Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SIGURÐUR G. Guðjónsson
hæstaréttarlögmaður var gestur
þáttarins Ísland í dag síðastliðið
miðvikudagskvöld ásamt Agnesi
Bragadóttur, blaðamanni á
Morgunblaðinu.
Í viðtalinu lét Sigurður þá
skoðun sína í ljós að reka ætti
Davíð Oddsson úr Seðlabank-
anum og ráða í hans stað hag-
fræðing sem hefði vit og þekk-
ingu á stjórn peninga- og
efnahagsmála. Sagði Sigurður
G. að yfir slíkri þekkingu hefði
Davíð ekki að ráða.
Þó svo að augljóst sé að
hæstaréttarlögmaðurinn hafi
horn í síðu seðlabankastjórans
þá skil ég ekki hvers vegna
hann leyfir Davíð ekki að njóta
sannmælis, því nafni minn
skautar viljandi framhjá þeirri
staðreynd að Davíð Oddsson
var forsætisráðherra, og þar
með ráðherra efnahagsmála, í
ríkisstjórn Íslands í þrettán ár.
Stærsti hluti þess tímabils var
mesti uppgangstími í íslensku
efnahagslífi á lýðveldistíma, en
einnig þurfti ráðuneyti Davíðs
Oddssonar að takast á við mjög
alvarlega efnahagsörðugleika og
niðursveiflu á árunum 1991 til
1995.
Árangur Davíðs og samverka-
manna hans hlýtur að segja
eitthvað um þekkingu hans á
efnahagsmálum, að minnsta
kosti ef menn, burtséð frá því
hvar í flokki þeir standa, kjósa
að fjalla um málið af einhverri
sanngirni.
Af málflutningi Sigurðar G. í
þættinum mátti ráða að hann
væri þeirrar skoðunar að ein-
ungis ætti að ráða sérfræðinga
til þess að stjórna málum sem
undir þeirra sérsvið féllu.
Þegar betur er að gáð er ég
ekki svo viss um að Sigurður G.
Guðjónsson sé eins sannkristinn
talsmaður sérfræðingastjórna
og ráða mátti af hans eigin
orðum í þættinum. Ég efast um
að hann sé þeirrar skoðunar að
reka eigi svila hans, Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráð-
herra, úr stóli sínum, fyrir þær
sakir einar að Björgvin er
menntaður á sviði sagnfræði og
heimspeki, og að fylla ætti sæti
hans með vel menntuðum hag-
fræðingi eða viðskiptafræðingi.
Krafa Sigurðar G. Guðjóns-
sonar um brottvikningu Davíðs
Oddssonar úr Seðlabankanum
byggist ekki á efnislegum rök-
um. Hún byggist á stækri og
persónulegri andúð hans á
Davíð Oddssyni sem varað hef-
ur um árabil.
Það er í sjálfu sér ekkert ný-
mæli að skoðanir manna á
stjórnmálamönnum, núverandi
eða fyrrverandi, séu skiptar.
Það ætti Sigurður G. Guð-
jónsson að vita manna best,
enda verða þeir stjórn-
málamenn sem hann hefur
gengið erinda fyrir á síðustu
árum seint taldir óumdeildir.
Hitt er annað mál að menn
verða að fá að njóta sannmælis.
Innlegg Sigurðar G. Guð-
jónssonar um íslensk efnahags-
mál og stjórn peningamála skil-
ur ekkert eftir sig. Vilji menn
láta eitthvað gott af sér leiða í
umræðum um efnahagsmál og
stjórn peningamála ættu þeir
hinir sömu að einbeita sér að
því að koma fram með málefna-
legar hugmyndir til úrbóta.
Málflutningur sem einungis
er byggður á persónulegri
óvild og heift í garð annarra
hefur aldrei og mun aldrei hafa
neitt uppbyggilegt í för með
sér.
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður G. og
sérfræðingarnir
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Á LIÐNUM mán-
uði hefur athygli
heimsins beinst að
Rússlandi. Við tókum
að okkur mikilvæga
áskorun sem fólst í
því að styðja Georgíu
eftir árás Rússa á
landið. Okkur finnst
vel hafa tekist til. Að-
alatriðið varðandi
áframhaldið, sem ég
nefndi í ræðu minni síðasta
fimmtudag, er hvaða áhrif atburð-
irnir munu hafa á samband Rúss-
lands við umheiminn, og þá sér-
staklega samband Bandaríkjanna
og Evrópu.
Aðdragandi ágreiningsins í síð-
asta mánuði er vel þekktur. Mis-
tök voru gerð beggja vegna borðs-
ins en viðbrögð rússneskra
leiðtoga, að gera innrás í sjálf-
stætt ríki með alþjóðlega við-
urkennd landamæri og svo reyna
að skipta ríkinu upp í smærri ein-
ingar með því að viðurkenna sjálf-
stæði Abkasíu og Suður-Ósetíu,
voru ekki í samræmi við þá stöðu
sem upp var komin. Útskýringu á
framkomu Rússa er ekki að finna
hjá nágrönnum Rússlands eða
vegna stækkunar NATÓ eða hjá
Bandaríkjunum, heldur er skýr-
inguna að finna hjá leiðtogum
Rússlands.
Það sem vekur
frekari óróa er að
árás Rússlands pass-
ar inn í nýtt hegð-
unarmynstur sem
hefur verið í mótun í
nokkur ár, þar á með-
al er kúgun ná-
grannaríkja notuð
með því að nota olíu
og gas sem vopn.
Hótanir gagnvart
friðsamlegum ríkjum
með kjarnorkuvopn-
um sem og skerðing
réttinda og frelsis í eigin landi.
Rússland sýnist verða valdboðs-
legra og árásargjarnara.
Árásin á Georgíu hefur leitt
okkur að þýðingarmikilli stund
þótt hún muni ekki ráða úrslitum.
Leiðtogar Rússlands eru að taka
óheppilegar ákvarðanir, en geta
valið aðra leið. Framtíð Rússlands
er í höndum Rússa, en ákvarðanir
þeirra verða að hluta til mótaðar
af ákvörðunum annarra og þá sér-
staklega Bandaríkjanna og banda-
manna okkar í Evrópu.
Innrás Rússa í Georgíu hefur
ekki og mun ekki ná neinum hern-
aðarlegum markmiðum. Okkar
markmið er að gera leiðtogum
Rússlands grein fyrir því að
ákvarðanir þeirra munu valda
sjálfskapaðri einangrun og merk-
ingarleysi á alþjóðavísu.
Til þess að ná þessu markmiði
þarf ákveðni og samstöðu Banda-
ríkjanna og Evrópu. Við höfum
ekki efni á að staðfesta þær alhæf-
ingar sem sumir rússneskir leið-
togar virðast hafa, að með því að
hóta og slá frá sér þá fái þeir okk-
ur til að gefa eftir og að lokum til
að láta alveg undan. Bandaríkin
og Evrópa verða að standa gegn
slíku háttalagi, og láta ekki árás-
argirni Rússa njóta ávinnings.
Við og okkar evrópsku banda-
menn höfum þess vegna myndað
sameiginlega stefnu um að styðja
Georgíu. Við erum í fararbroddi
þegar kemur að enduruppbygg-
ingu landsins. Dyrnar að samstarfi
Evrópu þvert yfir Atlantshafið eru
enn opnar fyrir Georgíu, og
bandalagið mun halda áfram að
vinna að því að gera samstarfið að
veruleika.
Á sama tíma veita Bandaríkin
og Evrópa nágrönnum Rússlands
ótvíræðan stuðning þegar kemur
að sjálfstæði, sjálfsákvörð-
unarrétti og landhelgi þeirra. Við
munum ekki leyfa Rússlandi að
hafa neitunarvald yfir því hvaða
ríki fá aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Við höfum gert vin-
um okkar í Úkraínu grein fyrir
þessu.
Bandaríkin og Evrópa eru að
þróa samstarf sitt í átt til sjálf-
stæðis í orkumálum. Við munum
verja hnattrænan og opinn orku-
markað fyrir misnotkun. Það geta
ekki verið ákveðnar reglugerðir
fyrir Rússland og síðan allt aðrar
reglur fyrir alla aðra.
Að lokum munu Bandaríkin og
Evrópa leyfa leiðtogum Rúss-
lands að fá gróðann af alþjóð-
legum reglum, mörkuðum og
stofnunum á sama tíma og þeir
draga í efa gildi þeirra. Það er
engin þriðja leið. 20. aldar Rúss-
land og 21. aldar Rússland geta
ekki verið til á sama tíma. Til
þess að nýta sér möguleika sína
til fulls þarf Rússland að laga sig
að alþjóðlegu stjórnmála- og hag-
kerfi. Rússland er hinsvegar í
þeirri sérkennilegu stöðu að vera
bara með til hálfs. Rússland þarf
á umheiminum að halda til þess
að ná árangri og það mun ekki
breytast.
Leiðtogar Rússlands sjá hver
framtíð landsins verður ef þeir
halda áfram stefnu sinni. And-
stætt stöðu Georgíu hefur staða
Rússlands á alþjóðavettvangi
versnað til muna, og hefur ekki
verið verri en síðan 1991. Sam-
starf Rússlands og Bandaríkj-
anna um kjarnorku hefur verið
stöðvað. Leiðtogar Rússlands eru
að skapa slæmt efnahagsumhverfi
heima fyrir. Möguleiki þeirra til
þess að fá aðild að Alþjóða við-
skiptastofnuninni er þverrandi.
Aðild þeirra að Efnahags- og
framfarastofnuninni er einnig í
hættu.
Það sem hefur komið frá
Moskvu hefur vakið spurningar
um hvaða framtíðarsýn stýri
Rússlandi. Nýlega lagði nýi forset-
inn í Rússlandi fram jákvæða
framtíðarsýn Rússlands. Sú sýn
tók mið af veikleikum Rússlands
og kallað var á breytingar heima
fyrir. Það mikilvægasta var að
einangrunarstefna og það að egna
önnur lönd á móti sér var ekki til
umræðu.
Af nauðsyn munu Bandaríkin og
Evrópa halda áfram að berjast
fyrir sameiginlegum hagsmunum
þ.e. að berjast gegn hryðjuverk-
um, hindra Íran frá því að eignast
kjarnavopn, efla frið í Miðaust-
urlöndum þar sem friður ríkir á
milli Ísraels og Palestínu. Auk
þess vinnum við gegn því að ör-
yggisráðið verði aftur að þeirri
stofnun þar sem allt stóð fast á
tímum kaldastríðsins. Það væri
slæmt ef samband Bandaríkjanna
og Rússlands næði ekki lengur út
fyrir sameiginlega hagsmuni.
Vegna þess að bestu samböndin er
þau sem stefna að sameiginlegu
markmiði og hafa sömu gildi.
Hvort rússneskir leiðtogar kom-
ast yfir fortíðarþrána og sættast á
það hvernig fara á með vald á 21.
öldinni á eftir að koma í ljós. Það
er undir þeim komið. Við vonum
að leiðtogar Rússlands velji af
kostgæfni, bæði vegna sinnar eig-
in þjóðar og heimsins.
Samstaða yfir Atlantshaf
vegna Rússlands
Eftir
Condoleezza Rice » Það sem hefur komið
frá Moskvu hefur
vakið spurningar um
hvaða framtíðarsýn
stýri Rússlandi.
Condoleezza Rice
Höfundur er utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
FLESTUM lands-
mönnum er það löngu
ljóst, að miklar breyt-
ingar hafa átt sér
stað, hér á landi sem
annars staðar, í sam-
göngum og allri sam-
göngutækni. Miklu
meiri hraði er á öllum
hlutum og með auk-
inni tækni, svo sem
tölvusamskiptum geta menn fengið
fréttir af því sem er að gerast út
um allan heim á svipstundu. Við
Íslendingar eigum þó einn þing-
mann sem greinilega heldur að
tími hestvagnanna sé enn hér á
landi og að við séum í algjörri ein-
angrun frá umheiminum. Mér hef-
ur raunar fundist, að þessi þing-
maður sé alltaf á móti öllu og
einkum ef á að breyta einhverju
sem hann hefur þekkt á lífsleiðinni.
Ég man ekki eftir að þingmað-
urinn, Jón Bjarnason, hafi stutt
nokkurt framfaramál þann tíma
sem hann hefur setið á þingi. Því
kemur mér ekkert á óvart að þing-
maðurinn skuli berjast gegn öllum
breytingum sem Íslandspóstur
ætlar að gera á starfsemi sinni.
Í grein, sem Jón Bjarnason
skrifaði nýverið í Morgunblaðið,
telur hann mig vera
markaðshyggjumann
vegna þess að ég hef
tekið fullan þátt í því
innan stjórnar Ís-
landspósts að reka
fyrirtækið eins vel og
kostur er. Ef það er
markaðshyggja, þá er
ég markaðshyggju-
maður. En Jón
Bjarnason hefur ekki
áhyggjur af rekstri
Íslandspósts og hon-
um kemur greinilega
ekkert við hvernig reksturinn
gengur, því hans áhyggjur beinast
að því hvort ekkjan á Reykhólum
fær póstinn sinn þrisvar eða fimm
sinnum í viku. Það eru fráleitt ein-
hverjir duttlungar einstakra
stjórnarmanna Íslandspósts hvort
póstferðum er fækkað eða fjölgað í
einstökum landshlutum, eða hvort
einstökum póststöðvum er lokað,
heldur ber stjórninni að horfa á af-
komu fyrirtækisins hverju sinni.
Íslandspóstur á að þjóna …
Það er laukrétt hjá Jóni Bjarna-
syni að Íslandspóstur eigi að þjóna
öllum landsmönnum, enda gerir
hann það. Það er hins vegar ekki
vegna þess að hann er í 100% eign
ríkisins, heldur vegna þess að hann
hefur metnað til þess. Eigandi Ís-
landspósts gerir þá kröfu að fyr-
irtækið skili sér 190 milljónum
króna í arð á árinu 2009. Stjórnin
er því að bregðast við þeirri kröfu
þegar hún tekur ákvörðun um
niðurskurð á einstökum póstleiðum
eða með lokun póststöðva, þar ráða
engir duttlungar för. Ef það róar
eitthvað þingmanninn, Jón Bjarna-
son, þá væri mér, Kópavogsbúan-
um, slétt sama hvort ég fengi póst-
inn annan hvern dag eða á
hverjum degi. Ég get einnig frætt
þingmanninn um það, að nið-
urskurður hjá Íslandspósti hefur
verið mun meiri á höfuðborg-
arsvæðinu heldur en á landsbyggð-
inni, en það veldur honum ekki
neinum áhyggjum. Hann deilir
ekki áhyggjum með þeim sem búa í
þéttbýli. Mér finnst það óhugn-
anlegt sjónarmið hjá þingmann-
inum, að ef ríkið á eitthvert fyr-
irtæki þá skipti engu hvernig það
er rekið heldur eigi það einungis
að þjóna öllum landsmönnum.
Hvers vegna má ekki reka ríkisfyr-
irtæki með hagnaði?
Það er engu líkara en þingmann-
inum finnist það hið versta mál að
Íslandspóstur skuli vera vel rekið
fyrirtæki.
Á „dauðalista“
Það er argasti dónaskapur hjá
Jóni Bjarnasyni að halda því fram
að Íslandspóstur setji einhver
byggðarlög á „dauðalista“. Við hjá
Íslandspósti vinnum ekki þannig.
Það er hins vegar spurning hvort
þingmaðurinn Jón Bjarnason hefur
einhvern slíkan lista sem hann
vinnur eftir. Af skrifum hans að
dæma er alveg ljóst að Íslands-
póstur er efstur á þeim lista.
Á dauðalista
Jóns Bjarnasonar
Guðmundur Odds-
son svarar grein
Jóns Bjarnasonar
Guðmundur Oddsson
» Við Íslendingar eig-
um einn þingmann
sem greinilega heldur
að tími hestvagnanna sé
enn hér á landi og að við
séum í algjörri ein-
angrun frá umheim-
inum.
Höfundur er varaformaður
stjórnar Íslandspósts.
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600