Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
BJÖRGVIN G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í gærmorgun og á fundi með
starfsmönnum Landsbankans
skömmu síðar, að engin breyting
yrði á högum almennra starfsmanna
bankans. Engu að síður ríkti mikil
óvissa um nánustu framtíð í röðum
þeirra og annarra bankamanna, en
viðskiptaráðherra sagði við mbl.is að
uppsagnir væru ekki á dagskrá.
„Það er svo fjarri því að það standi
til eða liggi fyrir,“ sagði hann í gær.
Í Samtökum starfsmanna fjár-
málafyrirtækja, SSF, eru um 5.000
starfsmenn hérlendis. Nokkur þús-
und manns starfa hjá íslenskum
fjármálafyrirtækjum erlendis og þar
af langflestir erlendir, að sögn Frið-
berts Traustasonar, formanns og
framkvæmdastjóra SSF. Hann segir
um kjör þeirra að yfirleitt séu starfs-
menn erlendis ráðnir hjá viðkom-
andi fyrirtæki samkvæmt kjara-
samningum og lögum í viðkomandi
landi, en síðan 2004 hafi fólk getað
borgað í lífeyrissjóð í upprunalandi
sínu.
Um 25% fækkun starfsmanna
Verði sameining banka og spari-
sjóða að veruleika má gera því skóna
að starfsfólki fækki. Friðbert bendir
á að á árunum 1990 til 1994 hafi sam-
einingarhrina banka gengið yfir,
þegar fjórir bankar hafi sameinast
Íslandsbanka og Landsbankinn
keypt Samvinnubankann. Við þessar
tilfæringar hafi starfsmönnum
fækkað um 25%, farið úr um 4.000 í
um 3.000. Hagræðingin hafi að
mestu náðst án uppsagna vegna
mikillar starfsmannaveltu. Á hverju
ári í mörg ár hafi um 5 til 10% starfs-
manna í fjármálastofnunum skipt
um starf, en nú sé almennt ekki
bjart yfir vinnumarkaðnum og því
erfiðara um vik fyrir starfsfólk fjár-
málastofnana að fara annað. „Um
leið og súrefnið, sem heitir peningar,
fer úr þjóðfélaginu eru ekki bara
bankar í vondri stöðu heldur líka öll
fyrirtæki í landinu,“ segir Friðbert.
Friðbert áréttar að síðast í gær
hafi forsætisráðherra sagt að það
megi ná fram verulegri hagræðingu.
„Á íslensku þýðir hagræðing að
fækka fólki,“ segir hann.
Bankar og sparisjóðir eru með
víðtækt net um allt land, alls um 150
útibú, að sögn Friðberts. Hann segir
að víða séu þetta fyrst og fremst
þjónustustofnanir, sem skili ekki
hagnaði. Útibúum hafi verið lokað
en engar upplýsingar hafi borist um
framhaldið.
Friðbert segir að starfsmenn séu
uggandi um framhaldið. „Óvissan er
svo slæm,“ segir hann og bætir við
að í óvissu magnist allar sögur og
alltaf séu einhverjir tilbúnir að búa
til sögur. „Þær magnast upp af því
að það koma ekki rétt skilaboð frá
þeim sem stjórna,“ segir hann.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fundur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sátu fyrir svörum á fundi starfsmanna Landsbankans í gær.
Bankafólk í kreppu
Mikil óvissa um starf og vinnustað í nánustu framtíð í röðum bankamanna
„Á íslensku þýðir hagræðing að fækka fólki,“ segir Friðbert Traustason
HJÁ Atlantsolíu
lækkaði bensínið
um 11 kr. í gær í
165,10 kr. og dí-
selolíulítrinn um
13 kr. í 184,90 kr.
Hjá N1 lækkaði
bensínið um 11
kr. niður í 166,70
kr. og díselið um
13 kr. í 186,60 kr. Hjá Olís var verð-
ið á bensíni 166,70 kr. og á díselolíu
186,60 kr. og hafði bensínið þá
lækkað um 11 kr. og olían um 13 kr.
Skeljungur lækkaði bensínlítrann
og díselolíu um sömu krónutölu og
er verðið á bensíni nú 166,70 kr. og
á díselolíu 186,60 kr.
Miðað er við verð í sjálfs-
afgreiðslu. Að sögn Magnúsar Ás-
geirssonar, innkaupastjóra hjá N1,
má rekja lækkunina til þeirrar
styrkingar sem varð á gengi krón-
unnar í gær, eftir innkomu Seðla-
bankans á gjaldeyrismarkaði.
Eldsneytið
lækkar mikið
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
GENGI á erlendum gjaldmiðlum
þegar verslað var með greiðslukort í
útlöndum var mun hærra í gær en
skráð seðlagengi í bönkum hérlendis.
Skýringarinnar er að leita í skorti á
gjaldeyri og verðfalli krónunnar er-
lendis.
Borgun, sem er með MasterCard
og fleiri alþjóðleg greiðslukort,
breytti genginu síðdegis í gær eftir
viðræður við MasterCard Worldwide.
Þá var gengi fyrirtækisins á evrunni
225,8 krónur, en var fram eftir degi
237,5 krónur. Hjá VISA kostaði evran
226,4 krónur í gær. Á hádegi í gær var
skráð sölugengi evru í seðlum hjá
Glitni 150,5 krónur. Svipaða sögu er
að segja af öðrum myntum.
Borgun sendi síðdegis í gær frá sér
yfirlýsingu þar sem segir m.a.: „Eins
og öllum er kunnugt voru afar óvenju-
legar aðstæður á fjármálamörkuðum
á Íslandi í gær. Vegna þessara
óvenjulegu aðstæðna var gengi Mast-
erCard á íslensku krónunni skráð
óeðlilega lágt. Þar sem MasterCard
Worldwide annast umreikning er-
lendra viðskipta í íslenskar krónur
sáu margir korthafar afar óhagstæð
viðskipti birtast á yfirlitum sínum í
dag. Gengisumreikningur hefur verið
með sama hætti í langan tíma og hef-
ur gengið alla jafna verið þannig
skráð að hagstæðara er að versla með
korti en mynt.“
Deutsche Bank sér um uppgjör á
erlendum viðskiptum fyrir Borgun,
sem er með MasterCard og fleiri al-
þjóðleg greiðslukort og segir Haukur
Oddsson, forstjóri Borgunar, að Mast-
erCard-gengi gærdagsins endurspegli
stöðu krónunnar og verðfall hennar
gagnvart erlendri mynt.
Krónan gerð upp
eins og aðrar myntir
Erlendar úttektir VISA-korthafa
eru umreiknaðar beint úr kauplands-
myntinni yfir í íslenskar krónur, að
sögn Bergsteins Samsted, fram-
kvæmdastjóra kortalausna hjá Val-
itor, sem er með VISA-greiðslukort.
„Íslenska krónan er umreiknuð og
gerð upp eins og aðrar myntir. Þetta
uppgjör fer fram hjá VISA Internat-
ional í miðstöð fyrirtækisins á vestur-
strönd Bandaríkjanna eftir að íslensk-
ir bankar loka. VISA International
fær tilboð frá öðrum bankastofnunum,
þannig myndast verðið á gjaldeyri og
við þurfum að borga það sem þeir
rukka okkur um,“ segir Bergsteinn.
„Klukkan 10 á mánudagsmorgun
varð til gengi þess dags hjá VISA.
Það var hærra en markaðurinn hér
heima sýndi á þeim tíma, en markaðir
enduðu síðan á svipuðum stað og við
byrjuðum á um morguninn. Við höf-
um notað sömu uppgjörsreglur í
fimm ár og aldrei séð neitt í líkingu
við það sem hefur gerst síðustu
daga,“ sagði Bergsteinn. Hann bætti
því við að fyrirtækið hefði byrjað
gærdaginn á því verði sem fyrirtækið
fékk á mánudagskvöld og það hafi því
verið ákveðið áður en ákveðið var að
festa gengi krónunnar.
Hátt kortagengi
Evran á um 226 krónur en seðlagengi var 150,5 krónur
MasterCard lækkaði verð á evrunni síðdegis í gær
Í HNOTSKURN
»Í yfirlýsingu frá Valitorsegir m.a. að gengismunur
sem um hefur verið rætt eigi
skýringar í aðstæðum sem
mynduðust á markaði.
»Vonast er til að það öldu-rót sem ríkir lægi og að
fyrra jafnvægi náist á ný, seg-
ir í yfirlýsingunni sem birt er í
heild á mbl.is
Hvað eru margir starfsmenn hjá
íslenskum fjármálafyrirtækjum?
Um síðustu áramót voru um 5.500
starfsmenn innan Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja. Um nýlið-
in mánaðamót voru þeir um 5.000.
Hvernig skiptast þeir gróflega á
fyrirtæki?
Skiptingin um áramótin var þannig
að Landsbankinn var með um 1.500
starfsmenn, Kaupþing um 1.200,
Glitnir um 1.100, sparisjóðirnir um
1.000 og síðan nokkur hundruð hjá
fyrirtækjum í eigu bankanna eins og
t.d. hjá Reiknistofu bankanna, Visa
og Kreditkortum.
Hvað með starfsmenn íslenskra
fjármálafyrirtækja erlendis?
Þeir eru nokkur þúsund og lang-
flestir erlendir.
S&S
Bankakreppan
Á SÍÐUSTU fimm vikum hefur
fjölgað á atvinnuleysisskrá um 536
manns. Skráð atvinnuleysi mælist
núna um 1,6%, en í lok ágúst mæld-
ist það 1,2%. Atvinnuleysi eykst því
mjög hratt þessa dagana.
Í lok ágúst voru 2.269 manns á at-
vinnuleysisskrá á landinu, 1.053
karlar og 1.216 konur. Aðeins fjölg-
aði um 17 manns á atvinnuleys-
isskrá í ágústmánuði. Síðustu vikur
hefur orðið mikill viðsnúningur. Í
gær voru 2.803 á skrá. „Þetta er að
þyngjast,“ segir Sigurður Bessa-
son, formaður Eflingar, um töl-
urnar. Hann segir brýnt að stjórn-
völd dragi upp aðgerðarplan til að
vinna gegn atvinnuleysi. Það þýði
auknar framkvæmdir ríkis og sveit-
arfélaga. egol@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Stjórnvöld Draga má úr atvinnu-
leysi með auknum framkvæmdum.
Stigvaxandi
atvinnuleysi