Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurValdimarsson
fæddist í Fjalli á
Skeiðum 24. mars
1942. Hann lést á
heimili sínu á Efri-
Brúnavöllum á
Skeiðum 17. sept.
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðfinna
Guðmundsdóttir, f. í
Fjalli á Skeiðum 25.
júlí 1915, d. 1. ágúst
1997, og Valdimar
Bjarnason, f. á
Hlemmiskeiði á Skeiðum 23. mars
1911, d. 20. sept. 1964, bændur í
Fjalli á Skeiðum. Systkini Guð-
mundar eru Ingibjörg, f. 16. feb.
1945, og Bjarni Ófeigur, f. 18. okt.
1949.
Guðmundur kvæntist 2. júlí
Sigrún, f. 11. nóv. 1992. 2) Guð-
finna Auður, f. 15. des. 1968.
Eiginmaður hennar er Jón Finnur
Hansson, f. 29. júlí 1964. Þeirra
börn eru a) Fróði Guðmundur, f. 7.
jan. 1995, b) Erla Mekkín, f. 28.
feb. 1996, og c) Bára Björt, f. 20.
mars 2000.
Sambýliskona Guðmundar til
margra ára var Stella Elsa Gunn-
arsdóttir, f. 30. júní 1935. Þau slitu
samvistir. Stella á sex börn og 12
barnabörn.
Guðmundur ólst upp í Fjalli á
Skeiðum en flutti til Reykjavíkur
um tvítugt og hóf akstur leigubíls
á Bæjarleiðum sem varð hans ævi-
starf. Guðmundur var virkur í fé-
lagsstarfi stéttar sinnar og var í
stjórn Bifreiðastjórafélagsins
Frama á árunum 1973-1986, þar af
formaður félagsins 1984-1986.
Hann var um árabil í Umsjónar-
nefnd leigubifreiða á vegum Sam-
gönguráðuneytisins og sat einnig
um langt skeið í fulltrúaráði Sam-
vinnutrygginga, síðar VÍS.
Útför Guðmundar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1965 Báru Kjartans-
dóttur, f. 25. apríl
1944. Þau skildu.
Dætur þeirra eru 1)
Áslaug Björt, f. 2.
nóv. 1967. Fyrri mað-
ur hennar var Sig-
urður Einar Steins-
son, f. 14. okt. 1965.
Þau skildu. Þeirra
börn eru a) Auður
Sif, f. 13. maí 1989,
sambýlismaður Guð-
mundur Már Þor-
steinsson, f. 16. sept.
1987, og b) Steinn
Hermann, f. 21. nóv. 1993. Seinni
maður Áslaugar var Kjartan
Broddi Bragason, f. 16. ágúst
1963. Þau skildu. Dóttir þeirra er
c) Tinna, f. 10. feb. 2005. Dætur
Kjartans og stjúpdætur Áslaugar
eru Karítas, f. 22. maí 1986, og
Það er einkennileg tilfinning að
missa foreldri sitt, jafnvel þótt maður
sé löngu orðinn fullorðinn. Það eru jú
foreldrar okkar sem í upphafi inn-
ræta okkur þau lífsgildi sem gera
okkur að þeim manneskjum sem við
erum. Pabbi var einstaklega vandað-
ur maður, traustur, heill, stálheiðar-
legur og vel greindur. Þetta eru eig-
inleikar sem ég virði mikils í fari fólks
og er stolt af því að pabbi var slíkur
maður.
Þegar ég lít nú aftur til bernskuár-
anna er margt sem kemur upp í hug-
ann. Samverustundirnar hefðu ef-
laust getað verið fleiri, enda var
atvinna pabba ekki mjög fjölskyldu-
væn. Við ferðuðumst þó mikið um
landið á sumrin og pabbi var hafsjór
af fróðleik um alla þá staði sem við
heimsóttum. Hann las alla tíð mjög
mikið og var vel fróður um ótrúleg-
ustu hluti. Einnig sagði hann okkur
systrum margar sögur úr sveitinni
sinni sem honum þótti óskaplega
vænt um alla tíð. Pabbi kenndi mér
líka hvernig á að þrífa og hugsa um
bíla svo sómi sé að, það þótti honum
mikilvægt. Hann valdi og keypti með
mér fyrsta bílinn minn, svakalega
flotta koparlita Mözdu 929 Hardtop.
Við tvær, ég og hún, áttum eftir að
lenda í ýmsum ævintýrum fyrstu
ökumannsárin og pabba var ekki allt-
af skemmt þegar hann þurfti að að-
stoða við að koma bílnum aftur á göt-
una. Mér finnst vænt um það núna að
eins og hann keypti með mér fyrsta
bílinn var hann líka með mér um síð-
ustu áramót þegar ég fékk mér nýjan
bíl. Hann var hjá mér yfir jólin,
þræddi bílaumboðin meðan ég var í
vinnunni og útvegaði bæklinga og
upplýsingar sem við skoðuðum svo
saman á kvöldin áður en sá rétti varð
fyrir valinu.
Ein af mínum dýrmætustu minn-
ingum um pabba er frá deginum sem
ég útskrifaðist stúdent. Þetta var
vorið 1988, pabbi hafði nýlega veikst
alvarlega og lá á gjörgæsludeild
Landspítalans. Eftir útskriftarat-
höfnina fór ég til hans og fékk höfð-
inglegar móttökur. Hann var stoltur
af stelpunni, hafði fengið einhvern til
að kaupa fyrir sig kampavín og við
skáluðum saman í plastglösum þarna
á gjörgæslunni. Í minningunni er
þessi stund sú stærsta þennan dag.
Við pabbi áttum ákveðið tvíeðli
sameiginlegt, bæði mannblendin og
einfarar í senn. Sumir veltu því
kannski fyrir sér hvernig hann gæti
hugsað sér að búa einn úti í sveit um-
kringdur bókum og blöðum en þetta
val skildi ég vel og gæti vel hugsað
mér slíkt hið sama á efri árum. Þegar
við hittumst kláruðum við iðulega á
skömmum tíma það sem þurfti að
ræða og þögðum svo saman það sem
eftir var samverunnar, gjarnan les-
andi hvort sína bókina.
Börn hændust að pabba þrátt fyrir
að hann í hæglæti sínu gæfi sig ekki
alltaf mikið að þeim og ég á alla tíð
eftir að minnast hans þegar ég lít í
himinblá augu Tinnu minnar sem
erfði þau frá afa sínum. Hann hefði
orðið langafi næsta vor og ég held að
hann hafi vitað hvert stefndi þegar
hann samgladdist mér með væntan-
legt barnabarn en sagðist ekki viss
um að hann myndi lifa þann dag.
Ég kveð þig nú elsku pabbi minn.
Ég á eftir að sakna þín.
Áslaug.
Haustið er tími rigningarinnar og
hún lemur bílrúðuna er ég fæ þær
fréttir að lífsljós Guðmundar tengda-
föður míns sé slokknað. Minningar
streyma fram og þeirri spurningu
sem ávallt vaknar við andlátsfrétt
skýtur upp í kollinn, af hverju núna?
Við erum ekki tilbúin að kveðja, ekki
strax.
Minningar rifjast upp er ég kynnt-
ist Guðmundi fyrir um 14 árum en þá
hófum við Guðfinna, dóttir hans, bú-
skap í Reykjavík. Þótt samgangur
hafi ekki verið mikill fyrstu árin jókst
hann með tímanum og sérstaklega
var gott að heimsækja Guðmund í
sveitina. Þar ríkti friður, allt í föstum
skorðum og gaman var fyrir afabörn-
in að leika sér á flötinni eða fara í
heita pottinn. Um leið og töfraorðin
voru sögð; „við ætlum í sveitina að
heimsækja afa“, þá lifnaði aldeilis yfir
börnunum og þau fóru strax að skipu-
leggja hvað ætti að taka með og gera í
sveitinni.
Við spjölluðum oft saman um allt
sem tengdist sveitum landsins og
hestum enda deildum við ekki sama
áhuga á tækjum eða bílum þar sem
Guðmundur var á heimavelli. Það var
gaman að spjalla við Guðmund um
þessi mál því ekki lá hann á skoð-
unum sínum um hvernig komið var
fyrir landbúnaðinum eða hvernig
hverjum búnaðist. Hann fylgdist allt-
af vel með og ættfræðin og ættar-
tengingar voru alltaf á hreinu hjá
honum í þeirri umræðu.
Allt sem Guðmundur gerði þurfti
að vera vandað og vel gert. Það rifjast
upp fyrir mér er við vorum að hjálpa
honum að bera á pallinn við bústað-
inn fyrir tveimur árum. Pallurinn er
stór og vildum við klára verkið sem
fyrst, vissum samt vel að við þyrftum
að vanda okkur. Guðmundur vildi
hafa rétt vinnulag á þessu og það
þurfti að bursta allt fyrst með vír-
bursta og fara svo með pensli ofan í
hverja einustu rauf. Það var hans
skoðun að ef vinna ætti verkið á ann-
að borð væri best að gera það 100% –
annað væri fúsk og það orð var ekki
til í hans orðabók.
Allt bar að sama brunni, hvort sem
það var hillusamstæðan, bíllinn eða
eldhústækin, allt varð að vera sem
traustast og eins vel gert og hægt
var, skipti engu máli þótt það væri
meira verk eða dýrara, bara ef gæðin
voru til staðar. Þegar hann endurnýj-
aði eldhústækin hjá sér síðasta sum-
ar held ég að hann hafi farið í allar
búðir sem seldu eldhústæki, fengið
bæklinga, lesið sér vel til og farið síð-
an og valið vönduðustu og flottustu
tækin. Annað kom ekki til greina í
hans huga. Og þegar við síðan end-
urnýjuðum eldhústækin okkar á svip-
uðum tíma gat hann sagt okkur ná-
kvæmlega hvað voru bestu tækin og
líka hvernig allir „fídusarnir“ á þeim
virkuðu.
Þótt veikindi Guðmundar settu
mark sitt á líf hans eftir að við kynnt-
umst hafði hann alltaf gaman af öllum
gleðskap svo það var gaman að vita af
honum á réttarballi nokkrum dögum
áður en kallið kom.
Ég kveð með söknuði Guðmund
tengdaföður minn en veit að hann
mun lifa áfram í afkomendum sínum
um ókomna framtíð. Blessuð sé
minning hans.
Jón Finnur.
Minningarnar hrannast upp við
snöggt fráfall Guðmundar bróður.
Hann var elstur okkar systkina og
eins og gengur fer ekki hjá því að þeir
sem yngri eru leiti til eldri systkina
með sitthvað. Oft man ég að hann var
að hjálpa mér eða smíða fyrir mig
traktora og bíla.
Guðmundur var mikill afastrákur
og sótti mikið til hans, meðal annars
erfði hann þetta yfirvegaða og rólega
fas sem gat tekið í fyrir hina sem ör-
ari voru. Ekki hafði hann áhuga fyrir
skepnum, en allt sem var á hjólum og
gat yfirhöfuð hreyfst fangaði huga
hans og á þessum tíma voru sveit-
irnar einmitt að vélvæðast. Skelli-
nöðru var hann kominn á um ferm-
ingu, bíl um bílprófsaldur og
leigubílaakstur gerði hann svo að
ævistarfinu. Mikið var lagt upp úr að
vera alltaf á góðum, dýrum og gljá-
fægðum bílum og aldrei mátti enda
daginn öðruvísi en búið væri að þvo
og bóna bílinn. Bílar voru hans sér-
svið og vissi hann allt um þá. Það kom
sér oft vel að geta nýtt sér þekkingu
hans ef maður ætlaði að skipta eða
kaupa bíl. Mjög handlaginn var hann
og nostraði við allt það sem hann
gerði svo stundum fannst manni nóg
um, það varð allt að vera „grand“.
Fjörutíu og sex ára varð hann fyrir
áfalli sem skerti mjög starfsþrekið,
ýmsir sjúkdómar fylgdu í kjölfarið og
mögnuðust stig af stigi. Leigubílinn
keyrði hann meðan hann gat og gerði
hann svo út síðustu árin. Árið 1989
keypti hann íbúðarhús á Efri-Brúna-
völlum og færðist búseta hans smám
saman þangað uns hann settist þar
alveg að. Á Brúnavöllum leið honum
vel í ró og næði, alltaf með mikið af
bókum í kringum sig og mundi allt
sem hann las. Ef mig vantaði upplýs-
ingar gat ég alltaf gengið að þeim vís-
um hjá honum.
Öflugt starf eldri borgara er hér í
sveit sem hann tók þátt í og hafði
gaman af en þó var Guðmundur mik-
ill einfari og leið vel einum í sínu húsi
á Brúnavöllum. Hann kom þó til okk-
ar í hverri viku og sótti einnig mikið
bókasafnið og ýmsa menningarvið-
burði. Hann hringdi í mig á réttadag-
inn síðasta og spurði hvort ég gæti
séð um að hann kæmist á Hestakrána
um kvöldið. Mikið er ég feginn að
hafa getað orðið við því. Ósk sína fékk
hann svo uppfyllta stuttu síðar, að fá
að deyja í stólnum sínum heima.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Bjarni Ófeigur.
Á fimmtudagskvöldið fékk ég sím-
hringingu frá mömmu, þá var hún að
tjá mér að þú værir dáinn. Mér var
brugðið, ekki átti ég von á að símtalið
innihéldi svona leiðinlegar fréttir.
Þú varst sambýlismaður mömmu
til margra ára, góður vinur, tengda-
pabbi og afi.
Ég bjó heima þegar þið mamma
kynntust, þannig að við deildum
heimili í nokkur ár.
Ef ég þurfti á einhverri hjálp að
halda varst þú ætíð tilbúinn að að-
stoða mig, deildir með mér ráðum í
sambandi við það sem ég var í vand-
ræðum með, hjálpaðir mér með bíl-
druslurnar mínar að halda þeim
gangandi, því ekki kunni ég mikið
fyrir mér í viðgerðum á þeim.
Þú varst víðlesinn og glöggur og
deildir vitneskju þinni um menn og
málefni og allt þar á milli með mörgu
fólki.
Fyrstu árin okkar varst þú að
keyra leigubílinn og ég að vinna sem
dyravörður, þannig að stundum var
það þannig að við vorum að koma
heim á sama tíma um nætur og þá tók
við spjall fram undir morgun, um ým-
is málefni.
Ég tók þátt í að aðstoða þig þegar
þú varst að breyta sælureit þínum á
Skeiðum og það var greinilegt að þú
hafðir hugsað um minnstu smáatriði
og ber húsið þess vitni að ekki var
kastað til hendinni í neinu heldur
unnið af yfirvegun.
Samband okkar var mjög gott og
þú tókst mér og síðan Rakel mjög vel,
ekki breyttist það þegar við eignuð-
umst okkar fyrsta barn, hana Guð-
björgu Elsu, hún var afastelpan þín
og naut þess að vera samvistum við
þig og ömmu sína. Seinna barn okkar
fæddist svo núna 2007 og naut hún
ekki eins mikilla samvista við þig og
Guðbjörg Elsa, en við vorum svo
þakklát fyrir það þegar þú komst til
okkar að sjá hana eftir skírnina þar
sem þú gast ekki verið viðstaddur, þú
ljómaðir alveg þegar þú sást litla
skottið okkar hana Þóru Örnu. Það
kvöld verður okkur alltaf minnis-
stætt.
Örlögin stjórnuðu því að við hitt-
umst ekki oft seinni árin, en samt var
alltaf allt svo gott þegar við hittumst
og það erum við þakklát fyrir.
Elsku Guðmundur minn, ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú varst mér
og minni fjölskyldu, ljúflingur hefur
kvatt þessa jarðvist, Guð geymi þig
að eilífu.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim er deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Elsku mamma, Áslaug, Guðfinna
og fjölskyldur, við viljum votta ykkur
okkar dýpstu samúð og vonum að
góður Guð styrki ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Björgvin, Rakel, Guðbjörg Elsa
og Þóra Arna.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Guðmundur. Takk fyrir frá-
bærar samverustundir sem við höf-
um átt í sveitinni og í útilegunum og
einnig heima hjá mömmu í gegnum
árin.
Guð blessi minningu þína elsku
Guðmundur.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Áslaugar, Guðfinnu og
fjölskyldna þeirra.
Helena, Guðmundur
og Halldór.
Guðmundur afi var alltaf mjög
góður og hjálpsamur. Hann vissi svo
margt og gat alltaf lagað allt sem var
bilað. Afi var oft hjá okkur um jólin
og áramótin og það var gaman að
hafa hann í heimsókn í marga daga í
einu. Fyrir tveimur árum gaf hann
okkur stóran ljósajólasvein til að
hafa á pallinum. Jólasveinninn bilaði
eftir nokkra daga og afi var fljótur að
bjarga málunum, tók hann bara í
uppskurð á borðstofuborðinu og
tengdi svo perurnar upp á nýtt. Allt-
af þegar hann kom í heimsókn feng-
um við allar fréttirnar úr sveitinni og
til viðbótar oft allt um nýjustu bílana
á markaðnum. Það var alltaf rosa-
lega gaman að fara í heimsókn í
sveitina. Við fengum alltaf eitthvað
gott með kaffinu, fórum í heita pott-
inn og svo var alltaf toppurinn að fá
að keyra sláttutraktorinn á stóra
túninu.
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þín.
Auður Sif og Steinn Hermann.
Elsku afi, ég man alltaf eftir
skemmtilegum og notalegum heim-
sóknum í litla húsið þitt í sveitinni.
Þar fengum við ávallt hlýlegar mót-
tökur, með köku og mjólk. Ég man
hvað það var alltaf gaman að leika
sér á stóra túninu fyrir utan hjá þér.
Þá gat maður leikið við hundana sem
bjuggu á næsta bæ, farið í fótbolta,
hlaupið um túnið eða tínt rifsber.
Í sumar þegar við fórum í sum-
arbústaðinn í Grímsnesi heimsóttum
við þig og þú komst svo með okkur í
dýragarðinn Slakka, þar sem við
fengum okkur mat saman, skoðuðum
dýrin og fórum svo öll heim í bústað-
inn og grilluðum saman. Það var líka
gaman að fara upp að Fjalli, æsku-
slóðum þínum, og þangað fórum við
með þér í sumar áður en við fórum á
ættarmótið í Brautarholti.
Þegar ég hugsa til þín man ég eftir
þér á pallinum fyrir utan húsið þitt,
veifandi okkur bless.
Ég sakna þín elsku afi minn.
Þín dótturdóttir,
Erla Mekkín.
Elsku Gummi afi. Ég gleymi aldrei
þegar amma bauð okkur, mér, Sím-
oni og Jóni Gunnari, í heimsókn upp í
bústað með ykkur. Bústaðurinn er
ekki stór, en ekki var það vandamál
hjá afa; til að við gætum gist fór afi
bara út í húsbílinn og svaf þar. Þessi
ferð var sérstök að því leyti að við
vorum bara með ömmu og afa, engir
foreldrar voru á staðnum og við feng-
um að gera næstum hvað sem var,
enda banna amma og afi sjaldan. Við
fórum í vatnsblöðrustríð, fengum
pönnukökur, náðum okkur í rabar-
bara til að borða og fengum svo góð-
an mat áður en við fórum að sofa,
amma sagði sögur, við krakkarnir og
afi hlustuðum á.
Takk elsku afi fyrir allt sem þú
varst mér og fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum, þær minn-
ingar mun ég geyma hjá mér. Guð
geymi þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Með kveðju,
Guðbjörg Elsa Björgvinsdóttir.
Elsku afi, takk fyrir góðar sam-
verustundir en þú fórst alltof fljótt
frá okkur og hér er ljóð tileinkað þér:
Þinn andi var sem undurblíður blær,
sem bætti andrúmsloftið fólki í hag.
Í kringum þig var kærleikurinn nær,
þín kæra minning lifir sérhvern dag.
Guðmundur
Valdimarsson
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Hvíl í friði elsku Guð-
mundur.
Stella Elsa Gunnarsdóttir.
HINSTA KVEÐJA