyrr en þær séu orðnar nógu gamlar til þess að átta sig sjálf- ar á vandanum og leita sér hjálpar. Stelpur útundan Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FYRSTU skref að byggingu áburð- arverksmiðju í Húnaþingi hafa verið stigin eftir stofnun félagsins Há- kjarna sem ætlað er að kanna for- sendur til áburðarframleiðslu á svæðinu. Að félaginu standa Byggðasamlag um atvinnumál í A-Húnavatnssýslu, sem er í eigu sveitarfélaganna, Nýsköpunarmið- stöð Íslands, Saga Capital fjárfest- ingarbanki og Ingimundur Sigfús- son á Þingeyrum, fv. sendiherra. Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, á sæti í stjórn Hákjarna ásamt Þorsteini Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, og Adolf H. Berndsen, oddvita á Skaga- strönd. Arnar Þór segir í samtali við Morgunblaðið að forkönnun á mál- inu, sem gerð var að frumkvæði bænda á svæðinu og síðar búnaðar- sambanda Húnaþings og Stranda, hafi lofað það góðu að ákveðið hafi verið að hefja formlegan undirbún- ing. Hlutafé Hákjarna nemur þremur milljónum króna og að sögn Arnars Þórs gæti kostnaður við þessa und- irbúningsvinnu numið um sex millj- ónum króna. Er þeirri vinnu ætlað að vera lokið í vor. Gera á úttekt á hagkvæmni áburðarframleiðslu hér á landi með umhverfisvænum orku- gjafa, vinna markaðsathugun og leita eftir erlendum samstarfsaðil- um. Könnuð verður eftirspurn eftir áburði en hann er núna eingöngu fluttur inn til landsins eftir að fram- leiðslu var hætt í Gufunesi á sínum tíma. „Verð á innfluttum áburði hef- ur hækkað gríðarlega mikið, um 70– 80% síðan í fyrra og nú er talað um að verðið geti hækkað um 100% á næsta ári. Því teljum við að fýsilegt geti verið að framleiða áburðinn hér á landi og nota til þess rafgreiningu en ekki gas eins og gert er víðast er- lendis. Það hráefni er orðið gríðar- lega dýrt,“ segir Arnar Þór. Ekki liggur fyrir hvað bygging áburðar- verksmiðju kostar eða hve mörg störf hún skapar, það fer eftir nið- urstöðu hagkvæmnikönnunar og hver þörfin verður talin. Helst er horft til iðnaðarlóðar við Eyjarey milli Blönduóss og Skagastrandar. Arnar segir jafnframt brýnt að nota orkuna frá Blönduvirkjun til upp- byggingar atvinnulífi í Húnaþingi. Framleiðsla á áburði könnuð  Frumkvæði bænda í A-Húnaþingi  Innfluttur áburður að sliga landbúnað Stofnfundur Félagið Hákjarni var stofnað á Blönduósi. Þorsteinn Sigfússon stjórnarformaður er lengst t.v. Arnar Þór Sævarsson er annar frá hægri. Ljósmynd/Jóhannes Geir Hvað er ADHD? Athyglisbrestur og ofvirkni, sem í daglegu tali er oft kallað ADHD (At- tention Deficit Hyperactivity Dis- order), er taugaþroskaröskun. Hún kemur yfirleitt fram hjá börnum fyrir sjö ára aldur, samkvæmt upplýs- ingum ADHD-samtakanna. Hver eru áhrif ADHD? Röskunin getur haft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlög- un, en er alveg óháð greind. Hversu margir glíma við ADHD? Talið er að á bilinu 5-10% barna og unglinga séu ofvirk. Þetta þýðir að 2-3 börn í hverjum bekk að með- altali gætu verið með ADHD. Einnig geta börn verið með vægari ein- kenni. Samkvæmt nýjum bandarísk- um rannsóknum eru um 4,4% full- orðinna með ADHD. Hvað veldur? Orsakir ADHD eru líffræðilegar. Því er ekki hægt að kenna umhverf- isþáttum líkt og slöku uppeldi eða óheppilegum kennsluaðferðum um. Rannsóknir benda til þess að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mik- ilvægu hlutverki. Talið er að erfðir út- skýri 75-95% ADHD-einkenna. Þá getur ADHD komið fram í tengslum við sjúkdóma eða slys. S&S ÞOTU Icelandair var í gær flogið tómri heim til nánari rannsóknar eft- ir að henni hafði verið öryggislent í Glasgow. Alls voru 175 farþegar um borð í vélinni, sem var á leið til Amster- dam, þegar mælitæki sýndu að titr- ingur væri í öðrum hreyfli hennar. Var vélinni því lent til öryggis í Glas- gow í Skotlandi. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, þurfti meirihluti flugfarþeganna að gista í Glasgow í nótt, en unnið verður að því að koma þeim á leiðarenda í dag. Farþegar í þotunni sem mbl.is ræddi við í gærmorgun sögðu að lendingin hefði gengið vel en flug- vélin átti eftir um klukkustundar langt flug á áfangastað þegar flug- stjórinn tilkynnti að slokknað hefði á öðrum hreyflinum. Um hálftíma síðar lenti flugvélin í Glasgow. Að sögn farþegans mátti greina óróleika um borð í fullsetinni flugvélinni, en flestir héldu ró sinni og vonuðu hið besta . Silja@mbl.is Flestir gistu í Glasgow

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.