Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 13 FRÉTTIR ...www.rannis.is/visindavaka Þátttakendur á Vísindavöku 2008 Háskóli Íslands • ReykjavíkurAkademían • Hafrannsóknastofnunin • Össur hf. • Nimblegen • Listaháskóli Íslands • Matís • Háskólinn á Bifröst Hjartavernd • Hexia, Síminn og Nuance • Hafmynd • Jardin Botanique - Strasbourg France • Landbúnaðarháskóli Íslands • KINE Laxfiskar • Veðurstofa Íslands • ÍSOR - Íslenskar orkurannsóknir • Nýsköpunarmiðstöð Íslands • Náttúrufræðistofnun Íslands Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness • Háskólinn í Reykjavík • MIRRA • Háskólinn á Akureyri RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri • RES - Orkuskólinn • Rannís MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ Allir velkom nir!Láttu sjá þig SENDIRÁÐ Bandaríkjanna hefur fært Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands bókagjöf um Alþjóðamál. Þetta er í þriðja sinn sem stofnunin tekur við bókagjöf frá sendiráðinu, en vorið 2006 gaf sendiráðið stofn- uninni tæplega tvö hundruð bækur um alþjóðamál og öryggis- og varn- armál. Að þessu sinni var umfjöll- unarefnið hins vegar kosningarnar í Bandaríkjunum. Gjöf Neil Klopfenstein afhenti gjöf- ina í tíma hjá Steini Jóhannssyni. Ólafur Harðarson þakkaði fyrir. Bókagjöf sendiráðsins BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti í gær einum rómi eftirfarandi álykt- unartillögu: „Bæjarráð Kópavogs mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Hækkunin er sem olía á verðbólgubál og kemur því á versta tíma. Þá skjóti það skökku við að hækkunin skuli rök- studd með vísan til fjárfestinga Orkuveitunnar en það geti vart hafa verið ætlunin að þær myndu leiða til slíkra verðhækkana hjá al- menningi. Bæjarráð Kópavogs skorar á eigendur Orkuveitunnar, þar sem Reykjavíkurborg fer með langstærstan eignarhlut, að endur- skoða ákvörðunina.“ Kópavogur mótmælir hækkun OR NÝTT hjóla- og göngustígakort af Reykjavík er komið út. Kortið sýnir alla aðalstíga, malarstíga og tengi- stíga á höfuðborgarsvæðinu. Upp- lýsingaskilti og áfangastaðir fyrir hjólreiðamenn eru einnig merktir. Stígar eru númeraðir og vegalengd sýnd. Kortið fæst gefins í Ráðhúsi Reykjavíkur, upplýsingastofunni í Geysishúsinu og í þjónustuverinu í Borgartúni 10-12. Hjólastígakort HAPPDRÆTTI Blindrafélagsins fer nú von bráðar af stað. Fyrir lok september fá öll fyrirtæki og heimili á landinu sendan happ- drættismiða í pósti. Dregið verður í happdrættinu 14. nóvember nk. Það er von félagsins að landsmenn taki happdrættinu vel og kaupi miða til styrktar starfseminni enda hefur félagið að mestu leyti byggt starfsemi sína á frjálsum framlögum. Styðja blinda STJÓRN bæjar- málafélags Frjálslynda flokksins í Kópa- vogi lýsir yfir eindregnum stuðningi og trausti á störf Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokks- ins. Guðjón hafi alltaf starfað af heilindum að mál- efnum flokksins og er hann hvattur til áframhaldandi forystu. Vilja Guðjón sem formann Guðjón Arnar Kristjánsson STUTT Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STJÓRNENDUR Blönduósbæjar eru þokkalega ánægðir með fund sem þeir áttu í gær með forsvarsmönnum Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar en til hans var boðað vegna fyrirhug- aðrar lokunar mjólkurbúsins á Blönduósi. Þegar þau áform spurðust út í vikunni brugðust heimamenn hart við og gagnrýndu m.a. að hafa ekki verið upplýstir áður um þessi áform. Kúabændur á svæðinu eru eft- ir sem áður ósáttir við lokun búsins. Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, segist vera sáttur við þau svör sem MS-menn gáfu, þeir Magnús Ólafsson forstjóri og Egill Sigurðsson stjórnarformaður. Ákveðið hafi verið að bæjaryfirvöld myndu starfa með Auðhumlu, móð- urfélagi MS, að sköpun atvinnutæki- færa á Blönduósi eftir að starfsemi mjólkurbúsins verður lögð niður um áramót. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hyggst Auðhumla flytja inn í húsnæði mjólkurbúsins starf- semi fyrirtækisins SERO, sem hefur verið á Skagaströnd við sérhæfða framleiðslu á bragðefnum úr sjávar- afurðum. „Farið var yfir stöðuna og við upp- lýstir um að þetta væri gert í hagræð- ingarskyni. Með lokun mjólkurbúsins nær Auðhumla fram 60 milljóna króna sparnaði. Núna munum við snúa bökum saman og styðja þá starf- semi sem ráðgerð er í þessu húsnæði. Störfin gætu jafnvel orðið fleiri en fyrir lokun mjólkurbúsins,“ segir Arnar Þór. Komið annað hljóð í strokkinn Auðhumla og MS heita fleiri störfum á Blönduósi eftir lokun mjólkurbúsins Blönduós Svo gæti farið að störfum fjölgaði þótt mjólkurbúið legðist af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.