Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 26.09.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 31 AFMÆLI Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 200-600 fm verslunarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: ,,Miðsvæðis - 21916”. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja miðvikudaginn 1. október 2008, kl. 10:00 á skrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Ytri-Þóreyjarnúpur (144-484), Húnaþingi vestra, þingl. eig. Þórey ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 23. september 2008. Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Borun um 300 m djúprar holu fyrir hitaveitu Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum, sveitarfélaginu Ölfusi. Lagning 66 kV jarðstrengs milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 27. október 2008. Skipulagsstofnun Félagslíf I.O.O.F. 12  189092681/2  Rk.I.O.O.F. 1  1899268 Rk. Táknmálsdýragarður Í tilefni af degi heyrnarlausra á morgun laugardag, gefst gestum Húsdýragarðsins kostur á að læra nöfn dýranna í garðinum á táknmáli frá kl. 10-12. ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/udtbod Óskað er eftir tilboðum í: Tryggingar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í tryggingar. Útboðið tekur til lögboðinna og frjálsra trygginga Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við útboðsgögn. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is - Um OR útboð/auglýst útboð, frá og með fimmtudeginum 25. September 2008. Frá sama tíma er einnig unnt að kaupa þau hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð er kr. 5.000. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð á sama stað í fundarsal á 3. hæð, vesturhúsi, fimtudaginn13. nóvember 2008 kl. 10:00. OR/08/ 22 25.09.2008 Aðalfundur félagsins Foreldrajafnrétti Hagsmunasamtökin Foreldrajafnrétti boða til aðalfundar þann 13. október n.k. kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í Árskógum 4 Reykjavik. Venjuleg aðalfundarstörf. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast hafið samband í 6918644 eða stjorn@foreldrajafnretti.is innan þriggja daga fyrir stjórnarfund. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Tilboð/Útboð EYJAMÆRIN Erla Vídó er áttræð í dag. Hennar ær og kýr hafa verið að verja og sækja hag þeirra lægst laun- uðu og þeirra sem minna mega sín, verja og sækja líflegt sam- félag og skoðanaskipti án þess að mylja moðið, verja og sækja stefnu Sjálfstæðisflokksins af heilagri sannfæringu. Þessi harðskeytta Eyjakona var meira en liðtæk í handboltanum á sínum tíma, skothörð og varnarjaxl í senn, fiskverkakona um langt árabil og sóknarmaður Sjálfstæðisflokksins alla tíð. Erla er fræg fyrir hispurslausar skoðanir og gagnrýni ef henni sýndist. Hún hefur aldrei hikað við að segja mönnum til syndanna ef þörf kitlaði og þá dugðu engin smá fallbyssuskot, en því er ekki að neita að þetta kann stundum að hafa verið eilítið pólitískt litað. Erla hefur alltaf verið sjálfstæðismaður fram í fingurgóma og heldur lengra. Þannig vildi til að móðir mín var á sömu bylgju- lengd, enda voru þær miklar vinkonur. Stundum minntu þess- ar glæsilegu konur fremur á skriðdreka- sveit en elegant konur með sóma og sann. Það var stundum magnað að fylgjast með þeim á pólitískum fundum þar sem þær sátu eins og svalakallarnir í Prúðuleikurunum og fylgdust með því sem fram fór og misstu ekki af neinu, hvergi í allri ei- lífðinni, og lögðu orð í belg af eldmóði og hugsjónablússi. Erla Eiríksdóttir hefur hrygginn úr ævinni verið kennd við manninn sinn, Sigga Vídó, Sigurgeir heitinn Ólafsson, skipstjóra, aflakló, íþrótta- mann og einstæðan perrsónuleika með hágæða töfrum. Börnin og ætt- menni öll bera þennan búkett í sér. Siggi Vídó var lengi markmaður Eyjanna í boltanum og varði flestar vítaspyrnur, kattliðugur og fimur. Erla er eins og sígrænu jurtirnar, í fullum skrúða allt árið og þegar kosningar detta inn er ekkert sem getur stöðvað leikgleðina og tilþrifin. Þá verður málfar hennar að baráttu- ljóðum og hún hleypur við fót. Einu sinni var hún í hávaðarifrildi á póli- tískum fundi þar sem henni þótti óvægilega vegið að þeim sem þetta ritar. Pabbi hennar hafði látist nokkrum dögum áður og ein fund- arkona vildi votta henni samúð. „Ég má ekkert vera að því að tala um það,“ svaraði Erla með hnykk, „ég er að rífast út af honum Adda.“ Erla hefur alla tíð gefið lífinu lit og skemmtilegheit og hún er pólitískt krydd af Guðs náð, vonandi lengi lengi enn. Árni Johnsen. Erla Eiríksdóttir Vídó Deildakeppnin í sjónmáli Deildakeppnin verður spiluð 25. og 26. október og 15. og 16. nóvem- ber. Eins og sl. ár verður spilað í tveim deildum. Spilað verður frá klukkan 11 á laugardögum og frá klukkan 10 á sunnudögum. Spilarar eru hvattir til þess að vera með í þessari skemmtilegu keppni og von- ast BSÍ eftir góðri þátttöku. Núverandi sigurvegari fyrstu deildar er sveit Karls Sigurhjartar. Keppnisgjald er 28.000 krónur á sveit. Skráning í keppnina er á vef BSÍ, bridge.is eða í síma BSÍ 587 9360. Vetrarstarf BA hafið Starfsemi Bridsfélags Akureyrar þennan veturinn hefst með tveggja kvölda Startmóti Sjóvár en það er tvímenningur með þátttöku 13 para. Þetta fór skemmtilega fram en sum- ir voru greinilega eilítið ryðgaðir svona í lok sumars. Staða efstu para eftir fyrra kvöld- ið: Jón Sverrisson – Gissur Jónasson 60,8% Björn Þorlákss. – Örlygur Örlygss. 60,0% Ævar Ármannsson – Árni Bjarnas. 58,8% Björgvin Gunn. – Gissur Gissurars. 55,8% Pétur Gíslason – Pétur Guðjónsson 54,6% Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 23. september var spilað á 18 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 410 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 358 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 353 Björn Karlsson – Jens Karlsson 348 A/V Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 409 Knútur Björnsson – Elín Björnsdóttir 363 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 348 Anton Jónsson – Ingimundur Jónsson 344 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.