Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Vesti í miklu
úrvali
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til
Búdapest 23. október. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á
Hotel Novotel Centrum sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra
stjörnu hótel. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haustið er
einstakur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða
gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi
menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og
skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga-
og skemmtistaða.
Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust!
Verð kr. 49.990 - helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Novotel Centrum ****
með morgunmat. Sértilboð 23. október.
Frábært sértilboð - einstök helgarferð!
Búdapest
23. október
frá kr. 49.990
Ótrúlegt sértilboð
Frábær gisting
Hotel Novotel Centrum
* * * *
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FASTGENGI er orð sem ekki hefur
verið notað lengi í umræðunni hér á
landi eða þar til í gærmorgun, að
Seðlabankinn tilkynnti að hann hefði
fest gengi íslensku krónunnar gagn-
vart erlendum myntum. Bankinn tók
þessa ákvörðun að fengnu samþykki
forsætisráðherra. Gengið tók mið af
gengisvísitölu 175, sem samsvarar
um 131 krónu gagnvart evru.
Sigurður Snævarr, hagfræðingur
og aðjunkt við Háskóla Íslands,
skrifaði bókina „Hagsaga Íslands.“
Sigurður segir að líta megi á geng-
ið sem verð á ákveðinni vöru. Þegar
gengi sé fest ákveði stjórnvöld að
þetta verð skuli ákveðið af þeim.
Sigurður segir að lengst af í okkar
hagsögu hafi ekki verið neitt vanda-
mál fyrir stjórnvöld að fastsetja
gengið. Fjármagnsviðskipti við út-
lönd hafi verið algerlega á vegum
ríkisins. Skammtímalán voru bönnuð
og langtímalán
þurftu að fara í
gegnum svokalla
langlánanefnd til
samþykktar.
Þetta ástand ríkti
frá því um 1960
fram undir 1990.
Seðlabankinn gat
fellt gengið að
höfðu samráði við
ríkisstjórnina og var oft gripið til
þeirrar aðgerðar til þess að rétta
stöðu útflutningsgreinanna og þá
fyrst og fremst fiskvinnslunnar.
Með samkomulaginu um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES), sem
gekk í gildi í áföngum á árunum 1991
til 1995, voru tekin upp frjáls við-
skipti með fjármagn. Við það var
tekin upp önnur tegund fastgengis-
stefnu. Seðlabankinn ákvað gengið
eins og áður en hann tók jafnframt
að sér það hlutverk að verja gengið.
Þessi skipan var til ársins 2001, þeg-
ar tekið var upp svokallað flotgengi,
en það fyrirkomulag hefur gilt þar til
í gær.
Sigurður segir að fastgengisstefn-
an hafi ýmsa kosti. Hún auki verð-
stöðugleika, dragi úr gengisáhættu
og greiði fyrir viðskiptum milli
landa. Gallinn við fastgengisstefn-
una sé hins vegar sá, að ef peninga-
stefna viðkomandi ríkis sé ótrúverð-
ug, sé hætta á spákaupmennsku og
árásum á myntina, í þessu tilfelli
krónuna.
Sigurður segir að sú aðgerð Seðla-
bankans að festa gengið sé væntan-
lega aðgerð að hans hálfu til þess að
vinna tíma til að grípa til aðgerða,
sem muni auka tiltrú á íslenska efna-
hagskerfinu. Gallinn sé bara sá, að
honum sýnist fátt að gerast á Íslandi
sem geti orðið til þess að auka trúna
á íslensku krónuna.
Sigurður segir að ef Seðlabankinn
fari í gamla farið og fastsetji gengið
til langs tíma væri það væntanlega
brot á EES-samkomulaginu og við
dyttum út úr því samstarfi.
Fastgengisstefna tekin
upp eftir sjö ára hlé
Ef peningastefnan er ekki trúverðug er hætta á að árás
verði gerð á krónuna Gengisvísitalan fest í 175 stigum
Sigurður Snævarr
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
STARFSFÓLKI Landsbanka Ís-
lands var rórra eftir fund sem við-
skiptaráðherra og fjármálaráðherra
áttu með því í höfuðstöðvum bank-
ans í hádeginu í gær, segir Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Margir voru uggandi um stöðu hans
og persónulega stöðu sína eftir að
fregnir bárust af því í gærmorgun
að stjórn bankans hefði verið leyst
frá störfum og að ríkið tæki við
Landsbankanum.
„Við fórum býsna ýtarlega yfir
stöðuna, rólega og yfirvegað. Það
virtist hafa jákvæð áhrif,“ sagði
Björgvin eftir fundinn. Ýmsum vafa-
atriðum hafi verið eytt á fundinum.
Ríkið heldur ekki
úti ofurlaunum
Björgvin segir að meðal þess sem
fólk hafi velt fyrir sér sé hvort upp-
sagnir liggi í loftinu. „En það er svo
fjarri því að það standi til eða liggi
fyrir,“ segir hann. Nú séu uppskipti
á rekstrinum að ganga yfir. „Innri
hagræðing er seinni tíma mál. Við
munum gæta hagsmuna hinna al-
mennu starfsmanna til hins ýtr-
asta,“ segir hann. Það hafi verið
gert með lagasetningu Alþingis í
fyrradag. „Kjarasamningar al-
mennra starfsmanna ganga óbreytt-
ir inn í hið nýja félag með varnagla
um ofurlaunamenn. Þeir að sjálf-
sögðu halda því ekki,“ segir Björg-
vin. „Það er okkar að skilgreina
það,“ segir hann, aðspurður um
hvernig skilgreina eigi slík laun.
„Kannski eru engir ofurlaunamenn
þarna núna. Það er ekki búið að fara
í gegnum það,“ segir Björgvin og
tekur fram að rétt hafi þótt að slá
varnagla um slíkt. „Að sjálfsögðu
ætlar ríkið ekki að halda úti ofur-
launum og þessari misskiptingu sem
hefur riðlað þessu kerfi öllu eins og
þjóðfélaginu öllu.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fundur Starfsfólk Landsbanka Íslands hlýddi á framsögur tveggja ráðherra í hádegishléi sínu í gærdag.
Banki Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjár-
málaráðherra ásamt Halldóri Kristjánssyni í Landsbankanum í gær.
Engar uppsagnir
Starfsfólki Lands-
banka rórra eftir
fund með ráðherrum
Hver var afkoma bankans?
Í fyrra var hagnaður eftir skatta
39,9 milljarðar króna. Samkvæmt
árshlutareikningi var hagnaður á
fyrstu sex mánuðum 2008 eftir
skatta 29,5 milljarðar króna.
Hversu mikið er af innlána-
reikningum í bankanum?
Innlán í Landsbankanum námu
1.617 milljörðum króna 30. júní
2008, samkvæmt kynningu á
hálfsársuppgjöri. Fjórðungur
þessara innlána er á Íslandi.
S&S
ALVARLEG vanskil einstaklinga
jukust mjög hratt á fyrstu níu mán-
uðum ársins, þegar fjöldi nýskráðra
á vanskilaskrá var nokkurn veginn
sá sami og allt árið í fyrra.
Þetta kemur fram í yfirliti Credit-
info Ísland um stöðuna það sem af er
ári, en þar segir að fyrstu níu mánuði
þessa árs hafi 3.316 einstaklingar 18
ára og eldri bæst á vanskilaskrá eða
að meðaltali 368 á mánuði.
Til samanburðar bættust að með-
altali 279 einstaklingar við skrána á
mánuði í fyrra og er því um ríflega
30% aukningu frá fyrra ári. Miðað
við aukninguna það sem af er ári var
heildarfjöldinn þann 4. október sl.
orðinn jafn mikill og allt árið í fyrra.
Samtals eru 16.086 einstaklingar á
vanskilaskrá á Íslandi, en alls eru
um 285.966 einstaklingar 18 ára og
eldri á Íslandi, samkvæmt upplýs-
ingum Creditinfo Ísland.
Hyggst fyrirtækið leggja sérstaka
áherslu á miðlun upplýsinga til fé-
lagsmálaráðuneytisins, jafnframt
því að skila greiningarskýrslu um
ástandið til stjórnvalda í vikunni.
Vanskil hafa aukist
mjög hratt á árinu
Þúsundir eiga í alvarlegum vanskilum