Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 6
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær aðgerðaáætlun borgarinnar sem lögð var fram til að bregðast við því ástandi sem upp er komið í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Áætlunin var unnin af starfshópi meiri- og minnihlutans undir stjórn Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokks. „Reykjavíkurborg fer ekki, frekar en önnur sveitarfélög, varhluta af þeim umskiptum sem nú hafa orðið á efnahagslífi þjóðarinnar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri þegar áætlunin var kynnt og vísaði þar til stöðunnar eins og hún birtist í sex mánaða uppgjöri borgar- innar. „Útsvarstekjur voru undir áætlun, byggingaréttarsala nam aðeins 7% af áætlun og fjármagnskostnaður var langt umfram áætlun. Hið jákvæða er þó að rekstur fagsviða borgarinnar var innan fjárheimilda þrátt fyrir meiri verðbólgu en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Sex mánaða uppgjör- ið sýnir þannig að borgin okkar er vel rekin og býr yfir miklum fjárhagsleg- um styrk. Eiginfjárhlutfallið er hátt, skuldsetning er lítil og lausafjárstað- an góð,“ sagði Hanna Birna og tók fram að þetta væru mikilvægir þættir við þær aðstæður sem nú blöstu við. Þjónustan verður fyrir hendi „Það skiptir öllu máli fyrir borgar- yfirvöld að geta sannfært borgarbúa um að sú þjónusta sem þeir vænta af sínu nærsamfélagi sé fyrir hendi og verði fyrir hendi,“ sagði Hanna Birna og tók fram að borgin vildi með að- gerðaáætluninni senda skýr skilaboð til íbúa þess efnis að borgin hygðist standa vörð um hag heimilanna í borginni. „Reykjavíkurborg tekur því nú á sig skellinn vegna verðbólgu og verðlagshækkana með það eitt að markmiði að hlífa borgarbúum við slíku nú.“ Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði mik- ilvægt að borgarstjórnin sendi skýr skilaboð um það hvernig stærsta sveitarfélag landsins hygðist standa að verki við hinar erfiðu aðstæður sem nú blöstu við í íslensku efnahags- lífi. „Þess vegna höfum við í minnihlut- anum komið að þessu verkefni af heil- um hug,“ sagði Dagur og tók fram að menn yrðu að standa saman ef nið- urstaðan ætti að verða góð. „Framlag minnihlutans til þessa verkefnis hefur ekki síst verið það að leggja þunga áherslu á þá nýju stöðu sem ekki að- eins blasir við Reykjavíkurborg held- ur heimilunum og fólkinu í borginni,“ sagði Dagur. Að mati Dags eru mik- ilvægustu skilaboðin sem borgar- stjórn sendir frá sér með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar þau að borgin ætli að mæta borgarbúum og reyna að styðja þá af fremsta megni í næstu skrefum við hinar óvissu aðstæður. „Þetta eru undarlegir dagar sem nú líða. Svo virðist sem spilaborgin hafi hrunið og nú þurfi að bretta upp ermar. Nú þurfi jafnvel að leggja nýj- an grunn og spyrja nýrra spurninga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og tók fram að ein- staklingshyggjan og græðgin hefðu beðið skipbrot. „Nú er bæði tilefni og tækifæri til að stokka upp og gefa upp á nýtt. Félagsleg sjónarmið, samhjálp og ábyrgð á náunganum verða að fá meira rými,“ sagði Svandís og benti á að í aðgerðaáætluninni fælust skýr fé- lagsleg sjónarmið. Þannig sendi áætl- unin skýr skilaboð til Reykvíkinga þess efnis að borgin stæði með sínu fólki. Benti Svandís í því sambandi á þá ætlun borgarinnar að efla almenn- an og félagslegan leigumarkað. Borgin tekur á sig skellinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðbrögð Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kynnti aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar. Brugðist verður við ástandinu í efnahagsmálunum. Í HNOTSKURN »Í aðgerðaáætlun borg-arinnar sem samþykkt var samhljóða í borgarstjórn í gær er kveðið á um það að þrengri fjár- hagsstöðu borgarinnar verði að svo stöddu ekki mætt með hækk- unum á gjaldskrám fyrir þjón- ustu eða skerðingu á þjónustu. »Fjárheimildir sviða verða aðjafnaði ekki auknar á árinu 2008 þrátt fyrir vaxandi verð- bólgu, en útgjöld endurskoðuð með það að markmiði að ná fram sparnaði og samhæfingu í stjórn- kerfinu. Spara á 15% í inn- kaupum borgarinnar með að- haldsaðgerðum. »Breyta á reglum umgreiðslukjör lóða til að bjóða íbúum hagkvæmari greiðslukjör vegna lóðakaupa í Reykjavík- urborg. »Engin áform eru um upp-sagnir starfsfólks, en dregið verður úr nýráðningum. »Leitast á við að tryggja fjár-mögnun fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. Forgangsröðun framkvæmda verði endurskoðuð en framkvæmdum eða verk- efnum, sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað, verði frestað eða dregið úr kostnaði vegna þeirra. »Gera á áætlun um sölu eignasem nemur að lágmarki ein- um milljarði króna. »Efna á til samráðs við ríki ogsveitarfélög um leiðir til að efla almennan og félagslegan leigumarkað. »Ráðgjöf og velferðarþjón-ustu sem veitt er í þjónustu- miðstöðvum borgarinnar á að efla. 6 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LJÓST er að eignir lífeyrissjóðanna rýrna vegna ástandsins á fjármála- mörkuðum og neyðarlaganna frá Al- þingi. Landssamtök lífeyrissjóða telja allt benda til þess að lífeyrir og lífeyrisréttindi sjóðsfélaga muni skerðast og það muni koma til fram- kvæmda á fyrri hluta næsta árs. „Mér finnst það hræðilegt. Þetta eru laun sem við lögðum til hliðar og ætluðum að nota þegar við hættum að vinna. Það er verið að stela af okk- ur launum. Það hefur alltaf verið fullyrt að við héldum okkar lífeyri, hvað sem á gengi,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, um væntanlega skerðingu lífeyrisréttinda. Erfitt er að meta stöðu lífeyris- sjóðanna nú og hvað lífeyrisréttindi skerðast mikið, þegar upp verður staðið, að sögn Hrafns Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Landssam- taka lífeyrissjóða. Staða þeirra er mismunandi fyrir og eignasöfnin eru ekki eins. Hrafn vill halda því til haga að tryggingafræðileg staða líf- eyrissjóðanna hafi verið sterk síð- ustu ár og þeir hafi aukið lífeyris- réttindi verulega. Þær reglur gilda að ef loforð líf- eyrissjóðs um lífeyri eru meira en 10% umfram eignir, miðað við 3,5% raunávöxtun til framtíðar, þá ber líf- eyrissjóði að grípa strax til ráðstaf- ana. Ef loforðin eru 5-10% umfram eignir í lengri tíma þarf einnig að gera ráðstafanir. Líklegt er að sjóð- irnir séu komnir í þessa stöðu, að mati stjórnar Landssamtaka lífeyr- issjóða. Ekki á bætandi Formaður Landssambands eldri borgara segir að forsvarsmenn líf- eyrissjóðanna hafi fullvissað fulltrúa sambandsins um að þessar hræring- ar myndu ekki leiða til skerðingar. „Maður gat svo sem átt von á þessu því þeir hafa verið að fjárfesta í hlutabréfum og slíku. Ég stóð í þeirri trú að þegar stofnað var til lífeyr- issjóðanna hafi þeim verið sett mjög ströng skilyrði um ávöxtun síns fjár, mættu ekki setja það í áhættusöm bréf,“ segir Helgi K. Hjálmsson. „Það er skelfilegt ef kemur til skerð- ingar og ekki á bætandi fyrir ves- lings lífeyrisþega og eldri borgara sem stóla á þetta. Er ekki úr háum söðli að detta,“ segir Helgi. Í samþykkt stjórnar Landssam- taka lífeyrissjóða kemur fram að ekki hafi verið gengið frá samning- um um aðkomu lífeyrissjóðanna til að styrkja krónuna. Ef ríkisstjórnin sjái ástæðu til að taka þennan þráð upp aftur muni forystusveit Lands- samtaka lífeyrissjóða fjalla um er- indið á nýjum forsendum, í ljósi þess að allar aðstæður hafi gjörbreyst með neyðarlögunum frá Alþingi og afleiðingum þeirra. Líkur eru á að lífeyrir skerðist  „Það er verið að stela af okkur launum,“ segir formaður Landssambands eldri borgara  Líklegt er að loforð sjóðanna séu komin 5-10% umfram eignir og því þurfi að grípa til ráðstafana Í HNOTSKURN »Heildareignir íslenskulífeyrissjóðanna voru í lok júlí síðastliðins um 1800 milljarðar króna. »Erlendar eignir voru 493milljarðar króna, þar af 360 milljarðar í hlutabréf- um. »Sjóðirnir áttu um 180milljarða króna í íslensk- um hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum og 171 milljarð í innlendum skuldabréfa- sjóðum. Heildareignir hér á landi voru tæpar 1.250 millj- arðar króna. Traust Þeir eldri treysta á lífeyrinn. LANDHELGISGÆSLAN hefur enn dregið úr starfsemi sinni og nú hef- ur verið gripið til þeirra úrræða að stjórna starfseminni algerlega frá einum degi til annars vegna geng- ismála, olíuverðs og greiðslustöðu hjá stofnuninni almennt. Áhafnir á skipum og flugkosti Gæslunnar hreyfa sig ekki nema í brýnustu til- vikum hvort sem um er að ræða út- köll eða nauðsynleg þjálfun áhafna. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæsl- unnar, segir að með því að draga úr starfsemi sé þó verið að auka ör- yggi eins og kostur er. „Við erum að gera okkur eins fært og mögu- legt er að takast á við neyðar- ástand,“ segir hann. Georg segir áhafnir á tækjum Gæslunnar ekki stunda neinar æfingar nema þær nauðsynlegustu en flugáhafnir standa hins vegar nokkuð vel að vígi eftir ströng æfingaferli að und- anförnu. orsi@mbl.is Gæslan tekur einn dag í einu Morgunblaðið/Júlíus Þyrluflug Æfingar eru í lágmarki. ÁKVEÐIÐ hefur verið að slá á frest framkvæmdum við uppbyggingu mannvirkja á félagssvæði Knatt- spyrnufélags Akureyrar í ljósi efnahagsástandsins. „Við munum fara í gegnum allar framkvæmdir á vegum bæjarins og reyna að seinka þeim sem kosta mikinn gjaldeyri,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri við Morgunblaðið. Jarðvegsskipti á KA-svæðinu hófust í síðustu viku en hafa nú verið stöðvaðar. Skv. samn- ingi sem undirritaður var í júní verður komið upp gervigrasvelli með hitalögnum á svæðinu, flóðlýs- ingu og áhorfendastúku. Heildar- kostnaður var áætlaður 171 milljón. Stór hluti kostnaðarins er vegna kaupa á gervigrasi og skynsamlegt að doka við, segir Sigrún. Ekki er ljóst hve verkið tefst lengi, „en mér finnst KA-menn taka þessu með miklum skilningi. Ég er hæstánægð með samskipti við for- svarsmenn félagsins,“ sagði Sigrún Björk í gær. skapti@mbl.is Framkvæmd- um frestað á Akureyri Bankakreppan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.