Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BRESKUR pí-
anisti varð þess
heiðurs aðnjót-
andi að vera val-
inn besti flytj-
andinn á
klassískri hljóm-
plötu frá síðustu
þremur áratug-
um. Stephen Ho-
ugh var augljóst
eftirlæti kjósenda á vef dagblaðs-
ins The Times, þar sem yfir 6.000
lesendur kusu. Útgáfa Hough á
heildarverkum Camille Saint-
Saens fyrir píanó og hljómsveit,
hafði betur en plötur með mun
þekktari flytjendum, eins og Her-
bert von Karajan og Nikolaus
Harnoncourt. Hough hlaut því
fyrsta gulldisk Gramophone-
tímaritsins.
Píanóleikarinn þakkar súkku-
laðinu sem hann borðaði milli upp-
taka fyrir leikgleðina sem heyra
má. Hann segist samt næstum því
hafa verið hættur við því allskyns
vandræði frestuðu upptökunum.
„Fyrsta daginn mætti upp-
tökustjórinn ekki,“ segir Hough í
samtali við The Times. „Í annarri
tilraun var verið að vinna að við-
gerðum á upptökusalnum og í
þriðja skiptið fékk stjórnandinn,
Sakari Oramo, blóðeitrun. Vegna
allra vandræðanna var ég ekki svo
viss um að upptakan væri góð.“
City of Birmingham Symphony
Orchestra leikur með honum.
Gagnrýnandi The Times segir
kosningu Hough „undur ársins“ í
tónlistarlífinu. „Þetta er sigur list-
unnandans yfir yfirgangi vin-
sældamenningarinnar,“ segir hann
og bætir við að það sé erfitt að
ímynda sér hina fimm píanókons-
erta Saint-Saens flutta af meiri
þokka eða tilfinningu en birtist í
leik Hough.
Hough
sigraði
Upptökur hans
kjörnar þær bestu
Stephen Hough
EFTIR sjö mán-
aða leit að eftir-
manni Thomasar
Krens, stjórn-
anda Guggen-
heim-safnanna,
hefur Richard
Armstrong, safn-
stjóri í Pittsburg,
verið ráðinn.
Undir stjórn
Krens opnaði
Guggenheim útibú í Berlín, Fen-
eyjum og Bilbao. Talið er að ráðning
Armstrongs merki breytingar og
aukna áherslu á safnastarfið sjálft
og sýningar, auk þess sem meiri
áhersla verði lögð á aðalsafnið í New
York.
Stýrir
Guggenheim
Richard
Armstrong
FÉLAGIÐ Matur–
saga–menning opnar í
dag sýningu um mat og
mataræði Reykvíkinga á
20. öld í Aðalstræti 10.
Markmið með sýning-
unni er að bjóða fólki að
fræðast, njóta og bragða
á lítt þekktri matarsögu
höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu
efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum
fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast
henni beint eins og ráðstefnan Af hlaðborði ald-
arinnar – Áfangar og áræðni í íslenskri mat-
armenningu, haldin í Iðnó á morgun frá 14-17.00.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræð-
ingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.
Matur
Reykvíska eldhúsið
í Fógetahúsinu
Eldabuska
ELDUR og ís er yf-
irskrift tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Ís-
lands í Háskólabíói í
kvöld kl. 19.30. Þar
verða leikin verk sex
íslenskra tónmeistara
tuttugustu ald-
arinnar. Tveir með-
limir sveitarinnar leika einleik á tónleikunum. Ari
Þór Vilhjálmsson leikur einleik í verðlaunaverki
Hafliða Hallgrímssonar, Poemi, og Hallfríður
Ólafsdóttir er einleikari á flautu í Kólumbínu eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Þá verða á dagskránni
Þrjú óhlutræn málverk eftir Jón Leifs, Rún eftir
Áskel Másson, ballettinn Eldur eftir Jórunni Við-
ar og Icerapp eftir Atla Heimi Sveinsson.
Tónlist
Íslenskir sólistar
hjá Sinfóníunni
Hallfríður og Kólumbína
SÝNING á verkum Kristínar
Tryggvadóttur verður opnuð í
Reykjavík Art Gallery Skúla-
götu 30 kl. 14 í dag.
Kristín kallar sýninguna
Hreyfing, og þar er minimal-
isminn – minna en meira –
meginmálið. Í frétt um sýn-
inguna segir: „Hreinsun
kjarna frá fyrri verkum, þar
sem unnið var með speglun
ljóss í miklu litrófi, eru litir og
form nú leyst upp og einfölduð. Strokur, litir og
ósnertur hvítur striginn leitast við að mynda sam-
spil í jafnvægi og strúktúr á myndfletinum. Mark-
miðið með ósnertum striga er að ná fram léttleika,
rými og vídd í verkinu.“
Myndlist
Léttleiki, rými, vídd
og ósnertur strigi
Kristín
Tryggvadóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA verður árlegur viðburður
og við miðum við það að fólk á öllum
aldri hafi ánægju af,“ segir Auður
Hafsteinsdóttir, fiðluleikari í Tríó
Nordica, en tríóið, sem auk hennar
er skipað þeim Bryndísi Höllu Gylfa-
dóttur sellóleikara og píanóleik-
aranum Monu Kontra, hefur gert
samstarfssamning við Listasafn
Reykjavíkur um árlega kamm-
ertónlistarhátíð að hausti á Kjar-
valsstöðum.
Hluti af daglega lífinu
Og nú er komið að því. Hátíðin
verður haldin fyrsta sinni nú um
helgina, með tónleikum á morgun,
laugardag, kl. 15 og á sunnudags-
kvöld kl. 20. Fjórir gestir leika með
tríóinu.
„Draumur okkar er að fólk líti á
það sem part af daglegu lífi að koma
á tónleikana og að fólk á öllum aldri
komi. Fólk á ekki að þurfa að hafa
áhyggjur af því að það þekki ekki
verkin eða geti ekki komið með
börnin með sér. Það er frítt fyrir
börn og nemendur. Við völdum bara
rjóma – gullfalleg verk.“ Auður seg-
ist hvetja nemendur til að vera dug-
legir að sækja tónleika – alla tón-
leika. „Það er ekki óyfirstíganlegt og
mjög dýrmætt og þroskandi. Laug-
ardagstónleikarnir verða kl. 15 og
kaffistofan opin. Ég vona að fólk
komi með fjölskyldur sínar og skoði
myndlist í leiðinni þannig að þetta
verði allsherjar menningarstund.“
Elfrida Andrée á geisladisk
Tríó Nordica hefur fleiri járn í
eldinum en hátíðina nú um helgina.
„Við erum nýbúnar að taka upp
geisladisk með verkum eftir Elfridu
Andrée en tvö af þeim hafa aldrei
verið hljóðrituð áður. Það er Intim
Musik í Svíþjóð sem gefur hann út.
Kona sem skrifaði bók um Elfridu
skrifar líka inn í diskinn, þannig að
hann verður allsherjar tileinkun.
Þetta er skemmtilegt verkefni. Elf-
rida var eins og Clara Schumann;
mikil baráttukona fyrir tilvist sinni í
tónlistinni. Við erum búnar að spila
öll kammerverkin hennar nema
kvintett sem við leikum á morgun. Í
framhaldi af þessu kynnum við disk-
inn á Norðurlöndunum og spilum
þar sem þess er óskað. Við verðum
með tónleika bæði í Svíþjóð og í
Finnlandi, þar sem ég er búsett
núna, og spilum norræn verk og
rómantík með verkum Elfridu.“
Nýtt verk í smíðum
Konurnar í Tríó Nordica eru þeg-
ar farnar að huga að næstu plötu, og
verið er að semja fyrir þær nýtt
verk. „Við höfum spilað mörg íslensk
píanótríó sem öll eru okkur mjög
kær og mörg mjög falleg, en það er
alltaf gaman að geta kynnt ný verk á
tónleikum. En flóran sem til er af
tríóum er rosalega flott.“ Margt
fleira er á döfinni hjá Tríó Nordica,
meðal annars tónleikaferð til Bruss-
el. „Þetta er heilmikið starf,“ segir
Auður.
Hingað til hafa konurnar í tríóinu
búið í tveimur löndum, þar sem
Mona Kontra býr í Svíþjóð. Það
breytist þó ekki mikið þótt Auður sé
flutt til Finnlands. „Þetta er ekki
jafnflókin vinna og hjá kvartettum,
þar sem fólk þarf nánast að búa í
sama húsi. Í tríói hefur hver og einn
meira frelsi. Þetta verður ferskara –
við erum búnar að byggja upp reper-
toire. Hér heima er maður alltaf að
læra ný verk og spilar hvert pró-
gramm stundum bara einu sinni,
sem er gríðarleg vinna. Úti eru
möguleikarnir meiri á því að spila
hverja dagskrá mun oftar og þá fá
verkin að þroskast með manni.“
Við völdum bara rjóma
Tríó Nordica heldur kammertónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum nú um helgina
Morgunblaðið/G.Rúnar
Gestir Tríóið með gestum sínum. Standandi: Hulda Björg Garðarsdóttir
sópran, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik-
ari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, og Bryndís Halla Gylfadótt-
ir, en fyrir framan sitja Mona Kontra og Auður.
ÞÓRARINN Eldjárn er aðalgestur ljóðahátíð-
arinnar Glóðar sem hófst á Siglufirði í gær og lýk-
ur á morgun. Þetta er í annað skipti sem hátíðin
fer fram og verður árlegur viðburður héðan í frá.
Dagskrárliðir hátíðarinnar eru 10 talsins að
þessu sinni og gestir, auk Þórarins, eru þúsund-
þjalasmiðurinn Ari Trausti Guðmundsson, leik-
arinn Elfar Logi Hannesson og tónlistarmaðurinn
Þröstur Jóhannesson, tveir þeir síðastnefndu frá
Ísafirði. Heimamenn láta heldur ekki sitt eftir
liggja og koma fram við ýmis tækifæri.
Í fyrra voru lesin ljóð fyrir um 250 manns á há-
tíðinni og lukkaðist hún sérstaklega vel að sögn
Þórarins Hannessonar, formanns Umf. Glóa og
Ljóðaseturs Íslands, sem standa að hátíðinni.
Félag um Ljóðasetur Íslands er nýr fé-
lagsskapur sem stefnir að því að koma upp á
Siglufirði Ljóðasetri þar sem þessum merka
menningararfi okkar yrðu gerð skil á fjölbreyttan
og skemmtilegan hátt, allt frá upplýsingum á
veggspjöldum til margmiðlunartækni og upp-
lestrar núlifandi skálda á verkum sínum, skv. upp-
lýsingum Þórarins. Á setrinu yrði auk þess ljóða-
bókasafn með kaffihorni, munir frá skáldum,
sölubúð með nýjar sem notaðar ljóðabækur, þar
yrðu haldin ljóðakvöld og ýmislegt fleira mætti
nefna.
Á hátíðinni nú verður stofnað sérstakt stuðn-
ingsfélag við þessa hugmynd – Vinir ljóðsins – þar
sem einstaklingar og fyrirtæki sem áhuga hafa á
að styðja framtakið geta orðið meðlimir. Vinna við
stofnunina er komin af stað, húsnæðið er fyrir
hendi, en fjármagn vantar til að ljúka verkinu að
sögn Þórarins. skapti@mbl.is
Grípa ljóðið glóðvolgt
Morgunblaðið/Golli
Aðalgestur Þórarinn Eldjárn les ljóð sín fyrir
Siglfirðinga á öllum aldri á hátíðinni í dag.
Ljóðahátíðin Glóð árlegur viðburður á Siglufirði
Í HNOTSKURN
»Fyrir hádegi í dag les Þór-arinn Eldjárn ljóð fyrir
nemendur í grunnskóla Siglu-
fjarðar og í Skálarhlíð síðdegis
fyrir eldri borgara. Í kvöld
lesa þeir Ari Trausti Guð-
mundsson í Gránu.
»Á morgun verða æfingar íbragfræði í Þjóðlagasetri
kl. 13-15 í umsjón Páls Helga-
sonar íslenskukennara og kl.
16 hefst þar ljóðadagskrá í tali
og tónum. Kl. 20 verður að Að-
algötu 18 kynnt hugmynd að
Ljóðasetri Íslands, strax á eftir
afhendir Þórarinn Eldjárn
verðlaun í ljóðasamkeppni
Grunnskóla Siglufjarðar og kl.
21 hefst í Gránu dagskrá í tali
og tónum um Stein Steinarr.
Laugardagur kl. 15
Passacaglia fyrir fiðlu og selló eftir
Händel í útsetningu Halvorsens.
Píanókvintett í e-moll eftir Elfridu
Andrée og píanókvintett í Es-dúr eft-
ir Schumann.
Sunnudagur kl. 20
Ljóðasöngvar eftir Robert Schumann
og Clöru Schumann.
Fantasía í f-moll eftir Schubert og
píanótríó í e-moll eftir Dvorák,
Dumky-tríóið.
Tríó Nordica á Kjarvalsstöðum