Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurBirgisson fædd-
ist í Reykjavík 17.
október árið 1955.
Hann lést á heimili
sínu 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
hjónin Birgir Krist-
jánsson, f. á Vopna-
firði 4.8. 1932 og El-
ín Ellertsdóttir, f. í
Reykjavík 21.10.
1933. Þau eru bú-
sett í Hveragerði.
Systkini Guð-
mundar eru Helgi, maki Tune
Birgisson; Kristján, maki Val-
gerður Kristjánsdóttir; Valgeir,
maki Valgerður Jóhannesdóttir
og Guðmunda H., maki Snorri
Snorrason.
Guðmundur kvæntist hinn 16.
október 1976 Grétu Vigfúsdóttir,
f. í Reykjavík 19. nóvember 1952.
Foreldrar hennar voru hjónin
Vigfús Árnason, f. 23.4. 1925, d.
22.3. 1983 og Inga Jenný Guðjóns-
dóttir, f. 15.12. 1925, d. 27.2. 2008.
Börn Guðmundar og Grétu eru: 1)
Birgir Kristján, f. 31. mars 1978,
sambýliskona Jóna
Björg Ólafsdóttir, f.
9. maí 1983; dætur
þeirra eru Hafdís
Björg, f. 12.9. 2003
og Sandra Ósk, f.
1.1. 2005; 2) Inga
Vigdís, f. 20. mars
1985, sonur hennar
er Birgir Máni, f.
16.5. 2005.
Guðmundur ólst
upp að mestu í
Reykjavík og bjó
þar öll sín fullorð-
insár. Hann gegndi
hinum ýmsu störfum um ævina.
Guðmundur naut þess mjög að
ferðast, hvort sem var innanlands
eða utan. Ófá sumur var dvalið
við Meðalfellsvatn þar sem hann
eignaðist marga góða vini. Síðari
árin dvöldu Guðmundur og Gréta
mikið í hjólhýsi sínu í Úthlíð í
Biskupstungum. Guðmundur var
handlaginn mjög eins og ófáir út-
skurðarmunir eftir hann bera
glögglega með sér.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Fella- og Hólakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Þegar ég kveð hann pabba minn.
hinstu kveðju koma fyrst og
fremst upp í hugann ljúfar minning-
ar.
Það var svo gaman að fara að veiða
í Meðalfellsvatni.
Eitt sinn vildi Árni frændi stjórna
bátnum og þið fóruð báðir út í vatnið
og sneruð bátnum og klifruðuð upp í.
Hestamennskan var líka æðisleg,
fórum þar um víðan völl og áttum
margar góðar minningar frá þeim
tíma.
Síðan veikist þú, elsku pabbi, og
það hefur nú verið þrautaganga en
margt gerst á þeim tíma og er ég þér
þakklátur fyrir góða kennslu og upp-
eldi til að takast á við lífið – alltaf
með svör við öllu og alltaf til í að
hjálpa til.
Og nú í sumar fannst okkur svo
gaman að koma til ykkar mömmu í
Úthlíð. Og nutu stelpurnar þess svo
mikið að vera með ykkur þar.
En föðurland okkar er á himni og frá himni
væntum við frelsarans, Drottins Jesú Krists.
Hann mun breyta veikum og forgengilegum
líkama okkar svo að hann fái sömu mynd og
dýrðarlíkami hans því að hann hefur kraftinn
til að leggja allt undir sig.
(F1 3:20-21)
Ó, þegar Jesú auglit fæ að sjá,
ósk mín og vonir rætast Guði hjá,
sem lítið barn mig leiðir hann við hlið
og lofar mig að skilja aldrei við.
Ó, þegar fæ ég heyrt hans hlýju raust,
hjá honum dvelja má ég endalaust.
Ó, þegar sjálfur segir Jesús mér,
sorgir hvers vegna oft mig beygður er.
(Elínborg Guðmundsdóttir.)
Minning þín lifir í huga mér, mun
ætíð elska þig pabbi.
Þinn sonur,
Birgir Kr. Guðmundsson.
Elsku vinur og mágur.
Erfitt er að kveðja svona góðan
dreng eins og Guðmundur var, og
erfitt að skrifa um hann því hann var
frábær í alla staði.
Manstu, Gummi minn, þegar ég og
systir þín komum í bústaðinn til ykk-
ar hjóna og við strákarnir fórum að
veiða, eða fórum með veiðistangirnar
niður að vatni en fengum ekki nokk-
urn einasta fisk og urðum ekki einu
sinni varir. Við gátum spjallað og
gortað um veiði, hvort sem sögurnar
voru sannar eða lognar var þetta
yndislegur tími. Við hjónin sváfum í
tjaldvagni fyrir utan og ég vaknaði
um nóttina og vakti Guðmundu og
hélt að það væri kominn jarðskjálfti,
en þá varst það bara þú sofandi og
hraust.
Við gátum skipst á skoðunum um
tónlist en þar hafðir þú fastar skoð-
anir.
Eða þegar við fórum á hestbak og
þú dast af baki hélt ég að þú hefðir
meitt þig en eins og oft áður reistir
þú þig upp og sagðir mér að halda
áfram því það væri ekkert sem amaði
að þér. Þetta og svo margt fleira
geymi ég í hjarta mínu.
Jesú er Guð þinn
því aldrei skalt gleyma.
Hann gengur við hlið þér
og leiða þig vill.
Þú eilífa lífið
átt honum að þakka,
hann sigraði dauðann
og lífið gaf þér.
Guðs son á himni
nú vakir þér yfir.
Hann gleymir ei bæn þinni
hver sem hún er.
Líf mitt sé falið þér
eilífi faðir.
Faðminum þínum ég hvíla vil í.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þökk fyrir allt.
Þinn mágur,
Snorri Snorra.
Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þínum,
og stjarna hver, er lýsir þína leið,
er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund frá liðnum árum,
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér
og þú skalt vera mín – í söng og tárum.
Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál,
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá,
í dimmum skógum sál mín spor þín rekur,
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Það er erfitt að trúa því að Gummi
bróðir hringi ekki oftar til þess að
spjalla.
Það eru margar minningarnar
sem sækja á hugann.
Gummi og Gréta stóðu saman eins
og klettur og ég gat alltaf leitað til
þeirra ef eitthvað var. Við Gummi
fórum í margar veiðiferðir saman,
núna síðast í ágúst áttum við góðan
dag saman. Hann var mættur eld-
snemma með kaffi á brúsa og vakti
litla bróður sinn og hló að því að ég
skyldi ekki vera vaknaður.
Við vorum komnir út í á um klukk-
an 7 og komum heim um kvöldmat,
en engin var nú veiðin. Hann hugsaði
alltaf um að hafa nóg nesti meðferðis,
en ég hafði ekki áhyggjur af því, ég
vissi að Gummi hugsaði alltaf fyrir
því.
Í vor fóru konurnar okkar með
okkur í óvissuferð. Við bræður sátum
í aftursætinu og skemmtum okkur
konunglega, því þessar elskur rötuðu
nú ekki alveg þangað sem þær ætl-
uðu með okkur, en Gummi var fljótur
að kveikja á því hvert ferðinni var
heitið, og gat því vísað þeim veginn.
Þetta var mjög góður dagur. Og þær
voru margar góðu stundirnar, til
dæmis oft þegar Gréta fór í saumó þá
kom Gummi í heimsókn og við horfð-
um saman á góða mynd. Fyrir okkr-
um árum fórum við tveir saman til
Noregs að heimsækja stóra bróður
og var það mjög fín ferð sem við höfð-
um báðir mjög gaman af og rifjuðum
oft upp. Að lokum þakka ég Gumma
bróður samfylgdina og ég veit að
hann er kominn á góðan stað og fylg-
ist með okkur.
Elsku Gréta, Birgir, Jóna, Inga
Vigdís og börn, ég og fjölskylda mín
biðjum að Guð veri með ykkur og
styrki í sorginni.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og
þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur
hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Þinn bróðir
Valgeir.
Dagurinn sem Guðmundur Birg-
isson kvaddi þennan heim var fagur
og bjartur. Eftir langvarandi rign-
ingartíð hafði skyndilega stytt upp
og fegurð haustsins naut sín sem
aldrei fyrr. Minning okkar um þann
góða dreng, sem Guðmundur var, er
umvafin sömu birtu og fegurð sem
þessi einstaki dagur bar í skauti sér.
Með söknuði en jafnframt gleði lít-
um við til baka og minnumst liðinna
samverustunda. Minningar um ham-
ingjuríka og yndislega tíma streyma
fram þar sem hlátrasköll og
skemmtilegheit voru allsráðandi.
Það var bæði í leik og starfi sem fjöl-
skyldur okkar nutu samverunnar. Ef
framkvæmdir stóðu fyrir dyrum
sameinuðum við krafta okkar og
lögðumst á eitt um að hjálpa hvert
öðru. Við minnumst Guðmundar sér-
staklega á þeim stundum því að hann
var slík hamhleypa til verka að undr-
un sætti. Það sem þó var meir um
vert var sá hugur sem verki fylgdi.
Að aðstoða, hjálpa og létta undir með
hverjum þeim sem þess óskaði var
skylda sem Guðmundi var í blóð bor-
in. Í því sambandi má hins vegar alls
ekki gleyma Grétu því þau hjónin
voru sérlega samrýmd og samhent
og hlutur hennar til allra góðra verka
verður seint ofmetinn.
Guðmundur lenti í mjög alvarlegu
vinnuslysi fyrir allmörgum árum og
þrátt fyrir mikla endurhæfingu varð
heilsa hans aldrei söm. Veikindin
reyndust honum erfið og drógu
smám saman úr honum þann kraft og
þá lífsgleði sem einkennt hafði hann
fram að því.
Í sumar sem leið fóru fjölskyldur
okkar ásamt Árna Guðjóni og Hrönn
og litlu dóttur þeirra Kristjönu
Ólöfu, í ógleymanlegt ferðalag inn að
Landmannalaugum. Guðmundur,
sem oftar, tók sér forystuhlutverk og
leiddi bílalestina af mikilli röggsemi
yfir vötn og aðrar ófærur. Það var
gaman að sjá hve Guðmundur naut
sín vel og í hve góðu ásigkomulagi
hann var bæði andlega og líkamlega.
Hann hafði þá um nokkurt skeið get-
að stundað vinnu og allt virtist vera á
uppleið. Okkur finnst því sárt til þess
að hugsa að þetta einstaka ferðalag
skyldi verða síðasta samverustund
fjölskyldnanna.
Við biðjum þess og trúum að vel
verði tekið á móti Guðmundi handan
þessa heims, að sú birta og fegurð
sem einkenndi daginn sem hann
kvaddi fái að fylgja honum og um-
vefja hann og minningu hans um
ókomna tíð.
Við hjónin vottum öllum þeim sem
eiga um sárt að binda vegna fráfalls
Guðmundar Birgissonar okkar inni-
legustu samúð. Sérstaklega dvelur
hugur okkar á þessum tímum sorgar
og saknaðar hjá foreldrum hans og
nánustu aðstandendum þeim Grétu,
Birgi Kristjáni, Jónu og Ingu Vigdísi
og litlu barnabörnunum.
Knútur og Gyða.
Guðmundur Birgisson
Mig langar í fáum
orðum að minnast góðs
félaga til margra ára,
Haralds Sigurjónssonar sem lést á
lungnadeild Landspítalans í Foss-
vogi laugardaginn 20. september eft-
ir erfið veikindi.
Já, margt kemur upp í hugann, við
vorum nágrannar í um fjóra áratugi.
Ég kynntist Haraldi og fjölskyldu
þegar þau áttu heima í Álfabrekku í
Kópavogi. Margar ferðirnar fórum
við saman til veiða eða austur til að
kíkja á bústaðina okkar.
✝ Haraldur Sig-urjónsson fædd-
ist á Eskifirði 7.
ágúst 1936. Hann
lést á lungnadeild
Landspítalans í
Fossvogi 20. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Digra-
neskirkju 26. sept-
ember.
Það var mjög
skemmtilegt að um-
gangast Halla, en
hann var mjög fróður
um marga hluti og
kunni afburða vel að
segja frá og hafði létt-
an húmor sem var
bara mannbætandi.
Það kom stundum fyr-
ir þegar ég kom í
heimsókn að Haraldur
sat og tefldi skák við
tengdaföður sinn
hann Leif Eiríksson
og það var hart tekist
á enda mættust þar stálin stinn.
Leifur var mjög góður skákmaður og
Haraldur líka. Þetta voru oft snarp-
ar snerrur sem gaman var að horfa
á.
Að lokum ætla ég að kveðja góðan
félaga með þessum orðum: far þú í
friði og guðs blessun þér fylgi.
Eftirlifandi eiginkonu og ættingj-
um votta ég innilegustu samúð mína.
Jakob.
Haraldur
Sigurjónsson
Elsku afi
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég hugsa svo fallega um
þig, afi minn. Þín
Sandra Ósk.
Ég elska þig mikið, afi
minn.
Þín
Hafdís Björg.
HINSTA KVEÐJA
Við kveðjum kæran
vin Ásgeir Sverrisson
sem lést úr illkynja sjúkdómi eftir
skamma sjúkrahúsvist.
Kynni okkar af honum hófust árið
1989 þegar VÍS var stofnað með sam-
einingu Samvinnutrygginga og
Brunabótafélags Íslands. Geiri hafði
starfað hjá Samvinnutryggingum um
árabil og tók því á móti okkur í Ár-
múlanum þegar við komum til starfa
hjá nýju félagi.
Það má með sanni segja að Geiri
með sitt jákvæða viðhorf og léttu
lund hafi auðveldað okkur að takast á
við þau verkefni sem fylgdu samein-
ingunni. Annríkið var oft mikið og þá
var ómetanlegt að hafa hann í hópn-
um. Margs er að minnast frá þessum
árum, einkum hans léttu lundar og
glettni sem hafði góð áhrif á alla sem
umgengust hann. Geiri þekkti marga
og kunni margar skemmtilegar frá-
sagnir af samferðamönnum sínum.
Oft létti hann okkur lundina í dagsins
önn með skemmtilegri sögu.
Geiri var mikill tónlistarmaður og
væri fyrirtækið eða bókhaldsdeildin
að gera sér glaðan dag var hann
Ásgeir Sverrisson
✝ Ásgeir Sverr-isson fæddist í
Hvammi í Norður-
árdal 9. júní 1928.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Landakoti
27. september síð-
astliðinn.
Ásgeir var jarð-
sunginn frá Lang-
holtskirkju 7. októ-
ber sl.
hrókur alls fagnaðar
og oft fengum við að
njóta tónlistargáfunn-
ar sem hann bjó yfir.
Tryggð hans við
okkur, fyrrverandi
vinnufélaga, var ein-
stök. Eftir að hann lét
af störfum hjá félaginu
heimsótti hann okkur
reglulega. Hann sótti
eldriborgarakaffið
mánaðarlega og leit þá
við hjá sínum gömlu
vinnufélögum, ekki að-
eins í bókhaldsdeild-
inni heldur fór hann um húsið og
heilsaði upp á þá sem hann þekkti.
Síðast kom hann rétt áður en hann
lagðist inn á sjúkrahús. Hann var þó
ekkert að kvarta heldur hafði glettn-
in yfirhöndina.
Létta lundin, æðruleysið og um-
hyggjan fyrir samferðamönnunum
kom líklega best í ljós þegar við
heimsóttum hann á Landakot síðla
sumars. Þrátt fyrir að hann væri
orðinn mikið veikur og ljóst væri
hvert stefndi sló hann á létta strengi
og spurði frétta af vinnufélögunum.
Ást hans og umhyggja fyrir Siggu
var einstök og augljóst var að hún
var honum allt. Síðustu ár hafa verið
þeim hjónum erfið, en Sigga hefur
átt við alvarleg veikindi að stríða.
Geiri var mjög umhyggjusamur og
var henni stoð og stytta í veikindum
hennar.
Við sendum Siggu og öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Vinnufélagar í bókhaldi VÍS,
Örn, Guðrún og Ingunn.