Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Í IÐRUM Hengilssvæðisins er mikil orka sem á síðustu áratugum hefur í auknum mæli verið virkjuð til hitunar húsa á höfuðborgarsvæðinu og til framleiðslu raforku. Orkuveita Reykja- víkur hefur notað nýjustu tækni við þessa vinnslu og á mörgum sviðum brotið í blað. Orkubrunnarnir undir heiðinni gætu í hundruð ára veitt landsmönnum orku og yl. Framkvæmdirnar á Heiðinni fara ekki framhjá vegfarendum sem bruna framhjá, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir umfangi þessara framkvæmda. Ásjóna heiðarinnar hef- ur breyst. Mannvirki hafa risið til að beisla orkuna. Fjöldi hola hefur verið boraður og gufu- bólstrar stíga upp þar sem áður voru rólegir hverir. Traustir vegir liggja um heiðina, þó ekki séu þeir uppbyggðir, og eru margir þar sem áður voru slóðar eða hafa komið í staðinn fyrir þá. Möstur, raflínur og vatnsleiðslur eru áberandi, en hluti raflagna er lítt sýnilegur und- ir yfirborðinu. Þannig eru raflínur lagðar í jörð frá Nesjavöllum í spennivirki í Grafningi og sömu áætlanir eru um raflínur frá Hverahlíð og Bitru að tengivirki. Hengilssvæðið er meðal stærstu háhitasvæða landsins. Jarðhitinn þar tengist þremur eld- stöðvakerfum. Hitinn í Reykjadal og Hvera- gerði tilheyrir elsta kerfinu sem nefnist Grens- dalskerfi. Norðan við það er eldstöð sem kennd er við Hrómundartind, sem gaus síðast fyrir um 10 þúsund árum. Jarðhitinn á Ölkelduhálsi tengist þeirri eldstöð. Vestast af þessum eld- stöðvakerfum er Hengilskerfið og er orka Nesjavalla og Hellisheiðarvirkjunar sótt þang- að. Vísindamenn telja að aðskilnaður sé á milli jarðhitakerfa. Lögð er áhersla á að ekki sé tek- ið meira úr hverju svæði en svo að það nái að endurnýja sig og hefur lækkun þrýstings verið hverfandi á Nesjavöllum. Sjálfbærni svæðis kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en byrjað er að vinna orku, þar sem upplýsingar sem fást við vinnsluna eru nauð- synlegar við slíkt mat. Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd og árið 2004 hlaut fyrirtækið Kuðunginn, um- hverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins. Orkuverin á Hengilssvæðinu munu innan nokkurra ára framleiða um 550 megawött af raforku og um 690 MW af raforku verði Bitru- virkjun að veruleika. Þá er ótalin öll sú orka sem felst í heita vatninu sem leitt er til hitunar húsa á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar má nefna að afl Fljótsdalsstöðvar þar sem fram fer raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW og er hún öflugasta vatnsaflsstöð landsins.  Breytt ásýnd Hellisheiðar  Hengilssvæðið meðal stærstu háhitasvæða  OR gæti framleitt 690 MW af                                                                   !    "  #    $   %& !"           #  $            ' ()   *       ! %&      '   (  + ,        ( ''   +  '  '  -   )      % !         , .  *        "  -         +  / #01   ,  ,   ) ' /   , #    23#    4     %   5!     -  '      ' !  !   5  ( .. 6 7  )  (.  !   8 &'(    !    )! "# ! / "       %&  "  #   % &  ,     /    '  0  '  5   /    (         #    $    9   #         !"         ! !                                     !!" #$    % &  '( )!*'  !!" #  +      )"& * +  # ,('*(     (  #,-" )."-)' /*)'-!(( 0#-                $       #    $   /1 )      !"#$ %&##$!"#$  #  $ Gjöfull granni undir Hengli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.