Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STYRKUR svonefndra sólvinda, hlaðinna agna sem streyma í bylgj- um frá sólinni, minnkar nú og er minni en verið hefur í um hálfa öld, að sögn bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA. Er styrkur- inn um 20% minni en um miðjan tí- unda áratuginn. Áhrif þessarar þróunar eru m.a. að styrkur geimgeisla, sem berast frá svonefndum sprengistjörnum, eykst. Danskir vísindamenn hafa stundað miklar rannsóknir á sam- spili sólvinda og hitafars á jörðinni. Þegar geimgeislar eru veikastir er skýjahulan um 3% minni en ella. Talið er að sterkari geimgeislar geti valdið kaldara veðurfari vegna meira endurkasts sólarljóss í kjöl- far þéttari skýjahulu. Meðalhiti á jörðinni hefur nú ekki hækkað í áratug. kjon@mbl.is Mun veikari sólvindar SHIMON PERES, forseti Ísraels, segir Bandaríkin ekki eiga annarra kosta völ en að bjarga heiminum með því að stöðva Mahmoud Ah- madinejad Íransforseta. Peres ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær og sagði Ahmadinejad vera níðing sem spillti öllu í kringum sig. Hann hefði valdið klofningi hjá líbönsku þjóðinni með stuðningi sínum við Hizbollah-hreyfinguna og óeiningu meðal Palestínumanna með stuðn- ingi við Hamas sem nú ræður á Gaza-svæðinu. Áður hafði Ahmadinejad í ræðu á Allsherjarþinginu sagt lítinn en ill- gjarnan hóp fólks, sem kallaði sig síonista, hafa rænt völdum í fjár- mála- og stjórnmálalífi Evrópu og Bandaríkjanna. sibb@mbl.is Skipst á ásökunum SKOTIÐ var á bandarískar Kiowa- þyrlur liðsafla Atlantshafsbanda- lagsins í Khost-héraði á landamær- um Afganistans og Pakistans í gær frá pakistanskri eftirlitsstöð, að sögn talsmanna bandalagsins. Einnig munu hermenn á jörðu niðri hafa skipst á skotum en enginn mun hafa særst. Talsmenn NATO og pakist- anska hersins sögðu í gær að verið væri að leysa málið með samráði. Fulltrúar NATO segja að þyrlurn- ar, sem hafi verið við venjubundin eftirlitsstörf, hafi ekki flogið inn í pakistanska lofthelgi þegar skotið var á þær. Því vísar pakistanski her- inn á bug og segir að tvær þyrlur hafi verið komnar inn fyrir lofthelg- ina. Hermennirnir hafi því skotið viðvörunarskotum að þyrlunum. Mikil spenna ríkir nú í samskipt- um pakistanskra stjórnvalda og NATO vegna ýmissa atvika sem hafa átt sér stað við landamæri Afganist- ans og Pakistans undanfarnar vikur og mánuði. Bandaríkjamenn hafa gert nokkrar árásir á meintar búðir hryðjuverkamanna talíbana og stuðningsmanna þeirra handan við landamærin og hefur orðið nokkurt mannfall. Fyrr í þessari viku skutu pakist- anskir hermenn viðvörunarskotum í áttina að bandarískum herþyrlum skammt frá landamærunum. kjon@mbl.is Skotið að banda- rískum þyrlum Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur sibb@mbl.is INNANRÍKISRÁÐUNEYTI Finnlands hef- ur gefið lögregluyfirvöldum í landinu fyrirmæli um að auka eftirlit með efni á netinu í kjölfar skotárásarinnar í iðnskólanum í Kauhajoki á þriðjudag. Þá hafa yfirvöld gefið í skyn að þau telji lögregluyfirvöld ekki hafa gert nægar var- úðaráðstafanir í kjölfar svipaðrar árásar í Jo- kela í útjaðri Helsinki á síðasta ári. Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hugsan- leg tengsl á milli skotárásanna í Kauhajoki og Jokela. Sérstakur saksóknari hefur einnig ver- ið skipaður til að rannsaka hvers vegna Matti Saari var leyft að halda Walther .22 skotvopni sínu eftir yfirheyrslu hjá lögreglu á mánudag. Segja talsmenn lögreglu að þeir sem fóru með málið hafi ekki vitað af öllum þeim ógn- andi myndböndum sem hann hafi birt af sér á netinu. Á þeim beinir hann m.a. byssu að áhorf- endum og segir: „Þú deyrð næstur“. Varað við frekari árásum Lögregla í Finnlandi hefur nú varað við því að hugsanlegt sé að reynt verði að herma eftir skotárásunum tveimur. Mikko Paatero ríkislögreglustjóri sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni MTV3 í gær að eftirlit með YouTube og fleiri vefsíðum yrði aukið. Þá sagðist hann óttast að árásin á þriðjudag yrði öðrum hvatning til að reyna að leika hana eftir. Sænska lögreglan hefur einnig beint því til almennings að tilkynna ógnandi efni á netinu. Sextán ára piltur hefur þegar verið handtekinn þar í landi í kjölfar árásarinnar í Finnlandi. Var lögreglu tilkynnt að hann hefði birt ógn- andi myndband af sér á netinu og var hann í framhaldi af því kærður fyrir ólöglegan vopna- burð. Jukka Helin, yfirmaður í finnska sjóhernum, sem fenginn hefur verið til að veita íbúum Kauhajoki áfallahjálp, segir í viðtali við breska blaðið The Times að árásirnar hafi hvatt Finna til sjálfsskoðunar og m.a. vakið umræðu um það hvort ungir menn þar í landi séu of lokaðir og einangraðir. „Ef við skoðum eðli Finna þá erum við að tala um þjóð sem talar tvö tungumál en er eftir sem áður þögul,“ segir hann. „Stórfjölskyldan er ekki lengur til staðar í Finnlandi með sama hætti og áður og sumir bæta sér það upp með því að stofna til tengsla á netinu.“ Þá segir hann hugsanlegt að rekja megi þjóðareinkenni Finna til skammdegisins. Slík ummæli hafa hins vegar vakið hörð við- brögð í Finnlandi og segjast margir vera hund- leiðir á slíkum fullyrðingum. Myrkrið sé ekki nýtilkomið í umhverfi Finna en fjöldamorð séu það. „Sjálfsmorð eru algeng í Finnlandi en hvers vegna vill fólk nú til dags taka aðra með sér? spyr bóndinn Thomo Havunen. Auka eftirlit á netinu Lögregla í Finnlandi segir líklegt að einhverjir muni reyna að herma eftir skotárásunum mannskæðu í skólunum í Kauhajoki og Jokela Reuters Á verði Hermenn við iðnskólann í Kauhajoki. Í HNOTSKURN »Matti Saari, sem varð tíu manns aðbana í skóla í Kauhajoki síðastliðinn þriðjudag, keypti byssu sína í bænum Jokula. »Átta létu lífið í svipaðri árás í Jokulaá síðasta ári og segir lögregla líklegt að árásarmennirnir hafi þekkst. »Matti Vanhanen, forsætisráðherraFinnlands, segir að vopnalög í land- inu verði endurskoðuð í kjölfar harm- leiksins á þriðjudag. KONA tínir trönuber í mýri í út- jaðri þorpsins Borki, um 220 km suðvestur af Minsk, í Hvíta-Rúss- landi. Dagsverkið skilar henni á milli 10 og 20 kg af berjum á dag en fyrir hvert kg fær hún andvirði um 230 íslenskra króna. Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi á sunnudag og hefur Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, heitið því að þær verði sanngjarnar. Þá hefur hann varað Vesturlönd við því að viðurkenni þau ekki niðurstöðu kosninganna muni yfirvöld í landinu leita auk- inna tengsla við lönd á borð við Venesúela og Íran. Reuters Hvíta-Rúss- land á kross- götum? KÍNVERJAR skutu í gær á loft þriðja mannaða geimfari sínu og nefnist það Shenzhou VII. Notuð var flaug af gerðinni Gangan langa II-F. Þrír eru í áhöfninni og munu Kín- verjar nú gera í fyrsta sinn tilraun með geimgöngu, þ. e. að einn þeirra mun fara út úr geimfarinu. Ferð Shenzhou VII mun taka um þrjá sól- arhringa. Farinu var skotið upp frá Jiuquan- stöðinni í héraðinu Gansu um há- degið í gær að íslenskum tíma. Hu Jinatao, forseti Kína, heimsótti geimfarana þrjá áður en þeir lögðu upp og óskaði þeim velfarnaðar. „Ykkur mun án nokkurs vafa takast að ljúka þessu stórkostlega og heil- aga verkefni,“ sagði Hu. „Ættjörðin og þjóðin hlakka til að sjá ykkur snúa aftur sigri hrósandi.“ Eldflaugin mun flytja Shenzhou VII á braut í um 300 kílómetra fjar- lægð frá jörðu. Gert er ráð fyrir að hinn 42 ára gamli Zhai Zhigang muni fara í geimgöngu sína annaðhvort í dag eða á morgun. Mun hann ná í tæki sem nú er fest utan á geimfarið og koma auk þess gervihnetti á spor- braut. Ætlunin er að lendingarstað- ur geimfaranna verði í Innri-Mong- ólíu, sjálfstjórnarhéraði í norðan- verðu landinu. kjon@mbl.is Kínverji í geim- göngu                                     !    " #      "  $ %  "   "      &    '()* * +(%"*,  " + !   %!* **   "  " "*  -.          / ! "  #$% &'' ( ) 0 *+ 1  #($ 4(35    ,- (65    '# . &$   /01&2$&                       ,-       !   !    7899: *   "              -"#) % !$ $ #' . )$,*##$ $  ,(! $ # $&&" , #!( #" +*!'  / ,$#(   , # -"#)  0           !  "# $    #  #$$ $" $%     2  3  4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.