Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 15 raforku á Hengilssvæði innan nokkurra ára FJÁRFESTINGAR Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum eru á nú- virði um 30 milljarðar króna. Fjár- festingar vegna Hellisheiðarvirkj- unar þegar hún verður fullbyggð árið 2010 eru áætlaðar 65 milljarðar. Þá er þriðja jarðvarmavirkjunin á Hengilssvæðinu, Hverahlíðarvirkj- un, á teikniborðinu, en hún fékk grænt ljós hjá Skipulagsstofnun í vor á sama tíma og stofnunin lagðist ákveðið gegn Bitruvirkjun. Því var Bitru slegið á frest og ákvörðun um framhald verkefnisins verður tekin að höfðu samráði við sveitarstjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfus. Nú er verið að bora holu númer 50 á suðurhluta Hengilssvæðisins, en samið hefur verið við Jarðboranir um borun á allt að 50 holum til við- bótar þannig að holurnar verða um 100 talsins eftir um fjögur ár. Hluti af þessum samningi tekur til borana ef ákveðið verður að bæta við hverfli í Hellisheiðarvirkjun með borun í Gráhnjúkum og ef ákveðið verður að ráðast í Bitruvirkjun. Fyrst borað fyrir 40 árum Undirbúningur virkjana á Heng- ilssvæðinu hófust með borun á Nesjavöllum árið 1968, en við Kolvið- arhól var fyrst borað árið 1985. Árið 1986 var ákveðið að virkja á Nesja- völlum og hófust framkvæmdir við Nesjavallavirkjun árið 1987. Í sept- ember árið 1990 var orkuverið gang- sett. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 27 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380° C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW varmaorku, sem nægir til hita- veitu fyrir 7.500 manns og umfram- gufa er notuð samtímis til rafmagns- framleiðslu. Á Hellisheiði eru oft margar borholur á sama borteig til þess að minnka jarðrask og í seinni tíð hefur í auknum mæli verið borað á ská til að auka nýtingu. Vinnslurás gufuaflsvirkjunarinnar á Nesjavöllum má skipta í þrjá þætti: Söfnun og vinnslu gufu frá borhol- um, öflun og upphitun á köldu vatni og raforkuframleiðslu. Nesjavallavirkjun hefur séð höfuð- borgarsvæðinu fyrir heitu vatni und- anfarna áratugi og rafmagn frá henni er selt inn á kerfi Landsnets. Í grennd við Nesjavelli er að finna fræðslustíga með upplýsingum fyrir gesti og gangandi og í gestamóttöku Nesjavallavirkjunar koma á milli 15.000 til 20.000 manns ár hvert. Á Hengilssvæðinu eru gönguleiðir alls um 125 km að lengd. Ölkelduhálsvirkjun varð Bitra Við upphaf matsvinnu vegna Bitruvirkjunar var talað um svæðið allt sem Ölkelduháls og var fyrir- huguð virkjun kennd við hann. Þá var ráðgert að borað yrði við Tjarn- arhnúk. Af umhverfisástæðum var horfið frá því að staðsetja borteiga við Tjarnarhnúk og verður fyrir- hugað athafnasvæði, ef af verður, staðsett á norðanverðri Bitru. Fyrirtækið Sunnlensk orka, sem er að 90% í eigu Rafmagnsveitna rík- isins og 5% í eigu hvors sveitarfélags Ölfuss og Hveragerðis fór fyrir nokkrum árum fram á borun rann- sóknaholu í Grændal. Skipulags- stofnun hafnaði erindinu en um- hverfisráðherra heimilaði borun austan í Dalskarðshnúki. Hátt í 100 milljarðar í Nesjavelli og Hellisheiðarvirkjun       -./ 0 $$$  1 1 1 1 1 ' ( # ")* $ % # !  ' 23   +,   $     (  #    Í HNOTSKURN » Á Nesjavöllum eru fram-leidd 120 MW í rafmagni og 300 MW í varma. » Í Hellisheiðarvirkjun full-byggðri árið 2010 verður framleiðslan 303 MW í raf- magni og 133 MW í varma, hægt verður að auka varma- framleiðsluna síðar í 400 MW. » Áætlað er að í Hverahlíð-arvirkjun geti jarðhita- vinnsla nægt til allt að 90 MW raforkuframleiðslu. » Áætlað var að Bitruvirkj-un gæfi 90 MW af raforku í fyrsta áfanga, en allt að 135 MW af raforku síðar. Hvert er upphaf starfsemi Orku- veitu Reykjavíkur? Orkuveita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1999. Ári síðar bættist Vatnsveita Reykjavíkur í hópinn. Árið 2002 var sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur stofnað en þá bættust við Akranesveita, Andakílsárvirkjun og Hitaveita Borgarness. Rætur Orkuveitunnar má rekja til áranna 1909, þegar vatnsveita var stofnuð í Reykjavík, 1921 þegar Rafstöðin við Elliðaár varð upphaf Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 1930, þegar fyrstu húsin í Reykjavík voru tengd hita- veitu úr Þvottalaugunum í Laugar- dal. Starfssvæði OR hefur stækkað umtalsvert og nær nú til 21 sveitar- félags á suðvesturhorni landsins. Hverjir eiga orkuna á Hengils- svæðinu og Hellisheiðinni? Eigendur að hugsanlegum virkjunar- svæðum á Hengilssvæðinu eru Orku- veita Reykjavíkur, Sveitarfélagið Ölf- us, íslenska ríkið, félagasamtök og einstaklingar. Orkuveita Reykjavíkur hefur að minnsta kosti frá sjöunda áratugnum keypt jarðir sem eiga eignarlönd að og í Hengilssvæðinu. Hvað kostar ein borhola? Hver hola kostar 250 til 300 millj- ónir. Rannsóknarholur eru hannaðar og boraðar eins og um vinnsluholur væri að ræða. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LÆKKANIR á hlutabréfamörk- uðum og kreppan á fjármálamörk- uðum kemur illa við lífeyrissjóði og ávöxtun á fjármagni þeirra. Á fyrri helmingi ársins leiddi þessi þróun til 1,6% neikvæðrar ávöxtunar á eign- um Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og raunávöxtunin var neikvæð um 8,9%. Ekki hafa fengist tölur um ávöxtun annarra sjóða. Ekki þurft að afskrifa eignir Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins segir að lækkanirnar á hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á stöðu lífeyrissjóðsins en sjóð- urinn sé með góða áhættudreifingu og góðar eignir. Uppgjör sjóðsins eru birt einu sinni á ári og hafði Haukur ekki tiltækar nákvæmar töl- ur s.s. um ávöxtun á eignum sjóðsins það sem af er árinu. „Lífeyrissjóðurinn er með mjög dreift eignasafn. Helmingur eigna sjóðsins er í verðtryggðum íslensk- um skuldabréfum sem bera góða ávöxtun. Við þessar aðstæður hefur sjóðurinn verið með óvenju mikið lausafé og hefur verið góð ávöxtun á því þar sem vextir hafa verið háir. Hluti eignanna er í hlutabréfum. Þau hafa verið að lækka í verði, sem kemur niður á ávöxtun lífeyrissjóðs- ins. Veiking krónunnar hefur svo þau áhrif að erlend eign lífeyrissjóð- anna hækkar. Mestu máli skiptir að þó svo mikl- ar sveiflur hafi verið á verðbréfa- mörkuðum þá hefur lífeyrissjóður- inn ekki orðið fyrir tapi og við höfum ekki þurft að afskrifa neinar eignir,“ segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), er þeirrar skoðunar að það skipti miklu hvernig lífeyrissjóðirnir halda um fjárfestingar sínar við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Þar sem skortur er á peningum hér á landi ætti það að vera eitt af verkefnum lífeyris- sjóðanna að flytja peningana hingað heim og koma þeim í góð verkefni,“ segir hann en innan vébanda SGS eru aðildarfélög rúmlega 50 þúsund launþega. Réttindi ekki skert þrátt fyrir neikvæða ávöxtun á árinu Kristján segir að raunar hafi stóru lífeyrissjóðirnir í töluvert stórum mæli flutt fjármagn sem þeir hafa fest erlendis aftur heim til Ís- lands, svo milljörðum skiptir í hverj- um mánuði, og varið því til kaupa á verðtryggðum skuldabréfum. „Auðvitað verður blóðið að renna lífeyrissjóðunum til skyldunnar og menn verða að koma peningum hér í þau verkefni sem eru arðbær fyrir sjóðsfélaga og þjóðhagslega hag- kvæm,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að sjóð- irnir verði illa fyrir barðinu á fjár- málakreppunni segist Kristján telja alveg ljóst að ávöxtun lífeyrissjóð- anna verði neikvæð. Enginn þeirra virðist þó eiga við svo stóran vanda að eiga að grípa þurfi til skerðingar á réttindum. Kreppir að við ávöxtun eigna lífeyrissjóða  Sjóðirnir flytji peningana heim, segir formaður SGS Kristján Gunnarsson Haukur Hafsteinsson FRIÐRIK Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu hefur sent frá sér eftir- farandi athugasemd í tilefni af frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær: „Í Morgunblaðinu 25. september birtist frétt, sem ber fyrirsögnina „Valda verslun búsifjum“. Í fréttinni er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka versl- unar og þjónustu, sem gagnrýnir lögreglu og sakar hana um bæði úr- ræðaleysi og sinnuleysi í málum sem snúa að gripdeildum á eldsneyti og þjófnuðum úr verslunum. Eftir honum er haft: „Úrræðaleysi lögreglunnar er sérstakt áhyggju- efni og í raun myljandi óánægja inn- an verslunarinnar með þjónustu lög- reglunnar. Eins og þessu er lýst fyrir mér þá stefnir í algeran voða.“ Held- ur hann því einnig fram að lögreglan sinni ekki þessum málum og að lög- reglan sé að kasta ábyrgðinni yfir á verslunina. Það er greinilegt að Andrés Magnússon hefur ekki fengið réttar upplýsingar eða er ekki nægj- anlega upplýstur um þessi mál. Aðrir viðmælendur í umfjölluninni, bæði verslunarmenn og forráðamenn fyrirtækja, virðast hafa meiri skiln- ing á þessum málaflokki og átta sig á hvar hinn raunverulegi vandi liggur. Lögreglan sinnir öllum málum sem til hennar eru kærð varðandi gripdeild og þjófnaði. Í raun er það svo að starf eins rannsóknarlög- reglumanns felst eingöngu í að skoða myndbandsupptökur frá bens- ínstöðvun og verslunum vegna þjófnaða og gripdeilda og koma þeim til framhaldsrannsókna. Hvað varðar þjófnað eða gripdeild á eldsneyti varðar þá er í mjög mörgum tilvikum um að ræða ein- staklinga sem hylja andlit sitt er þeir dæla eldsneyti á bifreið, búið er að fjarlægja skráningarnúmer af bif- reiðinni, sett hafa verið röng eða stolin skráningarnúmer á bifreiðina eða bifreiðinni hefur hreinlega verið stolið. Þegar málum er svona háttað er eftir litlu að fara fyrir lögreglu. Oftlega hefur þó tekist að upplýsa slík mál. Mál þar sem andlit brota- manns sést eða skráningarnúmer bifreiðar er rétt tekst yfirleitt að upplýsa. Það er auðvitað á ábyrgð ol- íufélaganna að takmarka hættu á brotum af þessu tagi t.d. með því að taka upp það fyrirkomulag að við- skiptavinir greiði fyrir eldsneyti áð- ur en því er dælt á bifreiðina eða með því að setja upp slár sem koma í veg fyrir að hægt sé að aka burt án þess að greiða fyrir eldsneytið. Hingað til hefur lögreglan verið í ágætu samstarfi við fyrirsvarsmenn olíufélaganna vegna mála af þessum toga og væntir þess að svo verði áfram. Þjófnaðir úr verslunum eru tíðir. Það hlýtur að vera á ábyrgð hvers verslunareiganda að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á þjófnuðum. Ekki er hægt að varpa ábyrgðinni yfir á lög- regluna í þessum efnum. Það er ekki hlutverk lögreglunnar að halda uppi eftirliti inni í verslunum, það er á ábyrgð hvers verslunareiganda. Samkvæmt alþjóðlegri könnun er stolið úr íslenskum verslunum fyrir 2,5 milljarða króna á ári. Fyrir brot af þeirri upphæð mætti grípa til ráð- stafana sem dygðu til að draga veru- lega úr þjófnuðum. Lögreglan hefur átt gott samstarf við verslunareigendur hingað til og svo verður áfram. Þjófnaðir leiða til meiri rekstarkostnaðar, hærra vöru- verðs, og meira álags á lögreglu. Það eru því sameiginlegir hagsmunir lög- reglunnar, verslunareigenda og al- mennings að stemma stigu við þjófn- uðum. Lausnin liggur í forvörnum verslunareigenda, í samvinnu við lögreglu, en ekki í því að lögreglan upplýsi brot sem þegar hafa verið framin. Stemma skal á að ósi.“ Stemma skal á að ósi „Ekki hlutverk lögreglunnar að halda uppi eftirliti inni í verslunum, það er á ábyrgð hvers verslunareiganda“ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „EKKERT í þessum frásögnum frá Brussel kemur á óvart,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður álits á þeim svörum sem Evrópunefndin hefur fengið hjá embættismönnum ESB í Brussel um hvort Íslendingar geti tekið upp evru án þess að ganga í ESB. „Ég hef bent á leið, sem ég tel þess virði að skoða, ég hef jafnframt sagt, að ég sé ekki nægilega vel að mér um hagfræði eða peningamál til að leggja mat á hvaða efnislega stefnu eigi að móta í þessu efni. Fram- kvæmdastjórn á ekki síðasta orðið um inntak laga eða stofnsáttmála á vettvangi ESB og nú sætir ESB- dómstóllinn meira að segja gagn- rýni á þann veg, að ríkisstjórnir segjast ekki ætla að una niðurstöðu hans, má þar nefna útlendingamál í Danmörku og svonefnt Volkswag- en-mál í Þýskalandi,“ segir Björn. Mjúkir í hnjáliðum „Mig undrar enn í þessu sam- bandi, hve sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar eru mjúkir í hnjálið- um, þegar rætt er við embættis- menn í Brussel,“ segir Björn. Framkvæmdastjórn ESB á ekki síðasta orð um inntak laga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.