Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 16
Kreppa er ekki endilega slæmt fyrirbæri, hún getur líka verið hvetj-
andi til ýmissa jákvæðra aðgerða. Til dæmis getur það verið mjög
skapandi og ögrandi að finna ýmsar lausnir á ódýrari leiðum, hvort
sem það er í matargerð, gjöfum eða afþreyingu.
MATUR Flest grunnskólabörn eru í heimilisfræði og læra þar að búa
til einfaldan og ódýran mat, súpur, brauð og fleira. Það er um að gera
að nýta þessa kunnáttu í matargerðinni heima fyrir. Þetta býður upp
á skemmtilega stund í eldhúsinu þar sem ungviðið fær að njóta sín.
Svo er ekki úr vegi að verða sér úti um uppskriftir að ódýrum en góð-
um mat sem búa má til í miklu magni og frysta í skömmtum, hvort
sem það er súpa, buff eða slátur. Gamla góða kæfan er sérlega ódýrt
álegg og við gerð hennar er full ástæða til tilraunastarfsemi. Allir í
fjölskyldunni geta verið með
og vert að minna á að langflest
börn hafa mjög gaman af að
taka þátt í hverskonar mat-
argerð.
GJAFIR Fjölda króna má spara
með því að kaupa ekki gjafir,
heldur búa þær sjálfur til. Allir
vita að heimatilbúnu gjafirnar
ylja mest um hjartarætur af
öllum gjöfum. Þar fyrir utan
er gaman að fara á flug í hug-
myndum að gjöfum og það
býður upp á mjög skemmti-
legar samverustundir að búa
þær til. Sígilt um vetrartíma er
að prjóna til gjafa skrautlega
sokka, vettlinga, trefla eða hvað
annað sem fólk treystir sér til.
Svo er hægt að sauma út fal-
legan texta og setja í ramma
eða föndra skúlptúr. Búa til
konfekt og setja í fallegar um-
búðir, nú eða gefa krukku af
sultunni úr berjunum í garð-
inum heima.
AFÞREYING Þegar kemur að af-
þreyingu er ekki lífsnauð-
synlegt að vera með margar sjónvarpsstöðvar og má spara dágóðan
pening með því að segja upp einhverri áskriftinni. Það er líka miklu
skemmtilegra og margfalt ódýrara að vera heima (eða fara heim til
vina) og spila við börnin heldur en að fara með þau í bíó. Það þarf alls
ekki að fara í sumarbústað til að taka upp spilin.
Skapandi sparnaður
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur,
Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
og Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
Það er ekki laust við að hálf-gerð heimsendatilfinninghafi ríkt meðal manna íóvissunni undanfarna daga
um afdrif fjármálakerfisins, íslenska
þjóðarbúsins og þar með heimilanna.
Því er ekki óeðlilegt að einhverjir hafi
farið að huga að grunnþörfum fjöl-
skyldunnar – aðföngunum sem halda
okkur gangandi, fæði og klæðum.
Í öllu falli var töluverð umferð við
opnun verslunarkjarnans Korputorgs
í Grafarvogi síðastliðinn laugardag þar
sem fólk stóð í röðum í nýrri verslun
Toys’R’Us í þeim tilgangi að kaupa
jólagjafirnar. Úr Elkó bárust þær
fréttir á dögunum að allt að 30% sam-
dráttur hefði orðið á dýrum raftækj-
um þótt aukning hefði orðið í sölu á af-
þreyingarefni og frystikistum. Og um
helgina virtust einhverjir vera önnum
kafnir við að fylla þessar sömu kistur.
Hveiti seldist upp
„Síðustu dagana höfum við verið að
skynja breytingar,“ segir Þórður
Bachmann framkvæmdastjóri inn-
kaupasviðs hjá Krónunni. „Fólk virðist
leita meira í hefðbundnari matvöru. Þó
er fólk ekki að kaupa ódýrasta valkost-
inn í ákveðnum vöruflokkum eins og
við hefðum kannski búist við.“
Þórður segir að ekki hafi orðið vart
við að kaupendur séu að hamstra
ákveðnar vörur enda undirstrikar
hann að ekkert útlit sé fyrir vöruskort
hjá Krónunni. „Þó höfum við verið að
sjá í einhverjum tilfellum stærri inn-
kaup en hefur verið, en ekkert að ráði.
Við höfum verið með tilboð á lamba-
skrokkum og fengið góð viðbrögð.
Sláturvertíðin hefur líka gengið vel.
Fólk leggur greinilega meira upp úr
því að gera hagstæðari innkaup en áð-
ur.“
Undir þetta tekur Gunnar Ingi Sig-
urðsson framkvæmdastjóri hjá Hag-
kaupum, sem segir slátur seljast vel í
kreppunni. „Sláturmarkaðurinn hefur
verið mjög vinsæll, enda er það ódýr
máltíð þegar sláturkeppurinn í pott-
inum kostar um 60 – 70 krónur. Fólk
leitar í ódýrari vörur en áður. Við höf-
um brugðist við því með því að gera
þær sýnilegri í búðunum,“ segir hann
en þó sé ekki mikill samdráttur í svo-
kallaðri lúxus-matvöru. „Enda lætur
fólk það kannski frekar eftir sér að
gera sér glaðan dag heima í mat á
krepputíma, frekar en að fara út að
borða.“
Þá nefnir hann að fólk úti á landi
virðist bregðast fyrr við en borgar-
búar. „Hveiti seldist upp á Akureyri í
okkar búðum um helgina, og sykur
reyndar að mestu líka. Það hafa marg-
ir tekið til við bakstur. En heilt á litið
þá er mesta furða hvað breytingin er
lítil.“
Hann segir þó sérvöruna hafa selst
minna en ella og aukning í sölu á
snyrtivörum og fatnaði komi á óvart.
„Kannski er það vegna þess að fólk
kaupi núna síður dýra merkjavöru og
snýr sér þá að stórmörkuðunum. Við
seldum mikið af húfum, vettlingum og
kuldagöllum þegar snjórinn kom um
daginn enda vorum við með
virðisaukaskattslausa daga.“
Gunnar segir að einna helst megi
merkja samdrátt í sölu á dýrari hlut-
um eins og sjónvörpum og sófasettum.
„Aftur á móti fundum við fyrir því um
helgina að fólk keypti eina og eina jóla-
gjöf.“
Enginn vöru-
skortur yfirvofandi
Ringulreiðin undanfarna daga virðist skila sér út í ólíka þætti þjóðfélags-
ins, meðal annars í verslanirnar þar sem fréttir berast af snemmbúnum
jólagjafainnkaupum og magninnkaupum á geymsluþolinni matvöru. En
er einhver ástæða til að hamstra, hvort heldur er í mat eða hlutum?
|miðvikudagur|8. 10. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Hinn tíunda októbernæstkomandi er al-þjóðlegi geðheilbrigð-isdagurinn. Á hverju
ári er leitast við að beina athygl-
inni að ákveðnum þáttum geðheil-
brigðis og í ár er athyglinni beint
að málefnum ungs fólks með sér-
staka áherslu á mikilvægi upp-
byggjandi samveru.
Ekkert er heilbrigði án geðheil-
brigðis. Eitt af því sem hjálpar
okkur að þola mótlæti og eykur
vellíðan okkar almennt eru jákvæð
samskipti okkar við aðra.
Eitt geðorðanna er á þessa leið:
„Hlúðu að því sem þér þykir vænt
um.“ Þar er átt við allt sem lifir
og þarfnast umhyggju og ástar.
Að geta veitt einhverjum þessa
mikilvægu næringu fyrir sálina
gefur okkur tilgang í lífinu auk
þess sem það bætir líf annarra.
Oft heyrum við talað um aukinn
hraða og auknar kröfur í nútíma-
samfélagi. Eitt er víst að margir
sinna fjölbreyttari hlutverkum en
áður. Foreldrar vinna flestir úti,
og deila því í auknum mæli ábyrgð
á börnum og búi. Fólk eignast
börn seinna á ævinni eða eignast
ekki börn.
Samveran mikilvæg
Annað geðorð er: „Flæktu ekki
líf þitt að óþörfu“ og á tíma fjöl-
breyttra hlutverka og hraða er
ekki síst mikilvægt að skoða líf
sitt með þetta í huga og sjá til
þess að það sem mestu máli skipt-
ir komist fyrir.
Fyrir nokkrum árum var mikið
fjallað um að í uppeldinu væru það
gæðastundir sem skiptu máli en
ekki lengd samverunnar. Nýrri
rannsóknir hafa þó sýnt að svo er
ekki. Það er einmitt tíminn sjálfur
sem skiptir meira máli. Góðu
fréttirnar eru þær að ekki þarf að
vera skipulögð skemmtidagskrá til
alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn | lýðheilsustöð
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
Reuters
Í faðmi fjölskyldunnar Samverustundir fjölskyldunnar eru börnum mikil-
vægar og ekki er nauðsynlegt að um skipulega skemmtidagskrá sé að ræða.
Í HNOTSKURN
» Á tíma fjölbreyttrahlutverka og hraða er
mikilvægt að skoða líf
sitt með það í huga og
flækja hlutina ekki að
óþörfu og sjá til þess að
það sem mestu máli
skiptir komist fyrir.
» Lengd samveru-stunda fjölskyldunnar
skiptir miklu máli og
eldri börn njóta þess ekki
síður að gera hvers-
daglega hluti með for-
eldrum sínum en þau
yngri..
» Góðir vini geta líkaoft veitt þann stuðn-
ing sem á þarf að halda.
Ýmsir hafa haft orð á því að sam-
dráttur í neyslu geti orðið þjóðinni
til góðs því hún hafi verið komin
langt fram úr sér í lífsgæðakapp-
hlaupinu. Breyttar aðstæður muni
verða til þess að fjölskylda, vinir og
samvera fari að skipa hærri sess
hjá fólki en áður og efnisleg gæði
og peningar lægri.
Séra Bjarni Karlsson, sóknar-
prestur í Laugarneskirkju, er ekki
frá því að þetta geti orðið ungum
Íslendingum til góðs, ekki síst þeg-
ar til lengri tíma er litið. „Dóttir
mín sem er tvítug var að tala við
sínar vinkonur á dögunum og þær
voru sammála um að þeirra kyn-
slóð, þ.e. kynslóðin sem stendur
núna á tvítugu, hefði aldrei þurft
að neita sér um nokkurn skapaðan
hlut. Og þær voru sjálfar að tala
um að kannski væri þetta eitthvað
sem þær ættu eftir að þakka fyrir
síðar meir – að hafa fengið að
reyna þetta núna þegar hún hefði
enn aðlögunarhæfni. Kannski höf-
um við lifað við óraunsæjar að-
stæður á undanförnum árum.“
Víst er um að dragi úr neyslunni
mun það koma umhverfinu til
góða, því óumflýjanlegur fylgifisk-
ur hennar er sorp og úrgangur sem
víða er orðinn verulegt vandamál í
hinum vestræna heim. Og kaupum
við minna verður einfaldlega
minna að henda.
Minni neysla til góðs
Búðaráp Það getur verið holl
reynsla að neita sér um hluti.