Morgunblaðið - 26.09.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 29
✝ Arnfríður Ró-bertsdóttir
fæddist á Hallgils-
stöðum í Fnjóskadal
17. október 1921.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Hlíð 17.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Róbert Bárðdal
bóndi, f. 7.9. 1872,
d. 22.6. 1951, og
Herborg Sigurð-
ardóttir húsfreyja,
f. 6.6. 1881, d. 5.11.
1945. Systkini Arnfríðar voru Val-
gerður, f. 1904, d. 1987, Sigríður,
f. 1906, d. 1982 , Sigurður, f. 1909,
d. 1996 , Herbert, f. 1910, d. 1983,
Kristín, f. 1913, d. 2000, Þorgerð-
ur, f. 1915, d. 1993, Ragnar, f.
1918, d. 1992, og Kristján, f. 1925,
d. 2008.
Arnfríður giftist hinn 26.12.
1940 Kára Angantý Larsen, f.
15.4. 1913, d. 2.6. 1994. Kári var
bóndi, bílstjóri og verkamaður á
eiga 5 börn, 21 barnabarn og 9
barnabarnabörn. 4) Pálmi, f. 29.5.
1944, kona hans, skildu, Droplaug
Eiðsdóttir, f. 13.1. 1951, þau eiga
2 syni og 5 barnabörn. 5) Stefán, f.
18.2. 1948, kona hans Margrét
Haddsdóttir, f. 14.3. 1950, þau
eiga 3 börn og 5 barnabörn. 6)
Unnur, f. 28.9. 1951, d. 18.5. 2002.
Barnsfaðir Guðmundur Skarphéð-
insson og eiga þau einn son. 7)
Steindór Ólafur, f. 3.1. 1955, kona
hans Jóna Þórðardóttir, f. 6.5.
1956, þau eignuðust 3 drengi, sá
elsti lést stuttu eftir fæðingu, og
eiga eitt barnabarn.
Arnfríður flutti ung að árum
frá Hallgilsstöðum að Lögmanns-
hlíð ofan Akureyrar og þaðan að
Glerá í sömu sveit. Árið 1934 flutti
hún svo með foreldrum sínum og
systkinum að Sigríðarstöðum í
Ljósavatnsskarði. Arnfríður og
Kári bjuggu á Sigríðarstöðum eft-
ir að þau hófu búskap og tóku við
búinu árið 1954. Þar bjuggu þau
til ársins 1959 en fluttust þá til
Akureyrar. Arnfríður stundaði
ýmis störf samhliða húsmóður-
starfinu, hún var lengi virk í
kirkjukór Akureyrarkirkju og síð-
an í kór aldraðra á Akureyri.
Útför Arnfríðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Sigríðarstöðum og
var síðar bílstjóri og
verkamaður á Akur-
eyri. Hann sinnti
einnig um árabil
störfum meðhjálpara
við Akureyrarkirkju.
Foreldrar hans voru
Larsen, norskur sjó-
maður, og Pálína
Magnúsdóttir verka-
kona. Fósturfor-
eldrar hans voru
Pálmi Guðmundsson,
f. 4.2. 1876, d. 2.10.
1947, og Helga Sig-
ríður Gunnarsdóttir, f. 25.3. 1875,
d. 3.6. 1958.
Börn Arnfríðar og Kára eru: 1)
Róbert, f. 11.8. 1939, d. 15.5. 2007,
kona hans, skildu, Ragnhildur
Pálsdóttir, f. 11.3. 1942, þau eiga 4
börn og 12 barnabörn. 2) Helgi, f.
22.7. 1940, d. 24.2. 2005, kona
hans, skildu, Sólrún Elídóttir, f.
4.5. 1956. 3) Herborg, f. 14.4.
1942, maður hennar Geir Örn
Ingimarsson, f. 16.2. 1930, þau
Í dag kveðjum við hana ömmu
okkar. Þegar komið er að kveðju-
stund hrannast upp minningarnar,
minningar um yndislega ömmu,
minningar um allt sem við höfum átt
saman í gegnum tíðina. Þessar minn-
ingar þurfum við ekki að kveðja því
þær eigum við og munum geyma og
varðveita vel í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Elsku amma, við trúum að nú
sértu komin á betri stað, komin til
afa og annarra ástvina sem kvatt
hafa þennan heim og þegar okkar
tíma lýkur hér á jörðinni hittumst við
aftur, þangað til hafðu þökk fyrir allt.
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
(Kolbeinn Tumason)
Hvíl í friði,
Áslaug Rannveig og Arnfríður.
Elsku amma. Það er svo skrítið að
kveðja og vita að maður sjái þig ekki
aftur nema í minningunni. Það er
einmitt hún sem er svo hlý og góð.
Það er alltaf svo gott þegar maður
hugsar til þín, þá færist ró yfir mann.
Það var alveg sama hvað það voru
margir mættir í jólakaffið, þú varst
alltaf jafn yfirveguð og ekki stress-
inu fyrir að fara. Talandi um það,
súkkulaðið hennar ömmu ummm …
það voru bara ekki jól nema maður
fengi heitt súkkulaði og randalínu
hjá þér amma. Elsku amma, það er
svo margt sem okkur langar að segja
við þig og ég gleymi því ekki þegar
við vorum í heimsókn hjá þér rétt áð-
ur en þú féllst frá þegar þú klappaðir
á kollinn á mér og sagðir að ég ætti
ekki að hafa áhyggjur af þér, þú
myndir biðja fyrir okkur. Þetta var
alveg ekta þú, þótt þú værir máttfar-
inn varstu fyrst og fremst að hugsa
um að okkur liði vel.
Himinsins englar á móti þér taka,
með söknuði minnumst við þín.
Með hlýju í hjarta við hugsum til baka,
elsku amma mín.
(Haddur Júlíus)
Í dag biðjum við öll fyrir þér elsku
amma og við vitum að þú átt marga
góða að sem taka á móti þér og að
þér á eftir að líða vel í faðmi þeirra.
Haddur Júlíus Stefánsson,
Ása Katrín Gunnlaugsdóttir,
Arnór Ísak Haddsson,
Atli Róbert Haddsson.
Elsku amma mín, nú þegar þinni
lífsgöngu er lokið og þú kveður þetta
jarðneska líf koma ljúfar og fallegar
minningar í hugann. Þú varst heims-
ins besta amma, alltaf svo blíð og
góð, glöð og falleg. Fyrsta sem kem-
ur upp í hugann er þegar við systk-
inin vorum að alast upp austur á
Breiðdalsvík og þið afi voruð að
koma í heimsókn til okkar á sumrin.
Ég get nánast upplifað tilfinninguna
þegar þið stiguð út úr bílnum og
föðmuðuð okkur að ykkur, hlýjan og
ástúðin ólýsanleg. Þetta var dásam-
legt og yndislegur tími sem nú er fal-
leg minning um ykkur. Ég er að
reyna að vera glöð í hjarta mínu og
hugsa um að nú sért þú komin til ást-
kærra ættingja okkar sem farnir eru
og þú saknaðir mikið. Ég vona að þið
hafið nú sameinast á ný, mikið inni-
lega vona ég það.
Elsku amma mín, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú kenndir mér með
góðmennsku þinni og kærleika og
bið góðan guð að blessa minningu
þína.
Þín sonardóttir
Harpa Róbertsdóttir.
Þessa daga er mikil sorg í mínu
hjarta. Enn og aftur er komið að
kveðjustund. Nú er það elsku hjart-
ans amma mín hún Adda. Mikið er
sárt að kveðja ástvini sína sem hafa
verið svo stór hluti af lífi manns, en
að heilsast og kveðjast er lífsins
saga, það eitt vitum við.
Ótal minningar streyma fram í
hugann þegar ég horfi til baka.
Fyrstu minningarnar tengjast æsku-
árunum á Breiðdalsvík. Amma Adda
og afi Kári komu á hverju sumri í
heimsókn til okkar og mikið óskap-
lega hlökkuðum við systkinin til. Við
vorum yfir okkur stolt af þeim, bið-
um spennt allan daginn eftir því að fá
þau til okkar. Amma og afi voru alltaf
svo hlý og elskuleg, ró og friður
fylgdi þeim og það var svo gaman að
hafa þau hjá okkur. Ég á líka ótal
æskuminningar frá fallegum sumar-
dögum á Akureyri. Ég sé ömmu fyrir
mér, brosmilda og glettna á svip, ég
heyri hlátur hennar og rödd og mér
finnst ég heyra falleg íslensk sönglög
í bakgrunninum. Amma var ákaflega
söngelsk og hafði mikið dálæti á fal-
legri tónlist. Einnig var hún mikil
hannyrðakona, alltaf var eitthvað á
prjónunum hennar. Þegar ég minn-
ist ömmu þá er afi Kári alltaf nálæg-
ur, rólegur og yfirvegaður. Kærleik-
urinn sem frá þeim streymdi var
ólýsanlegur. Það var eitthvað óút-
skýranlegt við ömmu mína og afa
sem laðaði mann að þeim, ég á ekki
til rétt orð sem lýsa þessari tilfinn-
ingu sem ég finn þegar ég hugsa til
þeirra.
Fyrir nokkrum árum stundaði ég
fjarnám við Háskólann á Akureyri
og þurfti þá að koma nokkrum sinn-
um í skólann yfir veturinn og þá gisti
ég hjá ömmu. Það voru góðar og dýr-
mætar stundir sem við áttum saman,
bara við tvær að spjalla um allt milli
himins og jarðar. Ég hef alltaf verið
svo stolt af því að vera skírð í höfuðið
á ömmu og Valgerði systur hennar.
Tvær ógleymanlegar konur sem
munu ætíð skipa háan sess í mínum
huga.
Kannski er það tilviljun, en amma
Adda er jarðsungin á afmælisdegi
Hlífar móðurömmu minnar, sem lést
fyrir tæpu ári. Þessar tvær konur
hafa alltaf verið mér miklar fyrir-
myndir, sterkar, duglegar og æðru-
lausar. Nú hafa þær báðar kvatt
þetta líf með stuttu millibili og mikið
sakna ég þeirra. Mér finnst vel við
hæfi að enda þessi fátæklegu minn-
ingarorð með broti úr ljóði um ís-
lensku konuna. Ljóðið segir allt sem
segja þarf.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Arna Vala Róbertsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð blessi minningu þína elsku
langamma. Takk fyrir allt.
Halldór Stefán,
Hadda Margrét og
Harpa Elín.
Arnfríður
Róbertsdóttir
Elsku langamma.
Með sorg í hjarta minn-
umst við þess hversu yndis-
leg manneskja þú varst.
Hlýjan og góðmennskan sem
einkenndi þig mun ávallt
sitja fast í minni allra sem
urðu þeirra forréttinda að-
njótandi að kynnast þér.
Amma, þú hefur verið inn-
blástur í líf okkar allra. Við
biðjum að heilsa afa.
Sandra Ýr, Róbert Freyr
og Alex Freyr.
HINSTA KVEÐJA
V i n n i n g a s k r á
21. útdráttur 25. september 2008
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 5 2 8 3
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 2 8 1 3 4 3 5 4 3 5 6 0 0 9 6 5 5 1 3
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2213 15370 26440 30811 39106 62832
3715 21347 29081 36544 52013 75796
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
5 5 9 1 0 6 1 1 2 0 9 0 1 3 2 6 2 1 4 2 0 8 3 5 5 9 8 9 6 3 7 4 6 7 3 2 6 5
5 7 1 1 1 8 6 3 2 1 2 4 5 3 5 2 8 9 4 4 4 0 0 5 6 3 7 7 6 5 0 2 6 7 3 5 7 8
1 0 6 0 1 1 9 0 0 2 1 3 5 2 3 6 2 9 5 4 4 8 4 7 5 7 7 7 3 6 5 0 8 6 7 4 6 0 7
1 9 1 0 1 2 3 5 8 2 1 8 2 2 3 6 3 7 2 4 5 8 4 8 5 8 0 4 7 6 5 1 7 0 7 4 6 3 7
3 1 6 0 1 3 0 0 0 2 3 6 2 6 3 6 3 8 7 4 7 2 3 1 5 8 3 0 6 6 6 4 8 0 7 6 0 3 9
3 9 1 4 1 3 5 4 9 2 4 2 1 5 3 6 9 1 6 4 7 6 7 2 5 8 4 9 1 6 6 9 7 2 7 6 8 4 3
4 9 2 1 1 3 5 8 2 2 4 6 8 7 3 7 7 8 6 5 0 4 7 0 5 9 1 5 5 6 7 0 9 8 7 8 0 2 1
5 0 8 4 1 4 0 0 8 2 5 0 8 0 3 8 8 3 8 5 1 8 2 0 5 9 6 1 9 6 7 1 9 9 7 8 9 2 6
6 3 0 5 1 5 4 9 2 2 6 8 5 1 3 9 2 6 4 5 2 9 4 9 5 9 7 8 2 6 7 2 8 4 7 9 3 8 4
6 4 2 6 1 5 6 0 9 2 6 8 8 8 3 9 3 0 0 5 2 9 8 8 6 0 7 8 0 6 7 7 4 3
6 4 5 6 1 5 9 7 8 2 7 0 1 8 4 1 2 5 3 5 3 9 5 7 6 1 6 6 9 6 8 0 4 3
7 0 9 3 1 6 8 8 3 3 1 5 4 6 4 1 4 1 9 5 4 0 0 5 6 1 8 5 6 7 0 4 6 8
7 4 1 6 1 7 6 4 7 3 1 7 4 3 4 1 8 6 1 5 4 4 6 1 6 2 8 2 4 7 0 8 8 9
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
4 2 0 8 9 8 2 1 8 2 9 3 2 8 7 0 3 3 9 7 7 6 4 9 7 5 4 6 0 8 6 9 7 0 8 0 7
8 0 7 9 0 4 3 1 8 3 9 9 2 8 7 5 2 4 0 3 2 9 4 9 8 6 5 6 1 2 1 5 7 0 8 4 1
8 4 0 9 2 3 8 1 8 6 0 4 3 0 1 0 4 4 1 1 4 7 5 0 6 3 4 6 1 3 0 6 7 0 9 9 5
9 5 7 9 4 3 6 1 8 6 4 1 3 0 2 5 8 4 1 2 6 5 5 0 9 0 6 6 1 3 9 6 7 2 2 5 2
1 3 3 3 9 5 0 2 1 9 6 4 9 3 0 5 1 2 4 1 2 7 7 5 1 3 7 4 6 1 4 3 3 7 2 3 8 1
1 4 6 9 1 0 0 6 4 2 0 4 4 9 3 0 7 8 9 4 1 4 1 6 5 1 7 2 5 6 1 6 2 4 7 2 5 4 6
1 8 6 2 1 0 1 3 6 2 0 8 1 6 3 0 8 1 5 4 1 6 9 8 5 2 0 6 5 6 1 6 6 0 7 3 1 3 1
2 0 1 1 1 0 2 8 3 2 1 0 2 8 3 1 7 8 4 4 2 4 8 8 5 2 3 1 4 6 2 1 4 9 7 3 3 5 8
2 2 1 7 1 0 5 1 4 2 1 4 3 7 3 2 2 8 5 4 2 7 5 2 5 2 3 8 9 6 2 6 2 1 7 4 2 3 6
2 5 7 7 1 0 5 2 0 2 1 6 9 0 3 2 7 1 0 4 2 9 7 3 5 2 4 6 1 6 2 7 0 0 7 4 5 4 1
2 9 4 1 1 0 5 3 9 2 1 8 7 9 3 3 3 4 0 4 3 4 5 5 5 2 8 2 5 6 2 7 1 2 7 6 4 7 3
3 7 8 7 1 0 5 5 9 2 2 1 2 2 3 3 5 6 3 4 3 8 9 4 5 3 0 5 1 6 3 2 6 5 7 6 6 1 3
4 4 1 0 1 0 9 9 7 2 2 2 0 7 3 3 9 9 8 4 3 9 5 6 5 3 4 5 4 6 3 3 1 6 7 6 6 5 3
5 0 5 5 1 1 4 4 1 2 2 3 0 6 3 4 0 3 8 4 4 4 1 1 5 3 4 6 6 6 4 8 3 7 7 6 6 8 3
5 2 8 2 1 1 5 0 8 2 2 8 8 8 3 4 9 8 4 4 4 5 8 3 5 3 5 0 4 6 4 9 1 2 7 6 6 9 3
5 3 9 3 1 1 5 5 3 2 3 1 1 2 3 5 2 4 4 4 4 9 5 8 5 3 8 6 9 6 4 9 2 8 7 6 7 4 0
5 5 1 3 1 1 9 6 8 2 3 3 8 4 3 5 3 4 4 4 5 0 8 3 5 3 9 0 5 6 5 6 0 8 7 7 8 4 6
6 0 1 2 1 2 2 2 0 2 3 5 3 0 3 5 6 5 0 4 5 9 3 0 5 4 7 9 6 6 5 8 0 6 7 7 8 7 1
6 0 2 3 1 2 2 7 1 2 4 0 2 2 3 5 9 1 4 4 6 0 8 3 5 5 2 1 8 6 6 2 7 6 7 7 9 8 0
6 2 3 6 1 2 7 9 5 2 4 5 6 6 3 5 9 2 0 4 6 1 9 8 5 5 2 2 7 6 6 2 8 6 7 8 4 6 9
6 3 2 4 1 2 8 6 8 2 4 6 6 8 3 6 1 7 9 4 6 2 8 9 5 6 2 7 8 6 6 2 9 3 7 9 1 5 8
6 5 6 4 1 3 1 1 6 2 4 6 7 2 3 6 4 1 4 4 6 4 1 7 5 6 3 5 3 6 6 9 2 1 7 9 2 9 3
6 7 4 3 1 4 4 6 9 2 5 5 1 2 3 6 8 4 5 4 6 6 6 7 5 6 4 1 8 6 7 3 2 3 7 9 4 8 9
6 9 7 4 1 5 0 6 2 2 5 6 5 7 3 7 7 2 4 4 6 8 8 9 5 6 6 0 2 6 8 0 2 5 7 9 6 9 2
7 1 9 1 1 5 5 5 8 2 5 6 7 7 3 7 7 3 2 4 7 2 2 1 5 7 2 3 1 6 8 4 6 7 7 9 9 3 9
7 2 9 1 1 5 8 8 0 2 6 9 8 0 3 7 9 8 1 4 7 4 6 7 5 7 3 6 5 6 9 3 5 8 7 9 9 5 1
7 7 3 8 1 7 3 6 2 2 7 4 3 6 3 8 2 9 8 4 7 5 9 4 5 7 7 7 2 6 9 6 0 9
7 7 7 8 1 7 3 6 3 2 7 4 8 3 3 8 9 4 9 4 7 5 9 8 5 7 8 1 3 6 9 7 7 1
7 9 8 4 1 7 3 8 5 2 8 0 3 4 3 9 0 4 9 4 8 0 5 9 5 8 4 7 4 6 9 8 2 5
8 7 1 6 1 7 5 1 0 2 8 0 4 0 3 9 4 9 8 4 8 2 8 9 5 9 4 8 0 6 9 9 3 7
8 7 6 6 1 7 9 5 9 2 8 3 5 7 3 9 5 4 0 4 9 4 0 6 5 9 9 4 4 7 0 1 2 0
8 8 4 2 1 8 0 7 5 2 8 4 9 5 3 9 5 8 5 4 9 6 5 7 6 0 4 0 1 7 0 4 4 6
Næsti útdráttur fer fram 2. október 2008
Heimasíða á Interneti: www.das.is
✝
Frændi minn,
ÓLAFUR INGIBERGSSON ,
Kallebaxks,
Gautaborg,
lést þriðjudaginn 23. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ásdís Björgvinsdóttir.
✝
Systir mín,
RAGNHILD DYRSET ÅSHEIM,
lést á sjúkrahúsi á Stord í Noregi miðvikudaginn
24. september.
Útförin fer fram frá Stord kirke miðvikudaginn
1. október.
Fyrir hönd eiginmanns hennar Max Åsheim, barna
þeirra og barnabarna,
Gunnar Dyrset.