Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ferðalög Íbúðir til leigu í Barcelona á Spáni, hagstætt verð, Costa Brava Playa de Aro, Baliares- eyjan, Menorca Mahon, Vallado- lid, www.helenjonsson.ws Sími 899 5863. Heilsa Aloe vera djús Er náttúrulegur græðari sem læknar innanfrá. Er í miklum metum hjá fólki með liðagigt, húðvandamál, melting- aróreglu, eflir afeitrun lifrarinnar og er vatnslosandi. Dagmar s. 557 2398. Húsgögn Borðstofusett til sölu Til sölu mjög vel farið Rolf Benz borðstofuborð 220 x 98 (stækkanlegt í 340). Einnig 10 stólar, sjá mynd. Upplýsingar í síma 895-7719. Húsnæði í boði Kaupmannahöfn Stórglæsileg lúxusíbúð til leigu eða sölu Um er að ræða 100 fm skráða 86 fm Íbúð á efstu hæð í nýupppgerðu sögufrægu húsi sem áður var símstöðvar hús, húsið var byggt árið 1919, og heitir Godthaabs Central og stendur við sundlaug Frederiksberg Íbúðin er penthouse íbúð öll ný upp gerð frá grunni árið 2006, hún er byggð undir súð með 4-6 m lofthæð og stórum þakgluggum, Íbúðin er á tveimur hæðum. Allur frágangur á íbúðinni er til fyrirmyndar haldið var í upprunalegt byggingarefni t.d. Viðar bitar og hlaðnir steinveggir, ný lyfta er í húsinu, húsið allt og umhverfi þess er stórglæsilegt á allan hátt. Íbúðin er staðsett í Frederiksberg einu af flottustu hverfum Kaupman- nahafnar 2 min gangur í Metro og Copenhagen Business School auk fjölda kaffi og veitingahúsa. Íbúðinni geta fylgt húsgögn auk Bang & Olufsen Sjónvarp og hljómgræjur. Einstök eign í hjarta kaupmannahaf- nar. Áhugasamir hafi samband í síma 822 8844. Íbúð - Arnarnesi, Garðabæ. Falleg 3ja herb. íbúð ca.100 fm við sjávarsíðuna. Sér inngangur og bílastæði. Húsb., rafm., tv og hiti innif. Leigist rólegum og reykl. ein- stakl. eða pari (barnlausu). Gæludýr bönnuð. Verð 145 þ. pr. mán. Laus strax. S: 554 5545 og 867 4822. Einbýlishús til leigu í Vesturbergi 160 fm, 6 herbergja einbýli til leigu. Laus 1. nóv. 2008. Verð: 200 þús. + hiti og rafm. Uppl. 639-7815. Árbær - kjallari, 4 herb. 95 fm, laus 1. okt. 3 stór svefnh., stórt og nýl. eldhús, stórt þvottah. og stór geymsla, lítil stofa. Hentar vel fyrir 3 einst. sem leigja saman. Stutt í alla þjónustu, t.d. Bónus, Nóatún, sund- laug o.fl. Leiga 150 þ. Raf./hiti/hússj. innif. Uppl. 894-9070. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Námskeið í tréskurði Fáein pláss laus fyrir byrjendur. Hannes Flosason, sími 554 0123 og 863 0031. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Byggingar Stálgrindarhús frá Kína Flytjum inn stálgrindarhús. Allar stærðir og ýmsir möguleikar. Traustur aðili. Blikksmiðja Gylfa ehf., 897-9161. blikkgylfa@internet.is Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Ýmislegt Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Peysudagar 15% afsláttur Peysur st. S – XXL, 42-56, fimmtudag til laugardags. Sími 588 8050. Teg. Jasmine - flottur bh. sem veitir mikinn stuðning fyrir þungan barm í DD,E,F,FF,G,H skálum á kr. 6.990,-" Teg. Smoothing - saumlaus, veitir góðan stuðning, góður undir þunnu bolina, fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990,- Teg. Tamarie - virkilega glæsilegur í stærri stærðunum, fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.450,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Dömur Mjög léttir þægilegir inniskór úr leðri og skinnfóðraðir í miku úrvali. Stærðir. 36 - 41 Verð frá: 4.985.- til 7.350.-- Misty skór Laugavegi 178 sími 551 2070 opið: mán - fös 10 - 18 lau 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Vélar & tæki Til sölu MF 575. Verð 350 þús. MF 135, v. 85 þ. MF 65, v. 65 þús. Davey Brown v. 75 þús. Isuzu Trooper v. 1 milljón. Ýmis skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 865 6560. Bílar Toyota Avensis ‘02 vvti. Tilboð 840 þ. Ek. 108 þ., beinsk., dráttarkr. 6 hátalarar, fjarstýring í stýri, smurbók, nýskoðaður, listaverð er 1.030 þ. Sparneytinn og fallegur bíll. Uppl: 699-3181 / 588-8181. Einkamál Stefnumót.is "Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant- ar þig dansfélaga? Ferðafélaga? Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu þér vandaðan vef til að kynnast fólki á þínum forsendum. Stefnumót.is Vertu ævinlega velkomin/n. Þjónustuauglýsingar 5691100 Lagersala Lagersala í Leður & List um helgina - allt á að seljast, 20-70% afsláttur! Leður, roð, skinn, YKK rennilásar ofl ofl. Opið 10-17. Leður & List, Frakkastíg 7, s. 5781808 www.leduroglist.is Listafólk - hönnuðir - einyrkjar Nokkur herbergi- vinnustofur - skrif- stofur, um 20 m2 í snyrtilegu húsnæði í Hafnarfirði. Sameiginl. kaffistofa. Verð 20 - 27.000 Uppl. í síma 898 7820 Hafnarfjörður - 40 fm - laust Til leigu 40 fm skrifstofa eða vinnu- stofa á 1. hæð í snyrtilegu húsnæði. Verð kr. 52.000 á mánuði m. rafm. og hita. Uppl. í síma 898 7820. Falleg íbúð í hlíðunum. Frábært hverfi, flott íbúð, góður garður, stutt í skóla og leikskóla. Sér inngangur. Nýbúið að gera íbúðina upp. Leigist á 140 þús á mánuði, ein- ungis langtímaleiga. S:896-3546 RISAÚTSALA- ALLT Á AÐ SELJAST Laugardaginn 27.09.08 verður hal- dinn risaútsala frá 12-16 að Eldshöfða 17. Í boði verða stólar, sófar og legubekkir. Nú er rétti tíminn til að gera reyfarakaup.Ekki klikka á þessu. Sími 841 0265 Verslun Atvinnuhúsnæði Þeir tínast í burtu einn og einn, sveitung- arnir mínir gömlu. Nú var röðin komin að honum Hannesi okkar á Kúlu og þar með er hans lífs- bók lokað. Hannes var búinn að vera á ellideild og sjúkradeild Héraðssjúkra- hússins á Blönduósi í rúm 15 ár og hefur því eflaust verið ferðbúinn þeg- ar kallið kom. Ég er búinn að þekkja Hannes svo lengi sem ég man eftir mér því hann var einn af þeim góðu nágrönnum sem svo oft komu við á Grund þegar farið var um veginn. Hann var þessi gamli trausti vinur okkar allra á Grund, alltaf sá sami, ekki eitt í dag og annað á morgun. Hannes Guðmundsson ✝ Hannes Guð-mundsson fædd- ist á Hafgríms- stöðum í Skagafirði 3. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss 10. september síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Svínavatnskirkju 19. september. Hann hafði alltaf tíma til að stansa, því auðvit- að þurfti margt að spjalla, kaffi drukkið og mikið tekið í nefið. Hannes var mjög hjálpsamur maður, allt- af boðinn og búinn til að hjálpa nágrönnum sín- um þegar á þurfti að halda og veit ég að oft var leitað til hans frá mörgum bæjum í sveit- inni. Hann var glettinn og skemmtilegur í til- svörum og veit ég að sumar setningar, sem hann laumaði út úr sér, lifa alltaf í minni fjölskyldu og víðar og eru oft notaðar á góðum stundum; ekki gleymi ég heldur hlátr- inum hans þegar vel lá á honum, hann var ósvikinn. Hannes var þannig mað- ur að mér finnst eitthvað svo gaman og notalegt að minnast hans og hugsa til gömlu daganna þegar hann var að koma og glettast við okkur krakkana því hann var skemmtilega stríðinn og man ég t.d. enn hvað hann hló innilega þegar hann gaf mér einu sinni í nefið því ég hélt auðvitað að það hlyti að vera gott þar sem ég var búinn að horfa á Hannes taka í nefið í mörg ár en svo varð raunin önnur þegar það var prófað. Eftir þetta bauð hann mér oft í nefið og hló mikið þegar hann fékk svör mín sem ekki voru beint jákvæð. Stundum kom Hannes með mömmu sína í heimsókn og var hún þá allan daginn hjá okkur og man ég vel hvað mér fannst gaman að hlusta á hana segja frá ýmsum löngu liðnum atburð- um sem gerðust í Blöndudalnum henn- ar. Hún sagði svo vel frá og lifði sig al- veg inn í löngu liðna atburði. Hannes hafði mikinn áhuga á ungmennafélags- málum og íþróttaiðkun í sveitinni. Stóð hann fyrir íþróttaæfingum meðal unga fólksins. Hannes var mjög vel gefinn og stálminnugur, víðlesinn og fróður og er því hálfgerð synd að hann skyldi ekki ganga menntaveginn því þar hefði hann notið sín vel. En Hannes bjó á Auðkúlu allan sinn búskap til ársins 1993 þegar hann fór á ellideild Héraðs- sjúkrahússins á Blönduósi. Við hjónin komumst því miður ekki að jarðarförinni en hugurinn verður þar. Við vottum aðstandendum Hann- esar samúð og við vitum að nú líður Hannesi vel því hann hefur átt góða heimkomu og vel hefur verið tekið á móti honum af gömlu sveitungunum sem farnir eru á undan honum. Ragnhildur Þórðardóttir. Elsku afi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. ( V. Briem.) Þorlákur Breiðfjörð Guðjónsson ✝ Þorlákur Breið-fjörð Guðjónsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 15. ágúst 1930. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 8. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 17. september. Elsku afi. Nú ertu farinn til Guðs og hittir afa Þórð þar, við vitum að þið ætlið að vaka yfir okkur saman. Með miklum söknuði kveðjum við bræður þig. Þínir, Viktor Ingi og Stefán Máni Ólafssynir. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Vald. Briem.) Guð blessi minninguna um góðan dreng og fósturbróður. Hvíl þú í friði. Oddfríður B. Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.