Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 27
Og þó að ríki sorg um sólarlag
og söknuðurinn væti marga brá.
Ég veit þú lifir fagran dýrðardag
í dásemd sem reyndar allir þrá.
(Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson)
Lengi lifi minning þín elsku afi.
Þinn
Jón Gunnar.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Dásöm það er, dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú auglit að sjá,
það verður dýrð, verður dýrð handa mér.
Og þegar hann, er mig elskar svo heitt,
indælan stað mér á himni’ hefur veitt,
svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Við systurnar þökkum þér allan
þann hlýhug og væntumþykju sem
þú sýndir okkur og okkar fjölskyld-
um.
Fjölskyldu Guðmundar sendum
við samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Aðalheiður og Guðrún
Valgeirsdætur.
Það var í ágústmánuði 1989, eftir
þjóðhátíð, að ég var keyrður af einum
æskuvini mínum á Toyotu Hilux,
bleikálóttum, upp að Fjalli, að hitta
minn framtíðarinnkaupastjóra, sam-
býliskonu og barnsmóður, Hrönn,
bróðurdóttur Guðmundar frá Fjalli.
Þá voru hirtir yfir 20 þúsund baggar
og 30 manns voru í mat, ég var hálf-
hræddur. Það var fimmtudagseftir-
miðdag að stór, gylltur Mercedes
Benz, með öllu, kom að Fjalli með
leigubílanúmerið 5 hjá BSR. Út steig
Guðmundur í pússuðum skóm, gáfu-
legur, kurteis, hæglátur og orðvar,
hjálpsamur, frændrækinn, fróður og
handlaginn. Mér hlýnaði við að hitta
Guðmund og var aldrei hræddur í ná-
vist hans.
Fyrir rúmum þremur árum voru
settar niður bryggjur í Útverkum og
ég fór að leggja net, „… og hafðu góð-
an krók“ sagði Guðmundur og komu
fimm laxar í netin í það skiptið. Ég
set Guðmund á stall með merkilegri
„Benz-köllum“ sem ég hef kynnst um
ævina.
Ég og fjölskylda mín þökkum Guð-
mundi hjálpsemi og hlýhug í okkar
garð og kveðjum með söknuði. Við
viljum einnig votta dætrum Guð-
mundar og fjölskyldum þeirra samúð
okkar.
Erla, góða Erla!
eg á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
(Stefán frá Hvítadal)
Hvíl í friði,
Ásgeir Jóhann Bragason.
Síst hefði mig grunað, að stuttur
stans minn á Brúnavöllum hjá góð-
vini mínum Guðmundi Valdimarssyni
frá Fjalli á Skeiðum á réttardegi
Reykjarétta nýlega yrði hinsta sam-
verustund. Hann hafði reyndar glímt
við veikindi hin síðari árin en gerði
lítið út þeim og ekki ræddi hann
heilsufar sitt nema aðspurður. Við
áttum góð samskipti á réttardaginn,
eins og venjulega þegar við hittumst,
en heimsóknir til Guðmundar hafa
verið fastur liður í tilverunni síðan
hann eignaðist hið mjög svo notalega
heimili á Brúnavöllum. Þótt réttar-
stemningin svifi yfir vötnunum á
lokafundinum náðum við félagar að
ræða talsvert saman og tókum út
bæði landsbyggðar- og þéttbýlismál,
eins og oftast, þegar við hittumst.
Ekki lá Guðmundur á sínum skoðun-
um frekar en venjulega. Samt var
hann í umræðunni sjálfur sér líkur,
hógværðin í fyrirrúmi og ekki hallað
á nokkurn mann. Það var reyndar
hans eðli að vera orðvar og hluti af
þeirri dyggð var fenginn með uppeld-
inu en ég tók glöggt eftir því, þegar
ég kom til sumardvalar í Fjalli 1956,
að þar var gaspur ekki viðhaft.
Reyndar var ég sumarstrákur í vest-
urbænum í Fjalli hjá móðursystkin-
um Guðmundar heitins, en hann bjó í
austurbænum ásamt foreldrum sín-
um Guðfinnu Guðmundsdóttur og
Valdimari Bjarnasyni frá Hlemmi-
skeiði. Það var á þessum æskuárum
mínum sem ég kynntist Guðmundi og
systkinum hans Ingibjörgu hand-
menntarkennara og Bjarna Ófeigi
sem er bóndi í Fjalli. Guðmundur
lagði hins vegar fyrir sig bifreiða-
akstur og kom það ekki á óvart, því
strax og hann hafði aldur til snerist
tilvera hans mikið um bíla og eign-
aðist hann marga drossíuna. Sérstak-
lega man ég eftir rauða kaisernum,
sem Guðmundur mixaði fótstigna
flautu við, eða nokkurs konar þoku-
lúður, sem buldi hressilega, þegar
brunað var til mannamóta.
Guðmundur flutti ungur að heiman
og giftist Báru Kjartansdóttur kenn-
ara og stofnuðu þau heimili og eign-
uðust tvær dætur. Eftir nokkurra ára
hjúskap slitu þau samvistir en héldu
góðum tengslum þótt svo færi. Síðar
tók Guðmundur saman við Stellu
Gunnarsdóttur, sem reyndist honum
vel en hann bjó þrátt fyrir það einn á
Brúnavöllum seinustu árin.
Þótt Guðmundur hafi átt góð ár í
Reykjavík var auðvelt að finna, þegar
maður sótti hann heim á Brúnavöll-
um, að hvergi undi hann hag sínum
betur en á Skeiðunum. Hans verður
veit ég sárt saknað af mörgum, ekki
síst þeim sem næstir honum stóðu.
En þegar litið er yfir farinn veg gera
góðar minningar um Guðmund Valdi-
marsson heitinn mönnum léttara að
sætta sig við orðinn hlut, þótt auðvit-
að hefði verið afar ánægjulegt að ná
einu spjalli enn yfir rússneskri tónlist
sem Guðmundur hafði í hávegum eða
syngja nokkur ættjarðarlög saman í
góðra vina hópi heima hjá honum á
Brúnavöllum.
Ég votta ættingjum og afkomend-
um Guðmundar Valdimarssonar inni-
lega samúð mína og þakka drengnum
góða frá Fjalli á Skeiðum samfylgd-
ina.
Ólafur Beinteinn Ólafsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 27
✝ Hulda Berg-þórsdóttir
fæddist á Mosfelli í
Mosfellssveit 16.
nóvember 1922.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum í
Reykjavík 17. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Berg-
þór Njáll Magnús-
son frá Mosfelli, f.
á Bergþórshvoli í
V-Landeyjahreppi í
Rangárvallasýslu
29.8. 1900, d. 5.9. 1990, og
Ragna Sigríður Ingibjörg
Björnsdóttir, f. í Neskaupstað
22.7. 1899, d. 21.6. 1976. Systk-
ini Huldu eru: 1) Magnús, f.
14.1. 1924, d. 11.9. 2008, maki
Þórunn Jónsdóttir. 2) Björn, f.
14.9. 1926, d. 24.7. 2006. Maki
Anny Bergþórsson. 3) Ragn-
hildur, f. 27.3. 1928, maki Atli
Elíasson. 4) Hreinn, f. 24.5.
1931, d. 14.7. 1986. 5) Konráð, f.
15.12. 1934, d. 25.9. 2000. 6)
Gunnar, f. 12.2.
1940.
Hulda var fimm
ára gömul þegar
fjölskyldan flutti í
Viðey, og bjuggu
þau þar í 15 ár. 13
ára fór hún í
gagnfræðaskóla á
Norðfirði í tvo vet-
ur, og dvaldi þá
hjá móður-
foreldrum sínum,
þeim Birni Jón-
assyni og Ragn-
hildi Konráðs-
dóttur.
Hulda giftist 28.6. 1968 Geir
Jónssyni lækni, f. 21.5. 1929, d.
24.5. 1969.
Hulda var útlærð hattadama
frá Iðnskólanum í Reykjavík,
hún vann svo aðallega við
verslunarstörf, og þá lengst í
Kirkjumunum í Kirkjustræti til
starfsloka.
Útför Huldu fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Hulda frænka er látin eftir löng
og erfið veikindi. Nú er hún frjáls
og farin á vit foreldra og systkina
sem létust á undan henni. Hulda
var órjúfanlegur hluti af hópnum
þegar komið var saman á hátíðum
og öðrum stórviðburðum í fjöl-
skyldunni. Hún bar hag allra
systkinabarna sinna fyrir brjósti
og gladdist innilega við að fá fréttir
af velgengni þeirra. Það var gaman
að fylgjast með henni í stóru fjöl-
skylduboðunum, þegar hún kallaði
börnin til sín, bæði stór og smá,
hvert á fætur öðru, til að rabba
svolítið, og heyra svo aðdáun henn-
ar og gleði af frásögnum þeirra
allra. Hulda var einstaklega gjaf-
mild manneskja, sem naut þess
innilega að gleðja litlu systkina-
börnin og börn þeirra þegar frá
leið, við hvert tilefni, og öll börnin í
fjölskyldunni muna Huldu og þá
hlýju sem þau urðu aðnjótandi af
hennar hálfu.
Móðir mín, Ragnhildur, var
kletturinn í lífi Huldu, sem fylgdi
henni í gegnum baráttuna við veik-
indin, og á meðan Hulda bjó heima
naut hún einnig góðrar umhyggju
Gunnars bróður síns.
Hulda átti góða vinkonu, sem er
Nína, tengdadóttir fóstursystur afa
Bergþórs. Hún reyndist henni
ómetanlegur stuðningur og gleði-
gjafi síðustu árin, og erum við öll
fjölskyldan henni mjög þakklát
fyrir ræktarsemina.
Eftir að Hulda hætti að vinna fór
hún í tómstundastarf aldraðra á
Vesturgötu 7, þar sem henni leið
afskaplega vel í hópi góðs fólks.
Í lok desember á síðasta ári
flutti Hulda á Droplaugarstaði, þar
sem hún bjó þar til hún lést. Hún
var mjög ánægð með dvöl sína þar,
og þökkum við innilega öllu því
góða fólki sem annaðist hana af
mestu alúð.
Guð blessi minningu Huldu
frænku.
Valdís og fjölskylda.
Hulda Bergþórsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sambýlis-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS STURLUSONAR,
Kársnesbraut 51A,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við Karítas hjúkrunar-
þjónustu og starfsfólki líknardeildar Landspítala,
Landakoti.
Jónína Stefánsdóttir,
Sturla Jónsson,
Margrét Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson,
Marín Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson,
Sigurgeir Jónsson, Thummee Srichane,
Sigríður Bjarney Jónsdóttir, Jóhann Jónasson,
Þorbjörg Jónsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu
og langömmu,
STEINUNNAR JÓHÖNNU
HRÓBJARTSDÓTTUR,
Kambaseli 54,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
hjúkrunarfólki á 11 E við Hringbraut.
Guð blessi ykkur öll.
Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir,
Pjetur Einar Árnason, Unnur Björg Hansdóttir,
Agnar Þór Árnason, Lára Ingólfsdóttir,
Áslaug Árnadóttir, Sigurður Páll Harðarson,
Luther C.A. Hróbjartsson, Kolbrún Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bestu þakkir fyrir hlýjan hug og samúð við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
ÓLAFAR HELGADÓTTUR,
Kríuási 7,
Hafnarfirði.
Starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og
líknardeildarinnar í Kópavogi þökkum við
sérstaklega fyrir góða umönnun.
Örn Friðriksson,
Róbert Þ. Gunnarsson, Hildur Kristjánsdóttir,
Guðrún Valdís Arnardóttir, Gunnar Svavarsson,
Tinna Arnardóttir, Árni Þór Hlynsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐFINNU ÓLAFSDÓTTUR,
ljósmóður frá Tungu
í Fljótshlíð,
sem jarðsungin var frá Breiðabólstaðarkirkju þann
6. september.
Oddgeir Guðjónsson,
Guðlaug Oddgeirsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Ólafur Sv. Oddgeirsson, Fiona MacTavish,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HJÖRDÍS ÓLADÓTTIR,
áður til heimilis í
Engimýri 12,
Akureyri,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð,
Akureyri, laugardaginn 20. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn
29. september kl. 13.30.
Óli G. Jóhannsson, Lilja Sigurðardóttir,
Edda Jóhannsdóttir, Þórhallur Bjarnason,
Örn Jóhannsson, Þórunn Haraldsdóttir,
Emilía Jóhannsdóttir, Eiður Guðmundsson,
ömmubörn og langömmubörn.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista