Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Í HNOTSKURN
» Eignir Exista erlendis erualþjóðleg fjarskiptafyr-
irtæki innan Skipta auk tæp-
lega 9% hlutar í norska trygg-
ingafélaginu Storebrand.
» Bakkavör rekur matvæla-fyrirtæki í 10 löndum.
» Exista á 39,6% hlut íBakkavör og 24,5% hlut í
Kaupþingi.
Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur
camilla@mbl.is
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Exista
seldi í gær tæplega 20% hlut sinn í
finnska tryggingafélaginu og bank-
anum Sampo. Bókfært tap vegna
sölunnar verður 1,4 milljarðar evra á
fjórða ársfjórðungi.
Um miðjan dag í gær var tilkynnt
að hlutirnir væru seldir og var sölu-
verðmætið um 1,3 milljarður evra.
Skuldir Exista lækka því sem því
nemur. Samkvæmt sex mánaða upp-
gjöri félagsins lækkuðu skuldir þess
um einn milljarð frá síðustu áramót-
um.
Lýður Guðmundsson, stjórnarfor-
maður Exista, segir söluna greiða
fyrir stýringu félagsins í þeim erfiðu
aðstæðum sem ríki á fjármálamörk-
uðum. Ekki séu áætlanir um frekari
sölu eigna.
Bakkavör, sem er að hluta til í eigu
Exista, seldi einnig í gær tæplega
11% hlut sinn í írska samlokufram-
leiðandanum Greencore. Söluverð-
mætið nemur rúmum 28,6 milljónum
evra. Hlutur Bakkavarar í félaginu
var á fyrri hluta árs metinn á um 10
milljarða króna.
Baugur selur ekki
Fjallað er um þessi viðskipti félag-
anna á vef Financial Times í gær og
er þar talað um að íslensk fyrirtæki
séu byrjuð að hörfa frá Bretlandi.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs Group, segir sölu
erlendra eigna Baugs ekki fyrirhug-
aða.
„Nei, það væri alveg fráleitt miðað
við hvernig markaðurinn er í dag. Ef
þú ætlar að eyðileggja eigur, þá sel-
urðu þær í dag,“ segir Jón Ásgeir.
„Það er enginn markaður fyrir svona
eigur í dag.“ Markaðurinn í dag sé
ekki seljendamarkaður.
„Við eigum góð fyrirtæki sem eru
að afla gjaldeyris fyrir Íslendinga
erlendis þannig að við verðum að
halda í þau. Þau hafa aldrei verið
verðmætari en núna.“
Exista og Bakkavör
selja eignir erlendis
Frekari sala ekki áætluð Eignir Baugs ekki til sölu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bakkabræður Félag Ágústs og Lýðs Guðmundssona, Bakkabræður Hold-
ing, á 45% hlut í Exista.
>?@
>?@
0
0
>?@/
6A@
0
0
;BC
8 D
0
0
2:#=
;6@
0
0
>?@ >?@-
0
0
!"
# $%# #!"&'() *+ ,--.
8% 9:. .9
6 % 7$%
6
*$%
A/.
*$%
=E $%
$%
4% = *%- 'F
7
*$%
*G'A$%
! F $%
? $%
#1>8
# 5A " 23"% $%
H $%
* !%$4
6 76B<
6 71 1I2
=A
2J<A
8K$3$%
:<$%
L . $%
8
-
'4;
+ <6 +
4A
$%
4* 3$%
7
.
L *
'
: ( ' M
*#
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
N 5
N
5
5
5
N
5
5
5
5
N
N
5
5
5
5
5
N N
5
5
5
5
5
5
5
5
23.
/ *
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
;' '
/ /
6:
6:
6:
6:
6:
6:
6:
6:
VBS fjárfesting-
arbanki og Saga
Capital hafa
frestað ótíma-
bundið við-
ræðum um sam-
runa.
„Gríðarlegt
óvissuástand og
hratt versnandi
aðstæður eru
ástæðan,“ segir
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
forstjóri Saga Capital. Þorvaldur
segir mikilvægt að fara sér hægt
um þessar mundir og slá öllum
stefnumótandi ákvörðunum á frest.
Viðræður hafa staðið á milli VBS
og Saga Capital undanfarnar þrjár
vikur. „Þegar útsýnið er mjög tæpt
þá tekur maður engar stórar
ákvarðanir,“ segir Þorvaldur.
Hann segir framtíðarhorfur Saga
Capital ágætar. „Við höfum farið af
stað með ákaflega litla skuldsetn-
ingu og eiginfjárgrunnur okkar er
mjög sterkur.“ Saga Capital er með
55% eiginfjárhlutfall, en lögbundið
eiginfjárhlutfall er 8%.
„Rekstraráhætta á félaginu er
tvímælalaust lágmörkuð. Við
ákváðum að draga úr skuldsetn-
ingu og klæða af okkur þau illviðri
sem við kynnum að verða fyrir,“
segir Þorvaldur. Jón Þórisson, for-
stjóri VBS, segir að ákvörðun um
frestun hafi verið sameiginleg.
„Þetta er vegna óvissu á mörk-
uðum. Menn sáu ekki ástæðu til að
slíta viðræðum alveg heldur fresta
þeim,“ segir Jón. thorbjorn@mbl.is
Saga og VBS hafa
frestað viðræðum.
Viðræður
VBS og
Saga í salt
Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur
camilla@mbl.is
EIMSKIP segir mikla óvissu ríkja
um langtímafjármögnun félagsins. Í
tilkynningu frá félaginu í gær segir
að þar sem Samson hafi farið fram á
greiðslustöðvun ríki mikil óvissa um
fyrirhuguð kaup fjárfesta á kröfu á
hendur Eimskipafélaginu upp á 207
milljónir evra. Krafan sé tilkomin
vegna gjaldþrots XL.
Heiðrún Jónsdóttur, fram-
kvæmdastjóri hjá félaginu, segir þó
enn óbreytt ástand hjá því þrátt fyrir
ósk Samson um greiðslustöðvun.
Með tilkynningunni hafi Eimskip
viljað vekja athygli á því að enn hafi
ekki verið formlega gengið frá því að
Björgólfsfeðgar tækju við henni.
„Þessi krafa er því yfir okkur
áfram og við vitum ekki hvað verður
um hana,“ segir Heiðrún. Þegar hún
er spurð hvort Eimskip stefni í
gjaldþrot segist hún ekki geta sagt
til um hvað gerist með kröfuna í
framtíðinni.
„Við höldum okkar óbreyttu
stefnu þangað til annað gerist. Enn
hefur enginn krafið okkur um hana
og við erum að vinna í langtímafjár-
mögnun. Eins og staðan er í dag,
hefur í sjálfu sér enginn hag af að
gjaldfella kröfuna.“
Áform Eimskips um sölu eigna
eins og Atlas Versacold sé í ferli sem
ætti að klárast fyrir áramót. Þá sé
flutningastarfsemi Eimskips í góð-
um rekstri, dagleg starfsemi sé
tryggð og þjónusta félagsins sé því
með óbreyttum hætti.
Í fréttum í tengslum við gjaldþrot
XL í september kom fram að Eim-
skip hefði gengið í ábyrgðir fyrir lán-
ið, sem Landsbankinn er kröfuhafi
að, við söluna á XL árið 2006. Þá kom
fram að sala á Atlas Versacold væri
afar mikilvæg til að greiða niður
miklar skuldir og lækka vaxtakostn-
að Eimskips. Eigendur eru taldir
heppnir ef Versacold verður selt án
mikils taps. Markaðsvirði Eimskips í
íslensku kauphöllinni hefur fallið úr
12,4 í 3,9 á einum mánuði eða um
68,5%.
Óvissa um fjármögnun Eimskips
Áform Björgólfsfeðga um yfirtöku á 207
milljóna evrukröfu voru ekki frágengin
Morgunblaðið/hag
Óvissa Eimskip er með skrifstofur í
14 löndum auk Íslands.
OF snemmt er að segja til um hvaða
áhrif neyðarlögin, sem samþykkt
voru á Alþingi í fyrrakvöld, muni
hafa á sparisjóðina í landinu. Þetta
er mat þeirra sparisjóðsstjóra sem
haft var samband við í gær. Þeir eru
hins vegar almennt frekar jákvæðir
gagnvart lögunum.
Samkvæmt neyðarlögunum fær
fjármálaráðherra heimild til að
leggja sparisjóði til fjárhæð til að
geta tryggt sparisjóðastarfsemina í
landinu.
„Miðað við þá stöðu sem komin er
upp í íslensku samfélagi og íslensku
fjármálakerfi sýnist mér lögin vera
nokkuð hliðholl sparisjóðunum,“
segir Ragnar Zophanías Guðjóns-
son, sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs.
„Það af leiðandi finnst mér þetta að
mörgu leyti jákvætt.“ Ragnar tekur
hins vegar fram að hann sé ekki bú-
inn að kynna sér lögin til hlítar.
Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur,
segir að honum lítist ágætlega á
neyðarlögin. Margt sé hins vegar
óljóst enda ekkert samband verið
haft við sparisjóðina við vinnslu
þessa máls. „En þetta er í sjálfu sér
viðurkenning á því að sparisjóðir eigi
að fá að starfa áfram.“
Ólafur Jónsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að
sjóðurinn hafi ekki verið þátttakandi
á hlutabréfamarkaði og það sé því
ekki að plaga hann. „Obbinn af okkar
viðskiptavinum eru einstaklingar.
Þar eru erfiðleikarnir í dag og ekki
liggur fyrir hve langvinnir þeir
verða. Þær aðgerðir sem gripið hef-
ur verið til eru þó allar í rétta átt.“
Jónas Pétursson, starfandi spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla,
segir fljótt á litið verið að færa mikil
völd til Fjármálaeftirlitsins. Eftir
eigi að koma í ljós hvernig þau völd
verði nýtt. gretar@mbl.is
Óljós áhrif á sparisjóði
Stjórnendur sparisjóða eru almennt frekar jákvæðir
● JÓNAS Sigurgeirsson for-
stöðumaður samskiptasviðs Kaup-
þings segir ekki rétt að Seðlabanki
Evrópu hafi hætt við að gjaldfella
stórt lán Kaupþings eins og fram
kom í frétt Morgunblaðsins í gær.
Þar sagði að lán Kaupþings hefði
verið upp á 800 milljónir evra. Að
sögn Jónasar hefur aldrei staðið til
að gjaldfella lán hjá Kaupþingi.
Ekki stóð til að
gjaldfella lán
● FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópu-
sambandsins náðu á fundi sínum í
Lúxemborg í gær samkomulagi um
50 þúsund evra (tæplega 8 milljóna
kr.) innlánstryggingarfjárhæð sem á
að gilda í öllum aðildarríkjunum.
Þetta er sú fjárhæð sem innlánseig-
endur munu geta fengið greidda fari
viðskiptabankar þeirra í þrot, en er
einungis helmingur þeirrar fjár-
hæðar sem ýmsir ráðherrar vildu í
von um slíkt gæti slegið á óróa á
mörkuðum. Ráðherrarnir hétu því að
vinna að því að efla samvinnuna yfir
landamærin til að mæta banka-
kreppunni og sögðu í yfirlýsingu:
„Lausafjárstreymi fjármálakerfisins
verður tryggt af hálfu allra yfirvalda til
að viðhalda trausti og stöðugleika,“
að því er fram kom á vef The Indep-
endent í gær. gummi@mbl.is
ESB-þjóðir náðu
sátt um tryggingar
● MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch Ratings
lækkaði í gær lánshæfiseinkunnir
Landsbankans fyrir langtímaskuld-
bindingar niður um flokk, úr BBB í B.
Einkunnir vegna innlendra og er-
lendra skammtímaskuldbindinga
bankans voru lækkaðar í B úr F3 og
einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem
F úr C. Lánshæfismatseinkunnir
bankans eru á athugunarlista.
Fitch lækkaði einnig lánshæf-
ismat Glitnis í gær. Langtíma láns-
hæfismatseinkunn bankans fer úr
BBB- í B. Vegna þessa lækkaði
skammtímaeinkunn Glitnis úr F3 í
B. Stuðningseinkunn fór úr 2 í 4. Ein-
kunnir fyrir víkjandi lán voru færðar
úr BB í CCC annars vegar og B í C
hins vegar. Sjálfstæð einkunn var
staðfest sem F. gummi@mbl.is
Fitch lækkar lánshæfi
Glitnis og Landsbanka
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
lækkaði um 0,52% í viðskiptum gær-
dagsins og var lokagildi vísitölunnar
3.043,77 stig. Áfram var lokað fyrir
viðskipti með fjármálafyrirtæki í
Kauphöllinni og því varð engin breyt-
ing á gengi þeirra.
Eik banki lækkaði um 24,05% í
gær og Atlantic Petroleum um
11,26%. Þá lækkaði Bakkavör um
10,99% og Marel um 6,49%.
bjarni@mbl.is
Áfram lækkun
Bankakreppan
ÞETTA HELST...