Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HaraldurSigurjónsson
fæddist á Eskifirði
7. ágúst 1936.
Hann lést á
lungnadeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 20. september
2008.
Foreldrar hans
voru hjónin
Jóhanna Hjelm frá
Vágur í Suðurey í
Færeyjum, f. 11.11.
1905, d. 8.12. 1975,
og Sigurjón Guð-
mundsson frá Eskifirði, f. 14.7.
1905, d. 2.11. 1948. Systkini
Haraldar eru: Gunnar, Matt-
hildur, Guðmundur, Ásthildur
og Brynhildur.
Haraldur kvæntist 7.5. 1958
Rannveigu Lovísu Leifsdóttur
frá Raufarhöfn, f. 8.8. 1936. For-
eldrar hennar eru hjónin Svein-
björg Lúðvíka Lund frá Raufar-
höfn, f. 86. 1910, d. 15.8. 1977,
og Leifur Eiríksson frá Rifi á
Melrakkasléttu, f. 3.6. 1907.
Leifur dvelur nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði, systkini Rannveigar
eru Eysteinn, Ingibjörg og
Eiríkur Þór. Fyrir átti Bryndís
Ástu, f. 25.12. 1976. Sambýlis-
maður hennar er Andrew
McCormack, börn þeirra eru a)
Anna Katrín og b) Stefan Trent.
4)Íris Elva, f. 22.5. 1963. Synir
hennar eru a) Björn Arnar, f.
1.6. 1987. Unnusta hans er Ing-
unn Björk Þorgeirsdóttir, b) Atli
Freyr, f. 28.5. 1989. Sambýlis-
maður hans er Halldór Guð-
mundsson, c) Örn Elvar, f. 18.9.
1994, d) Bjarnþór, f. 10.5. 2002,
5) Elín Björg, f. 12.9. 1969. Maki
Sveinn Ragnar Jónsson, f. 15.11.
1965. Börn þeirra eru a) Viktor
f. 12.7. 1993, b) Egill Snær, f.
22.12. 2000, c) Eva María, f.
31.12. 2005, fyrir átti Sveinn
soninn Jón Heiðar, f. 7.2. 1989.
Haraldur var til sjós sem ungur
maður. Hann vann í Vélsmiðju
Eysteins Leifssonar, hjá Ístaki
vann hann frá 1966-1972, eftir
það starfaði hann hjá Vélsmiðj-
unni Þrym. Frá árinu 1979 vann
hann samfellt til ársins 2003 hjá
Ísal, en þá lét hann af störfum
vegna veikinda. Haraldur flutt-
ist í Kópavog árið 1950 og bjó
þar alla tíð, lengst af á Álfhóls-
vegi 24a en fyrir ári fluttu þau
hjónin í Gullsmára 9.
Útför Haraldar fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Erlingur. Börn
Rannveigar og Har-
aldar eru:1) Svein-
björg, f. 7.10. 1958.
Maki Guðlaugur
Kristinsson, f. 9.9.
1956. Börn þeirra a)
Kristinn Haraldur,
f. 20.9. 1979. Sam-
býliskona hans er
Halla Björk Einars-
dóttir. Börn þeirra
eru Brynjar Máni
og Kristey Una, b)
Pétur Ingi, f. 3.3.
1982. Sambýliskona
hans er Guðrún Edda Hauks-
dóttir. Börn þeirra eru Mikaela
Nótt og Ismael Breki, c) Katrín
f. 4.8. 1989. Unnusti hennar er
Ögri Kristinsson. 2) Jóhanna
Helga Haraldsdóttir. f. 1.10.
1959, var gift Þjóðólfi Gunn-
arssyni. f. 6.6. 1956, þau skildu.
Synir hennar eru a) Haraldur
Ingi, f. 12.1. 1982, b) Daði Þór,
f. 16.9. 1986, c) Gunnar Þórir, f.
12.2. 1990. 3) Eiríkur Ingi, f.
17.11. 1960. Maki Bryndís Reyn-
isdóttir, f. 25.12. 1958. Barn
þeirra er a) Rannveig Lovísa, f.
31.10. 1980. Hennar sonur er
Elsku pabbi minn. Þetta er allt
svo erfitt núna og óraunverulegt.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann nú þegar þú ert farinn frá
okkur elsku pabbi, en ég veit að þú
ert hjá okkur öllum. Það er svo erf-
itt að þurfa að kveðja þig.
Allt er svo tómlegt án þín. Allar
sögurnar sem þú sagðir okkur
krökkunum þegar við vorum lítil
hljóma í höfðinu á mér. Þú varst
hafsjór af fróðleik. Þú vissir allt –
kunnir allt og gast allt. Þú varst
hetja og ert það enn. Þú barðist
eins og hetja fram á síðustu mínútu
og sagðist ætla að snúa á læknavís-
indin. Þú sagðir að maður ætti
aldrei að gefast upp fyrr en í fulla
hnefana og það ætla ég að muna.
En pabbi minn, það hlýtur ein-
hver tilgangur að vera með öllu
þessu. Var að hugsa hvort það
þyrfti kannski að fara að gróður-
setja hinum megin eða hvort
tækjabúnaðurinn væri farinn að
gefa sig. Það var nú lítið mál fyrir
þig að hanna eina vél og smíða
hana. Þú fórst bara í bílskúrinn og
verkið var klárað.
Þótt þú sért farinn þá á ég alltaf
minningarnar sem ekki verða tekn-
ar frá mér.
Takk fyrir allt pabbi minn sem
þú varst mér og strákunum mín-
um.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín elsku
pabbi.
Þín dóttir,
Jóhanna Helga.
Ég á erfitt með að sætta mig við
þá tilhugsun að þú sért farinn frá
okkur, elsku pabbi. Farinn að eilífu
og komir aldrei aftur. Hugurinn er
reikull og erfitt að hugsa skýrt. En
það sem hjálpar mér að takast á
við sorgina eru hinar óteljandi
góðu, yndislegu og skemmtilegu
minningar sem ég á um þig, elsku
pabbi. Þú varst hafsjór af fróðleik,
alltaf að spá og spekúlera, segja
sögur af skemmtilegum atburðum
frá liðnum tímum og til dagsins í
dag. Það er ekki öllum gefið að sjá
fyndnar hliðar hversdagsleikans
eins og var þér eðlislegur eigin-
leiki. Það er svo margt sem ég vil
þakka þér, það sem þú hefur kennt
mér hefur verið gott veganesti í líf-
inu.
Elsku pabbi, þú munt alltaf lifa í
minningum mínum og systkinanna,
því hluti af þér lifir í okkur öllum.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Þín dóttir
Íris Elfa.
Elsku tengdapabbi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku tengdamamma, missir
þinn er mikill. Sendi ég þér, Eika
mínum, Leifi afa, fjölskyldu og ást-
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Megi algóður Guð styrkja ykkur í
sorginni. Hvíl þú í friði, elsku
tengdapabbi.
Þín tengdadóttir,
Bryndís.
Elsku afi minn. Ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur sagt mér og
kennt mér í gegnum tíðina.
Þær voru ófáar sögurnar sem þú
sagðir okkur og við áttum alltaf
góðar stundir saman.
Það var alltaf skemmtilegt að
koma í heimsókn í sveitina til ykk-
ar ömmu og sjá allt sem þú hafðir
framkvæmt þar. Ég held að það
hafi engum dottið í hug að útbúa
svona vél fyrir gróðursetningu eins
og þú gerðir, en plönturnar voru
komnar í 18 þúsund sem þú gróð-
ursettir uppfrá svo hún hefur sjálf-
sagt hjálpað þér helling. Þú kennd-
ir mér vinnusemi enda varstu alltaf
að, frá morgni til kvölds, eitthvað
að bardúsa.
Þú sagðir alltaf að það væri
betra að vera fæddur snillingur en
lærður hálfviti og þú varst svo
sannarlega fæddur snillingur.
Saknaðarkveðjur og hlakka til að
hitta þig hinum megin.
Pétur Ingi Guðlaugsson.
Elsku afi minn. Ekki bjóst ég við
því að þessi stund væri runnin upp
og þurfa að kveðja þig svona fljótt
afi minn.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman í
Tungunum og heima hjá ykkur
ömmu. Þær eru ógleymanlegar
fyrir mér; gróðursetningin, smíða-
vinnan og veiðin, þetta var svo góð-
ur og skemmtilegur tími sem við
áttum saman og allar sögurnar.
Okkur vantaði aldrei neitt um-
ræðuefni, náðum alltaf svo vel sam-
an. Enda með sömu áhugamálin
mörg hver. Þetta vil ég þakka þér
fyrir elsku afi minn og vinur.
Megi Guð senda ömmu minni
styrk á þessum erfiða tíma.
Þinn vinur og nafni,
Kristinn Haraldur.
Elsku langafi Halli. Nú ertu hjá
Guði. Ég spurði mömmu hvort þú
gætir talað við Guð og hún sagði
já. Það fannst mér gott að heyra.
Ég sagði við mömmu og pabba að
þú mættir örugglega eiga hundana
hennar ömmu Lúllu og hans afa
Gulla, af því að þeir eru líka hjá
Guði. Þá hefur þú einhvern að leika
við. Ég man þegar við vorum í
sumarbústaðnum hjá þér og lang-
ömmu. Þú varst stundum að stríða
mér og tókst úr þér tennurnar, það
var það skrítnasta sem ég hafði
séð. Pabbi sagði að ég hefði hætt
með snuddu þegar ég var í sveit-
inni ykkar, þá var ég tveggja og
hálfs. Þér fannst nóg komið með
snudduna og sagðir: „Mikaela,
viltu ekki henda snuddunni þinni í
ruslið, prinsessur eru ekki með
snuð!“ Ég hlýddi að sjálfsögðu
honum afa mínum og gekk beint að
ruslafötunni og henti snuðinu og
þar með var það komið. Ég var
hætt með snuddu, mömmu og
pabba til mikillar gleði. Mér finnst
skrítið að þú getir ekki farið í sum-
arbústaðinn aftur, en ég veit líka
að þú getur fylgst með okkur af
himnum.
Ég á góðar minningar um þig
sem ég geymi alltaf.
Hvíl í friði langi minn.
Þín
Mikaela Nótt Pétursdóttir.
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst að bestu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á tímans straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt.
Því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef vér sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.
(Jónas Hallgrímsson.)
Þannig var það að koma í heim-
sókn til kærs mágs og svila og
systur minnar í gróðurvin þeirra
uppi í Biskupstungum. Í dag kveðj-
um við Halla mág og svila, sem við
söknum svo sárlega. Við erum svo
glöð yfir að hafa heimsótt þau oftar
en áður í sumar í sumarbústaðinn
þeirra og að vera þar nú síðast
þegar við vorum þar er veikindi
hans gerðu lokaárásina. Við áttum
saman skemmtilegt kvöld, borðuð-
um það sem ég held að þeim svilum
hafi líkað best og spekúleruðum og
spáðum í lífið. Nú hálfum mánuði
síðar er hann allur og minnumst
við þessara yndislegu stunda, sem
við nutum í sumarbústaðnum
Skyggnissteini í gegnum árin. Því-
líkur skógur, sem hann var búinn
að rækta. Græðlingar voru teknir á
haustin og síðan settir niður og
ekkert gefið eftir, smíðuð tæki og
tól til að auðvelda gróðursetningu,
allt lék í höndunum á Halla, því
hann vissi nákvæmlega hvað til
þurfti og þetta var hans líf og yndi.
Þarna undi hann sér og þarna var
þeirra sumargleði við að taka á
móti vinum og kunningjum og
njóta sólskinsblettsins. Þegar þess-
ar fáu línur eru skrifaðar renna í
gegnum huga okkar allar liðnar
stundir í nærveru Halla, sem er
svo dýrmætt að eiga og geyma, og
það yljar að hafa átt góðan mág og
svila, sem alltaf var svo gaman að
tala við og var ætíð hress,
skemmtilegur og hreinskiptinn.
Við vildum geta haft þig miklu
lengur hjá okkur, elsku Halli, en
nú ert þú kominn á spennandi slóð-
ir, því eitthvað bíður hinum megin
við tjaldið.
Elsku systir og mágkona, Lúlla,
Jóhanna, Eiki, Íris og Elín og fjöl-
skyldur, við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur.
Ingibjörg og Jón.
Hann Halli bróðir er látinn.
Á þessari stundu er margt sem
kemur upp í hugann. Minninga-
brotin streyma fram svo skýr og
greinileg, en að koma þeim á blað
er ekki eins auðvelt og ætla mætti.
Kæri bróðir, þú varst okkur svo
ósköp góður þegar við vorum litlar
stelpur heima í Kópavoginum, fyrir
það erum við þér ævinlega þakk-
látar. Þú mótaðir okkur á vissan
hátt með glettni þinni og spaug-
semi. Þú áttir það til að stríða okk-
ur, eins og eldri bræður gjarnan
gera, en gast þó alltaf hlustað,
huggað og gefið góð ráð þegar á
reyndi.
Glaðværð og skemmtilegur húm-
or voru áberandi þættir í fasi þínu
alla tíð. Þær stundir sem þú áttir
með okkur og fjölskyldum okkar
einkenndust af léttleika og
skemmtilegum umræðum. Okkur
eru sérstaklega minnisstæðar þær
fjölmörgu nætur sem þú gistir á
heimilum okkar þegar þú, náttúru-
barnið mikla, fórst á þínar árlegu
gæsaveiðar. Þú laumaðist þá út
fyrir allar aldir, komst klyfjaður
gæsum nokkrum tímum síðar og
tókst þér góðan tíma til að drekka
kaffi og maula heimabakað bakk-
elsi, sem þér þótti nú ekki slæmt
að fá. „Mikið ansi er þetta góð jóla-
kaka hjá þér gæska,“ varð þér oft
að orði.
Þú varst vinnusamur og góður til
margra verka, fjölhæfur og útsjón-
arsamur. Það má í raun segja að
þú hafir verið uppfinningamaður
og verkfræðingur af Guðs náð. Í
gegnum tíðina hannaðir þú og
bjóst til ýmis tæki og tól, ýmist úr
litlu eða einhverju allt öðru en það
síðan varð. Í þínum höndum gat til
dæmis gömul sláttuvél orðið að
sáningsvél ef því var að skipta. Það
besta var að þú hafðir tröllatrú á
eigin verkum og hugmyndum.
Elsku bróðir, það er komið að
kveðjustund – vertu sæll gæskur
og takk fyrir allt. Við systur vott-
um Rannsý og fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð og biðjum
Guð almáttugan að blessa þau og
styrkja í sorg sinni.
Ásthildur og Brynhildur
(Ásta og Inda).
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast Haraldar Sigurjónsson-
ar. Við kynntumst fyrir átján árum
er Sveinn sonur minn og Elín dótt-
ir Haraldar felldu hugi saman.
Fljótlega kom í ljós að við höfðum
unnið saman í Búrfellsvirkjun,
einnig að við vorum með sameig-
inlegt áhugamál, skotveiðar, og
fórum við síðar í nokkrar skemtil-
egar veiðiferðir saman. Haraldur
var einstaklega fróður, handlaginn
og hugmyndaríkur, það sást best á
því sem hann hafði fyrir stafni
heima fyrir – og í Haukadal þar
sem hann stundaði skógrækt af
mikilli elju bæði fyrir og eftir að
hafa lokið störfum hjá Álverinu í
Straumsvík. Fjölskyldumaður var
Haraldur góður og var gaman að
koma við í kaffi og spjalla um
heima og geima við þau Rannveigu
og Harald, en þau hlúðu vel að
börnum og barnabörnum. Á þess-
ari stundu, eftir langvinnan sjúk-
dóm er Haraldur kveður þennan
heim sem enginn fer lifandi úr, vil
ég biðja góðan Guð að blessa minn-
ingu hans. Ég kveð Harald með
mikilli virðingu og þakklæti um
leið og ég sendi Rannveigu, börn-
um og barnabörnum innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón B. Sveinsson.
Haraldi kynntist ég fyrst þegar
hann kvæntist Rannveigu systur
minni og þau komu til Raufarhafn-
ar í upphafi hjónabandsins sem
varði vel og lengi, því síðastliðið
vor áttu þau gullbrúðkaupsafmæli.
Börn þeirra urðu fimm og afkom-
endur Rönnsu og Halla orðnir
margir. Leiðir okkar Halla lágu
ekki bara saman vegna mægða
heldur líka í vinnu, á árum áður í
vinnu hjá Vélsmiðju Eysteins
Leifssonar og síðar í fjölmörg ár í
Steypuskála ÍSAL þar sem Halli
vann við álsteypu og önnur fram-
leiðslustörf henni tengd þar til
hann fór í flýtt starfslok 67 ára að
aldri.
Halla var margt til lista lagt.
Hann var laginn við smíðar bæði á
tré og járn, hafði gaman af því að
mála og teikna, las býsn af bókum
og var vel heima í ólíklegustu hlut-
um. Hann var mikið náttúrubarn,
hafði ánægju af ræktun, bæði
skrautjurta og trjáa. Ber sumarbú-
staður þeirra Rönnsu og Halla að
Skyggnissteini austan Geysis í
Haukadal þessum áhugamálum
hans vel merki þar sem hvert
handtak var yfirvegað og hver
spýta yfirfarin áður en hún var
fest. Það sama gilti um græðling-
ana sem ræktaðir voru og settir
niður í berangurinn en þeir skýla
nú bústaðnum sem öflug tré.
Fyrsta húsnæði sem Rannsa og
Halli eignuðust var í Smálöndum,
síðan í Álfabrekku, þá á Álfhóls-
vegi og síðast í Gullsmára. Á alla
þessa staði hefur verið gott að
koma í kaffi og spjall sem oftast
hófst á ,,hvað segirðu gæskur“ eða
,,hvað segirðu gæskan“ eftir því
hvort okkar hjóna birtist fyrr.
Þetta ávarp hans var honum svo
eðlislægt að meðal vinnufélagar
hjá ÍSAL var hann oft kallaður
,,Gæskurinn“ enda ákveðin upp-
hefð í slíkri nafnbót – enda vel
kominn að henni vegna jákvæðis
og drenglyndis.
Margs væri að minnast en hér
linnir máli. Við Addý biðjum
Rönnsu systur, Lúllu, Jóhönnu, Ei-
ríki, Írisi, Elínu og fjölskyldum
þeirra allrar blessunar og vottum
þeim samúð.
Far heill, mágur.
Erlingur Viðar.
Haraldur Sigurjónsson