Morgunblaðið - 26.09.2008, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
sagt … ég og bræðurnir reynum
bara að spila eins mikið og við get-
um og spilum bara efnið okkar,
nýtt og gamalt. Við fylgjum þess-
um plögg-línum útgáfufyrirtækj-
anna ekkert sérstaklega vel.“
Hann segir þessa miklu þörf sína
til að rokka vera tilkomna af
tvennu.
„Þetta er ástríða fyrst og fremst
en um leið hef ég af þessu tekjur.
Ég verð að vera að allan ársins
hring, af sálrænum og efnislegum
ástæðum. Ég finn líka að ef ég
slaka á þá verð ég pínu skrýtinn í
hausnum. Þannig að ég verð alltaf
að hafa nóg fyrir stafni, svona upp
á geðið.“
Kyuss eru líkt og guðir í manns-
mynd gagnvart aðdáendum eyði-
merkurrokksins en Bjork er hæfi-
lega rólegur gagnvart
goðsögninni, segir hana ekki
hanga um háls sinn líkt og myll-
ustein.
„Ef við gerumst alveg hrein-
skilnir þá væri ég líklega ekki að
gera það sem ég er að gera í dag ef
það væri ekki fyrir Kyuss. Í aðra
röndina vorum við bara strákar að
rokka og vorum tiltölulega væru-
kærir gagnvart því
öllu. En í hina
fundum við alveg
fyrir því að við
værum að ryðja
einhverju braut.
Okkur fannst við
vera besta rokk-
hljómsveit í gerv-
öllum heiminum.
Við efuðumst ekk-
ert um það!“
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
BRANT Bjork nuddar stírurnar úr
augunum á meðan blaðamaður ber
upp fyrstu spurninguna. Okkar
maður flaug í fjórtán tíma, frá sól-
bakaðri Kálhorníu til votviðrisins á
Íslandi og er að vonum þotuþreytt-
ur. Bjork bókstaflega fann upp
eyðimerkurrokkið ásamt félögum
sínum í hljómsveitinni Kyuss, sveit
sem fáir hafa heyrt um en því fleiri
eru undir áhrifum frá henni, án
þess jafnvel að vita af því. Tveir fé-
laga hans þar, þeir Josh Homme og
Nick Oliveri, áttu síðar eftir að
skipa Queens of the Stone Age en
Bjork sagði sig úr Kyuss áður en
hún lagði upp laupana, aðeins átján
ára gamall og nánast óbrenndur.
Með þessu bjargaði hann lífi sínu
og ferli og hefur síðan þá sinnt tón-
listinni af mikilli elju.
„Ég hafði nú heyrt af þessari
þrusurokkhljómsveit, Brain Po-
lice,“ segir Bjork þegar hann er
spurður hvað hann sé eiginlega að
gera hérna. „Ég var svo að sjálf-
sögðu til þegar sú hugmynd kom
upp um að spila hérna. En það er
búið að taka u.þ.b.
ár að negla þetta
niður.“
Síðasta plata
Bjork kallast Punk
Rock Guilt en hún
kom út í maí síðast-
liðnum. Hann segir
þó að hann sé ekk-
ert að fylgja henni
eftir sérstaklega.
„Hvað get ég
Með sand í
hjarta og
glóð í geði
Goðsögnin Brant Bjork, höfundur eyðimerkurrokksins, er staddur á landinu
og mun spila á tvennum tónleikum ásamt Brain Police í kvöld og á morgun
Morgunblaðið/Valdís Thor
Slakur Bjork tók því rólega í rokkbænum Hafnarfirði í gær.
Bjork leikur ásamt sveit sinni The Bros
á Græna hattinum, Akureyri, í kvöld
en á Café Amsterdam á morgun
‘‘
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Föstudagur 26. september kl. 19.30
Eldur og ís - tónleikar utan raða
Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð
hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til að
hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar
tónlistarsögu.
Stjórnandi: Petri Sakari
Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir
Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk
Jórunn Viðar: Eldur
Hafliði Hallgrímsson: Poemi
Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine
Áskell Másson: Rún
Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000
■ Laugardagur 27. september kl. 17.00
Bandarískt brass - kristaltónleikar í
Þjóðmenningarhúsinu
Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í
kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum
glæsibrag.
■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30
Í austurvegi - Tónlist innblásin af austurlenskri
Gamelantónlist
■ Föstudagur 3. október kl. 21.00
Heyrðu mig nú - Gamelan
STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
Fólk
Svo hljóðar fyrirsögn greinar
Erics nokkurs Volmers sem birtist í
Calgary Herald á mánudag en til-
efnið er sýningar á fimm íslenskum
myndum á kvikmyndahátíðinni í
Calgary í Kanada sem nú stendur
yfir í skíðaborginni. Reyndar er
Baltasar Kormákur eini leikstjór-
inn sem Volmers minnist á í grein-
inni og segja má að hann haldi
varla vatni yfir fjölhæfni Baltasars
á kvikmyndasviðinu. Segir hann
Mýrina og Brúðgumann bestu
myndir hátíðarinnar þótt gjör-
ólíkar séu. Aðrar íslenskar myndir
sem sýndar eru í Calgary eru Börn,
Foreldrar og Queen Raquela.
Um helgina var einnig að finna í
blaðinu viðtal Volmers við Ragnar
Bragason leikstjóra þar sem fram
kemur að í ljósi þess að kvikmynda-
saga Íslands sé ekki eldri en raun
ber vitni sé árangur íslenskra kvik-
myndagerðarmanna undraverður.
Íslenskar kvikmyndir
stela senunni
Drengirnir í Sigur Rós túra nú
um Bandaríkin eins og enginn sé
morgundagurinn. Ef marka má um-
fjöllun í netheimum mun sveitinni
vera tekið með kostum og kynjum
hvar sem hún leikur og ekki virðist
upphitunarsveitin Parachutes, fá
slakari umsögn. Þeim sem enn hafa
ekki fjárfest í nýjustu plötu Sigur
Rósar má benda á vefsíðuna 7digi-
tal.com sem býður notendum sínum
að hala niður plötunni í heild sinni
fyrir aðeins 3 pund eða rúmlega
500 krónur.
Ekki slakur kreppu-díll
EYÐIMERKURROKKIÐ, stundum kallað
hausarokk eða „stoner rock“ varð til í
Suður-Kaliforníu upp úr 1990 og var
hljómsveitin Kyuss þar í broddi fylk-
ingar. Tónlistin einkennist af hægum,
spikfeitum og drungalegum gítarrifum
a la Black Sabbath, með dassi af gam-
aldags sýrurokki og nútíma gruggi.
Sem undirgeiri í þungarokki er stefnan
sprelllifandi en þekktasta afsprengi
stefnunnar er hiklaust hljómsveitin
Queens of the Stone Age og plata henn-
ar, Songs for the Deaf. Plata Kyuss, Blu-
es for the Red Sun (1992) er hins vegar
Sgt. Pepper stefnunnar.
Eyðimerkurrokk
Josh Homme Leiðtogi
Queens of the Stone Age var
með Bjork í Kyuss.
EF það er hægt að ganga að einhverju
vísu þegar íslenskir rapparar eru annars
vegar, þá er það að egóið þeirra er í öllum
tilfellum stærra en sjálfur aðdáendahóp-
urinn. Nýjasta dæmið – og eitt það
skemmtilegasta – er ný hiphop-sveit sem
kallar sig 32C og er skipuð þeim Dabba T,
MC Gauta og Antlew/Maximum (Magsie
úr Subterranean). Á dögunum barst fjöl-
miðlum fréttatilkynning frá umboðsmanni
sveitarinnar, graffiti-leiðtoganum og hip-
hop-mógúlnum Ómari Ómari sem hefst á
þessum hlédrægu nótum: „Skærasta von íslenskrar tón-
listar er mætt á völlinn!! Konunglegar lagasmíðar, him-
neskar textasmíðar, riddaraleg sviðs-
framkoma og töfrandi persónuleikar,“ er á
meðal þess sem sagt er að einkenni sveitina
og sveitarmeðlimi. Magsie er sagður hafa
lagt undir sig hiphop-senuna í Svíþjóð, nafn
Dabba T er sagt drjúpa úr munni allra
stúlkna sem hafa heyrt hans getið (hvað
sem það nú þýðir) og Mundi mundar hljóð-
nemann af svo mikilli Guðs náð að áhorf-
endur tryllast. Rúsínan í pylsuendanum er
svo heiti fyrstu smáskífu sveitarinnar sem
von er á næstu vikum. Kallast hún hvorki
meira né minna en „É É É É“ og inniheldur m.a. þessar
ljóðlínur: „32C er það nýjasta í loftinu.“
32C: Bestir í heimi!
Tríóið Ekki verður af þeim
skafið, það er alveg ljóst.
ÉG FINN LÍKA AÐ EF
ÉG SLAKA Á ÞÁ VERÐ
ÉG PÍNU SKRÍTINN
Í HAUSNUM.
Eftir helgi kemur út hjá
Skruddu bókin Alkasamfélagið en í
henni gerir Orri Harðarson upp
áralanga glímu við Bakkus sem
hann lagði loks í hittifyrra ári. Í
bókinni lýsir Orri því að AA-
samtökin stundi enga mannrækt,
heldur taumlausa trúarinnrætingu.
„Í stað þess að hlýða „tillögum“ í
boðhætti um að krjúpa á kné og
gefast upp fyrir Guði, kaus Orri að
nýta gagnrýna hugsun sína og
sjálfsþekkingu til að byggja upp
nýtt líf án áfengis,“ segir á vefsíðu
Skruddu og víst að bókin mun vekja
mikið umtal um aðferðir þær sem
notaðar eru í áfengismeðferð hér á
landi og einnig hljóta að kvikna af
henni deilur.
Taumlaus
trúarinnræting