Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
275. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
AF LISTUM
MEYJAN ER UPPRISIN
HVÍTÞVEGIN OG ALSÆL
DAGLEGTLÍF
Er nauðsynlegt að
kaupa þetta allt?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
08
-0
08
0
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
Leikhúsin
í landinu >> 35
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
TRYGGINGARSJÓÐUR inni-
stæðueigenda gæti þurft að ábyrgj-
ast um það bil 560 milljarða ís-
lenskra króna vegna Icesave-
reikninga Landsbankans.
Fjölmiðlafulltrúi í breska fjár-
málaráðuneytinu sagði í samtali við
Morgunblaðið að gengið væri út frá
því að íslenski tryggingarsjóðurinn
myndi tryggja innistæður á Icesave-
reikningum fyrir allt að 20.000 evrur
á hvern innistæðueiganda, en þeir
eru um 200.000 talsins.
Landsbankinn hafði heimild sam-
kvæmt ákvæðum EES-samnings til
þess að opna útibú í öðrum löndum.
Ábyrgð Tryggingarsjóðs leiðir af
lögum um innistæðutryggingar og
tryggingarkerfi fyrir fjárfesta.
Ábyrgð vegna Icesave-reikning-
anna er byggð á sérstökum reglum
[European passport scheme] þar
sem reikningseigendur þurfa fyrst
að krefjast greiðslna frá trygging-
arsjóði upprunalandsins, þ.e lands
viðkomandi viðskiptabanka. | 4
Ábyrgð á 560 milljörðum
Íslenskir skattgreiðendur gætu þurft að taka skell vegna
Icesave-reikninganna Margir Bretar áhyggjufullir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsbankinn Óvissa með Icesave.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„ÞAÐ er búið að víkja stjórn Glitnis
frá,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins-
son, stjórnarformaður Glitnis, þegar
hann kom af stjórnarfundi í gær-
kvöldi. Þá hafði Fjármálaeftirlitið
tilkynnt að skilanefnd hefði verið
skipuð og tæki yfir stjórn bankans á
grundvelli neyðarlaga sem Alþingi
samþykkti í fyrrakvöld. Stjórna þá
skilanefndir skipaðar af Fjármála-
eftirlitinu bæði Landsbanka Íslands
og Glitni.
„Mér finnst að sjálfsögðu erfitt að
sjá á eftir öllum þeim verðmætum
sem hefur verið kastað á glæ síðasta
sólarhring eða tvo,“ sagði Þorsteinn
Már. Hann sagði að mikil átök hefðu
átt sér stað í íslensku viðskiptalífi
undanfarna daga. Í bréfi Fjármála-
eftirlitsins hefði komið fram að skila-
nefndin ætti að tryggja áframhald-
andi viðskiptabankastarfsemi hér á
landi en ekki hefði verið minnst á að
gæta verðmæta erlendis.
Fjármálaeftirlitið sagði að yfir-
takan á Landsbankanum í gærmorg-
un hefði verið nauðsynlegt fyrsta
skref til að tryggja eðlilega banka-
starfsemi innanlands og öryggi inni-
stæðna á Íslandi. Ekki náðist í neinn
hjá eftirlitinu í gærkvöldi.
„Ég óska þess að skilanefndin
gæti að hag starfsfólksins,“ segir
Þorsteinn og þakkar því góð kynni.
Tveir einkabankar nú undir stjórn Fjármálaeftirlitsins eftir að neyðarlög voru
samþykkt á Alþingi í fyrrakvöld Tryggja á eðlilega bankastarfsemi innanlands
FME tekur
yfir stjórn
Glitnis
Almenn banka-
starfsemi óbreytt
Morgunblaðið/Kristinn
Á förum Þorsteinn Már Baldvinsson gengur af stjórnarfundi Glitnis í gær-
kvöldi. Hann segir útilokað að spá fyrir um það sem gerist næstu daga. Nýr Glitnir | 11
Vilja að starfs-
fólk starfi áfram
RÍKISSTJÓRN Gordons Browns,
forsætisráðherra Bretlands, hyggst
veita sem nemur allt að 8.750 millj-
örðum íslenskra króna inn í breska
fjármálakerfið, samkvæmt björg-
unaráætlun sem kynnt verður í dag,
að því er fram kom á vef Financial
Times í gær. Þar sagði að talið væri
að fénu yrði varið til kaupa á hlut í
bönkunum Royal Bank of Scotland,
Barclays og Lloyds TSB, upphæð
sem jafngildir frá 245.000 til 350.000
krónum á hvert mannsbarn í Bret-
landi, eftir því hvort stjórnin ver
6.125 eða 8.750 milljörðum í þessum
tilgangi. Segir blaðið að hærri upp-
hæðin muni jafngilda tvöföldun í op-
inberum lántökum í Bretlandi í ár.
Á sama tíma samþykktu fjármála-
ráðherrar Evrópusambandsríkjanna
að aðildarríkin hefðu svigrúm til að
bregðast með eigin hætti við krepp-
unni, þótt ekki hefði náðst samstaða
um hversu háar tryggingar á spari-
fjárinnistæðum almennings ættu að
vera. baldura@mbl.is
Þúsundir milljarða veitt-
ar í breska bankakerfið
Kreppa Veita á Barclays aðstoð.
LÍKUR eru á að lífeyrir og lífeyr-
isréttindi muni skerðast í byrjun
næsta árs.
Formaður Landssambands eldri
borgara segir það skelfilegt ef af
verður, lífeyrisþegar og eldri borg-
arar reiði sig á sjóðina og skerðingu
á þeirra réttindum sé ekki á þá bæt-
andi. Ekki hefur verið gengið frá
samningum um aðkomu lífeyrissjóð-
anna til að styrkja krónuna. » 6
Lífeyrissjóðirnir rýrna
ENN er mikil óvissa með raun-
verulegt gengi krónunnar, þrátt
fyrir að Seðlabankinn hafi farið inn
á gjaldeyrismarkaðinn á svokölluðu
föstu gengi. Samkvæmt því gengi
er evran á 131 krónu, en í íslensk-
um bönkum var hún í kringum 150
krónur í gær. Á erlendum mörk-
uðum var gengi evru allt frá 200
krónum upp í 350 og þá var gengi
hjá kortafyrirtækjum um 225 krón-
ur. » 2
Gengi krónunnar er
ennþá mjög óljóst
„STARFSMENN bankans hafa unn-
ið að því hörðum höndum að leysa
málin en þetta er því miður nið-
urstaðan. Ég vil undirstrika að
starfsemi bankans á næstu vikum
mun verða að mestu óbreytt og öll
útibú verða opin,“ sagði í bréfi sem
Lárus Welding, forstjóri Glitnis,
sendi starfsfólki í gærkvöldi þegar
hann tilkynnti um niðurstöðu FME.
„Það er erfitt að gefa hughreyst-
ingar á þessari stundu en þetta er
nýr veruleiki sem við þurfum að
horfast í augu við. Það er mikilvægt
að við vinnum af heilum hug með
þeim aðilum sem nú koma að stjórn
bankans til að tryggja hag við-
skiptaaðila og starfsmanna bank-
ans til framtíðar,“ sagði Lárus sem
samþykkti að gegna starfi forstjóra
áfram.
Morgunblaðið/Kristinn
Forstjóri Lárus heldur áfram.
Erfitt að
hughreysta