Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR íslensku strákarnir í landsliðinu í handbolta unnu Spán- verja og þar með rétt- inn til að leika um gullið á Ólympíuleikunum í Peking, þá sögðu þeir flestir, brosandi og kampakátir: „geðveikt, þetta var alveg geð- veikt“. Ólafur Stef- ánsson fyrirliði toppaði þetta svo, að mér finnst, þegar hann sagði Adolfi Inga, íþróttafrétta- manni að giska á það hvernig honum liði. Fyrir mig, sem greindist með geð- sjúkdóm fyrir tæplega 20 árum og hef gengið í gegnum bæði eigin fordóma og annarra, var frábær upplifun að sjá strákana skælbros- andi, að rifna úr stolti og ánægju, tal- andi um geðveika tilfinningu. Það var líka ósjaldan sem ég sagði „bara eitt- hvað“ þegar fólk spurði mig hvernig mér liði. Því annaðhvort var ég svo tilfinn- ingalega dofinn eða að ég þorði ekki að segja hið sanna af ótta við að fólk færi að spyrja meira og kæmist þar af leiðandi kannski að því að ég væri geð- sjúkur. En svo miklir voru mínir eigin sem og annarra fordómar á þessum tíma að ég átti bágt með að við- urkenna mín andlegu veikindi, fyrir sjálfum mér og öðrum. Þó ég sé ekki að segja að strákarnir í handboltalandsliðinu eigi við geð- röskun að stríða né að það sé alltaf gaman að glíma við geð- raskanir, þá vil ég meina að jákvæð umræða, skælbrosandi andlit, ánægja og stolt sé eitt- hvað sem dregur úr nei- kvæðri umfjöllun og for- dómum í garð þeirra sem glíma við geðrask- anir. Á móti jákvæðu um- ræðunni hér fyrir ofan þá fannst mér mjög leið- inlegt að sjá skólastjóra eða kennara Austurbæj- arskóla tala um geð- veika hegðun þegar ung- ur maður á sportbíl reykspólaði í nokkra hringi á skólalóðinni svo nemendum stóð hætta af. Vissulega var þessi hegðun algert brjálæði en að tengja hana við geðveiki finnst mér ekki rétt. Ég ætla að leyfa mér að efast um að umrædd- ur skólastjóri eða kennari hafi vísvit- andi verið að tengja brjálaða hegðun við geðveiki, heldur hafi viðkomandi einfaldlega tekið svona til orða. Eins og fyrr segir þá hef ég nokk- urra ára reynslu af „geðveikri“ hegð- un í heilbrigðu umhverfi sem og reynslu af að umgangast, vinna eða vera með fólki sem á við geðröskun að stríða. Því finnst mér vert að benda þeim á sem ekki vita að geð-veiki eða geð-sjúkdómur er í raun og veru eins og hver annar sjúkdómur, nema hvað sjúkdómurinn er huglægur og þar af leiðandi ekki sýnilegur og stundum ill- skiljanlegur og þá hvort sem er fyrir þann veika, aðstandendur hans, vini eða fagaðilann sem meðhöndlar við- komandi. Geðsjúkdómar eru algengir og hrjá um það bil fimmtung allra fjölskyldna og að glíma við slíkan sjúkdóm er engum að kenna og hann er hvorki hægt að skera né taka í burtu með skurðarhníf né lyfjum. En það er hægt að nota lyf, hreyfingu, samtals- og hugræna atferlismeðferð og önnur úrræði til að öðlast bata eða lifa með sjúkdómnum, enda misjafnt hvernig fólk skilgreinir bata. Eftir að ég náði bata af mínum veikindum og fór að lifa og horfa á líf- ið með „heilbrigðum“ augum þá hef ég oftar en ekki horft upp á neikvæða umfjöllun og kolranga „fordæmingu“ um málefni geð-fatlaðra. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég dæma allt brjálæði sem eitthvað geðveikt, en sem betur fer þá veit ég betur. Mín skoðun er sú að þeir sem eru innskrifaðir á geðdeild eru veikir ein- staklingar, fólk sem líður illa og á við mikla andlega vanlíðan að stríða. En úti á götum borgarinnar er oft og tíð- um algert brjálæði sem gerir það að verkum að æ fleiri og fleiri veikjast og vilja fá hjálp við sinni andlegu vanlíð- an. Fólk leitar, úr brjálæðinu úti á götu, með eigin vanlíðan inn á geð- deild. Við þessu má bæta að svona þyrfti ekki að vera ef fleiri „betri“ úr- ræði væru til staðar í samfélaginu svo að „geðveikir“ einstaklingar gætu lif- að með sína hegðun í samfélaginu. En þar sem ég veit að góðar hug- myndir eru í vinnslu og að þjónustan hjá sveitarfélögunum er að aukast og batna, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn á framhaldið. Bjartsýnn á að samfélagið fari í auknum mæli að aðlagast og ná meiri bata til að geta umgengist „geðveika“ einstaklinga í sínu umhverfi. Það segir jú í 1. geð- orðinu: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara,“ og því ætla ég að leyfa mér að vera vongóður og hugsa jákvætt, um betra viðmót í geðveiku samfélagi. Gleði eða „alvarleg“ vanlíðan Það getur verið gaman að vera geð- veikur og þá sér í lagi þegar vel geng- ur, manni líður vel eða hefur náð ein- hverjum bata. En það getur líka verið mjög erfitt og stórhættuleg líðan fyrir þann sem er mikið veikur. Það hefur jú því miður endað svo alvarlega, að sá sem ekki til þekkir getur ómögu- lega hugsað sér, hvernig sú tilfinning getur verið, svo sterk og sársaukafull, að finna hvorki viljann, getuna né vonina til að lifa lengur. Það er grafalvarlegt að nokkurri manneskju geti liðið svo illa, jafnvel í sínu nánasta umhverfi, að hún sjái ekki aðra leið en að vilja deyja og láti verða af því. Heiðarleg, réttmæt og jákvæð um- fjöllun er forsenda þess að órétt- mætum fordómum í garð þeirra er glíma við geðsjúkdóma linni. Hugsum og tölum jákvætt og hlú- um að þeim sem okkur þykir vænt um, það er léttara. Geðveikt Bergþór G. Böðv- arsson skrifar um geðveiki » Geðsjúk- dómar eru algengir og hrjá um það bil fimmtung allra fjölskyldna … Bergþór G. Böðvarsson Höfundur greindist með geðhvarfa- sýki árið 1989, en starfar nú sem fulltrúi notenda á geðsviði LSH. ERU mannréttindi brotin í íslensku skóla- kerfi? Er lífsskoðun mín, sem húmanista, minna virði en kristin lífsskoðun? Ofur- áhersla á kristnar lífs- skoðanir í kennslu í op- inberum skólum er brot á réttindum for- eldra með aðra lífs- skoðun en kristna. Al- þingi samþykkti á síðasta þingi breyting- ar á lögum um leik- og grunnskóla þar sem markmiðssetningu lag- anna var breytt úr kristilegu siðferði í kristilega arfleið (hvað svo sem það þýðir). Þingmönnum mistókst að hafa mannréttindi allra að leiðarljósi og þrátt fyrir fögur orð um að skólinn sé fyrir alla og að stjórnarskrá tryggi trúfrelsi þá er ljóst að svo er ekki. Þrátt fyrir að eðli- legt sé að börn fái fræðslu um kristni þá ber námsefnið þess greinileg merki að ofuráhersla er á kristni á kostnað annarra lífsskoðana og hlutlaust, gagnrýnið og fræðilegt sjónarhorn skortir í námsefnið. Að auki hefur það viðgengist sums staðar í skólakerfinu að kenna börnum sálma og að fara með bænir sem er hrein trúariðkun. Farnar eru kirkjuferðir og eitthvað er um að skólasetning og/eða slit séu í kirkju og jafnvel að prestur sé hluti af athöfnum. Sett eru upp trúarleg leik- rit og börnum gefin trúarrit. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg (MDES) felldi dóm þann 29. júní 2007 í máli norskra foreldra gegn norska ríkinu (Fölgerö o.fl. gegn Noregi). Málatilbúningur hófst árið 1995 og var málið dómtekið 1997 og tapaðist það fyrir öllum dómsstigum Noregs, þ.m.t. í hæstarétti. Nokkrir foreldrar skutu því fyrir Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna sem í áliti sínu þann 8. nóvember 2004 studdi málflutning foreldranna. Sam- tímis var málið rekið fyrir MDES sem felldi sinn dóm á síðasta ári foreldrum í vil. Krafa foreldranna var að börn þeirra fengju fulla undanþágu frá kristinfræðikennslu þar sem hún bryti á rétti þeirra að ala börn sín eftir eigin lífsskoðun. Stefnt var vegna brota á 9. grein Mannréttindasáttmál- ans um hugsana-, samvisku- og trú- frelsi. Einnig var stefnt vegna brota á 14. grein sáttmálans um bann við mismunun auk þess að stefnt var vegna brota á 8. grein um frið- helgi einkalífs og fjöl- skyldu og að lokum var stefnt vegna brota á grein 2 í samningsvið- auka nr. 1 við Mannrétt- indasáttmálann en það er rétturinn til menntunar. Dómstóllinn taldi ljóst að norska ríkið hafi ekki tryggt að miðlun þekk- ingar í námsskrá hafi farið fram á hlutlægan, gagnrýninn hátt og í anda margbreytileika eins og lýst er í samningsviðauk- anum. Því telur rétturinn að sú ákvörðun að neita foreldrum um fulla undanþágu frá kennslu brjóti gegn mannrétt- indum samkvæmt samn- ingsviðaukanum en hann hljómar svo: „Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið op- inbera skal í öllum ráðstöfunum sín- um, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“ Rétturinn taldi það vera grundvall- aratriði menntunar að virða rétt for- eldra að hafa eigin trúarlega og heim- spekilega sannfæringu. Gildir fyrri málsgreinin hvort sem er fyrir ríkis- eða einkarekna skóla. Síðari máls- greinin tryggir möguleika á marg- breytileika (pluralism) í kennslu sem er grundvöllur lýðræðislegs samfé- lags. Grein 2 heimilar ekki að gerður sé mismunur á trúar- og lífsskoðun- um. Greinin áleggur ríkinu þá kvöð að virða lífsskoðun foreldra í öllum sín- um háttum varðandi menntun. Ekki aðeins gildir það vegna innihalds kennsluefnis og kennslu heldur í öll- um skyldum ríkisins gagnvart þegn- um sínum. Að auki er í sömu lögum gerð krafa um að ríkisvaldið standi vörð um að kennsla sé hlutlæg, gagn- rýnin og margbreytileg. Ríkisvaldinu er bannað (is forbidden) að innræta lífsskoðun þannig að ekki séu virtar trúarlegar eða heimspekilegar skoð- anir foreldra. Þar eru mörkin dregin. Fimmtudaginn 9. október kl. 16 verður opinn fundur Siðmenntar um dóm Mannréttindadómstólsins frá 29. júní 2007. Hann verður haldinn í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafnsins og mun Lorentz Stavrum, lögmaður foreldr- anna, rekja sögu og eðli dómsins. Mannréttindabrot í íslenskum skólum? Bjarni Jónsson skrifar um trúar- bragðafræðslu í skólum Bjarni Jónsson » Að auki hef- ur það við- gengist sums staðar í skóla- kerfinu að kenna börnum sálma og að fara með bænir .... Höfundur er varaformaður Siðmenntar. HVERRA hagsmuna gæta stjórn- armenn fyrirtækja? Væntanlega eig- enda, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta stjórnendur sjóða? Væntanlega eigenda fjármagns í sjóðunum, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta kjörnir fulltrúar alþingis og sveitarfélaga? Þeirra sem borga í kosningasjóði flokkanna, ekki rétt? En er það rétt? Þið eruð ótrúlega lélegir bæði kaup- endur og seljendur því þið eruð til- búnir til að selja land og þjóð fyrir krónur og aura. Það sem þið gátuð ekki gert með hundrað þúsundum, hversu betur tókst ykkur upp með eina milljón í vasanum, svo ekki sé minnst á hundrað milljónir eða millj- arða. Hvar er trú ykkar og hvar dvel- ur hjarta ykkar? Þið hafið skaðað fjölskyldu ykkar, þjóð ykkar og land. Þið eruð ömurlegir. Þið eruð ekki framsýnir, þið gætið ekki að bróður ykkar, þið hugsið bara um sjálfa ykk- ur og hvað þið getið rifið og tætt í ykkur. Ef þið hefðuð einhverja æru þá mynduð þið skammast ykkar fyrir að selja land ykkar og þjóð á verði hæstbjóðanda. Ég skammast mín fyrir ykkur og það hryggir mig og það er dapurlegt að færir menn eins og þið leggist á sveif með falsi. ÞORVALDUR GEIRSSON, Breiðavík 8, Reykjavík. Kjörnir fulltrúar Frá Þorvaldi Geirssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ þegar veruleg hætta steðjar að hag- kerfinu er brýnna en nokkru sinni fyrr að ríkið haldi að sér hönd- um í útgjöldum og rýmki getu heimilanna til sparnaðar. Þegar harðnar í ári er réttast að setjast niður af yf- irvegaðri ró og hrein- skilni við sjálfan sig og fara yfir stöð- una eins og hún er. Það ber að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann. Útgjöld sem áður þóttu ómissandi þarf að endurskoða í ljósi nýrra að- stæðna, og skýjaborgir þarf að láta líða út í buskann til að bíða betri tíma. Í hinni miklu uppsveiflu undanfar- inna ára í íslensku efnahagslífi gerðu menn sér hugmyndir um að hún gæti enst að eilífu, að það væri hægt að taka endalaust útlán gagn- vart framtíðinni og aldrei kæmi að skulda- dögum. Skuldir heim- ilanna hafa aukist ár frá ári um fimmtung, og út- gjöld hins opinbera jafnhratt þar á ofan. En nú hafa utanaðkomandi aðstæður bundið enda á góðærið. Það er kominn haustmorgunn, og mál að vakna af blundi sum- arsins. Við verðum að bretta upp ermarnar og taka höndum saman um að finna leiðir til að heyja fyrir vet- urinn. Núverandi aðstæður kalla á for- gangsröðun og endurskoðun hjá hverju heimili, sveitarfélagi og hjá ríkinu. Það þarf ekki að eyða orðum um það að skattar eru einmitt stærsti útgjaldaliður heimilanna, eða nærri helmingur af heildarútgjöldum. Það ber því að athuga af raunsæi hvort ekki er hægt að létta heimilunum róð- urinn nú, og minnka útgjöld og um- svif ríkis og sveitarfélaga, sem hafa vaxið ævintýralega undanfarin árin. Falla þarf frá slíkri augljósri fásinnu og tónlistarhúsi upp á tuttugu millj- arða, fæðingarorlofi fyrir vel stæða upp á fimm milljarða árlega, og svo framvegis. Höfum við virkilega efni á þessu öllu eins og staðan er? Spyrji sig nú hver og einn í fullri hreinskilni. Fyrir fjórum árum fór ungliða- hreyfing eins stjórnmálaflokksins yf- ir fjárlögin með niðurskurð í huga og kom með tillögu um sparnað upp á 63 milljarða árlega, án þess að hrófla við heilbrigðis- eða menntakerfi. Þá er ekki minnst á þá tugi milljarða sem fjárlögin hafa síðan vaxið um. Er ekki vert að athuga þær tillögur nú? Að sama skapi og útgjöld þurfa að lækka þarf að huga að sparnaði. Því hefur löngum verið komið svo fyrir hér á landi að menn hafa fengið vaxtabætur fyrir að taka lán, en er refsað í formi fjármagnstekjuskatts fyrir að leggja inn á sparibók. Það liggur beint við nú sem aldrei fyrr að afnema fjármagnstekjuskattinn til að ýta undir sparnað. Aðrir liðir sem kæmu heimilunum vel væru afnám innflutningsgjalda og tolla, eða skylduáskriftar að nýjustu banda- rísku gamanþáttaröðunum í rík- isútvarpinu. Hvað sem öðru líður, þá þurfa ráðamenn að fara sér ákaflega var- lega. Það væru skelfileg mistök að þyngja fyrir heimilum, atvinnuveit- endum og bönkum á þessari stundu með auknum umsvifum, útgjöldum og reglugerðum hins opinbera. Tal um Evrópusambandsaðild og evru þarf að sitja á hakanum. Það verður að athuga í framhaldinu hvort ekki sé hægt að koma gjaldmiðlinum okkar á sterkari fót, en það þarf ekki að gera út af við krónuna. Til dæmis er hægt að tengja hana við gull og silfur án þess að spyrja kóng eða prest. Dýrmálmar eru stöðugri en bæði Bandaríkjadalur og evra gagn- vart raunverulegum afurðum. En það sem allra síst kemur til með að skila okkur árangri er sala á rógi, öfund og ótta. Fyrir þá hluti fæst ekki mikið þessa dagana, enda framboð gífurlegt. Það er ljóst að ýmsir högnuðust vel á því góðæri sem á undan er gengið, en tortryggni og reiði í þeirra garð verður okkur ekki skjól í þeim stormi sem skollinn er á utanað úr heimi. Ekki verður heldur mikil huggun í heimsendaspám jafn- vel þótt þær rætist. Landar mínir, það er kominn tími til að mannast. Himinninn er ekki að hrynja. Sú þjóð sem ég þykist þekkja lætur engan draga sig í þrot og vol- æði. Hér er undirstaðan sterk. Kraft- urinn og hugvitið í fólkinu á sér engin takmörk, og Íslendingar vita það innra með sér að þann auð sem á Ís- landi finnst er hvorki hægt að mæla í krónum, evrum né silfri. Rúnar Óli Bjarna- son fjallar um skuldir heimilanna » Tal um Evrópusam- bandsaðild og evru þarf að sitja á hakanum. Ríkið haldi að sér hönd- um í útgjöldum og rýmki getu heimilanna til sparnaðar. Rúnaer óli Bjarnason Höfundur er Norðlendingur og starfar við hugbúnaðargerð. Brýnt að lækka útgjöld heimilanna og hins opinbera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.