Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
456
1
456
2
&''
'&(
)*+,
)-+.
456
3
76
-/&'
&*'
)+&
0*+1
-"8
9"
:;
/*--
-/'(
)+'
)+2
<=,>
-?6
./1(
,/(&
)-+*
)-+*
456
4 456
5 2/&-
'1'
)-+-
)-+
6 7
!
!" 1 5 -#(-6"-*#( /#1 5,7/38/ (! )9-+:(*6":;
0!* "8 !" *!$
? @
$
?" (
A "/
$
7((&
A "/
$
>B
$
A
C(
$
$
> ( /D
#
E@
A "/
$
)/F
7(
$
GC(
#
$
5
$
,HI4:
, 17 *
< $C$
$
J
$
9##$0(%6 !!
? @
? 8
? @
H "
HK<
> (
7(
<L "
7(
:.
$
=
$
M *
$
5 %:! #'
3
?
3"$
7
A
$
/ *
$
; + & 7
,+,.
.+,'
-2+&*
(+.1
.+'.
2+-*
-*+**
(..+**
-&+2*
1+'*
&+.*
1+&&
1.+,*
-*,+**
.-'+**
(.+**
,'+.*
-+,.
+-*
'+.*
&&..+**
!
"
"
"
!
!
"
M *( /
= C"*
'
"(
!
)/
,
$$ $$
$
$
$%$
$$%$
$%
$
$
%$
$
$$
$$%%
$ $ $
$
$$%
$
$
$ $
$%$ 1
1
1
$ $ 1
1
0
0
0
0
%0
%0 %
0 1
1
1
1
1
0
0
0 0%
0
% 0
%0 %
0
%0 0
1
0 0
<
& *( /
1
1
1
1
1
1
-
& *($& *
$%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$ $%$
$$ $%$ $
$ $%$ $%$ $ ?=
?=
?=
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
LYKILÞINGMENN úr röðum
demókrata og repúblikana náðu í
gærkvöldi sátt um að styðja lög um
700 milljarða dollara ríkisútgjöld til
þess að kaupa allar eignir fjármála-
fyrirtækjanna sem eru tengdar fast-
eignaveðum og losa þær þar með við
„slæmar eignir.“ Búast má við að
bæði efri og neðri deild Bandaríkja-
þings samþykki lögin.
Útfærslan er í nokkuð breyttri
mynd því fjármálaráðuneytið fær
250 milljarða dollara strax og af-
ganginn í hlutum, ef þörf er á. Ef
björgunin í heild er sett gróflega í
samhengi við þekktar stærðir, þá er
þetta svipað og ef ríkisstjórnin
myndi útvega tæplega 64 milljarða
króna til þess að bjarga íslensku
bönkunum, með hliðsjón af íbúa-
fjölda í báðum löndum og gengi
gjaldmiðla.
Það þykir umdeilt að ríkið ætli að
bjarga bandarísku bönkunum með
þessum hætti. Margir eru þeirrar
skoðunar að þeir hafi sjálfir komið
sér í þessa stöðu. Jim Bunning, þing-
maður repúblikana frá Kentucky,
hefur kallað ákvörðunina „fjármála-
sósíalisma“ og „óameríska.“
„Stjórnleysi á markaðnum“
„Að einhverju leyti er þetta rétt-
mæt gagnrýni, en vandamálið er að
ef þeir gera þetta ekki gæti kapítal-
isminn í heiminum riðað til falls,“
segir Sigurjón Þ. Árnason, annar
tveggja bankastjóra Landsbankans.
„Það hefur ríkt stjórnleysi á
markaðnum þarna,“ segir Sigurjón.
Hann bendir á að skortsalar hafa
gengið of langt og ekki sætt nægi-
legu eftirliti. „Hefðbundinn kapítal-
ismi gengur út á það að einstakling-
urinn standi sig og vel og njóti síðan
ávaxta erfiðisins. Hins vegar bauð
fyrirkomulagið upp á óeðlileg við-
skipti; [...] menn gátu skortselt án
þess að eiga bréfin allt upp í 13 daga
og gátu gengið ítrekað inn í kaup-
tilboð annarra.“ Hann segir að upp-
haflega hafi skortsala gengið út á
það að efla verðmyndun og aldrei
hafi verið gert ráð fyrir því sem
gerðist. Hann segir það að græða á
óförum annarra ekki vera skilgrein-
ing á hefðbundnum kapítalisma og
hann hafi skynjað svipað í Lands-
bankanum árið 2006. „Allt var gert
til þess að láta hlutina líta verr út en
þeir raunverulega voru og ýta undir
neikvætt umtal um bankann.“
Í Wall Street Journal kom fram að
Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, hvatti þingmenn til
að samþykkja lögin um björgunina
því ella væri hætta á enn meiri sam-
drætti og kreppu með vaxandi at-
vinnuleysi.
Stjórnleysi hefur
ríkt á markaðnum
Í HNOTSKURN
»Dow Jones hækkaði um300 stig í gær eftir sáttina.
»Sigurjón Árnason segir aðþörf sé á opinberum listum
um hverjir hafi tekið skort-
stöðu í hlutabréfum.
»Viðskiptaráðherra vill aðFME hafi heimildir til að
setja reglur um skortsölu.
● TAPREKSTUR
bresku tísku-
vöruverslana-
keðjunnar Moss
Bros jókst á síð-
ustu mánuðum.
Fyrirtækið greiðir
því ekki arð í lok
ársins. Tap
rekstursins var
2,2 milljónir
punda á fyrstu
sex mánuðum ársins miðað við
796 þúsund á sama tíma 2007.
Baugur, sem á 28,5% hlut í fyrir-
tækinu, gerði tilboð í allt hlutafé
Moss Bros fyrr á árinu en því var
hafnað. Rowland Gee, stjórnar-
formaður, lætur af störfum nú í
stað febrúar, eins og áætlað hafði
verið. camilla@mbl.is
Tap eykst hjá Moss
Bros og forstjóri fer
Fatnaður Moss
Bros klæðir karla
● ÍRLAND er fyrsta Evrópulandið
sem skilgreint er í samdrætti á
árinu. Til að efnahagssvæði teljist í
samdrætti þarf hagvöxtur að vera
neikvæður tvo ársfjórðunga í röð.
Hagvöxtur á Írlandi dróst saman um
0,3% á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins og um 0,5% á öðrum ársfjórð-
ungi. Þetta er í fyrsta skipti síðan
1983 sem írska hagkerfið glímir við
samdrátt. Í frétt Reuters er gríðar-
legri uppsveiflu á fasteignamarkaði
undanfarin ár, niðursveiflu í bygg-
ingageiranum og lánsfjárkreppunni
kennt um neikvæðan hagvöxt á
Írlandi. camilla@mbl.is
Írland fyrsta land
Evrópu í samdrætti
● FIMM milljarða
dala hlutur í
Goldman Sachs,
sem Warren Buf-
fett keypti á dög-
unum er sér-
stakur að því
leyti að hann
mun hafa forgang
að öllum arð-
greiðslum frá
bankanum. Þá fær Buffett kauprétt
á öðrum fimm milljörðum dala í
bankanum á genginu 115, en gengi
Goldman var í gær yfir 135. Slegið
hefur verið á að kauprétturinn sé
um 3,8 milljarða dala virði.
bjarni@mbl.is
Fjárfesting Buffetts
vel tryggð
Warren Buffett
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
BANDARÍSKA xG Technology
fjarskiptafyrirtækið [xG] sem ís-
lenskir fjárfestar eiga 23% í, hefur
gert samning við Treco Internatio-
nal S.A um sölu á eitt þúsund BSN
250 sendistöðvum fyrir 75 milljónir
bandaríkjadollara, sem jafngildir
tæpum 7 milljörðum króna. Samn-
ingurinn felur einnig í sér kauprétt
á 4.000 stöðvum til viðbótar fyrir
300 milljónir dollara.
Með notkun þessara stöðva verð-
ur hægt að setja upp fyrstu VOIP
[Voice Over Internet Protocol] far-
símaþjónustuna. Uppsetning bún-
aðarins hefst á fjórða fjórðungi
þessa árs. Samningurinn er stærsti
samningur sem xG hefur gert til
þessa.
xG hefur unnið að þróun þráð-
lausra samskiptalausna með það
markmið að draga úr rekstrar-
kostnaði þráðlausra fjarskipta.
Stöðvarnar sem um ræðir eru fyrir
fjarskiptafyrirtæki sem vilja senda
radd- og gagnaþjónustu beint í sím-
tæki notandans yfir netið.
Seldu búnað fyrir
7 milljarða króna
Félagið að 23% í eigu íslenskra fjárfesta
ÞRÁTT fyrir að fréttir af hugsan-
legu samkomulagi um björgunar-
áætlun ríkisstjórnar Bandaríkjanna
hafi lyft mörkuðum um allan heim
voru ekki allar fréttir af banda-
rísku efnahagslífi í gær jafn bjart-
ar.
Eftirspurn eftir varanlegum
neysluvörum, heimilistækjum og
slíku, dróst saman um 4,5% í ágúst.
Sala á nýju íbúðarhúsnæði minnk-
aði sömuleiðis í mánuðinum, eða
um 11,5%. Þá fjölgaði nýskráning-
um á atvinnuleysisskrá í vikunni
sem er að líða og töldust þær
493.000. Hafa nýskráningar ekki
verið fleiri í einni viku síðan árið
2001, að því er segir í frétt Wall
Street Journal.
Svo virðist sem fjárfestar hafi
hins vegar haft meiri áhuga á já-
kvæðum fréttum frá bandaríska
þinginu, því hlutabréfavísitölur í
Bandaríkjunum hækkuðu töluvert í
gær. Dow Jones vísitalan hækkaði
um 1,82%, Nasdaq um 1,43% og
S&P 500 um 1,97%. Breska FTSE
vísitalan hækkaði um 1,99%.
bjarni@mbl.is
Neikvæðir hagvísar
Reuters
Streita Greinilegt er að átök síðustu daga hafa haft áhrif á miðlarann Greg
Russo, en hlutabréfavísitölur bandarískar hækkuðu allar í gær.
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
hélt áfram að hækka í gær og nam
hækkunin 2,19%. Lokagildi vísitöl-
unnar var 4.312,41 stig.
Hinn færeyski Eik banki hækkaði
um 9,38% í gær og þá hækkaði
gengi SPRON um 6,06% og Existu
um 4,98%. Gengi bréfa Alfesca
lækkaði aftur á móti um 2,21% og
Eimskipafélagsins um 1,41%.
Krónan veiktist um 0,21% í gær
og var lokagildi gengisvístölu 178,4
stig. bjarni@mbl.is
Hækkun hlutabréfa
ENN hafa engar
skýringar borist
á því frá Seðla-
banka Íslands
hvernig á því
stendur að bank-
inn er ekki aðili
að gjaldeyris-
skiptasamkomu-
lagi sem seðla-
bankar Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar gerðu við bandaríska
seðlabankann fyrr í vikunni.
Í Hálffimmfréttum greiningar-
deildar Kaupþings segir að mikla
gengislækkun krónunnar undan-
farna daga og vikur megi rekja til
þess að kjör á gjaldeyrisskipta-
markaði hafi versnað til muna.
Vaxtamunur við útlönd sé nú nei-
kvæður. Ástæða verri kjara á
skiptamarkaði sé gríðarleg lausa-
fjárþurrð þar sem bankar haldi fast
í hverja evru og Bandaríkjadal.
Gagnrýnir greiningardeildin Seðla-
bankann fyrir aðgerðaleysi, einkum
að hann vilji ekki bjóða íslenskum
bönkum skiptasamninga í evrum,
sem greiningardeildin segir að
myndi ekki hafa aukakostnað í för
með sér.
Tryggingarálag á skuldabréf ís-
lensku bankanna hefur hækkað mik-
ið undanfarna daga og er svo komið
að álag á bréf Landsbanka er 10,5%,
Kaupþings 14,0% og Glitnis 15,25%.
Hefur álagið á bréf Landsbanka
hækkað um 1,5 prósentur í vikunni,
álag Kaupþings um 2,7 og Glitnis
um 2,25 prósentur. bjarni@mbl.is
Engar
skýring-
ar borist
Kaupþing gagnrýnir
Seðlabankann
BANDARÍSKA fjármálaeftirlitið
áformar að hefja eftirlit með svo-
kölluðum skuldatryggingum.
Tyggingunum er ætlað að vernda
banka gegn útlánatapi. Í frétt
greiningar Glitnis segir að trygg-
ingarnar séu taldar hafa hrundið af
stað verðfalli á hlutum í fjármála-
fyrirtækjum á Wall Street og þar
með flýtt fyrir nýlegum áföllum
þar. Hækkun á skuldatryggingum
fyrirtækjanna hafi þrýst niður
hlutabréfaverði, rýrt fjármagn
fyrirtækjanna og í kjölfarið hafi
áhyggjur af stöðu þeirra orðið
mjög ýktar og úr takti við raun-
verulega stöðu. camilla@mbl.is
Tryggingar
valda verðfalli
● LANDSBANKINN hefur lækkað
þak á afleiðuviðskiptum með gjald-
eyri úr 300 milljónum króna í 100
milljónir. „Tilgangurinn er að hafa
skýrari yfirsýn yfir samningagerð af
þessu tagi. Gjaldeyrir er takmörkuð
auðlind og því er þetta skynsam-
legt,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, ann-
ar tveggja bankastjóra Landsbank-
ans.
Spurður hvort þessa ákvörðun
megi að einhverju leyti skýra með
styrkingu krónunnar segir Sigurjón
að erfitt sé að leggja mat á það. „Ef
það hefur haft jákvæð áhrif þá sýnir
það að ákvörðunin var rétt,“ segir
Sigurjón. thorbjorn@mbl.is
LÍ lækkaði þak á
afleiðuviðskiptum